Morgunblaðið - 05.01.1993, Síða 49

Morgunblaðið - 05.01.1993, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1993 49 Nafn Islands Frá Jóni Magnússyni: Ekki er ástæða til þess að amast við því, að enskumælandi þjóðir noti nafið Iceland um landið okkar. En þegar íslendingar sjálfir kalla landið sitt því nafni er of langt gengið. En hvers vegna enska heit- ið? Eru ekki danska, norska og sænska heitið (Island,) eða franska (Islande), þýzka (Island) eða spænska (Islandia) eins góð? Ég fínn ekki að því, að útlendingar nefni landið okkar, hver á sinni tungu eftir sinni siðvenju, eins og við nefnum þeirra lönd á okkar tungu eftir okkar siðvenju. En þeg- ar íslenzkir íþróttamenn ganga inn á íþróttaleikvang Ólympíuleika í búningum merktum „Iceland“, eins og sást í sjónvarpinu á dögunum, er alltof langt gengið. Hvergi mun vera til land með því nafni, byggt fullvalda þjóð. Hvers vegna merkja „strákana okkar“ landi, sem ekki er til? Og þó að enskir þýði nafn landsins okkar á sína tungu, er það ekki vegna þess, að þeir geti ekki borið það fram á íslenzku. Þess eru ótal dæmi í ensku, að bókstafímir Is séu bomir fram eins og þeir em skrifaðir. Ekki er heiti trúarbragð- anna borið fram „ælam“ á ensku, þó að það sé ritað Islam. Og þótt island sé borið fram æland á ensku, í merkingunni eyja, og þó að Ísland sé eyja, er það ekki afsökun fyrir því að kalla landið Iceland. En látum þá ensku um það. Hitt vil ég árétta, að það nær engri átt að íslendingar sjálfir kalli landið sitt Iceland, og með öllu óskiljanlegt að þeir, sem telja sig vera í forustu um þjóðemis- legan metnað íslendinga skuli ganga fram í því. Ef stolt þeirra er ekki meira en það, að þeir telji við hæfí að merkja íslenzka íþrótta- menn landi, sem ekki er til, er illa farið. Það sæmir okkur ekki, sem frjálsri og fullvalda þjóð, að nota enskt heiti um fóstuijörðina. Hætt- um því. Berum nafn gamla Fróns, ísland, með stolti. JÓN MAGNÚSSON, Bókhlöðustíg 7, Stykkishólmi Pennavinir Frá írlandi skrifar 38 ára tékk- nesk kona, þýðandi og tónlistar- kennari, sem þar er búsett. Auk annarra margvíslegra áhugamála kveðst hana langa til að heimsækja ísland: Vera Taslova, 5 Loreto Crescent, Rathfarnham, Dublin 14, Ireland. LEIÐRÉTTINGAR 2.983 börn fædd- ust 1992 í frétt blaðsins sunnudaginn 3. janúar sl. var sagt að 2.913 böm hefðu fæðst á árinu 1992 en hið rétta er að fæðingamar vom 2.913 en börnin urðu alls 2.983 talsins. Nafn gagnrýn- anda féll niður Þau mistök urðu í Morgunblaðinu sl. sunnudag að nafn Ragnars Björnssonar féll niður með gagn- rýni hans um Drengjakór Laugar- neskirkju. Hlutaðeigandi em beðnir velvirðingar á mistökunum. VELVAKANDI PENNI- HANSKAR PENNI og loðfóðraðir hanskar fundust fyrir jól í verslunini Búsáhöld og leikföng í Hafnar- firði. Upplýsingar í síma 50919. ÓRÉTTMÆTUR SKATTAAF- SLÁTTUR Konráð Friðfinnsson, Þórhóls- götu la, Neskaupstað: AUGLÝSINGAR í Sjónvarpi þar sem fjármagnsfvrirtæki buðu skattaafslátt vöktu athygli um áramótin. Boðinn var afsláttur allt að 200 þúsund krónur o.s.frv. Mér fínnst þetta vera svolítið einkennilegt að tímum niðurskurðar að það sé hægt að fá skattaafslátt bara fyrir það að kaupa þetta eða hitt bréfíð. Gera menn sér ekki grein fyrir af hveiju niðurskurður ríkis- stjórnarinnar stafar - hann staf- ar einfaldlega af því að ríkissjóð- ur hefur ekki peninga til þess sem fólkið væntir af honum. Þetta er eitt af meinunum í dag - að keisarinn fær ekki það sem honum ber frá fólkinu. Það er orðið meira en nauðsynlegt að Alþingi og stjórnvöld taki af skarið og hætti að veita svona afslátt. Það getur verið að réttl- átt að veita skattaafslátt en þá verður líka að vera um áhættu að ræða en ekki gulltrygg bréf. Þetta ættu menn að hugleiða í fullri alvöm. STÍGVÉL GALLONSTÍGVÉL voru tekin í dagvist Sjálfsbjargar fyrir jól en leðurstígvél skilin eftir. Sá sem stígvélin tók er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 12720. JAKKI UNGUR námsmaður varð fyrir því að tapa leðuijakka aðfara- nótt sunnudagsins 27. desember í miðbæ Reykjavíkur, líklega í grennd við Bíóbarinn við Hverf- isgötu. Jakkinn er dökkbrúnn með óvenjulegu sniði (kóresk framleiðsla). I vösum jakkans vour tvær minnisbækur, bók á japönsku, sólgleraugu o. fl. Ef einhver veit um þennan jakka, vinsamlegast hringið í síma 43513. STUTTBUXUR RAUÐAR terlín stuttbuxur töpuðust frá Norðurbrún í Reykjavík að Laugardalslaug eða á leið þaðan í Garðabæ. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 656544. SIGUNGASKOUNN Námskeið til 30 TONNA RÉTTINDA hefst 11. janúar og lýkur í byrjun mars. Kennsla fer fram mánudags- og miðvikudagskvöld kl. 19.00 - 23.00. Námskeið til HAFSIGLINGA (Yachtmaster Offshore) hefst 12. janúar og lýkur 4. mars. Kennt þriðjudags- og fimmtudagskvöld kl. 19.00 - 23.00 Innritun á sumarnámskeiö í skútusiglingum er hafin svo og skútusiglinganámskeiö Siglingaskólans iEyjahafinu (milli Grikklands og Tyrklands - paradís siglingamanna) með bækistöð í Marmaris í Tyrklandi. Lýsing á öllum námskeiöum sem skólinn býður er send þeim sem þess óska. Upplýsingar og innritun í síma 91-68 98 85 og 31092 SIGUNGASKÓLINN LíGMúm 7 -meölimur I Alþjóöasambandi siglingaskóla (ISSA) miSmm Námsstyrkir M ENNTABRAUT Námsmannaþjótiusta íslandsbanka íslandsbanki mun í tengslum við Menntabraut, námsmannaþjónustu íslandsbanka, veita sjö námsstyrki á árinu 1993. Námsstyrkirnir veröa veittir í apríl og er hver þeirra að upphæð 100.000 kr. Allir námsmenn, 18 ára og eldri, geta sótt um styrkina, hvort sem þeir erut námi hér á landi eða erlendis. Styrkirnir eru óháðir skólum og námsgreinum. í umsókninni þurfa að koma fram upplýsingar um nafn, heimili, símanúmer, námsferil og framtíöaráform í stuttu máli. Umsóknir skal senda til: íslandsbanki hf. Markaösdeild (Námsstyrkir) Kringlunni 7 155 Reykjavík < Umsóknarfrestur er til 15. mars 1993 x < CD tfí o z w o Ul o I ÍSLAN DSBAN Kl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.