Morgunblaðið - 20.04.1993, Síða 18

Morgunblaðið - 20.04.1993, Síða 18
18__________________MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGÚR 20. APRÍL 1993_ Athugasemdir vegna skipulags á vestursvæði Seltjarnarness eftir Kristbjörn Egilsson ogÆvar Petersen Dagana 18. til 21. apríl fer fram skoðanakönnun meðal íbúa Sel- tjarnarness vegna hugmynda um framtíðarskipulag á vestursvæði bæjarfélagsins. Af því tilefni hafa bæjaryfirvöld lagt fram kynning- arbækling með sex mismunandi til- lögum og áhrif hverrar þeirra á fjár- hag bæjarins. Undanfarin misseri hefur verið mikil umræða um skipu- lagsmál á Seltjamamesi og tekist á um mismunandi sjónarmið. Oft hefur verið vitnað í skýrslu Nátt- úrufræðistofnunar íslands, „Nátt- úrafar á Seltjarnarnesi", sem Sel- tjamamesbær lét vinna á sínum tíma, svo og ummæla höfunda hennar um einstök atriði. Stundum hefur gætt misskilnings, sem og í ofangreindum bæklingi. Því viljum við koma á framfæri nokkrum at- hugasemdum. Við höfum ekki verið beðnir um að taka formlega afstöðu til mismunandi skipulagstillagna en höfum mætt til viðræðna á tvo fundi sem haldnir vora að frumkvæði bæjaryfirvalda. Tekið skal fram, að við frábiðjum okkur að dragast inn í pólitískar deilur um þessi mál. Á öftustu síðu í kynningarbækl- ingnum er mynd úr skýrslu okkar og látið að því liggja að hún sýni tillögu okkar um æskileg verndar- svæði. Myndin er gripin úr sam- hengi við texta, því skyggðu svæð- in era aðeins þau sem Náttúru- verndarráð hefur lagt til að verði endumýjuð. Við tökum hins vegar undir þær tillögur, þegar við leggj- um til að svæðin vestan núverandi byggðar verði gerð að fólkvangi, og bætum jafnframt við, að nauð- synlegt sé „ ... að Snoppa og vest- asti hluti Ráðagerðistúns verði án mannvirkja. Einnig er lagt til, að ekki verði byggt milli Nesstofu og Bakkatjarnar". Ennfremur segjum við: „Seltjöm er tengd Suðumesi og gröndunum ásamt Bakkatjörn. Það svæði getur síðan tengst Nes- stofu og umhverfi. Lagt er til að Nesstofa verði ekki afgirt með byggð, heldur haldist frá henni opin og óskert sjónlína yfir allt svæðið, milli suður- og norðurstranda, án truflunar frá mannvirkjum. Með því móti helst þetta skemmtilega svæði með merku fuglalífi, fallegu gróð- urfari, merkri jarðsögu og sögu- stöðum opið. Byggð milli Nesstofu og Bakkatjarnar myndi þar að auki raska mikilvægum setstöðum og varplöndum fugla á svæðinu“ (bls.61). Kynningarbæklingurinn sýnir ekki okkar hugmyndir nema að hluta og mætti skilja svo, að bygg- ing mannvirkja á óskyggða svæði ofannefnds korts sé í samræmi við okkar tillögu. Hér er um að ræða svæðið frá Nesbala að sunnan að Ráðagerði að norðan og túnin vest- ur af. Við teljum að vegur milli Nesstofu og Bakkatjarnar samrým- ist ekki okkar hugmyndum og höfð- um margítrekað það í viðræðum. Einnig bendum við á, að ekki megi þrengja svo að Nesstofu, að útsýni skerðist þaðan. Við viljum ennfremur nefna fleiri atrjði sem ekki samræmist tillögum úr skýrslu okkar. Hólmi var settur niður í Bakka- tjörn, og af umræðu mætti halda að annar höfundur hafi hvatt til þeirrar framkvæmdar. Þegar bæjartæknifræðingur hafði sam- band símleiðis, áður en hólminn var gerður, sagði höfundur að lítill hólmi á réttum stað og settur niður þegar tjörnin væri ísilögð, væri honum að meinalausu. Þýðingar- mestar vora þó þær ábendingar skýrsluhöfundar, að hólminn mundi hvorki vera fuglalífi til framdráttar né ama, en að bæjaryfirvöld yrðu að gera upp hug sinn með það, hvaða tilgangi hólminn ætti að þjóna. Önnur afskipti af hólma þessum höfum við ekki haft og beram enga ábyrgð á ákvörðun um gerð hans eða staðsetningu. PQTTAR 06 KER Svalakassar Veggpottar Útiker Útipottar ® FRJÓhf HEILDVERSLUN Fosshálsi 13-15. Sími: 67 78 60 Fax: 67 78 63 DANSSKOLI HERMANNS RAGNARS Faxafeni 14, Nútíð, 108 Reykjavík 687480 og 687580 35 Vornámskeið Stutt dansnámskeið fyrir fullorðna einstak- linga og pör, þar sem boðið verður upp á að mæta einu sinni eða tvisvar í viku, hefst mið- vikudaginn 28. apríl og lýkur í enda maímán- aðar. _ Þessi námskeið eru eingöngu ætluð byrjend- um og þeim, sem lítið hafa dansað en vilja æfa sig og verða ballfærirr á stutum tíma. Þarna er rétti staðurinn og tíminn til að spreyta sig á fyrstu sporunum. Innritun í síma skólans 68 75 80 eða heima í síma 64 33 40 daglega fram að fyrsta kennsludegi, sem er miðvikudagur 28. apríl. Leitið nánari upplýsinga. Dansinn lengir lífið. htttHypA No|adisk tvMÍllfn Forskerutdanningsakademi mHf Styrkir vegna menntunar norrænna vísindamanna NorFA - Nordisk Forskerutdanningsakademi - býður norrænum vísindamönnum upp á að sækja um styrki vegna menntunar, en umsóknarfrestur rennur út 15. októ- ber 1993. Styrkir eru veittir til eftirfarandi verkefna: ■ Vísindaráðstefna og vinnufunda ■ Ferða ■ Stuttra dvala í öðru landi ■ Norrænnar þátttöku í vísindanámskeiðum ■ Vegna norrænna eða alþjóðlegra gestakennara/leiðbeinanda ■ Skipulagningarfunda Einnig er boðið upp á að sækja um styrki (umsóknarfrestur rennur út 1. júní 1993) vegna norrænna vísindanámskeiða sem haldin verða á árinu 1994. Umsóknarfrestirnir eiga þannig við um fræðsluverkefni innan norræna umhverfisrann- sóknaverkefnisins. Upplýsingabækling ásamt umsóknareyðublöðum er hægt að fá hjá háskólum, rann- sóknastofnunum og rannsóknaráðum á Norðurlöndum sem og á skrifstofu NorFA: Nordisk Forskerutdanningsakademi - NorFA Sandakerveien 99, N-0483 Ósló, Noregur. Sími: 90 47 22 15 70 12 Telefax: 90 47 22 22 11 58 Skrifstofan veitir allar nánari upplýsingar. NorFA var stofnuð þann 1. janúar 1991 af Norrænu ráðherranefndinni. Á árinu 1993 mun NorFA hafa 28 milljónir norskra króna til ráðstöfunar til að styrkja mennt- un vísindamanna og hreyfanleika vísindamanna innan Norðurlanda. Svartibakki í Suðumesi hefur verið stórskemmdur með stórvirk- um vinnuvélum, en þarna eru (voru?) merkar náttúruminjar (steingervingar). Staðurinn er vissulega innan marka þess svæðis sem Náttúraverndarráð lagði til að yrði friðlýst og við tókum undir það sjónarmið í skýrslunni. Því hefur verið haldið fram í fjöl- miðlum, að fuglafræðingar nátt- úrafarsskýrslunnar hafí bent á „að mannabyggð sé mjög æskileg í nábýli við fuglinn,...“ (Nesfréttir nóv. 1992, bls. 4). Hér er um mis- túlkun að ræða. Tegundir hafa bæst í fuglaríki Seltjamamess fyrir atbeina mannsins, en ekki af því að fuglar kunna svo vel við sig í návist hans, heldur vegna þess að fuglar hafa verið fluttir frá öðram stöðum á landinu, jafnvel erlendis frá, á Reykjavíkurtjörn. Þeir hafa síðan dreifst víða, m.a. á Seltjarnar- nesi. Slíkir fuglaflutningar geta traflað hina náttúralegu fuglafánu sem er fyrir og eru því óæskilegir. Eftir því sem fleiri svæði eru tekin undir mannvirki minnka líkumar á að hægt sé að viðhalda fjölbreyttu fuglalífí. Sumar fuglategundir þola nábýli við manninn, þrífast jafnvel betur þar, en flestar hopa þaðan sem byggt er og fuglalífið verður fábreyttara, ef ekki er farið að með gát. Mannvirkjagerð er inngrip sem breytir náttúralegu umhverfi, og við slíkar framkvæmdir þarf ætíð að vega og meta hverju menn vilja fóma. Hér er ekki lagt mat á það, hversu ihörg mannvirki raunhæft er að byggja vestan núverandi byggðar á Seltjamamesi. Við bend- um aðeins á, að Bakkatjörn og næsta nágrenni hennar er eitt af kjarnasvæðunum í tillögu um fólk- vang á Framnesinu. Vatn leitar vafalítið til tjarnarinnar austan og ofan af hærri svæðum nessins. Því er mikilvægt að vatnsstreymi sé ekki hindrað og mýrin austur úr tjöminni sé ekki eyðilögð, en þar er eina mýrin sem eftir er á Sel- tjarnamesi. Þetta ber að hafa í huga, óháð því hvort vegur er lagð- ur að Nesstofu eða byggð rísi vest- an Nesbala, eins og sumar tillög- urnar gera ráð fyrir. Nokkuð hefur verið kvartað yfir því að skýrsla Náttúrafræði- stofnunar hafí ekki verið gefin úr, þannig að allir hafi haft jafnan aðgang að. Handriti var skilað til bæjaryfírvalda árið 1991, en nú er unnið að því að gefa hana út á vegum Seltjamamesbæjar. Kristbjörn Egilsson er grasafræðingur og Ævar Petersen fuglafræðingur. DRATTARBEISLI 0G DEMPARAR ÍSETNING A STADNUM Skeifan 2 Sími 8T2944

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.