Morgunblaðið - 20.04.1993, Page 22

Morgunblaðið - 20.04.1993, Page 22
22 MORGUNBLÁÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1993 Samdráttur í sölu áfengis og tóbaks SAMDRÁTTUR varð í sölu áfengis og tóbaks fyrstu þrjá mánuði ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Heildarsaia áfengis nam 1.500.888 lítrum eða 172.757 alkóhóllítrum og er þá bjór meðtalinn. Samdrátturinn frá 1992 nemur 5,43% í lítrum og 8,64% í alkóhóllítrum. Heildarsala nef- og munntóbaks nam 3.228 kílóum, sem er 4,79% minna en fyrstu þijá mánuðina í fyrra. Af reyktóbaki seldust 3.261 kíló, sem er 13,94% minna en í fyrra. áfengis og tóbaks, sem áhafnir skipa og flugvéla flytja inn í land- ið, eða þess magns, sem ferða- menn taka með sér frá útlöndum eða kaupa í fríhöfn. Minna selt af áfengi og tóbaki Breytingar í söiu ÁTVR á tóbaki og áfengi -8,74% Sterkir drykkir -11,63% fyrstu þrjá mán.1992 og 1993 '7'42% -8,91% -13,94% Létt vín Bjór Portvín, sérrí o.fl Sterkir drykkir Áfengi, Nef- og munntóbak Vindlar Vindlingar Reyktóbak Selt magn af meginfiokkum áfengis í aikóhóliítrum fyrstu þrjá mán. 1992 og 1993 Létt vín -----— 20 Portvín, serrí o.fl. '92 ’93 ’92 '93 ’92 '93 ’92 '93 Knútur Hallsson um bréf sitt til Norræna kvikmyndasjóðsins vegna Hinna helgu véa Fullkomlega eðlileg afgreiðsla „ÞETTA var fullkomlega eðlileg afgreiðsla á þessu erindi Hrafns,“ sagði Knútur Hallsson, fyrrum ráðuneytisstjóri menntamálaráðuneytis, aðspurður um bréf það sem hann fyrir hönd menntamálaráðherra sendi Norræna kvik- myndasjóðnum eftir að sjóðsstjórnin hafði hafnað að styrkja gerð myndar Hrafns Gunnlaugssonar, Hin helgu vé. Knút- ur sagði ráðherra hafa falið sér að afgreiða erindi Hrafns. Töluverður samdráttur varð einnig í sölu á sígarettum, eða 8,91%. Núna seldust 91.600 mille, en í hveiju mille eru 50 pakkar, svo alls seldust 4,580 milljónir pakka. í fyrra seldust 100.559 mille, eða rúmar 5 milljónir pakka. Af vindlum seldust nú 2.651.700 stykki, en í fyrra 2.864.315 stykki. Samdráttur í sölu vindla nam 7,42%. Meira hvítvín Mismikill samdráttur varð í sölu áfengis eftir tegundum. Þannig varð 1,20% aukning á sölu hvítvíns í lítrum talið, einu tegunda. Mest- ur samdráttur varð í sölu koníaks, armaníaks og sénevers, eða rúm 16%. Rúmlega 14% samdráttur varð í sölu aperitífa, vodka og gins og rúmlega 12% samdráttur í sölu rósavíns og vermúta. Við samantekt þessara sölu- talna er ekki tekið tillit til þess „í raun var bréf Hrafns til ráð- herra sent sjóðsstjórninni til um- sagnar eða athugunar. Við lögðum engan dóm á hvort Hrafn hefði rétt fyrir sér eða ekki eða hvort veita ætti honum einhvem styrk en svo gerðu þeir það og það bendir nú til þess að þeim hafi eitthvað fundist athugavert við fyrri afgreiðslu," sagði Knútur. „Bréf eins og okkar þar sem ekkert er lagt til annað en að málið sé rætt hefur enga þýð- ingu,“ sagði hann og sagði fráleitt að um þrýsting á styrkveitingu til Hrafns hafi verið að ræða. Klögumál á hendur sjóðnum Knútur sagði að aðdragandi málsins hefði verið sá að Hrafn hefði skrifað ráðherra langt bréf og reifað það að hann teldi að sjóðs- stjórnin hefði svikið loforð um að styrkja mynd sína. „Hann var í raun og vem með klögumál á hendur þessum sjóði og fór þar að mínu mati rétta boðl^ið; við vomm það stjómvald sem á aðild að þessum sjóði,“ sagði Knútur. „Það sem við gerðum var að taka upp innan gæsa- lappa aðalatriðin úr skýrslu Hrafns og bæta því við að við fæmm þess á leit að þetta mál yrði tekið upp á næsta fundi og farið yrði með það eins og önnur hliðstæð mál. Við höfðum fengið fréttir af því að fleiri væm að kvarta undan því að hafa fengið vilyrði sem ekki hefðu stað- ist,“ sagði Knútur Hallsson. Hann sagði að sig minnti að þetta bréf hafi ekki verið sýnt ráðherra enda ekki venjan þegar verið væri að framsenda kvartanir með þessum hætti. Hins vegar hefði verið fjallað um málið á fundi í ráðuneytinu með fulltrúum sjónvarpsstöðva og þeirra íslenskra aðila sem greiði til sjóðs- ins. Þar hefði bréf ráðuneytisins verið lagt fram og samþykkt að afgreiða málið með þessum hætti. Misminni hjá ráðherra Aðspurður um þau orð Ólafs G. Einarssonar menntamálaráðherra í Morgunblaðinu á laugardag að hann hefði hafnað tilmælum ráðuneytis- stjórans að ræða málið á fundi nor- rænna menntamálaráðherra sagðist Knútur telja að um misminni væri að ræða hjá ráðherra. Ráðherrann hefði haft gögn um málið í farteski sínu á leið á fundinn og rætt hefði verið um að víkja e.t.v. orðum að málinu í óformlegum samræðum en ekki hefði til þess komið. íslenskur sigurá Stórmeistaramóti Mjólkursamsölunnar á sunnudag Helgi vann Júdit örugglega Skák Margeir Pétursson HELGI Ólafsson vann alla þijá andstæðinga sína á Stór- meistaramóti Mjólkursamsöl- unnar í sjónvarpinu mjög ör- ugglega. Þeirra á meðal var yngsti stórmeistari heims, hin 16 ára gamla ungverska stúlka Júdit Polgar, sem hlotnast hefur frægð langt út fyrir raðir skákáhugamanna með glæsilegum árangri upp á síðkastið. Júdit varð í öðru sæti á mótinu með tvo vinn- inga, en hinir tveir keppend- urnir á mótinu, þeir Jóliann Hjartarson og Margeir Pét- ursson, hlutu hálfan vinning. Sigrar Helga voru með ólíkind- um sannfærandi. Þrátt fyrir að umhugsunartíminn væri aðeins 25 mínútur á skákina lenti hann aldrei í tímahraki. Helgi náði mikl- um stöðuyfirburðum snemma í miðtaflinu í öllum skákunum þremur. Það verður ekki sagt að erlendir gestir á sjónvarpsmótum hafi sótt gull í greipar Helga. Þess er skemmst að minnast að á Búnaðarbankaatskákmótinu á Stöð 2 í haust gerði hann 1-1 jafntefli við Jan Timman í atskák og vann hann síðan í síðan úrslita- hraðskák. Mótið á sunnudag var sýnt í beinni útsendingu í Ríkissjónvarp- inu og þótti heppnast vel. Her- mann Gunnarsson var kynnir og stjórnandi, Jón L. Árnason sá um skákskýringar og naut aðstoðar gesta, skákstjórar voru þeir Guð- mundur Arnlaugsson og Ólafur Ásgrímsson, alþjóðlegur skák- dómarar. Það var mjög vandað til þessa hraðmóts og vel til fundið að fá Júdit Polgar til keppni eftir alla Júdit Polgar og Helgi Ólafsson. velgengni hennar að undanfömu. Hún kom fyrst hingað til lands árið 1988 á Reykjavíkurskákmótið í febrúarmánuði, þá aðeins 11 ára gömul. Um sumarið sama ár kom hún aftur og tók þátt í móti á Egilsstöðum þar sem hún vann sinn fyrsta sigur á alþjóðlegu skákmóti. Helgi Ólafsson gerði sér lítið fyrir gegn Júdit Polgar og beitti á hana kóngspeðsbyijun, sem er sjaldgæft að sjá hjá Helga. Líklega hefur hann náð að giska rétt á það hvernig hún myndi meðhöndla byijunina: Hvítt: Helgi Ólafsson Svart: Júdit Polgar Sikileyjarvörn 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - e6 6. Be3 - a6 7. Dd2 - b5 8. f3 - Rbd7 9. 0-0-0 Langalgengast í stöðunni er 9. g4 — h6, en Helgi hefur nýja hugmynd á pijónunum. 9. t- Bb7 10. g4 - Rc5 11. g5 r Rfd7 12. b4!? í fijótu bragði virðist þetta vera glæfraleg veiking á kóngsstöð- unni, en svartur verður að taka á sig tvípeð á a-línunni og hvítur nær að byggja upp nýtt vígi. 12. — Ra4 13. RJia4 — bxa4 14. c3 - Dc7 15. Kb2 - Re5 16. a3 - g6 17. h4 - Bg7 18. h5 - Hc8? Svörtu mennimir á kóngsvæng verða nú gagnslausir og komast aldrei í spilið. Júdit varð að leika 18. — 0-0, því eftir 19. hxg6 — hxg6 20. Dh2 — Hfe8 er ekki að sjá að opin h-línan sé svarti mjög hættuleg. 19. h6! - Bf8 20. Dc2 - Dd7 21. Bf4 - Rc4+ 22. Bxc4 - Hxc4 23. Re2 23. - Dc6 Mistök, en Júdit átti ekki full- nægjandi svar við óþægilegri hót- un Helga, 24. Dd3 með þrýstingi á d-peðið. 23. — Be7 var eðlilegri Ieikur, en þá getur hvítur svarað með 24. Dd3 - Hc6 25. Dd4! og ef 25. — Hg8 þá 26. Dg7! og vinn- ur. 24. Dd3 - d5 25. Be5 - Hg8 26. Rf4 Það standa öll spjót á svörtum og úrslitin era ráðin. 26. - Db5 27. exd5 - Hc8 28. dxe6 - fxe6 29. Hhel - Be7 30. Bf6 - Dxd3 31. Hxd3 - Hc6 32. Bxe7 - Kxe7 33. Rd5+ - Kf7 34. Rf6 og ungverska stúlkan varð að játa sig sigraða. Júdit Polgar var ekki sérlega ánægð með taflmennsku sína. Hún var aldrei nálægt því að yfirspila andstæðingana í stöðubaráttu, báðum vinningsskákunum sneri hún sér í vil í tímahraki andstæð- inganna. Jóhann hafði um tíma vænlegt endatafl en lék svo af sér heilum hrók í jafnteflisstöðu. Gegn undirrituðum misheppnaðist byij- un Júditar og hún varð að láta peð af hendi rakna. Eftir miklar sviptingar stóð hún svo uppi með gertapað tafl í þessari stöðu: Svart: Margeir Pétursson Hvítt: Júdit Polgar Svartur hefur skiptamun yfir fyrir tvö peð og menn hvíts eru bundnir við að valda hveijir aðra. Með 43. — Rc6! vinnur svartur heilan mann og verður þá hróki yfir fyrir aðeins tvö peð. I staðinn varð framhaldið: 43. - Rxc4? 44. dxc4 - Dd8? Yfírsést svar hvíts, sem kippir öllu í liðinn og í tímahraki verða umskiptin snögg. 42. — Hd8 hefði haldið góðum vinningsmöguleik- um. 45. Da4! - Db8? 46. Bd6! - Dc8 47. c5 - De6 48. e5! - Hc8 49. Rf3 - h6 50. De4 - Db3 51. Hd3 - Dc2 52. Rh4 - Hb3 53. Rxg6+ - Kh7 54. Rf8++ - Kg8 55. Dh7-l— Kf7 56. e6+ og svart- ur gafst upp, því mátið blasir við.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.