Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1993 Minning Kirsten Briem félagsráðgjafi Fædd 17. febrúar 1943 Dáin 12. april 1993 Sjaldan hefur páskahátíðin verið jafn falleg og í ár. Boðskapurinn um sigur lífsins og ljóssins yfir myrkri og dauða endurspeglaðist í verðurblíðunni en á nóttunni döns- uðu norðurljósin í köldum háloftun- um og undirstrikuðu hverfulleikann og andsæðumar í náttúrunni og mannlífinu. Og það var einmitt þessa sólríku daga sem ástvinir Kirstenar sátu hnípnir við sjúkrabeðinn hennar og fylgdust með því hvemig líf hannar fjaraði smám saman út og að kvöldi annars í páskum var hún Kirsten okkar sofnuð inn í aðra veröld sem heilsar henni vonandi með jafn mik- illi hlýju og sú sem hún kvaddi. Kirsten Briem fæddist í Álaborg hinn 17. febrúar 1943. Foreldrar hennar voru þau Inger og Jens Lind sem er látinn, bæði af jóskum ætt- um. Móðurforeldrar hennar vora þau Eleonora Marie og Peder Ed- ward Larsen en afi og amma í föð- urætt Gerda og Valdimar Lind. Bræður Kirstenar era þeir Peder, lyíjafræðingur, fæddur 1944, og Thorkild, kennari og skólastjóri í Skagen, fæddur 1948. Kirsten ólst að mestu upp í Ála- borg en fjölskylda hennar bjó í Holsterbro um tíma þar sem Kirsten gekk í unglingaskóla. Kirsten hleypti síðan heimadraganum og var í Englandi eitt ár en fór síðan til Árósa þar sem hún lauk námi í meinatækni árið 1962. Hún vann þar að námi loknu á lífefnafræði- stofnun Árósaháskóla og við sjúkra- 'húsið í Árósum. Þar kynntist hún eiginmanni sínum, Eggerti Briem prófessor, sem var þar við nám og rannsóknir í stærðfræði í Árósahá- skóla. Það var því fyrir rúmum aldar- fjórðungi, eða 1967, að Kirsten kom fyrst til íslands. Hún réð sig í vinnu á Heilsuvemdarstöðinni og dvaldist hér sumarlangt til að kynna sér alla staðhætti í því landi sem átti eftir að verða hennar annað heima- land. Það var líkt Kirsten að vilja vita að hveiju hún gekk og þegar Eggert fór aftur til starfa í Arósum varð hún eftir í nokkrar vikur og skoðaði land og þjóð á eigin for- sendum. Það var þetta sólríka og fallega sumar sem vinátta okkar Kirstenar hófst, en Óli og Eggert vora skólabræður og nánir vinir. Þau Eggert giftu sig 13. janúar 1968 og eignuðust tvö börn, Nönnu, fædda 1968, sem er í námi í læknis- fræði, og Sverri, fæddan 1972, en hann varð stúdent síðastliðið vor. Árið 1972 fluttust þau heim til ís- lands eftir að hafa dvalist sitt hvort árið í Kaliforníu og Skotlandi þar sem Eggert vann við rannsóknir, en hann lauk doktorsnámi frá Árósaháskóla sama ár. Kirsten náði fljótt góðum tökum á íslenskri tungu, sótti tíma í íslensku og las Erfklrykkjur Glæsileg kaífi- hlaðborð íiillegir salir og mjög g(>ð þjÖllUStíL Upplysingar í síma 2 23 22 FLUGLEIÐIR HðTEL LOFTLEIBIR íslenskar bækur. Hún vildi þekkja menningu þess lands sem hún bjó í, skilja rætur þess farvegs sem samferðafólk hennar var sprottið úr og börnin hennar yrðu hluti af. En Kirsten hélt líka fast í uppruna sinn og hélt í heiðri danska siði og venjur á heimili sínu og lagaði að íslenskum háttum. Kirsten hafði lifandi áhuga á öllu sem hrærðist í kringum hana og líkaði því lítt kyrrstaða. Hún vann í nokkur ár sem meinatæknir á Landakoti, en fyrr en varði settist hún aftur á skólabekk og 1984 lauk hún BA-prófi í sálarfræði og starfs- réttindanámi í félagsráðgjöf frá Háskóla íslands. Hún vann á Fé- lagsmálastofnun Reykjavíkur frá 1984-1990 þar sem hún sinnti m.a. mjög erfiðum bamaverndar- málum. Afram hélt Kirsten að skyggnast um í fjölbreytileika mannlifsins, í eitt ár vann hún hjá Sálfræðideild skóla og síðustu tvö árin á Landakoti, auk þess sem hún tók þátt í endurmenntunamámske- iði í fjölskylduvinnu og fjölskyldu- meðferð. Það var ríkur eiginleiki í fari Kirstenar að tengja saman það fólk sem hún bast böndum. Hún var elsta barn foreldra sinna og einnig fyrsta bamabamið í báðum fjöl- skyldum. Eftir að hún fluttist til íslands dvöldust þau Eggert að öllu jöfnu í Danmörku í sumarleyfum, ýmist í sumarbústað foreldra Kirst- enar í Blokhus á Jótlandi eða með vinum sínum frá Árósaráranum í sveitasetrinu Kæret. Þar ræktaði Kirsten ættartengslin og þar kynnt- umst við Óli fjölskyldu og vinum Kirstenar. Það vora góðir dagar í þessari sumarparadís á Jótlandi, dýrlegar kræsingar á borðum, gönguferðir farnar um laufskógana að ógleymdum hjólreiðatúrunum og strandferðunum. Minningarnar streyma nú fram í hugann um samskipti okkar Kirst- enar sem spanna rúman aldarfjórð- ung. Við höfum það fyrir sið Qöl- skyldurnar að hittast fyrsta sunnu- dag í aðventu og undirbúa jólin saman. Aðventukransamir voru búnir til að jóskum hætti úr greni, dagblöðum og tvinna og jólakortin teiknuð eða límd af börnunum allt eftir aldri og smekk. Eggert stjóm- aðist í eldhúsinu og þeir Óli bára fram heitt jólaglögg á undan kvöld- máltíðinni sem tók nætum heilan dag að útbúa. Yfir borðum var sögð spunasaga sem aldrei mátti sleppa þótt börnin okkar teldu sig vaxin upp úr slíkum barnaskap, en hefð- unum skyldi haldið. Kirsten var ákaflega hreinskipt- in, kom sér ævinlega beint að efn- inu og setti fram skoðanir sínar umbúðalaust. Ekkert var henni fjær skapi en að víkjast undan þegar á reyndi, og því virðist það næstum óhugsandi að eiga ekki eftir að sjá hana koma léttstíga upp tröppurnar á Klapparásnum. Glaðværðin fylgdi henni og þcið var gott að hlæja með Kirsten, en það var líka hægt að gráta með henni. Við erum henni þakklát fyrir samverana því að okk- ur er Ijóst að ekki ef öllum gefið að eiga slíkan vin. Yngsti sonur okkar sagði eitt sinn: „Það getur vel verið að Danir hafi stundum verið leiðinlegir við okkur íslend- inga, en það var nú samt gott hjá þeim að senda okkur hana Kirst- en.“ Við Óli tökum svo sannarlega undir þessi orð og biðjum guð að blessa minningu. Kirstenar Briem. María Jóhanna Lárusdóttir. Kirsten Briem félagsráðgjafí er látin, langt um aldur fram. Okkur í Stéttarfélagi íslenskra félagsráð- gjafa Iangar að minnast hennar með nokkram orðum. Kirsten var dönsk, fædd og uppalin í Danmörku en fluttist síðar með manni sínum, Eggert Briem prófessor, til íslands. Kirsten lauk félagsráðgjafaprófi frá Háskóla íslands 1984 og hóf þegar störf sem félagsráðgjafi á Félagsmálastofnun Reykjavíkur og vann þar í sex ár. Hún vann einnig á Sálfræðideild skóla í Reykjavík. Fyrir um það bil ári kom í ljós að Kirsten var með alvarlegan sjúk- dóm. Á þeim tíma vann hún á Landakotsspítala og lagði sig fram við að styðja skjólstæðinga sína í baráttu þeirra við sjúkdóma og aðra erfiðleika, jafnframt því að takast á við eigin sjúkdóm. Kirsten tók veikindum sínum með baráttuhug og lagði sig alla fram, bæði í leik, námi og starfi og var hún, samhliða starfí, í tveggja ára framhaldsnámi í fjölskyldumeðferð sem lauk um síðustu áramót. Kirsten var virk í starfí Stéttarfé- lags íslenskra félagsráðgjafa og tók að sér trúnaðarstörf fyrir félagið. Hún starfaði m.a. í ritnefnd félags- ins og vann ásamt öðrum að útgáfu Félagsráðgjafablaðsins, sem erfag- tímarit íslenskra félagsráðgjafa. Kirsten var ein af stofnendum Kvennaráðgjafarinnar og vann þar óeigingjamt starf til stuðnings kon- um sem þangað leituðu. Hún átti auðvelt með að setja sig í spor ann- arra og sýndi öðram ávallt hugul- semi. Hún eignaðist marga vini meðal félagsráðgjafa sem nú syrgja góðan vin og félaga. Að leiðarlokum sendum við í Stéttarfélagi íslenskra félagsráð- gjafa eftirlifandi maka, bömum og öðram aðstandendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Stjóm Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa. „Viltu ekki bara koma og vera hjá okkur Eggert?" Þetta er setn- ingin sem oftast er höfð eftir nú þegar við sitjum saman gamlir vinnufélagar og vinir Kirstenar og rifjum upp árin okkar saman. Þetta var svo dæmigert fyrir Kirsten, umhyggja fyrir fólki, gestrisni vilji til að skapa stemmningu, „ha det hyggeligt". Hún var okkur fremri í því að .hóa saman fólki og skapa þannig aðstæður fyrir notalegar samverastundir. Alltaf var Eggert með og tók fullan þátt í því sem verið var að gera, enda sagði Kirst- en oft: „Ég á svo góðan mann.“ Kirsten var dönsk og flutti með sér í hóp okkar á Félagsmálastofn- un ferskan andblæ annarrar menn- ingar og annarra gilda og lífsvið- horfa. Hún tók þó með mesta um- burðarlyndi fáfræði okkar varðandi danskar matarvenjur og leiðbéindi okkur, þannig að oft varð af mikil skemmtan og ógleymanlegar stund- ir. Kirsten var félagsráðgjafi og vann með okkur sem slík. Það var mikill dugnaður og kjarkur af henni að drífa sig í nám hér í þessu fagi, þrátt fyrir tungumálaerfíðleika, í fagi sem krefst mikilla tjáskipta, skilnings og þekkingar á íslensku samfélagi. En Kirsten hafði mjög gaman af og mikinn áhuga á fólki og því við hæfí að hún veldi sér þetta starfssvið. Hún var metnaðar- full í starfi og hafði alltaf áhuga á að bæta við sig þekkingu og auka skilning sinn á fólki. Hún lauk í desember tveggja ára framhalds- námi í fjölskyldumeðferð sem hún hafði ástundað af dugnaði og sam- viskusemi, þrátt fyrir erfið veikindi. Áhugi hennar á fólki og skap- andi vinnu kom einnig í ljós er hún, ásamt nokkrum okkar, fór að starfa með áhugaleikfélaginu Hugleik. Þar nutum við, og áhorfendur allir, snilldarhandbragðs hennar i bún- ingasaumi, hvort sem það var gulur sumarkjóll á unga stúlku eða hök- ull prestsins, allt lék í höndunum á henni. Kirsten var glaðvær og hlý og hjálpsemi var henni i blóð borin. Hún hafði þann eiginleika að taka eftir öllu því smáa í hversdagsleik- anum sem gleður augað og sinnið, en flestum okkar hættir svo oft til að sjást yfir í amstri dagsins. Þér Eggert, Nönnu, Sverri og öðrum aðstandendum vottum við okkur innilegustu samúð. Eggert, við þökkum þér fyrir að koma með þessa konu með þér til landsins, það var okkur dýrmætt að kynnast henni. Minningin lifir áfram meðal okkar. Kirsten, hafðu þökk fyrir allt. Vinir og vinnufélagar á Félagsmálastofnun Reybjavíkurborgar. Með fátæklegum orðum vil ég sýna minningu Kirstenar Briem virðingu og votta Eggert og böm- um þeirra dýpstu samúð. Fyrst og fremst var hún Kirsten ómetanleg, góð og einlæg mann- eskja sem bætti einhveiju við mann í hvert skipti sem við hittumst. Leiðir okkar lágu saman fyrir all- nokkrum árum meðan Kirsten vann enn við fjölskyldudeild Fé- lagsmálastofnunar, en ég vann við skólakerfið. Samvinna í bamavemdarmálum krefst gífurlegs sveigjanleika og þar var Kirsten sterk fyrir. Hana skipti engu hvort hún hefði síðasta orðið um ákvarðanir eða hvort það væra hennar hugmyndir og lausn- ir sem á endanum kæmu fólki til hjálpar. Aðalatriði fyrir henni var að fólki fyndist sér hjálpað og að málin sem hún kom nálægt væru eins nærri því að vera í heilli höfn og kostur væri. Þannig hafði hún til að bera siðferðisstyrk fag- mennskunnar eins og hann getur risið hæst. Jafnframt samvinnunni bauð Kirsten fljótt uppá vináttu og trún- að. Ég man ekki eftir að hafa hitt Kirsten öðruvísi en svo, að hún drægi uppúr pússi sínu allskyns góðgæti til að deila með öðrum. Ostar, ávextir, heitar eplakökur og sögur frá Danmörku. Þetta átti jafnt við eftir erfiða samvinnufundi að loknum starfsdegi, eða þegar við hóuðum okkur saman til að fræða hvor aðra með myndbandi eða grein um einhvern erfiðan málaflokk, eða þá heima hjá henni. Umhyggjan fyrir öðrum var henn- ar aðalsmerki, fyrir fjölskyldunni, vinum og skjólstæðingum. Þegar Kirsten kom til starfa sem félagsráðgjafi við skólakerfið, bað hún mig að veita sér handleiðslu. Af þessari handleiðslu varð aldrei vegna utanaðkomandi aðstæðna, en með erindinu fannst mér hún sýna óvenjulegt fordómaleysi, eldri kona sem finnst sjálfsagt að sækja fróðleik í samband við sér yngri konu. Við þetta jókst vinátta okkar og Kirsten birti mér marga drauma sína um að vera framsækinn fé- lagsráðgjafi og bæta við sig meiri þekkingu, bæði á bók og sjálfa sig. Sem betur fer gaf guð henni tíma til að láta suma þessara drauma rætast, eins og þann að læra fjölskyldumeðferð, áður en hann tók hana til sín í handleiðsl- una eilífu. Mér fannst alltaf ég vera meiri þiggjandi en veitandi í tengslunum við Kirsten, því að hún hafði næmi til að sækja í styrk- leika manneskjunnar og þannig fann maður fyrir styrk sínum í tengslunum við hana. Þegar Kirsten kenndi fyrst banameins síns, hringdi hún til mín og sagðist eiga að gangast undir smáaðgerð, fullvissaði mig um að ekkert væri um sig að ótt- ast, en hún hefði áhyggjur af nokkrum skjólstæðinga sinna. Þannig var metnaður hennar gagnvart dagsverkinu. Hún var í blóma lífsins, börnin vaxin úr grasi, vinahópurinn sístækkandi og henni fannst spennandi að tak- ast á við starfið sem félagsráð- gjafi við Landakotsspítala. Hana langaði að gagnast sjúklingum og fjölskyldum þeirra svo að þeir gætu aðlagast lífinu þrátt fyrir sjúkdóma og breyttar aðstæður og notið mannsæmandi lífs. Oft er guð óskiljanlegur og maður stendur agndofa frammi fyrir krafti hans. A einum stað í ævintýrinu um Lyklastúlkuna hennar jómfrú Maríu segir: „En fyrir alla muni týndu ekki lyklin- um, því hann hefur þann eiginleika að hann gengur að hvers manns hjarta.“ Þannig vil ég kveðja Kirst- en, því að þannig var hennar sak- lausi boðskapur. Elísabet Berta Bjarnadóttir. Kynni okkar Kirsten Briem hóf- ust árið 1980 er við báðar vorum við nám í félagsráðgjöf við Há- skóla íslands. Með áranum tókst með okkur og fjölskyldum okkar náin vinátta, sem auðgaði líf okkar allra. Kirsten var gift Eggert Bri- em prófessor í stærðfræði við Há- skóla íslands, og eignuðust þau tvö böm, Nönnu, sem er u.þ.b. að ljúka námi í læknisfræði við HÍ, og Sverri, sem er að hefja háskóla- nám. Kirsten var dönsk og fædd og alin upp á Jótlandi. Kynntust þau hjón í Danmörku á námsáram Eggerts þar í landi. Eftir giftingu og búsetu í Danmörku, Kaliforníu og Skotlandi settust þau að á ís- landi. Fjölskyldu sinni og sam- ferðamönnum á íslandi miðlaði Kirsten ríkulega af danskri menn- ingu og menningaráhrifum. Þann- ig urðu böm þeirra hjóna jafnvíg á dönsku og íslensku og á heimili þeirra Kirsten og Eggerts blandað- ist saman það besta úr menningar- heimunum tveim. Var þeim hjónum báðum einstaklega lagið að tileinka sér mál og aðra menningarþætti hins aðilans og miðla til fjölskyldu og vina. Kirsten lagði rækt við ís- lenskunám og talaði hún prýðis- góða íslensku. Setti hún sig svo vel inn í íslenkar aðstæður að hún átti það til að rekja ættir fólks hér á landi um leið og hún sagði á því frekari deili. Þá var hún almennt mjög hneigð fyrir menningu og listir. Sótti hún reglulega tónleika, myndlistarsýningar og leikhús. Áhugi hennar á leikhúsi birtist m.a. í því að á undanförnum árum vann hún að búningagerð og ýmsu öðru fyrir Hugleikhúsið. Þeir sem kynntust Kirsten sem fullorðinni konu, fundu fyrir ákveðinn og viljasterkan einstakl- ing. í námi, vinnu og öðrum sam- skiptum við fólk hikaði hún ekki við að lýsa skoðun sinni og rökstyðja hana. Þá bar Kirsten hag kvenna mjög fyrir bijósti og var hún á námsárum í HÍ ein af stofn: endum Kvennaráðgjafarinnar. í Kvennaráðgjöfinni einbeitti hún sér að því að bæta hag og efla þær konur sem þangað leituðu. Að há- skólanámi loknu, árið 1984, hóf Kirsten störf sem félagsráðgjafi á Félagsmálastofnun Reykjavíkur. Naut hún að jafnaði mikils trausts bæði frá skjólstæðingum sem og samstarfsfólki. Eftir u.þ.b. sex ára starf á Félagsmálastofnun Reykja- vikur réð Kirsten sig til Sálfræði- deildar skóla í Reykjavík þar sem hún starfaði um tíma. Samhliða störfum hóf Kirsten tveggja ára framhaldsnám í fjölskylduráðgjöf, sem hún hafði nýlokið. Kirsten starfaði á Landakotsspítala, er í ljós kom að hún var alvarlega veik. Veikindum sínum tók hún með miklu jafnaðargeði og vann mark- visst að því að stuðla að félagslegu öryggi skjólstæðinga sinna allt fram undir það að hún sjálf lést. Kirsten var félagslynd kona og áttu þau hjón sameiginlega marga vini. Það er því stór hópur sem stendur með Eggert og fjölskyldu hans og syrgir mikilhæfa konu sem lést um aldur fram. Marta Bergman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.