Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.04.1993, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR. 20. APRÍL 1993 „ Herna. domarC, efskjólstæ&ingur min*. er-fundinn saktcms, gatti hanrv tdpaa mötguw miiyónam vegrta höA/nefinoáttar." Jltargtuiltibifetík BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811 Enn um lyfjadreifingu! Frá Ingólfi J. Petersen í MORGUNBLAÐINU 6. apríl sl. gat að líta enn eina grein Sighvats Björgvinssonar heilbrigðisráðherra um kostnað við lyfjadreifíngu hér á landi. Yfírskrift greinarinnar var: „Frjáls samkeppni í lyfjadreifingu." Þar gerir hann mikið úr saman- burði verðs á óskilgreindum „lyfja- körfum“ milli Norðurlanda og er sá samanburður Íslandi í óhag. Ráðherra veit vel, að slíkur saman- burður er að mestu leikur að tölum og hægt að fá næstum hvaða niður- stöðu sem er, einnig íslandi í hag, allt eftir því hvernig tínt væri ofan í körfurnar. Innihald hinnar ís- lensku körfu ráðherra er ekki það sama í öllum dæmum hans, auk þess er viðmiðunarúrtakið of lítið til að geta talist marktækt. Ráð- herra er þetta sjálfum vel ljóst og segir „þó setja verði fyrirvara um niðurstöður könnunarinnar, þar sem um lítið úrtak var að ræða, hlýtur hún engu að síður að vekja fólk til umhugsunar". Það voru orð að sönnu. Þeir, sem til þekkja, ráða af þeim upphæðum, sem nefndar eru, að hér er verið að bera saman söluhæstu lyf á Norðurlöndum. Með greininni fylgir súlurit yfir smásöluverð lyfja í nokkrum Evr- ópulöndum. Þar trónar ísland hæst, en Portúgal neðst. Þar sem inntakið í grein ráðherra er boðskapur um, að samkeppni í smásölu lyfla leiði til lækkaðs lyija- verðs, er nærtækt að álykta, að hið „háa“ lyfjaverð hér á landi stafí af því, að slíkt smásölufrelsi er ekki fyrir hendi. En þegar fyrirkomulag lyijadreifíngarinnar í viðmiðunar- löndunum er athugað kemur í ljós, að í engu þeirra er slíku frelsi til að dreifa. Útsöluverð lyfja er alls staðar ákvarðað af yfírvöldum og alls staðar hafa stjórnvöld hönd í bagga með fjölda lyfjabúða og ijar- lægð milli þeirra, nema í Þýska- landi. Nú sitja Þjóðveijar uppi með allt of mörg apótek, flest vanbúin, og hæsta lyijaverð í Evrópu! Um ódýrasta landið á listanum, Portú- gal, er það að segja, að Portúgalir búa við líkt lyfsölukerfí og íslend- ingar! Vilji menn hins vegar kanna þró- un smásöluverðs lyija í fijálsu kerfi má taka Bandaríkin sem dæmi, en á tímabilinu frá 1982-1992 hækk- aði lyfjavísitala þar upp í 290 stig, en almenn vísitala upp í 170 stig. Á íslandi hækkaði framfærsluvísi- talan aftur á móti upp í 470 stig á tímabilinu 1983-1991 meðan lyija- vísitalan hækkaði í 335 stig. Það eð ráðherra tekur Norður- lönd hér til samanburðar má geta þess, að lyijadreifingarkerfi þeirra eru um margt mjög lík, enda hefur á norrænum vettvangi verið unnið að samræmingu löggjafar á þessu sviði undir merki Norrænu lyfja- nefndarinnar (NLN), en í henni eiga sæti tveir íslenskir embættismenn. Skýringar á mismunandi lyfja- verði hér og á öðrum Norðurlöndum gætu allt eins verið: * Stærð markaðar, en hér á landi búa um 260.000 íbúar, en í Nor- egi um 5 milljónir íbúa, sem þó er hið mannfæsta annarra Norð- urlanda. * Fjarlægð frá framleiðanda og þar með lengri flutningsleiðir. * Annað markaðskerfí að hluta. í Noregi er t.d. aðeins einn heild- söludreifingaraðili, sem er í rík- iseigu. í Svíþjóð eru tvö heildsölu- dreifíngarfyrirtæki, en hið opin- bera á meirihluta í öðru þeirra. Það fyrirtæki á að auki öll apótek landsins. * Stijálbýli hérlendis. * Ólíkar aðstæður. * Ávísanavenjur lækna. * Aldursdreifing landsmanna. Ekki má láta undir höfuð leggj- ast að nefna þá staðreynd, að ís- lenskir læknar eru almennt mjög fljótir að tileinka sér nýjungar í læknavísindum og á það ekki síður við um notkun nýrra lyfja sem oft eru dýr. Ef borinn er saman kostn- aður innan ákveðinna lyijaflokka, s.s. magalyija eða blóðþrýstings- lyfja, en á undanfömum árum hafa komið fram mörg ný lyf í þessum flokkum, er eðlilegt, að kostnaður- inn sé hlutfallslega hæstur hér á landi af þessum sökum. Það er stað- reynd, að víðast á hinum Norður- löndunum em læknar íhaldssamari í lyfjavali, sem hefur í för minni notkun dýrari lyfja og þar með lægri kostnað. Að lokum er rétt að geta þess, að í sjálfu sér em apótekarar þessa lands ekki mótfallnir frelsi í lyija- dreifíngu, en það verður þá að vera algert frelsi, án afskipta hins opin- bera. í frumvarpi ráðherra er hins veg- ar lítið frelsi að finna nema frelsi til að opna apótek, heimild allra dýralækna til lyfjasölu og apótek- unum verður heimilað að ákvarða verð á lausasölulyfjum, en það em þau lyf, sem selja má án lyfseðils. Allt annað varðandi lyfjadreifíng- una er njörvað niður og gott betur en nú er. Má t.d. nefna, að apótek- ' arar verða skyldaðir til að skila gögnum um alla Ijrfjaafgreiðslu í tölvutæku formi. Er látið að því > liggja, að þetta sé í samræmi við reglur EES og tilgangurinn sé að fylgjast með lyfjanotkun lands- * manna. Áður hafa verið settar fram óskir um þetta og hefur Apótekara- félag íslands aldrei hafnað viðræð- um þar um, en félagið hefur hins vegar neitað að verða við tilmælum um, að þessum upplýsingum fylgi kennitala sjúklings og númer þess læknis, sem lyfseðilinn skrifar. Fé- lagið lítur svo á, að þær upplýs- ingar séu trúnaðarmál sjúklings og læknis annars vegar og sjúklings og apóteks hins vegar. Apótekarafélag íslands hefur í umræðunni um • lyfjadreifinguna bent á, að samfara frelsi til að opna apótek fylgi annars vegar fækkun apóteka í dreifbýli, sem leiðir af sér ( að draga mun þar úr lyfjaþjónustu. Hins vegar muni apótekum fjölga í þéttbýli. Það kalli á mikla fjárfest- I ingu, sem lyijasölunni mun ætlað að standa undir, en hætt er við, að einingarnar verði smáar og þar með I síður hæfar til að veita þá þjón- ustu, sem til er ætlast. 1 því sam- bandi má t.d. benda á, að 3 lyfja- fræðingar hafa fest sér húsnæði í einni og sömu verslunarmiðstöðinni í Reykjavík! Engin slík dæmi eru kunn úr dreifbýli. Talandi um sparnað. Er fólki það almennt ljóst, að til lyfjamála, innan sjúkrahúsa sem utan, greiðir hver einstaklingur þessa lands 46 krónur á dag. Á sama tíma greiðir hvert mannsbam 36 krónur á dag í ferða- og risnukostnað hins opinbera! INGÓLFUR J. PETERSEN, lyfsali, Mosfells Apóteki. HÖGNI HREKKVÍSI Víkveiji skrifar Síðastliðinn laugardag var skýrt frá því hér í blaðinu, að í lok sl. árs hefði 1081 hundur verið á skrá í Reykjavík og kvartanir vegna hunda hefðu verið 557 á því ári. Víkveiji heyrði einn af forsvars- mönnum samtaka hundaeigenda lýsa því í útvarpsviðtali, að þetta væru ekki margar kvartanir, aðeins sem svaraði einni og hálfri kvörtun á dag. Hundaeigendur teldu þetta ekki mikið. Svona getur dómgreindin brugð- ist fólki gersamlega. Þessi fjöldi kvartana samsvarar því, að kvartað hafi verið yfir rúmlega öðrum hveij- um hundi, sem er á skrá! Það er ekki lítið. Þvert á móti er það vís- bending um, að öngþveiti ríki í hundahaldi í höfuðborginni. Hundar eru fallegir og skemmti- legur félagi mannsins, á því leikur enginn vafi. Þeir, sem eiga hunda, hafa mikla ánægju af að umgang- ast þá og skal ekki gert lítið úr því. Augljóst er, að ekki verður aftur snúið úr því, sem komið er. Hitt er alveg ljóst, að hundahaldi fylgja vandamál. I fyrsta lagi er óþrifnaður af hundum, eins og sjá má á götum borgarinnar í sívax- andi mæli. í öðru lagi eru hundaeig- endur alls ekki jafn ábyrgir og for- svarsmaður þeirra vildi vera láta í fyrrnefndu útvarpsviðtali. Það er alltof mikið um að hundar gangi lausir, jafnvel í miðborg Reykjavík- ur, að ekki sé talað um á ýmsum útivistarsvæðum. Hundaeigendur verða að gera sér grein fyrir því, að borgarbúar hafa ekki allir jafn mikla ánægju af hundahaldi þeirra og þeir sjálfír. Þeim ber að sjá til þess, að aðrir borgarbúar verði ekki lyrir óþæg- indum af hundum þeirra. Fimm hundruð fimmtíu og sjö kvartanir á sl. ári eru því miður ekki til marks um, að þeir hafi eðlilegan skilning á því hver ábyrgð þeirra er. H itaveitan segist verða búin að borga hina svonefndu Perlu að fullu á næsta ári. Það er vísbend- ing um, að bærilegur hagnaður sé af rekstri Hitaveitunnar. Er ekki kominn tími til, að eigendur hennar njóti þeirrar velgengni í lægri hita- veitugjöldum? xxx * Idag er síðasti ársfundur Seðla- banka íslands, sem dr. Jóhannes Nordal situr, sem formaður banka- stjórnar, en hann tilkynnti í ársbyij- un, að hann mundi láta af störfum nú í sumar. Þessi fundur markar því mikil tímamót í sögu Seðlabankans. Að öðrum ólöstuðum hefur dr. Jóhann- es byggt þennan banka upp og ver- ið samnefnari hans í u.þ.b. þijá áratugi. Á þessum tíma hefur hann verið áhrifamesti mótandi efna- hagsstefnu þjóðarinnar. Þess vegna verður fróðlegt að fylgjast með kveðjuræðu hans á ársfundinum í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.