Morgunblaðið - 20.04.1993, Side 51

Morgunblaðið - 20.04.1993, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1993 51 Tilþrifainiklir takt- ar í vélsleðaakstri Útivera að vetrarlagi Gunnlaugur Rögnvaldsson Tæplega 100 keppendur tóku þátt í íslandsmóti tímaritsins 3T og Pólarisklúbbsins í vélsleðaakstri í Bláfjöllum um helgina, en keppt var í sjö flokkum, eftir vélarstærð- um og útbúnaði sleðanna. Norðan- menn voru sigursælir að vanda, unnu fjallarallið sem var erfiðasta grein mótsins og áttu marga gull- verðlaunahafa í einstaklings- keppni. Polaris vann tíu gullverð- laun, Ski-doo og Arctic þrenn og Yamaha ein, en mikil keppni var í mörgum flokkum, líklega hefur aldrei jafnmörgum hlekkst á í akst- ursíþróttakeppni hérlendis, veltur voru fjölmargar og hamagangurinn mikill. Fjallarallið var fyrsta grein mótsins og sex sveitir tóku þátt, en eknar voru tvær umferðir í tæp- lega 30 km langri braut, sem lá um íjallasalina. Árangur tveggja fljótustu ökumannana í þriggja manna sveitum gilti til sigurs og norðlensku félagamir Finnur Aðal- björnsson og Amar Valsteinsson reyndust fljótastir. Munaði aðeins einni sekúndu á þeim eftir 25 mín- útna langan akstur, en Gunnar Hákonarsson ók sem þriðji öku- maður sveitarinnar og tryggðu þeir sveit Polaris umboðsins og 3T sig- ur, en sveit H.K. þjónustunnar kom næst og Ski-doo menn náðu þriðja sæti. „Fjallarallið var gífurlega erf- itt og hratt. Hliðin sem við ókum í gegnum vora heldur þröng og leiðin var orðin mjög grafin á köfl- um. Við unnum á því að fara með réttu hugarfari í rallið, en það þarf bæði hraða og útsjónarsemi til að ná árangri," sögðu þeir Finnur og Amar. Báðir náðu góðum árangri í ein- staklingskeppni, Arnar vann þrenn gullverðlaun á mótinu, vann auk fjallaralisins bæði flokkasigur í braut og spyrnu. Hann sýndi einn glæsilegasta akstur keppninnar, þegar hann vann upp forskot Jó- hanns Eysteinssonar í úrslita- keppni í samhliða braut. Jóhann náði forystu, en eknir voru tveir hringir um mjög erfíða og hlykkj- ótta braut. Amar saxaði jafnt og þétt á forskot Jóhanns og skaust framúr á síðustu metrunum, fyrir framan áhorfendur sem fylgdust límdir með aðförum kappanna. „Þetta er það svakalegasta sem ég hef upplifað. Ég var alltaf stað- ráðinn í að ná honum. Mér tókst vel upp á lokakaflanum og á ferð gegnum erfíða stökkkafla. Það var mikil sæla að skríða framúr á síð- ustu stundu,“ sagði Arnar. Ofkeyrði Finnur var ekki eins lánsamur í brautarkeppninni, tapaði úrslita- ferðinni fyrir Sigurði Gylfassyni á Ski-doo Mach 1. „Égofkeyrði bara, tók upp gamla og að ég hélt gleymda takta,“ sagði Finnur, „Ég endastakk sleðanum og Jcútveltist og var síðan svo æstur að ég stökk á sleðann, óð af stað og fór aftur á hausinn. Hins vegar hélt ég ró minni betur í snjókrossinu og tókst að vinna flokk stærri sleða. Þá óku margir sleðar í brautinni í einu og þetta er það sem koma skal, þarna reynir verulega á ökutækið og öku- menn“ sagði Finnur. Gunnar Hákonarsson vann flokk minni sleða í snjókrossinu eftir góðan akstur, en hann vann einnig sinn flokk í brautarkeppninni. Vantar kvenfólk til keppni í spyrnunni vann Þórir Ófeigsson tvo flokka á Ski-doo sleðum, Mach 1 og Pjus X, en tvennum gullverð- launum náði einnig Guðlaugur Halldórsson á Polaris sleða, vann bæði í braut og spyrnu. Eini kven- maðurinn sem hefur látið að sér kveða í sleðamótum vann silf- urverðlaun á mótinu, Siv Franks- dóttir. Hún háði harða keppni í spymunni og þurfti þrjár ferðir í úrslitum áður en Þórir Ófeigsson náði að leggja hana að velli. „Þetta var æsispennandi keppni, en mér tókst að vinna þrjá keppendur áður en kom að úrslitum. Það var gam- an að ná þessum árangri, sérstak- lega af því manninum mínum, Þór Daníelssyni gekk líka vel, náði í silfur í braut og spymu. Við höfum ferðast mikið á vélsleðum, en eram ekkert sérstaklega að æfa okkur saman fyrir keppni. Það vantar fleira kvenfólk í keppni, en konur era farnar að ferðast mun meira um hálendið upp á síðkastið," sagði Siv. Næsta mót til íslandsmeistara í vélsleðaakstri er áætlað á Akur- eyri, en í byijun maí verður stór- mót á ísafirði, þar sem liggur nærri að annar hver maður eigi vélsleða eða hafi eitthvert álíka áhugamál. Ætla keppendur og áhorfendur alls staðar af landinu að fjölmenna á mótið, enda mun það ráða úrslitum í meistarakeppninni, en þrjú mót af fjóram munu gilda til lokastiga. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Eini kvenkeppandinn EINA konan í keppninni, Siv Franksdóttir, vann til silfurverð- launa. Á myndinni er hún ásamt eiginmanni sínum Þór Daníels- syni og Þóri Ófeigssyni, sem hirti af henni gullverðlaun í úrslita- spyrnu eftir mikla keppni. Hamagangur HAMAGANGURINN var oft mikill, hér svífur Finnur Aðalbjörns- son áfram til sigurs í snjókrossinu. Borgarhólsskóli og Tónlistarskóli Húsavíkur Norsk og íslensk böm sýna söngleik- inn Lifandi skóg SÖNGLEIKURINN Lifandi skógur verður sýndur í Borgar- hólsskóla á Húsavík á fimmtudag, sumardaginn fyrsta. Nemendur 7. bekkjar Borgarhólsskóla, nemendur Tónlist- arskóla Húsavíkur og börn frá Vestur-Noregi, alls um 120 börn, vinna saman að uppsetningunni. Söngleikurinn Lifandi skógur varð til í samvinnu norsku skóg- ræktarinnar og Thor Karseth. Hann kemur á skemmtilegan og áhrifa- mikinn hátt á framfæri upplýsing- um um umhverfismál og náttúru- vemd, segir í fréttatilkynningu frá Borgarhólsskóla og Tónlistarskóla Húsavíkur. Söngleikurinn hefur verið settur upp í Þýskalandi, Sví- þjóð og á Spáni, auk Noregs. Fræðst um umhverfismál Um 110 Norðmenn, þar af 70 böm úr skólum í Nordfjoreid og Hjelli í Sogn og Fjordane-fylki í Vestur-Noregi, era nú á Húsavík og dvelja þar á heimilinum hús- vískra pennavina sinna. Þau hafa flutt Lifandi skóg heima hjá sér og vöktu sýningamar athygli í Noregi. I undirbúningi fyrir íslandsferðina hafa þau lært söngvana á íslensku, auk þess sem þau hafa fræðst um landið og umhverfismál hér. Auk þess að æfa og taka þátt í sýningum á söngleiknum munu norsku bömin vinna margvísleg umhverfisverk- efni með aðstoð Landgræðslunnar og Skógræktar ríkisins. Norsku börnin fara í skoðunar- ferð að Mývatni í dag, þriðjudag. Á miðvikudag býður Húsavíkurbær Borgardætur ANDREA Gylfadóttir, Ellen Kristjánsdóttir og Berglind Björk Jónas- dóttir kalla sig Borgardætur og syngja lög í anda Andrews-systra á Hótel Borg að kvöldi sumardagsins fyrsta. Tónlist „ástands- ára“ á Hótel Borg Á SUMARDAGINN fyrsta verður boðið upp á söngskemmt- un á Hótel Borg. Þar flytur söngtríóið Borgardætur, Andrea Gylfadóttir, Ellen Krisljánsdóttir og Berglind Björk Jónasdóttir, tónlist í anda Andrews-systra. þeim í skoðunarferð um bæinn og að Hveravöllum í Reykjahverfi. Húsgull og Landgræðslan standa fyrir fræðslufundi fyrir gesti og gestgjafa. Norsku börnin fá að kynnast íslenska hestinum og einn- ig mun Skógrækt ríkisins bjóða þeim í grillveislu. Á sumardaginn fyrsta verða sýningar á Lifandi skógi í sal Borgarhólsskóla klukkan 14 og 16.30. Föstudaginn 23. apríl fara Norðmennirnir til Akraness ásamt hljómsveit Tónlistarskóla Húsavíkur og sýna söngleikinn þar á laugardag ásamt nemendum úr Brekkubæjarskóla á Akranesi. íbúar allra íbúðanna nema einnar vora komnir fram á ganginn í hús- inu þegar slökkviliðið kom á vett- vang, braut upp hurðina á íbúðinni og sótti konuna inn í húsið. Hún hafði sofnað út frá heitri eldavélar- Undirleik annast Setuliðið, sem er sextett skipaður Eyþóri Gunn- hellu og var flutt á slysadeild með reykeitran. Mikill reykur myndaðist í stigaganginum og íbúðinni en hún skemmdist lítið. Enginn reykskynj- ari var í íbúðinni. arssyni á píanó, Þórði Högnasyni á kontrabassa, Matthíasi M.B. Hemstock, á trommur, Sigurði Flosasyni, á saxófón og klarinett, Yeigari Margeirssyni á trompet og Össuri Geirssyni básúnuleikara. Innifalið í miðaverði, kr. 2.980, er tveggja rétta kvöldverður ásamt kaffi og konfekti. Húsið opnar klukkan 19. Borð- hald hefst klukkan 20. Forsala aðgöngumiða er á Hótel Borg milli klukkan 16 og 20 dag- ana fram að sýningu. Borða- pantanir í síma Hótel Borgar. Aðeins þessi eina sýning er fyrir- huguð. (Fréttatilkynning) Kona var flutt á slysa- deild með reykeitrun SLÖKKYILIÐIÐ í Reykjavík var kallað að fjölbýlishúsinu við Kötlu- fell 11 á sjötta tímanum aðfaranótt laugardags. Gömul kona hafði sofnað útfrá heitri eldavélarhellu í einni íbúðinni og var hún flutt á slysadeild með reykeitrun. ■ Á RAUÐA LJÓNINU síðasta vetrardag kveður hljómsveitin SÍN og Anna Þorsteins veturinn. Hljómsveitina skipa þeir Guð- mundur Símonarson sem leikur á gítar og syngur og Kristinn Rósantsson sem leikur á hljóm- borð og syngur. Þeir hafa fengið til liðs með sér söngkonuna Önnu Þorsteins og hafa þau nú spilað vítt og breitt undanfarna mánuði. Þetta er í annað skiptið sem þau spila á Rauða ljóninu en síðast vár húsfýllir. Lagaval hljómsveitarinn- ar er að meiripartinum íslenskir slagarar og danslög sem allir geta sungið með og slett úr klaufunum. SÍN og Anna Þorsteins verða líka föstudags- og laugardagskvöld á Rauða Ijóninu. (Úr fréttatilkynningu) —efþú spilar til að vinna! | 15. lelkvilm , 17, - 18. aprÐ 1993 ~ Nr. Leikur:_________________Röðin: 1. Brage-öster - - 2 2. Degerfoss - Halmstad - X - 3. Helsingborg - örebro 1 - - 4. HScken - Norrköplng 1 - - 5. Trelleborg - Göteborg 1 - - 6. Aston Vilia - Man. Qty 1 - - 7. Leeds - C. Palacc - X - 8. Liverpool - Coventry 1 - - 9. Man. Utd. - Cheisea 1 - - 10. ShefT. Utd. - Blackbura - - 2 11. Southampton - Everton - X - 12. Tottenham - Oidham 1 13. Wimbledon - Nott’m For. 1 " * H Heildarvinningsupphæöin: 131 milljón krónur 1 13 réttir: | 496.110 kr. 12 réttir: 9.210 kr. 11 réttir: 840 kr. 10 réttir: 240 tr-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.