Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAI 1993 Innflutningnr á saltfiski til EB- landanna Tollaivilnanir samþykktar Brussel, frá Kristófer M. Krístinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FASTAFULLTRÚAR aðildarríkja Evrópubandalagsins (EB) samþykktu í gær tollaívilanir vegna innflutnings á sjávarafurðum til bandalagsins. Um er að ræða 60 þúsund tonn af saltfiski og 5 þúsund tonn af söltuðum flökum á mjög niðursettum tollum. Komið hefur fram hjá Magnúsi Gunnarssyni, framkvæmdastjóra SÍF, að þessi tollalækkun geti þýtt mörg hundruð milljóna króna lækkun á tollum af íslenskum fiski. Kvótamir áttu að afgreiðast í mars og taka gildi 1. apríl en verð- fall og offramboð á ferskum fiski innan EB tafði afgreiðslu málsins. Frakkar greiddu einir aðildarríkj- Flugleiðir Samdráttur á Saga class FYRSTU þrjá mánuði ársins fækkaði farþegum um 5% sem ferðuðust á dýrasta far- gjaldi á Saga class hjá Flug- leiðum miðað við árið 1992. Að sögn Einars Sigurðssonar blaðafulltrúa, er fækkunin svip- uð á Saga class á öllum leiðum félagsins til og frá Evrópu og Bandaríkjunum. Tölur um hvort færri íslendingar ferðist á Saga class umfram erlenda ferða- menn liggja ekki fyrir. Einar sagði, að flugfélög í Evrópu hefðu fundið fyrir svipaðri fækkun hjá sér að undanfömu. anna atkvæði gegn afgreiðslu kvót- anna vegna andstöðu við tollalækk- anir á ferskum og frystum þorski og ufsa. Samkvæmt samþykktinni frá í gær verður heimilt að flytja 60 þúsund tonn af blautverkuðum söltuðum þorski til EB á 4% tolli í stað 13%, sömuieiðis opnast fyrir innflutning á 3.000 tonnum af sölt- uðum þorskflökum á 8% tolli, sem er 12% lækkun frá venjulegum tolli og 2.000 tonn af söltuðum ufsaflök- um á 10% tolli sem alla jafna er 16%. Skorað á ráðherra Morgunblaðið/Kristinn HJUKRUNARFRÆÐINGAR komu saman á alþjóða degi hjúkrunarfræðinga í gær og afhentu Sighvati Björgvinssyni, heilbrigðisráðherra, undirskriftarlista þar sem skorað er á hann að tryggja áfram í lögum faglega og rekstrarlega ábyrgð stéttarinnar á al- þjóðadégi hjúkrunarfræðinga. Nær allir hjúkrunar- fræðingar á Reykjavíkursvæðinu og margir af lands- byggðinni tóku þátt í undirskriftarsöfnuninni. Hjúkr- unarfræðingamir em þeirrar skoðunar að skert rekstrarábyrgð hjúkrunarfræðinga væri skref aftur á bak í stjómun sjúkrahúsa og síst til þess fallið að auka hagræðingu og spamað í heilbrigðiskerfinu. Að ofan sést Auður Harðardóttir, hjúkranarfræðing- ur, afhenda ráðherra undirskriftarlistana. Fyrír ráðherrafund Arangur af endurskipulagiiiiiffli bæjarsjóðs og fyrirtækja Ekki náðist samkomulag um end- anlega afgreiðslu málsins. Frakkar vilja að málið verði afgreitt á fundi landbúnaðarráðherra bandalagsins 24. og 25. maí nk. en önnur aðildar- ríki vilja að málið fari fyrir ráð- herrafund næstkomandi mánudag. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru allar líkur taldar á að svo fari. Gert er ráð fyrir að salt- fisktollamir taki gildi strax og þeir hafa verið staðfestir og birtir í stjómartíðindum EB, aðrar ívilnanir bíða til 1. júlí. 30% fæm an at- vínnu á Siglufírði Neyðamúmerið 112 telað upp með EES EES-SAMNINGURINN skuldbindur íslendinga til að taka upp samevrópska neyðamúmerið 112 fyrir árslok 1996. Að sögn Ragnhildar Hjaltadóttur, skrifstofustjóra í samgönguráðuneyt- inu, er tæknilega ekkert að vanbúnaði að taka upp neyðamúm- erið 112 með núlli fyrir framan, þ.e. 0112, nú þegar. Með nýju sírnanúmerakerfi, sem kemst í gagnið 1995-1996, verður hins vegar kleift að taka upp númerið 112 á árinu 1996. ATVINNULAUSIR á Siglufirði voru 35% færri í aprílmán- uði í ár en í fyrra, 37 á móti 57. Það sem af er ársins hafa að jafnaði verið 30% færri atvinnulausir á skrá í bænum en í fyrra, að sögn Bjöms Valdimarssonar, bæjarstjóra. Helsta skýringin er að sögn bæjarstjórans sú að helstu atvinnufyrir- tæki bæjarins — og bæjarsjóður sjálfur — em búin að ganga I gegnum erfiðleika eins og -þá sem nú steðja að mörgum sjávarútvegsfyrirtækjum annars staðar á landinu. „Eg held að það sé gæfa okkar að við lentum í öldudalnum á utidan öðmm. Þegar við vomm á botninum virtust hlutirnir 1 lagi annars staðar, og vorum með þeim fyrstu til að fara í nauð- synlega endurskipulagningu,“ sagði Björn. Bókun 31 við EES-samninginn kveður á um að EFTA-ríkin taki upp evrópska neyðamúmerið 112, sam- kvæmt ákvörðun ráðherraráðs Evr- ópubandalagsins. í ákvörðuninni, sem um ræðir, er kveðið á um að neyðamúmerið skuli taka upp fyrir 31. desember 1992, nema þar sem tæknilegir, íjárhagslegir, landfræði- legir eða skipulagslegir örðugleikar hamli slíku. Lokafrestur til að taka upp númerið rennur út 31. desember 1996. Hægt að taka 0112 upp nú þegar _Á árunum 1995—1996 verða svæðisnúmer afnumin og tekin upp sjö stafa númer um allt land. Hálfu til einu ári eftir það verðum við tilbú- in að taka upp 112, án núllsins fyr- ir framan, um allt land,“ sagði Ragn- hildur Hjaltadóttir. „Tæknilega er nú ekkert því til fyrirstöðu að taka upp 0112 um allt land. Póstur og sími gæti þess vegna tekið númerið upp á morgun fyrir þá sem óska eftir að til þeirra náist í þessu núm- eri, björgunaraðila, lögreglu eða aðra.“ Dómsmálaráðherra skipaði í vor nefnd, sem vinna á að upptöku sam- eiginlegs neyðamúmers og mun ( Qalla um skipulag kerfísins. Bjöm segir að Siglfírðingar eigi á næstu dögum von á afgreiðslu um- sóknar þeirra til Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs sem gera muni fært að veita 10 þeirra sem enn eru á at- vinnuleysisskrá atvinnu. Fyrir nokkrum misserum keypti Ingimundur hf. þrotabú Sigló og Sigluness og hefur síðan haldið uppi öflugri starfsemi í bænum. Þá er fjár- hagsleg endurskipulagning Þormóðs ramma að baki og er fyrirtækið nú með öfluga starfsemi í bænum. Umsvif sjávarútvegsfyrirtækja þýða að sögn Bjöms næga vinnu fyrir þjónustufyrirtæki í bænum, t.d. iðn- aðarmenn. Einnig hefur fjárhagsstaða bæj- arsjóðs Siglufjarðar, sem var mjög skuldsettur, styrkst og t.d. hafa orkufyrirtæki, sem voru baggi á bæjarsjóði, verið seld. Fyrir vikið er framkvæmdafé bæjarins mun meira en fyrr. Óbreyttur afli á land Skýringuna á bættu atvinnu- ástandi segir Bjöm að sé að fínna í þessari endurskipulagningu bæjar- sjóðs og stærstu fyrirtækja en ekki í því að ytri aðstæður hafí breyst. Landanir hafi t.a.m. verið svipaðar í vetur og fyrravetur. Bjöm kvaðst búast við að enn fækkaði á atvinnuleysisskrá á næst- unni, því auk þess sem búist sé við fyrrgreindu framlagi Atvinnuleysis- tryggingasjóðs taki athafnalíf kipp á sumrin. Þá hafí ferðaþjónusta í bænum styrkst eftir að minjar um síldarævin- týrið í bænum voru endurbættar. Bæjarráð Bolungarvíkur Forkaups- réttar neytt Bolung’arvík. Á FUNDI sínum síðdegís í gær ákvað bæjarráð Bol- ungarvíkur að leggja til við bæjarstjóm að stefnt skuli að því að neyta forkaups- réttar vegna tilboða Grindavíkurbæjar og Háa- granda í Hafnarfirði í tog- arana Heiðrúnu og Dag- rúnu. Bæjarstjórn Bolungarvíkur mun koma saman til fundar næstkomandi laugardag kl. 10 þar sem tillaga bæjarráðs verð- ur lögð fram til afgreiðslu, en fullvíst er talið að tillagan verði samþykkt. Bæjaryfirvöld í Bol- ungarvík hafa fjórar vikur til ganga frá þessu máli, en neyti þeir forkaupsréttarins er það gert með þá ætlan í huga að framselja togarana til Ósvarar Gunnar Ekki annað að gera en ausa Varðskipsmenn björguðu Reyni Ragnarssyni úr bráðri lífshættu af sökkvandi báti við Eyjar 25 Konungleg forsjárbarátta? Nýjar fréttjr um hleranir af sam- tölum Karls og Díönu 26 'chigið tn'fur selt nwinhluta í JK&gun ggggSggag mgíBS gjSpSSSssai WNiM, j’vJ': "k Öndvcgisbréf . cígnarskaiifcfrþiLs Og án bindingar Krakkar með körfuboltaxði VÍðskÍpti/AtVÍmulíf Blömleg viðskipti með allt sem varðar NBA-körfuboltann 35 Leiðari____________________ Horfzt í a ugu við vandann 28 ► Þróunarfélagið selur hlut sinn í Kögun - Hvemig á að túlka hagfræðispár - Afellisdómur yfir bankakerfinu - Tölvusamskiptí komin á kortíð Dagskrá ► Kvikmyndir vikunnar - íþróttir helgarinnar - Söngva- keppni evrópskra sjónvarps- stöðva - Hugsandi hjartaknúsari - Hljómsveitín - Bíóin í borginni Allt að 43% verðlækk- un á laxveiðileyfum ALLT að 43% verðlækkun hefur orðið á laxveiðileyfum í sumar miðað við sumarið í fyrra, en samkvæmt skyndiverðkönnun Morgunblaðsins sem gerð var I vikunni á fimmtán ám, kosta laxveiðileyfin allt frá 2.000 krónum á ódýrasta tíma og upp í 90.000 á dýrasta tíma. Miðað er við eina stöng í heilan dag. Samkvæmt könnuninni kostar hver dagur á ódýrustu tímabilunum í þeim fimmtán ám, sem um ræðir, allt frá 2.000 kr. í Rangá og upp í 15.800 kr. í Laxá í Kjós. Aftur á móti kosta dýrastu dagamir allt frá 4.500 kr. í Hítará II á Mýrum og upp í 90.000 kr. í Laxá á Ásum. Sja bls. 34-35: „Laxveiðilevfi hafa ...“ Eftirspurn eftir veiðileyfum hef- ur aukist mjög frá fyrra sumri, en þá reyndist aðsókn dræm. Sam- kvæmt upplýsingum frá Stanga- veiðifélagi Reykjavíkur eru bókanir nú 25% meiri en á sama tíma í fyrra og að sögn Jóns ísbergs, sýslu- manns og landeiganda, á aðeins eftir að selja sárafáa daga í Laxá á Ásum, dýrustu veiðiá landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.