Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 14
14------------------------------—------------------MOJi€UNBLABIS-FIMMTOT)AGm-13,-MÁtM93 Helgi sigraði á Saint Martin ootsvudd Enskir leðurgolfskór m/atrex vatnsvörn Verð aðeins kr. 6.490 Dömust 37-41. U'tur: Hvítur. Herrast. 41-46. Litir: Svartur, brúnn og hvítur ÚTILÍFr GLÆSIBÆ • S/Mf 812922 3M Hljóðbönd __________Skák_____________ Margeir Pétursson HELGI Olafsson sigraði örugg- lega á opna alþjóðlega mótinu á Saint Martin í Vestur-Indíum sem lauk á laugardaginn var. Hinir íslensku þátttakendurnir þrír máttu líka vel við una og er þetta þriðja árið í röð sem íslendingar eru sigursælir á þessu árlega skákmóti á eyj- unni. Undirritaður varð einn í efsta sæti árið 1991 og þeir Helgi og Jón L. Árnason deildu efsta sætinu í fyrra með tveimur bandariskum skákmönnum. Keppendur á mótinu í ár voru 124 talsins, flestir frá Banda- ríkjunum og Frakklandi, þar af 16 stórmeistarar og þrír þeirra með yfir 2.600 skákstig. Saint Martin er lítil eyja, austan við Puerto Rico í Karíbahafi. Frakkar og Hollendingar deila henni bróðurlega á milli sín og er skákmótið haldið í franska hlutan- um. Flestir þátttakendur koma frá Bandaríkjunum og Frakklandi og er auk aðalverðlaunanna teflt um sérstök verðlaun í fjórum stiga- flokkum. Lokastaðan á mótinu varð þessi: 1. Helgi Ólafsson 7Vi v. af 9 mögulegum 2. -6. Margeir Pétursson, Jer- molinski, Bandaríkjunum, Ehlvest Eistlandi, Gulko og Shabalov, Bandaríkjunum 7 v. 7.—13. Fedorowicz, Bandaríkj- unum, Wojtkiewicz, Póllandi, Benjamin, Bandaríkjunum, Jón L. Arnason, Schmittdiel, Þýska- landi, Gamboa, Kólumbíu og Curdo, Bandaríkjunum 6V2 v. 14.—25. I. Gurevich, Bandaríkj- unum, G. Garcia, Kólumbíu, Vucic, Bandaríkjunum, Lein og Ashley, Bandaríkjunum, Karl Þorsteins, Zapata, Kólumbíu, D. Gurevich, Bandaríkjunum, Henao, Kólumbíu, Giffard, Frakklandi, Lukasiewicz, Pól- landi og Petrault, Frakklandi 6 v. o.s.frv. Þeir keppendur sem jafnir urðu að vinningum eru taldir upp í röð eftir Bucholzstigum, sem, notuð voru til að úrskurða um sæti. Helgi fór af stað með miklum krafti, vann sex fyrstu skákimar en endaði með þremur jafnteflum. Mestu munaði um velgengni hans fjórða keppnisdaginn þegar tefldar voru tvær skákir. í morgunum- ferðinni vann hann varnarsigur með svörtu á Jóni L. Árnasyni og síðan bandaríska stórmeistarann Joel Benjamin örugglega um kvöldið. Við skulum líta á vinningsskák Helga úr fjórðu umferð gegn stór- meistara af rússnesku bergi brot- inn sem tefldi fyrir Lettland á síð- asta Ólympíuskákmóti en er nú fluttur til Bandaríkjanna. Eftir uppskipti á drottningum snemma tafls fær Helgi þægilegri stöðu og þegar andstæðingur hans hyggst stytta sér leið til að jafna taflið kemur óvænt flétta: Hvítt: Helgi Ólafsson Svart: Alexander Shabalov Caro-Kann vörn 1. c4 — c6 2. e4 — e6 3. Rc3 — d5 4. exd5 — exd5 5. cxd5 — cxd5 6. Rf3 - Rf6 7. Bb5+ - Bd7 8. Db3 — Bxb5 9. Dxb5+ — Dd7 10. Re5 - Dxb5 11. Rxb5 - Ra6 12. d4 - Bb4+ 13. Ke2 - 0-0 14. Be3 - Re4 15. Hhcl - Rd6 16. a4 - Hfd8 17. Hc2!? - Ba5? Það er greinilegt að svartur ætlar sér að jafna taflið með því að leika næst Ra6-b4, hrekja hvíta riddarann á brott með f7-f6 0g leika síðan Rb4-c6. Það er rétt áætlun hjá svarti að stefna að því að staðsetja riddara á c6, en fram- kvæmdin var ekki möguleg á svo einfaldan hátt. Rétt virðist 17. — f6 18. Rd3 — Rc4 með hugmynd- inni Ra5-c6. Nú kemur óvænt þruma: 18. Rc6!! - bxc6 19. Hxc6 - Rxb5 20.'Hxa6 — Bb6 21. axb5 Hvítur hefur haft peð upp úr krafsinu og þótt það sé aðeins tvípeð gefur það honum góða vinn- ingsmöguleika. Ekki dugir þó að skipta upp á hrókum, því biskupa- Athugasemd vegna grein- ar Stefáns Vagnssonar Morgunblaðinu hefur borist at- hugasemd frá Vilhjálmi Þ. Vil- hjálmssyni borgarfulltrúa vegna greinar Stefáns Vagnssonar, sem birtist í Morgunblaðinu á þriðju- dag: „1. Vegna fullyrðinga S.V. um að hæsta tilboð sem barst í lóð og mannvirki slökkvistöðvar við Breið- höfða hafí ekki verið gilt skal tekið fram, að tilboðið var metið fullgilt af lögfræði- og stjórnsýsludeild en borgarlögmaður gaf auk þess borg- arráði skriflega umsögn um tilboðið og komst að sömu niðurstöðu. Enn- fremur lýsti borgarritari sig sam- þykkan þeim umsögnum sem að framan greinir. Á grundvelli þessara umsagna greiddum við Árni Sigfús- son atkvæði með sölu til hæstbjóð- anda. 2. Varðandi dylgjur um óeðlileg tengsl mín við málið get ég lítið við því gert þótt bróðir minn gegni lög- fræðistörfum fyrir fjölmarga aðila, enda það mér gjörsamlega óviðkom- andi og heldur enginn áhugi á að fylgjast með því. 3. Hvað varðar umíjöllun S.V. um byggingarmagn á lóðinni skal tekið fram að framkvæmdastjóri lögfræði- og stjórnsýsludeildar ósk- NYTT - NYTT FATASKÁPAR RENNIHURÐIR COLORLINE - 180 LITIR NÝJA LÍNAN f FATASKÁPUM OG FATASKÁPAHURÐUM. MARGVÍSLEGT ÚTLIT f BOÐI HVER SKAPUR OG HURÐIR ERU SNIÐNAR EFTIR mALI. COLORLINE - NÝJA LÍNAN A SÉRSTÖKU KYNNINGAR- TILBOÐI - 20% AFSLATTUR. Fyririestur um um- hirðu garða og trjáa FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Bústaðir mun standa fyrir fyrirlestri um garða og trjárækt, fimmtudaginn 13. maí klukkan 20. Fyrirlesari verður garðyrkjufræðingurinn, Jón Júlíus Elíasson, og mun hann aðallega fjalla um umhirðu grasflata og trjáa. Hann mun síðan sitja fyrir svörum og veita þær upplýsingar sem hann hefur yfir að ráða. NÝBÝLAVEGI 12, SlMI 44011 PÓSTHÓLF 167, 200 KÓPAVOGI Útibú Borgarbókasafnsins í Bú- staðakirkju sér til þess að allt til- tækt lesefni, bækur og tímarit verð- ur til staðar í andyri félagsmið- Núgeta allir eignast tré Plöntusalan í Fossvo er í íiilluin gangi A LAUGARDAGINN :__ Sérstök ráögjöf! Oli Valur Hansson leiöbeinir um trjárœkt frá kl. 10-15. Skógarplöntur, tré og runnar - úrvalið eykst dag frá degi. Opið kl. 8-19, um helgar kt. 9-17. IFÉJ.AO 8TOFNA® í®46 SKOGRÆKTARFELAG REYKJAVIKUR Fossvogsbletti 1, fyrir neðan Borgarspitalann, simi 641770. Beinn sími söludeildar 641777 aði eftir því á fundi borgarráðs 7. janúar 1992 að Borgarskipulag gengi endanlega frá lóðarafmörkun og skilmálum áður en sala lóðarinn- ar yrði afgreidd í borgarráði. Eg sat ekki þennan fund borgarráðs. Borg- arskipulag setti fram tillögu um afmörkun lóðarinnar og nýtingu sém er í samræmi við Aðalskipulag Reykjavíkur. Tillagan var samþykkt samhljóða í skipulagsnefnd 20. jan- úar 1992 og síðan lögð fram í borg- arráði daginn eftir, rædd þar og samþykkt samhljóða af öllum við- stöddum borgarfulltrúum án nokk- urra athugasemda. Dylgjur um að ég einn borgarfulltrúa hafí vitað um nýtingu á lóðinni er því vísað til föðurhúsanna. 4. Það er rangt með farið í grein S.V. að ég hafi sagt á Bylgjunni 5. apríl sl. að S.V. væri riddari rétt- lætis og heiðarleika í Reykjavík. Eg sagði að S.V. virtist líta á sig sem einhvers konar riddara réttlætis og heiðarleika í þessu máli. Það er hins vegar af og frá að S.V. sé það að mínu mati eða geti yfirleitt gegnt því hlutverki. Slíkar eru dylgjur hans og rangfærslur í þessu máli.“ stöðvarinnar. Þátttökugjald verður 200 krónur og léttar kaffíveitingar innifaldar í verðinu. (Úr fréttatilkynningu) Ólína býð- ur sig ekki fram ÓLÍNA Þorvarðardóttir, borgarfulltrúi Nýs vettvangs, hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til næstu borgar- stjórnarkosninga. Hún sagð- ist í samtali við Morgunblaðið ekki vilja binda sig til fjög- urra ára í borgarstjórn og nefndi að tími væri kominn til að nýtt fólk fengi að spreyta sig. Ólína sagði að sig langaði til að snúa sér að hugðarefnum sem hún hefði þurft að leggja til hliðar þegar hún settist í borgarstjórn og nefndi hún í því sambandi að hún ætti ólokið doktorsnámi. Hún vildi líka gjarnan snúa sér aftur að rit- störfum og störfum við fjöl- miðla. Svo þyrfti að sinna búi og bömum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.