Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1993 Veikleiki undir Kolbeinsey sem var 54 sinnum stærri fyrir 4 öldum Eyjan hverfur á fáum áratugxun verði ekkert gert Hugmyndir um að steypa hjúp utan um klett- inn og undirstöður hans til að styrkja eyjuna Þyrlupallurinn ÞYRSLUPALLURINN er mjög áberandi á Kolbeinsey skoðað ár lofti. Hugmynd að rofvörn við Kolbeinsey Þyrlppallur Hertur steypukragi - - Holur boraðar, jámbentar og fylltar sementsblöndu (— Boltar Hertur steypukragi ÞÆR rannsóknir sem und- anfarin ár hafa verið gerð- ar á Kolbeinsey, sem Hol- lendingar nefndu Máva- klett, benda til þess að hún verði að mestu horfin um miðja næstu öld ef náttúr- an fær að vinna sitt verk án íhlutunar mannsins. Kolbeinsey hefur verið að minnka eins lengi og heim- ildir eru til um mælingar. Heimildir frá sautjándu öld benda til þess að árið 1616 hafi hún verið 54 sinnum stærri en nú. Jarðfræðing- ar telja að ástæða rofsins sé meðal annars veikleiki í undirstöðu sem skapast af láréttum hraunlagaskil- um um 10 metrum undir sjávarmáli þar sem bergið grefst inn undir sig með þeim afleiðingum að blokk- ir í sjávarmáli losna frá og hverfa. Þá er bergið mjög sprungið. Tillögur sem settar hafa verið fram um styrkingu eyjarinnar ganga út á það að styrkja innviði eyjarinnar með sementsblöndu og steypu- styrktarjárni og steypa hjúp utan um hana og und- irstöður hennar. Gráttsvæði Við útfærslu fiskveiðilögsög- unnar í 200 mílur var ákveðið að Kolbeinsey yrði grunnlínupunkt- ur. Með því móti fengu íslending- ar lögsögu yfir 9.400 ferkílómetra svæði norðan við eyna sem ann- ars hefði fallið utan fiskveiðilög- sögunnar. Danir mótmæltu þessu fyrir hönd Grænlendinga, eins og Hvalbak fyrir hönd Færeyinga, og hafa aldrei viðurkennt þessa grunnlínupunkta. Fram hefur komið í norrænum fjölmiðlum að Ðanir hyggist fara í mál gegn íslendingum fyrir alþjóðadómstól- um í Haag vegna lögsögunnar norður af Kolbeinsey en Þorsteinn Ingólfsson ráðuneytisstjóri utan- ríkisráðuneytisins sagði að ráðu- neytið hefði ekki fengið neitt formlegt frá Dönum um slíkar aðgerðir. Hann sagði að báðir aðilar stæðu fastir á sínum sjónar- miðum en hvorugur hefði gert gangskör í því að fá skorið úr ágreiningnum. Á þessu gráa svæði eru oft loðnuveiðar síðari hluta sumars en ekki er vitað um aðra fiskveiði- hagsmuni á svæðinu, að sögn Jóns B. Jónassonar skrifstofu- stjóra í sjávarútvegsráðuneytinu. Svæðið er mjög norðarlega og þar er oft hafís. Á undanfömum árum hefur ekki komið til þess að þurft hafi að stugga við erlendum skip- um á þessu svæði, að sögn Gunn- ars Bergsteinssonar forstjóra Landhelgisgæslunnar. Ályktun um styrkingu Kolbeinseyjar Á undanfömum árum hafa nokkrar rannsóknir verið gerðar á Kolbeinsey. Sigurður Sigurðar- son verkfræðingur og Kristján Sæmundsson jarðfræðingur fóm þangað 1985 og Árni Hjartarson jarðfræðingur kafaði við hana 1990. Á árinu 1989 var steyptur þyrlupallur á eyjunni. í maí á síðasta ári var sam- þykkt þingsályktunartillaga frá Steingrími J. Sigfússyni dg fleir- um um að gerð verði áætlun um varanlega styrkingu eyjarinnar þannig að hún fái staðist ofan sjávar. Halldór Blöndal sam- gönguráðherra upplýsti á þingi í febrúar síðastliðnum að unnið væri að úrvinnslu gagna sem aflað hefði verið á ámnum 1989 og 1990 og að vísindamenn hefðu ekki áttað sig á því hvernig best væri að standa að varanlegri styrkingu eyjarinnar. 54 sinnum stærri fyrir 4 öldum Skýrslur um rannsóknir siðustu ára í Kolbeinsey fylgdu þings; ályktunartillögu Steingríms. í þeirri samantekt sem hér fer á eftir er aðallega stuðst við skýrslu Kristjáns Sæmundssonar. Eyðingaröflin hafa lengi leikið Kolbeinsey grátt. í Eimreiðinni 1933 hefur Jochum Eggertsson eftir gömlum Grímseyingi, „að eyjan sé stöðugt að molna og eyðast svo sjá megi mun á, næst- um árlega“. Fyrstu mælingar á Kolbeinsey sem einhveijar heim- ildir em til um vom gerðar í kring- um 1616 (eða 1580) í leiðangri sem Guðbrandur Þorláksson Hólabiskup gerði út. Eina heimild- in um þann leiðangur er bragur sem ortur var 50 ámm síðar og þar kemur fram að stærð eyjar- innar hefur verið 400x60 faðmar að stærð, eða 750x110 metrar. Eftir aldamótin 1900 er eyjan sögð 300 metra löng og 30-60 metra breið. Í ágúst 1985 mældi Sigurður Sigurðarson verkfræð- ingur eyjuna og þá reyndist hún vera 39x39 metrar að stærð. Þar sem hún var hæst að austanvs- erðu var hún rúmir 5 m yfir með- alsjávarstöðu en að vestanverðu um 3,5 m. Mávaklettur Kolbeinsey hefur lengi borið tvö nöfn. íslenska heitið er frá 13. öld eða enn eldra og gæti bent til að hún hafi verið dökk og sæbrött, þegar það var gefíð. Eyjarnafnið ber hún vart með réttu lengur og jafnvel á 17. öld taldi Arngrímur lærði það rang- nefni því hann sagði hana klett fremur en eyju og ekki bara klett- ótta heldur einn klett og þar vaxi engin grös. Hitt nafnið, Mevenkl- int (Mávaklettur), var gefíð af hollenskum sjómönnum sem stunduðu veiðar í norðurhöfum á 17. og 18. öld. Einhveijar spumir hafði Olavius (í riti frá 1780) af því að Hollendingar nýttu sér gæði eyjarinnar. Hollenska nafnið bendir til að þá hafí fuglabyggð sett svip á eyna og er það í sam- ræmi við lýsingar af henni fram um 1900. Nafnendingarnar kunna að benda til þess að Kolbeinsey hafí minnkað til muna milli þess sem nöfnin urðu til. Veikleikalag og sprungur Kolbeinsey er úr hrauni. Lögun og stærð sökkulsins og hraun- grýtið í eynni og boðum umhverf- is hana gæti bent til að hvort tveggja sé myndað í einu gosi, sem náði að hlaðast upp úr sjó og mynda venjulegan stapa, að mati Kristjáns. Árni Hjartarson segir í bráða- birgðaskýrslu um köfunarleiðang- ur sinn að á tíu metra dýpi sé greinilegt veikleikalag í berg- veggnum. Þetta sé mjög gjallkent lag um það bil metri á þykkt en basalthraunlög bæði undir og ofan á. Þama hafí bergið grafíst inn undir sig 0,4 til 0,8 m. Hann seg- ir ljóst að stór björg losni úr eyj- unni ofan við veikleikalagið og að minnsta kosti að norðan og norðvestan rofni eyjan mest um þetta lag. Kristján Sæmundusson segir í skýrslu sinni að Kolbeinsey sé mjög spmngin eins og annað hraun og séu þær veikieiki sem rofaöflin nái auðveldlega að nýta sér til að vinna á eynni. Hann segir að hafísinn skrapi eyna að utan og skríði líklega yfír hana þegar mikil ferð sé á honum og það flýti fyrir losun bergfleka og blokka. Þá vinni brimið einnig sinn hluta verksins. Hann telur að miðað við hraða rofsins á þessari öld megi ætla að eyjan verði að mestu horfín um miðja næstu öld ef náttúran fær að vinna sitt verk án íhlutunar mannsins. Steinsteypuhjúpur utan um Kolbeinsey? Ámi Hjartarson kom með eftir- farandi tillögur um rofvöm fyrir Kolbeinsey sem hann segir byggj- ast á þekktum aðferðum sem reynsla sé komin á við hafnargerð hér á landi: Innviði eyjarinnar þarf að styrkja með svokallaðri grautun. Hún felst í því að bora allmargar holur um 20 metra djúpar og dæla niður í þær se- mentsgraut sem fyllir sprungur og holrými í berginu. í lok graut- unar ætti að setja steypustyrktar- járn í hveija holu. Allt í kring um eyna þarf að hlaða upp vamar- garð. Innst má hann vera úr stór- grýti en yst þarf að vera brynja úr steinsteyptum dolosum. Garð- urinn þarf að ná frá botni á 10-15 metra dýpi og upp undir sjávar- mál og hafa góðan fláa. Vegna hafíss og ánauðar af hans völdum þarf að binda dolosana kyrfílega saman með keðjum. Ofan á þá þarf að steypa vel styrktan kraga sem nær upp fyrir sjó. Bolta þarf saman allar helstu sprungur sem sjást ofan sjávarmáls og renna í þær steypu til að slétta og ávala yfírborðið svo brim og ís nái sem minnstum tökum á því. Eyja eða flæðisker í alþjóðahafréttarsáttmálanum er gerður greinarmunur á eyju og flæðiskeri og ef sú breyting yrði á Kolbeinsey gæti réttarstaða Islands vegna þessa grunnlínu- punktar fískveiðilögsögunnar veikst. Árni Hjartarson segir að með þeirri styrkingu sem hann leggur til ætti að vera unnt að lengja líf- daga Kolbeinseyjar umtalsvert. Vafalaust megi deila um hvort hún teljist löglegur grunnlínu- punktur fyrir landhelgina eftir þessar „hanteringar" én í innsta eðli sínu haldi Kolbeinsey þó áfram að vera náttúrulegt útsker þó hinn ytri hjúpur verði af mönn- um gerr, eins og Árni orðar það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.