Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 56
HEWLETT PACKARD ------UMBOÐIÐ HPÁ ÍSLANDI H F MORGUNBLAÐID, KRJNGLAN 1 103 REYKJAVÍK SlMl 391100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1553 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Erfiðleikar í sjávarútvegi á Höfn í Hornafirði Morgunblaðið/Sverrir Sumarplöntusalan komin í gang SALA á sumarplöntum hefur tekið kipp nú í vikunni, og Stefán Jeppesen hjá Blómavali býst við örtröð um næstu helgi. Á myndinni sést Helga María Garðarsdóttir starfsstúlka í Blómavali verðmerkja sumarblóm sem bíða væntanlegra viðskiptavina. Greiðslustöðvun- arósk frá Borgey? BORGEY hf. á Höfn í Hornafirði mun að öllum líkindum óska eftir greiðslustöðvun nú á næstunni. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er það mat helstu lánar- drottna Borgeyjar, að fyrirtækinu sé nauðugur einn sá kostur að nýta greiðslustöðvunartímabilið til þess að undirbúa formlega nauðasamninga. Borgey hf. skuldaði um síðustu áramót, 1.238 milljónir króna, og taprekstur þess á liðnu ári nam tæpum 200 milljónum króna. 77 miUj. tíl Finnlands í Víkinga- iottóinu FINNSKUR lottóspilari datt svo sannarlega í lukkupott- inn þegar hann var einn með sex rétta í Víkingalottói í gær. Hann fékk því allan fyrsta vinning eða 77.250.000 kr. samtals. Björn Ástmundssons hjá ís- lenskri getspá, sagði að Islendingar hefðu keypt tæpa milljón raða fyr- ir um 20 milljónir. Áf verðmæti hverrar raðar hefðu 2,30 aurar farið í sameiginlegan norrænan pott eða samtals 2,2-2,3 milljónir kr. frá íslandi. Með framlagi Norð- urlandanna hefðu upphæðin síðan orðið 77.250.000 kr. 3 milljónir tU íslendinga Tæpar ijórar milljónir urðu eftir til úthlutunar á íslandi og gekk sú upphæð út að frátöldum bónusvinn- ingi að upphæð einni milljón króna. Sú upphæð leggst því við vinnings- féð næstkomandi miðvikudag. Til gamans sagði Björn að við- skiptajöfnuður Islendinga vegna lottósins væri enn hagstæður um á bilinu 5-6 milljónir. Aðaltölur í lottóinu voru 2, 8, 10, 34, 36 og 45. Bónustölur voru 26, 31 og 48. m m Morgunblaðið/Henrik Herold Æft fyrir heimsmeistaramót FJÓRIR fallhlífarstökkvarar úr Fallhlífarklúbbi Reykjavíkur hafa æft undanfarið ár fyrir heims- meistaramótið sem fram fer í Eloy í Arizona í haust. Um er að ræða keppni í fijálsu falli þar sem hópurinn myndar fyrirfram ákveðin mynstur á 35 sekúndum sem þeir hafa til umráða. í hópnum eru Kristinn Pálsson, Birgir Siguijónsson, Nikolai El- íasson og Kristófer Ragnarsson. Að sögn Kristó- fers hefur hópurinn æft fjórum sinnum erlendis síðastliðið ár, og samtals stokkið rúmlega 300 stökk saman. Á æfingunum er farið í 13.500 feta hæð þaðan sem stokkið er úr Twin Otter flugvélum, og stökkva þeir félagar út fjórir saman. Að fáein- um sekúndum liðnum eru þeir komnir á um 200 km hraða, og er hraðinn og loftmótstaðan notuð til að móta hreyfíngar afturábak og áfram og til þess að beygja í loftinu. Með hópnum er Brynjar Ágústsson sem tekur stökkin upp á myndband sem tekið er til athugunar með þjálfara þegar komið er til jarðar. Kolbeinsey gæti horfið um miðja næstu öld verði ekkert að gert Feikidýrt að bjarga eynni HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra segir að feiknalega fjármuni þurfi til að bjarga Kolbeinsey frá ágangi sjávar. Talið er að verði ekkert að gert til að styrkja eyna, muni hún hverfa í sæ um miðja næstu öld. Eyjan hefur sorfizt nyög í vetur, enda ölduhæð verið meiri en í marga áratugi. Með því að nota Kolbeinsey sem viðmiðun við útfærslu íslensku fiskveiðilögsögunnar í 200 sjómílur fengu íslendingar 9400 fer- kílómetra svæði norðan við eyjuna sem annars hefði lent fyrir utan. Þar er oft loðnuveiði síðari hluta sumars og hafa Danir fyrir hönd Grænlendinga neitað að viðurkenna yfirráð íslendinga. Ef Kol- beinsey breytist í flæðisker veikist málstað- ur íslendinga. Alþingi samþykkti fyrir um ári þingsályktun- artillögu Steingríms J. Sigfússonar og fleiri þingmanna um varanlega styrkingu Kolbeins- eyjar. Halldór Blöndal segir að málið sé í rann- sókn hjá Vita- og hafnamálastofnun og muni hann hitta vitamálastjóra fljótlega. Hafís flýtir rofi Kristján Sæmundsson jarðfræðjngur kann- aði Kolbeinsey 1985 og segir að hún sé mjög sprungin og hafís gangi yfir hana og flýti þannig fyrir rofi. Ámi Hjartarson jarðfræðing- ur kafaði við eyna fyrir þremur árum. Hann komst þá að því að á tíu metra dýpi er gjall- kennt jarðlag, sem sjórinn rýfur hratt og stór björg hrynja úr eynni eftir því sem grefur undan þeim. Innviðir styrktir með steypu Ámi hefur lagt til að innviðir eyjarinnar verði styrktir með því að dæla steypu niður í sprungur og holur í berginu og binda síðan með steypustyrkjaijárni. Þá verði hlaðinn upp vamargarður allt í kringum eyjuna, sprungur á yfirborði boltaðar saman og steyptur eins konar hjúpur um klettinn. „Það er greinilegt að það mun kosta feikna- lega fjármuni að flytja gijót út í Kolbeinsey og reyna að gera hafnargarð eða brimbijót," sagði Halldór Blöndal. „Ég hef ekki heyrt nein- ar fjárhæðir nefndar í því sambandi en hyggst hafa samband við sjávarútvegsráðherra og ræða málið við hann.“ Sjá bls. 24: „Eyjan verður horfin ...“ Búist er við að ósk um greiðslu- stöðvun verði borin upp af forsvars- mönnum Borgeyjar hf. í kjölfar fund- ar með helstu lánardrottnum fyrir- tækisins, sem haldinn verður nú á næstunni. Stærstu lánardrottnar fyr- irtækisins eru Landsbanki íslands, Atvinnutryggingadeild Byggðastofn- unar og Fiskveiðasjóður íslands. Þessir þrír aðilar munu allir sam- mála um að hafna óskum forsvars- manna fyrirtækisins um niðurfell- ingu skulda og skuldbreytingu í víkj- andi lán, án þess að til formlegra nauðasamninga komi. Auk þessara lánardrottna er aðaleigandi Borgeyj- ar, Kaupfélag Austur-Skaftfellinga (KASK) stór lánardrottinn, svo og Olíufélagið hf. og Vátryggingafélag íslands. Óánægja með upplýsingar Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins ríkir megn óánægja með það á Höfn í Hornafirði að bæjar- stjóm Hafnar fékk rangar upplýs- ingar í rekstraráætlunum Borgeyjar í fyrrasumar, þegar ákveðið var að bæjarsjóður tæki þátt í hlutafjár- aukningu Borgeyjar, að upphæð 100 milljónir króna. Greint var frá því að 90 milljóna króna greiðsla úr Verðjöfnunarsjóði sjávarútvegsins kæmi Borgey til tekna, en það var aðaleigandi Borgeyjar, Kaupfélag Austur-Skaftfellinga, sem á 63% í fyrirtækinu, sem fékk þessar greiðsl- ur í sinn hlut. Sjá bls. 22: „Greiðslustöðvun og nauðasamningar...“ íssjármælingar á Skeiðarárjökli Fimadjúpir dalir finnast LEIÐANGUR _ Raunvísindastofn- unar Háskóla Islands hefur fundið tvo áður óþekkta, firnadjúpa dali á ofanverðum Skeiðarárjökli. Helgi Björnsson jarðeðlisfræðing- ur hjá Raunvísindastofnun Há- skóla Islands segir að allt að 800-900 metra þykkur ís liggi yfir eystri dalnum. Leiðangurinn sem var í 19 daga á Vatnajökli við rannsóknir, mældi um helming jökulsvæðisins, ofan við 1.100 metra hæð með íssjá, en það hefur ekki áður verið gert á Skeiðar- áijökli. Næsta vor er ráðgert að ljúka mælingum á jöklinum. Helgi sagði í samtali við Morgun- blaðið að menn hefðu enga nákvæma mynd gert sér af landslaginu undir jöklinum fyrr en að loknum issjár- mælingunum. Ekki hefði verið vitað um tilvist dalanna. 500 metrar yfir sjó Dalimir eru tveir og gengur annar þeirra, vesturdalurinn, suður frá Grímsfjalli en um þann dal fara ein- mitt Skeiðarárhlaup. Hinn dalurinn kemur úr norðaustri frá miðjum Vatnajökli og sameinast þeir fyrir miðjum Skeiðaráijökli, en á milli þeirra er fjallshryggur. Þar sem eystri dalurinn er lægstur er land í um 500 metrum yfir'sjó. Sjá miðopnu: „Rannsóknir á hreyfingum og landi...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.