Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1993 Borgey hf. á Höfn í Hornafirði Greiðslustöðvun o g nauða- samningar virðast blasa við Stærstu lánardrottnar fyrirtækisins og heimamenn munu funda um framhaldið á næstunni BORGEY hf. á Höfn í Hornafirði mun að öllum líkindum óska eftir greiðslustöðvun í kjölfar fundar með helstu lánardrottnum sínum, sem haldinn verður nú á næst- unni. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, er það mat helstu lánardrottna Borgeyjar, sem um síðustu ára- mót, skuldaði 1.238 milljónir króna, að fyrirtækinu sé nauðugur einn sá kostur, að nýta greiðslustöðvunartíma- bilið til þess að undirbúa formlega nauðasamninga. Stærstu lánardrottnar fyrirtækisins eru Landsbanki Is- lands, Atvinnutryggingadeild Byggðastofnunar og Fisk- veiðasjóður íslands. Þessir þrír aðilar munu allir sam- mála um að hafna óskum forsvarsmanna fyrirtækisins um niðurfellingu skulda og skuldbreytingu í vílgandi lán, án þess að til formlegra nauðasamninga komi. Auk þessara lánardrottna er aðaleigandi Borgeyjar, Kaupfé- lag Austur-Skaftfellinga (KASK) stór lánardrottinn, svo og Olíufélagið hf. og Vátryggingafélag íslands. HOFNIHORNFIRÐI HORNFIRÐINGAR gætu á næstunni þurft að ganga í gegnum ákveðinn „megrunarkúr", til þess að koma rekstri Borgeyjar, stærsta sjávarútvegsfyrirtækis staðarins, í viðunandi horf. Líklegast er að fyrirtækið biðji um greiðslustöðvun og hefji í kjölfar þess undirbúning nauðasamninga við lána- drottna sína. AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Viðmælendur mínir eru flestir þeirrar skoðunar að þær rekstraráætlanir Borgeyjar hf. sem kynntar voru lánardrottnum og bæjarstjóm Hafnar í Horna- fírði í fyrrasumar, sem gerðu ráð fyrir verulegri endurskipulagn- ingu og hagræðingu hafi í engu gengið eftir. Aðalhöfundur þess- ara rekstraráætlana var Halldór Árnason, framkvæmdastjóri Borgeyjar. Hann mun hafa talið að best yrði að bæta hag fyrir- tækisins og afkomu með auknum umsvifum, átaki í gæðastjórn og framleiðslueftirliti. Hann er sagður hafa verið eindregið and- vígur því að fyrirtækið bætti skuldastöðu sína með sölu á fisk- veiðiheimildum, sem þó var rætt á liðnu sumri. Því telja viðmæl- endur mínir, að eftir 200 milljóna króna tap á liðnu ári, þar sem ekki var fallist á að fyrirtækið seldi kvóta, að fyrirtækið hafí tapað umtalsverðum fjármunum á því að hafa ekki selt kvóta í fyrra, þegar verð á kvóta og fiskiskipum var hærra en það er nú. Nú blasir við að fyrirtæk- ið verði að selja hluta aflaheim- ilda sinna, sem eru 5.119 þorskí- gildistonn á þessu fiskveiðiári, en við mun lægra verði en feng- ist gat í fyrra. Halldór mun því síður en svo hafa st.yrkt stöðu sína sem framkvæmdastjóri fyr- irtækisins á því tæpa ári sem hann hefur stýrt því. Ströng skilyrði lánardrottna Meðal annars vegna þess að endurbættar rekstraráætlanir hafa ekki skilað sér í bættum árangri og afkomu, heldur þvert á móti, hefur Landsbankinn sett fyrirtækinu ströng skilyrði um endurfjármögnun og sölu eigna, og gert fyrirtækinu að Ijúka þeirri vinnu fyrir lok júnímánað- ar. Frá þessu var greint í frétt hér í Morgunblaðinu 24. apríl síðastliðinn, þar sem fram kom að bankinn gerði fyrirtækinu að bæta skuldastöðu sína um 350 til 400 milljónir króna á næstu tveimur mánuðum, með eigna- sölu og/eða öflun nýs hlutafjár, ella yrði lánafyrirgreiðslu við fyrirtækið hætt. Á aðalfundi KASK þann 4. apríl 1992 var samþykkt tillaga þess efnis að sameina allan sjáv- arútveg félagsins og dótturfyrir- tækja þess í eitt hlutafélag og þann 1. júlí í fyrra tók Borgey hf. dótturfyrirtæki félagsins við allri fiskvinnslu KASK og útgerð eftir að hafa keypt tilheyrandi fasteignir, vélar og áhöld. KASK á tæp 63% hlutafjár í Borgey, en Bæjarfélagið Höfn er annar stærsti hluthafinn, með rúm 30%, eftir 100 milljóna króna hlutafjárframlag sitt í fyrrasum- ar. Bærinn narraður í hlutafjáraukningu Úr bæjarstjórn Hafnar í Hornafírði heyrast háværar óánægjuraddir í þá veru að þeg- ar bærinn var fenginn til þess í fyrrasumar að samþykkja að leggja fram 100 milljónir króna í aukið hlutafé til Borgeyjar, hafi ákvörðun bæjarins m.a. ver- ið byggð á rekstraráættun þeirri sem kynnt var bæjarstjórninni. Þar hafi verið reiknað með því að greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði sjávarútvegsins á liðnu ári, rúm- lega 90 milljónir króna, kæmu Borgey hf. til tekna. Niðurstaðan varð á hinn bóg- inn sú, að KASK, aðaleigandi Borgeyjar fékk þessar 90 millj- ónir króna í sinn hlut, en ekki Borgey. Ástæður þessa eru sagð- ar vera þær, að sameining Bor- geyjar og fiskvinnsluhluta KASK hafði ekki farið fram, þegar greiðslurnar úr Verðjöfnunar- sjóði fóru fram. Þetta mun því hafa verið lögum samkvæmt, en engu að síður telja ákveðnir heimamenn á Höfn, að bæjar- stjórnin hafi beinlínis verið nörr- uð til hlutafjárframlags upp á 100 milljónir króna, á fölskum forsendum. Það er því talið afar ólíklegt, að bærinn verði fús til þess að taka með sama hætti þátt í endurfjármögnun fyrir- tækisins nú, hvað sem líður kröf- um Landsbanka íslands og ann- arra lánardrottna. Óánægja með framkvæmda- stjórann Raunar mun óánægja bæjar- félagsins ekki endilega beinast að KASK í þessum efnum, þótt greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði hafi lent þar innan dyra, heldur fyrst og fremst að framkvæmda- stjóra Borgeyjar, Halldóri Árna- syni, sem kynnti rekstraráætlan- imar með ofangreindum hætti. Þótt þetta sé afstaða bæjar- stjórnarmanna á Höfn, þá líta lánardrottnar þetta mál talsvert öðrum augum, þótt þeir eins og aðrir segi að greiðslan úr Verð- jöfnunarsjóði til KASK hafi verið lögum samkvæmt og verið nýtt lögum samkvæmt til þess að greiða af tilteknum lánum í sjóð- um og bönkum. Þeir telja að engu að síður hafi KASK haft ákveðið svigrúm til þess að láta þessa greiðslu úr Verðjöfnunar- sjóði hafa áhrif á eignarhlutföllin í Borgey. Þeir telja óeðlilegt að þar sem nýbúið var að sameina reksturinn í Borgey, að KASK hafi aukið hlutafjáreign sína með þessum hætti, á sama tíma og 37% hluthafanna hafi þurft að taka á sig skellinn óbættan á liðnu ári. Það sé afar haldlítil röksemd fyrir því að opinberir aðilar og viðskiptabankinn komi til aðstoðar með niðurfellingu skulda og/eða skuldbreytingum í víkjandi lán. Nýjar rekstraráætlanir í kjölfar þess að lánardrottnar Borgeyjar eru farnir að ókyrrast mjög, hafa ráðamenn fyrirtækis- ins og bæjarfélagsins setið á rök- stólum að undanförnu um með hvaða hætti væri hægt að rétta við rekstur Borgeyjar. Það mun vera stærri hópur hluthafa og stjórnenda sem kemur að samn- ingu áætlana nú en í fyrra og samkvæmt mínum upplýsingum munu menn sammála um það fyrir austan, að ekki verði hjá því komist að selja eignir og taka þann skell sem slíku fylgir. Er um það rætt að á meðan enn sé þess kostur að fara í greiðslu- stöðvun og undirbúa nauðasamn- inga, sé rétt að vinna að slíku. Horfa menn þá til Vestfjarða, Bolungarvíkur nánar tiltekið og segja sem svo: Forsvarsmenn EG biðu svo lengi með að taka þá ákvörðun að fara í nauðasamn- inga, að þegar ákvörðun var tek- in um að fara þá leið, þá var hún einfaldlega ekki lengur fær og ekkert nema gjaldþrot blasti við. Hornfirðingar virðast ætla að láta víti þeirra Bolvíkinga verða sér til varnaðar í þessum efnum, og fullyrða að þeir ætli ekki að fljóta sofandi að feigðarósi, held- ur að takast hið fyrsta á við þann vanda sem verði að leysa. Raunar eru Hornfirðingar á vissan hátt betur í stakk búnir til þess að taka þeim skell sem svo sársaukafullri aðgerð eins og nauðasamningum fylgir, en Bol- víkingar voru, því til þess að gera vel stæð og öflug útgerðar- fyrirtæki á Höfn, eins og til dæmis Skinney hf. kynnu að geta bætt við sig kvóta, ef Borg- ey selur. Þannig þurfa Hornfirð- ingar ekki endilega að óttast það svo mjög að kvótinn, lífsafkoma þeirra og atvinnutækifæri, þurfi að hverfa úr byggðarlaginu, jafn- vel þótt Borgey hf. þurfí að fara í stífan megrunarkúr, til þess að koma sjálfri sér í rekstrarhæft horf á nýjan Ieik. Vilja semja með formlegum nauðasamningum Stærstu lánardrottnar Bor- geyjar, þ.e. Landsbankinn og Átvinnutryggingadeild, munu vera til viðræðu reiðubúnir að fella niður þær skuldir fyrirtæk- isins, sem ótrygg eða engin veð eru til fyrir, eða með öðrum orð- um, þeir eru reiðubúnir að af- skrifa veðskuldir á fasteignum, vélum og tækjum í landi, sem ekki eru fullnægjandi veð til fyr- ir, ef til formlegra nauðasamn- inga kemur. Fiskveiðasjóður hefur ávallt fullnægjandi veð fyrir sínum lán- um, þannig að hans veð eru hér ekki í neinni hættu, ekki fremur en fyrri daginn. Sjóðurinn hefur aldrei 'léð máls á því að verða við óskum skuldara um niðurfellingu skulda, og engin ástæða er til þess að ætla að afstaða Fisk- veiðasjóðs í garð Borgeyjar verði með öðrum hætti en til annarra skuldara sjóðsins. Landsbankinn og Atvinnutryggingadeild Byggðastofnunar voru fyrir sitt leyti reiðubúin til þess að afskrifa óveðtryggðar skuldir EG á sínum tíma, þegar enn var rætt um nauðasamninga, og samkvæmt mínum upplýsingum væru þessir aðilar reiðubúnir til hins sama, hvað varðar haldlitlar og illa tryggðar kröfur á hendur Borg- ey, ef til formlegra nauðasamn- inga kemur. Búast má við að það væri um 140 milljóna króna skuld Borgeyjar við Atvinnutrygginga- deild sem þannig kæmi til álita, en enginn lánardrottnanna telur koma til greina að semja um skuldir þar sem veð eru í veiði- skipum og bátum fyrirtækisins og fiskveiðiheimildum þeirra. Fulltrúar frá Landsbanka ís- Iands, Atvinnutryggingadeild Byggðastofnunar og Fiskveiða- sjóði íslands munu nú á næstu dögum eiga með sér fund, þar sem farið verður yfir skuldastöðu Borgeyjar og afstaða lánar- drottnanna samræmd. í kjölfar þess fundar, verður síðan haldinn fundur með forsvarsmönnum Borgeyjar og bæjarstjórnarinnar á Höfn, þar sem reynt verður að ákveða hvert næsta skref málsins verður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.