Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐJÐ FIMMTUDAGUR ia. MAÍ 1993’ 9 Franskur mrfatnaéur frá stœré 34 TESS v NE NEÐST VIÐ DUNHAGA, S. 622230. Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14. Stúdentastjarnan, 14 karat gull, hálsmen eða prjónn. Verð kr. 3.500 Don Stymunilsson Skartyripoverzlun LAUGAVEG 5 - 101 - REYKJAVÍK SÍMI 13383 Viltugera góð kaup? Allt á hálfvirði á afsláttarstandinum Fallegur fatnaður PEISINN Kirkjuhvoli ■ sími 20160 Greiðslukjör við allra hæfi. Minkapelskápur og jakkar, pelsfóðurkápur og jakkar, leðurkápur og jakkar. Margt nýtt á standinum þessa viku. SUMARSKÓLI framhaldsskólanna i F.B. Eftirtaldir áfangar verða í bobi í Sumarskóla framhaldsskólanna sem veróur í Fjölbrautaskólanum i Breiöholti, ef næg þátttaka fæst: Bóldærslo 103 Félogslraeði 202 liffræði 103 Slærðlræ&i 102 Bóklærslo 203 Fjölmi&lon 103 lilfæra- og lílc&lislr 103 Slærðhæ&i 202 Bóklærslo 303 Fronsko 103 Morko&slræ&i 103 Slærðlræði 252 Bókfærsla 373 Fronsko 203 RekslrarhoglrjB&i 103 Slærðfræði 363 Donska 102 Fronsko 303 Rekstrorhaglræði 203 Vélrilun og lölvulræði 103 Donsko 202 Gfunnleikning 103 Sogo 102 Viðskiplareikningur 103 E&lislræ&i 123 Grunnteikning 203 Soga 202 Tölvulræði 102 Efno(r*5i 103 tteilbrigSislrasði 102 Sóllræði 102 Þjóðhoglræði 102 Elnolræði 203 Heimspeki 102 Stjórnun 103 Þýska 103 Ensko 102 islenska 102 Skyndihjólp 101 «V, ka 203 Ensko 202 islensko 202 Spænska 103 Þýska 303 Ensku 302 íslcnska 302 Sfsaenska 203 Ensko 403 Islensko 403 Spænsko 303 Félogsfræði 102 Jor&lracði 103 Sljómmólalræði 102 Kennt verbur virka daga frá 26. moi Hl og meb 25. júni frá kl. 17:30 til 22:00. Kennila fellur nibur 28. og 31. maí og 17. júnl. Práfdagar verba 28. 29. og 30. júni. Hver nemandi má velja 2 áfanga. 90% mretingarikylda er í hvern áfanga. Skólagjald er kr. 15.900. Athugib: Fleitir áfanganna eru fullkomlega matihxfir á milli framhaldiikólanna. Skráning verbur í F.B. dagana 17., 19. og 21. mai. kl 10:00 til 14:00 og 16:00 til 18:00. ivmarikill framhaldi.kólattna Tengsl hlutafélaga og verðbreytingar Einn þeirra manna, sem fluttu erindi á aðalfundi Vinnuveitendasambands ís- lands í fyrradag, var Þorkell Sigurlaugs- son, einn af forsvarsmönnum Eimskipa- félags íslands. í erindi sínu vék hann að fréttum Morgunblaðsins um hrun á mark- aðsvirði hlutafjár í nokkrum hlutafélögum fyrr á þessu ári (án þess að geta þess við hvaða fjölmiðil væri áttjog taldi þær fréttir ekki byggjast á „nægilegri yfirveg- un“ og jafnframt á »takmarkaðri þekk- ingu“.Um þessar athugasemdir Þorkels Sigurlaugssonar verður fjallað í Stakstein- um í dag. Verðbreyting- ar á markaðs- verði hluta- bréfa í erindi sinu á aðalfundi VSÍ í fyrradag sagði Þor- kell Sigurlaugsson m.a.: „Það vill brenna við, að umfjöllun um atvinnufyrir- tæki landsmanna sé ekki nægilega yfirveguð og byggist jafnvel á takmark- aðri þckkingu. Nærtækt dæmi um slíkt er. umfjöllun inn verðbreytingar á markaðsverði hlutabréfa í ýmsum stærri hlutafélög- um.“ Hér á Þorkell Sigur- iaugsson bersýnilega við fréttir Morgunblaðsins fyrir nokkrum vikum um fall á markaðsvirði hluta- bréfa í nokkrum stórum hlutafélögum, sem skráð eru á Verðbréfaþingi. Þótt ræðumaður hafi ekki fært frekari rök fyrir staðhæf- ingu sinni má ganga út frá þvi sem vísu, að hann eigi við að markaðsvirði hluta- bréfanna er reiknað út frá degi til dags miðað við síð- asta verð og þannig sé hægt að sýna fram á mikið verðfall á grundvelli nyög takmarkaðra viðskipta. Væntanlega eru þetta rök- in fyrir þvi, að fréttir Morgunblaðsins um verð- fall hiutabréfa í Flugleið- um, Eimskip og fleiri fyrir- tækjum hafi ekki verið nægilega yfirvegaðar og byggzt á takmarkaðri þekkingu, eins og ræðu- maður komst að orði. Þetta er fráleitur mál- flutningur. Hvarvetna í heiminum fjalla ijölmiðlar og þ. á m. liin virtustu dag- blöð um verðbreytingar á hlutabréfamarkaði með þessum hætti. Hvað eftir annað er sýnt fram á í fréttum, að þctta fyrirtæki eða hitt hafi orðið fyrir miklu tapi á pappímum vegna verðfalls á hluta- bréfum. Þá er einfaldlega átt við, að þótt viðkomandi hafi ekki selt bréf sín hafi verðmæti þeirra minnkað svo og svo mikið vegna verðfalls á hlutabréfum í kauphöllum. Nokkurra daga gamalt dæmi um þetta eru fréttir um verðfall á hlutabréfum i fyrirtækinu RJR Nabisco í Bandarikjunum en einn stærsti hluthafi í því fyrir- tæki er fjármálafyrirtækið Kohlberg Kravis Roberts. í virtum dagblöðum vestan hafs hefur verið fjallað um gífurlegt hrun á markaðs- verðmæti hlutabréfa KKR í RJR Nabisco af þessum sökum án þess, að KKR hafi selt bréf sín. Ekki er langt síðan áþekkar fréttir birtust um markaðsverð- mæti hlutabréfa i IBM- stórfyrirtækinu, scm hefur fallið um 70% á örfáum árum. í fréttaflutningi þessara blaða er aldrei vik- ið að því, að fyrirvara verði að hafa á umræddu mark- aðsverðmæti vegna þess, að á bak við það séu ekki meiri viðskipti en svo og svo. Athugasemdir Þorkels Sigurlaugssonar um „tak- markaða þekkingu" og ekki „nægilega yfirveg- un“, eiga þvi við um erindi hans sjálfs á aðalfundi VSÍ en ekki fréttaflutning Morgunblaðsins. Tengsl hluta- félaga I erindi sínu sagði Þor- kell Sigurlaugsson m.a.: „Annað dæmi er umfjöiiun i fjölmiðlum og á Alþingi um tengsi nokkurra stærstu hlutafélaga í land- inu. I umfjöliun um mái af þessu tagi er oft látið að því liggja, að það sé eitthvað óeðlilegt við það, að eitt fyrirtæki eigi hlut í öðru og er nánast talað um það, sem hringamynd- un eða óæskilega sam- keppnishindrun. Það væri ekki síður fróðlegt og miklu eðlilegra að vekja athygli á þvi, að tengsi eru æskileg í okkar einhæfa atvinnulífi enda eru slík tengsl alþekkt um allan heim.“ Það má ræða þetta mál út frá mörgum hliðum. Ein þeirra er sú, sem snýr að þjóðfélaginu almennt. Það er ekki að ástæðulausu, að í helztu rikjum kapítalis- mans á Vesturlöndum hef- ur verið sett iöggjöf til þess að koma í veg fyrir hringamyndun og einok- unarstarfsemi. Ströng ákvæði eru í slíkri löggjöf t.d. í Bandaríkjunum, þótt það fari mjög eftir þvi, hveijir eru við völd hveiju sinni, hvernig þau eru túlk- uð og á hvern hátt þeim er framfylgt. Hér á iandi er t.d. aug- Ijóst, að það getur ýmislegt verið athugavert við það, að fyrirtæki, sem hefur ráðandi stöðu í skipafiutn- | ingum til og frá landinu, eigi ráðandi hlut í flugfé- lagi, sem sér um ailar flug- samgöngur íslendinga milli landa. Almennt talað er of mikil samþjöppun vaids og áhrifa í viðskipta- lífi varhugaverð. Það voru einkaframtaksmenn sam- mála um, þegar Samband ísl. samvinnufélaga var yf- irþyrmandi aðili í við- skiptalífi okkar. Slík sam- þjöppun er ekkert betri, þótt aðrir standi fyrir henni en Sambandsmenn. Það cr líka hægt að skoða þessi mál út frá sjón- arhóli hluthafa í opnum aimenningshlutafélögum. Réðu td. hagsmunir hlut- hafa í Eimskipafélaginu því, að fyrirtækið bauð siíkt yfirverð í hlutabréf Sjóvá-Almennra veturinn og vorið 1990 að mönnum ofbauð og eingöngu vegna þess, að tryggingafélagið hafði dirfst að kaupa hlut í Eiinskip?! Hver skyldi ávöxtun þeirrar fjárfest- ingar hafa verið fyrir hlut- hafana? Það er líka hægt að velta því fyrir sér hvers konar ferskleika og kraft það hefur í för með sér í ís- lenzku viðskiptalífi, þegar sömu menn sitja í stjómum þriggja, fjögurra, fimm hlutafélaga, sem skráð em á aimennum markaði! Það er líka hægt að spyija> hvort líklegt sé, að almenn- ingur í landinu hafi áhuga á að fjárfesta í hlutabréf- um, þegar fólk sér sömu andlitin biasa við, hvert sem litið er! Vist er það rétt iýá ræðumanninum á aðal- fundi VSÉ að tengsl á milli fyrirtæiga em þekkt víða um heim. Þess vegna m.a. vom lögin sett í Bandaríkj- unum til þess að koma í veg fyrir cinokun og hringainyndun, svo að dæmi sé tekið. Þess vegna hafa sérstakar reglur ver- ið settar um þetta efni hjá Evrópubandaiaginu. Nú hafa lög um svipað efni verið sett hér og verður fróðlegt að sjá, hvemig til tekst um framkvæmd þeirra. Á það reynir næstu misserin. * SUMIR HAFA EKKI HUGMYND UM ÞAÐ. EN ÞU? Á hverju ári verða margir árekstrar á þann hátt að öku- tækjum er ekið framan á hvort annað, til dæmis á brúm eða öðrum þrengingum þar sem ekki er hægt að mætast. Reynslan sýnir að meirihluti þessara árekstra endar með sakar- skiptingu þannig að eigendur öku- tækjanna fá ekki fullar bætur. Samkvæmt 19. gr. umferðar- laga skal aka hægra megin fram hjá ökutæki sem verið er að mæta og gæta þess að nægjan- legt hliðarbil sé milli þeirra. Aka ber varlega og sýna öðrum veg- farendum tillitssemi og nema staðar ef nauðsyn ber til. Ef hindrun er á hluta vegar skal sá ökumaður nenia staðar sem er þeim megin á akbrautinni sem hindrunin er. Ef ökutæki mæt- ast, þar sem vegur er svo rnjór að hvomgt kemst fram hjá hinu áhættulaust, skal sá ökumaður sem betur fær því við komið aka út af vegi eða aftur á bak. | w Tillitssemi í umferðinni | er allra mál. SJOVADrTALMENNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.