Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1993 17 Doktor í skipulagsfræði neikvætt viðhorf til þéttbýlis og þeirra lífshátta sem voru taldir fylgja því. Félagi minn franski endurómaði aftur á móti viðhorf gróins borgarþjóðfélags þar sem gildi borgarmenningarinnar höfðu lengi ráðið ríkjum. Þannig vill gild- ismat manna á fortíðinni skipast og víxlast eftir stað og stund. Fáir munu þræta fyrir að hinni þjóðernisrómantísku söguskoðun fylgdi gylling á sveitamenningunni; lengi vel var rík tilhneiging til að meta hana einhliða út frá sjónar- horni „betri“ bænda burtséð frá því hvernig hún gat horft við frá sjónar- miði annarra þjóðfélagshópa. Ekki er um að villast að Baldur beinir skeytum sínum gegn þessari gömlu gyllingarhneigð en í offorsi sínu stillir hann upp staðleysumynd (útópíu) af Evrópsku borginni. Þar ríkti að sögn frjálst og frjósamt mannlíf, ósnortið af fátækt, arðr- áni, kúgun og grimmd! Þannig er einni falsmynd teflt fram gegn ann- arri - og sagnfræðileg þekking fyr- ir borð borin. Má vera rétt sem fleygt hefur verið að fyrir Baldri Hermannssyni vaki öðru fremur að styrkja með öllum ráðum sjálfsí- mynd íslendinga sem samkvæmis- hæfra þegna í Stór-Evrópu. Liður í því sé að fá okkur til að snúa baki - með hryllingi - við íslenskri sveita- menningu sem hluta af sögulegri arfleifð okkar. VI Ætlast verður til þess að sjón- varpsþættir um sögu landsins sem mikið er kostað til svari lágmarks- kröfum um fagleg vinnubrögð, óhlutdrægni og réttsýni; því aðeins er þess að vænta að þeir hafi upp- lýsandi áhrif fremur en að vekja hleypidóma eða festa þá í sessi. „Sjokk“-meðhöndlun Baldurs á sögulegum dæmum er án efa helst til þess fallin að kalla fram hörð tilfinningaleg viðbrögð; slík við- brögð eru miklu líklegri til að snú- ast í hleypidómi en til þess að stuðla að yfirvegaðri gagnrýni. Hafá má fyrir satt að órofa tengsl séu milli söguskoðunar og framtíð- ' arsýnar eða -vitundar. Samkvæmt því eru hugmyndir íslendinga um samfélag forfeðranna ein helsta uppistaðan í vitund þeirra um nútíð og framtíð. I ljósi þessa ber ekki síst að meta þetta fyrsta vers í þáttaröð Baldurs Hermannssonar. Höfundur er prófessor við Kennaraháskóla Islands til spillis. Hann varpaði líka fram þeirri skoðun sinni við bandaríska fréttamanninn, að svo virtist sem Ameríkanar væru búnir að hefja hvalina upp úr ríki dýranna og taka þá í manna tölu. Ég held, að Færeyingurinn hafi nokkuð fyrir sér í þessu. Það sem vera er, svo virðist að milljónir manna í lægstu stéttum þjóðfélags- ins hér, hafi um leið verið lækkað- ar í tign og séu nú komnar í tölu dýra. Afskiptaleysi yfirvalda og alls þorra almennings á eymd hinna heimilislausu, fíkniefnaneytenda, geðveikra og margra annarra hörmungarflokka, getur ekki verið túlkað á annan veg: Hvalirnir eru taldir göfugri, betri og „mannlegri“ heldur en þetta úrhrak þjóðarinnar. Erfítt er að segja, hvaða áhrif það myndi hafa á fiskmarkað ís- lendinga í Bandaríkjunum, ef við tækjum upp hvalveiðar að nýju. Eins og minnst var á hér að ofan, eru íslensku fyrirtækin og útflytj- endur ekki eins viðkvæm fyrir mótmælaaðgerðum eins og þau voru 1989. En ísland má ekki láta vangaveltur um það ráða gerðum sínum. Ef landsmenn telja, að hval- veiðar séu nauðsynlegar fyrir heill þjóðarinnar, hefjum við aftur hval- veiðar og látum kylfu ráða kasti. Hvalamálið virðist hvort sem er á hraðri leið að verða eitt af óleysan- legu heimsmálunum á borð við Norður-írland, Kýpur, Balkan- hatrið og hatur gyðinga og araba, svo eitthvað sé nefnt. Engar mál- amiðlanir virðast vera tij, aðeins fundahöld og frestanir. Á meðan heldur lífið áfram. BJARKI Jóhannesson lauk í vetur doktorsprófi í skipulagsfræði frá Oxford Polytechnic í Englandi. Doktorsritgerðin fjallar um fé- lagslegt og menningarlegt gildi miðborga og heitir á frummálinu The Socio-Cultural Role of City- and Neighbourhood Centres in Modern Society. Bjarki rannsakar félagsleg sam- skipti fólks í miðborgum, ásamt list- rænu, sögulegu og menningarlegu gildi þeirra. Hann sýnir fram á hvem- ig þessir þættir geti unnið gegn ýmsum sálfræðilegum og félagsleg- um truflunum sem fylgja nútíma borgarþróun og hvernig meta megi gildi miðborganna í þessu sambandi út frá hagfræðilegum hugtökum (public goods). Þá sýnir hann hvern- ig rekja megi þessa þætti til ýmissa þjóðareinkenna. Loks fjallar doktors- ritgerðin um þátt verslunar í lífí miðborganna og samkeppni við stór- ar verslunarmiðstöðvar utan þeirra. Niðurstaðan er sú að í mörgum tilfell- um beri stjómvöldum að styðja versl- un í miðborgunum og spoma gegn þróun verslunarmiðstöðva utan þeirra. Staðarathuganir fóm fram í Leicester í Englandi og Malmö í Svíþjóð. Leiðbeinendur voru dr. Aug- ustin Rodriguez-Bachiller og prófess- or Patry Healy, en andmælendur Brian Goodey og dr. John Punter, sem öll em meðal virtustu skipulags- fræðinga í Bretlandi. Bjarki lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1969, BS prófí í byggingarverkfræði frá •Háskóla íslands 1974, prófi í arki- tektúr frá háskólanum í Lundi í Sví- þjóð 1977 og mastersprófi í skipu- lagsfræði frá University of Illinois at Urbana-Champaign í Bandarílq'- unum 1983. Hann hefur hlotið eftir- farandi námsstyrki: Fulbright styrk 1981, styrk úr sjóði Thor Thors 1981 og vísindastyrk Atlantshafsbanda- lagsins 1987. Þá hlaut hann styrk úr minningarsjóði Þorvaldar Finn- bogasonar 1973. Bjarki hóf doktorsnámið haustið 1986, en hefur jafnframt náminu starfað sem skipulagsfræðingur við Malmö Stadsbyggnadskontor í Sví- þjóð, m.a. við skipulag landsvæðis og umferðarmannvirkja þar sem hin fyrirhugaða brú yfír Eyrarsund mun nema land í Svíþjóð. Hann hefur áður m.a. starfað á Borgarskipulagi Reykjavíkur, sem skipulagsftilltrúi Hafnarfjarðar og á Lunds Stadsarki- tektkontor í Svíþjóð. Hann hefur rit- að allmargar greinar um skipulags- mál, m.a. í Lesbók Morgunblaðsins. Bjarki er fæddur á Akureyri 10. júlí 1949. Hann er sonur hjónanna Helgu Amþóm Geirmundsdóttur og Jóhannesar Jósepssonar fýrmrn skrifstofumanns. Hann er kvæntur Dr. Bjarki Jóhannesson Katrínu Gunnarsdóttur frá Vest- mannaeyjum, sem stundar nám í fomleifafræði við háskólann í Lundi. Þau eiga fjögur börn: Guðrúnu f. 1974, Maríu f. 1979, Kristínu f. 1981 og Jóhann f. 1987. v V V V § V RENAULT19 Tvímælalaust hagkvæmustu kaupin á ár.inu V i \ 1 I j : Öruggur og traustur - Rúmgóður og þœgilegur - Kraftmikill og glœsilegur Þú hefur að minnsta kosti 19 ástæður til að skoða Renault 19 r Fjarstýröar samlæsingar Þokuljós að framan og aftan Rafdrifnar rúður Beininnsprautun Fjarstýrðir útispeglar Olíuhæðarmælir Litað gler Höfuðpúðar á aftursætum Samlitir stuðarar Niðurfellanlegt aftursæti Snúningshraðamætir Fjölstillanlegtbílstjórasæti Luxus innrétting 460 lítra farangursgeymsla Vökvastýri 3 ára verksmiðjuábyrgð Veltistýri 8 ára ryðvarnarábyrgð Renault 19 var fyrst kynntur á árinu 1989 og hefur farið sigurför um Evrópu. Við bjóðum nú nýjan Renault 19, rúmgóðan og sportlegan fjölskyldubíl sem tekið er eftir. -og kostar aðeins kr. 1.289.000,- (með ’metal" lakki, ryðvörn og skráningu) Renault 19 er kominn með nýtt útlit, nýja fallega innréttingu og 1800 cc. vél með beinni innsprautun. Forrnulal /A\ RENAULT ¥ RENAULT /***. Gullna ( stýriö \X/ 1991 1992 WILUAMS -RENAULT HEIMSMEISTARI 1992 C M . i ““ 1993 Bílaumboðið hf. Krókhálsi 1, Reykjavik - Sími 686633
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.