Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1993
Halldóra Helga-
dóttir - Minning
Fædd 16. ágúst 1922
Dáin 1. maí 1993
Ó, minning, minning.
Lákt og ómur fjarlægra söngva,
líkt og ilmur deyjandi blóma
berast orð þín að hlustani
eyrum mínum.
Eins og lifandi verur
birtast litir og hljómar
hinna liðnu daga,
sem hurfu sinn dularfulla veg
út í dimmbláan §arskann
og komu aldrei aftur.
(Steinn Steinarr)
Nú er elsku Halldóra frænka
okkar dáin og skilur eftir sig tóma-
rúm og söknuð hjá okkur öllum.
Halldóra var engin venjuleg
frænka. Hún var einn af þessum
nauðsynlegu föstu punktum í tilver-
unni allt frá því að ég man fyrst
eftir mér. Það þótti alltaf sjálfsagt
að Halldóra væri með í öllu sem
við gerðum, hvort sem um var að
ræða veislur, barnaafmæli, útilegur
eða hvað eina sem við tókum okkur
fyrir hendur. Alltaf gaf hún sér tíma
til að koma og hafði mikinn áhuga
á öllum í fjölskyldunni. Það er ekki
langt síðan hún og Fríða frænka
mættu í útilegu með ungu fólki
„vel útbúnar" og voru hressastar
af öllum.
Halldóra vann í apóteki svo lengi
sem ég man eftir, en var nýhætt
vegna aldurs. En hún lét ekki stað-
ar numið. Hún fór að sinna sínum
áhugamálum af krafti og tók m.a.
þátt í sögunámskeiði í HÍ og var
byijuð að læra ensku. Á þessu má
sjá að hún var mjög áhugasöm um
allt og alla og hress fram á síðasta
dag. Við eigum lengi eftir að minn-
ast Halldóru frænku og sakna henn-
ar mikið.
Við viljum að lokum senda öllum
aðstandendum hennar okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Guðrún Kristinsdóttir
og fjöiskylda.
Okkur setti hljóð er þau tíðindi
bárust föstudagsmorguninn 30.
apríl að Dóra hefði veikst alvarlega
daginn áður. Næsta dag kom svo
andlátsfregnin. Við höfðum síst
búist við að Dóra ætti svo stutt
eftir þar sem hún var ímynd
hraustrar og heilbrigðrar konu og
full af lífsorku. Hún lét af störfum
hér á Holts apóteki fyrir fimm
mánuðum og ætlaði að njóta þess
tíma sem framundan væri til að
sinna áhugamálum sínum og fjöl-
skyldu.
Dóra settist á skólabekk eftir
áramót og hugðist halda áfram á
hausti komanda að bæta við þekk-
ingu sína. Hún var víðlesin og unni
góðri tónlist, iðkaði útivist, göngur
og sund og hafði ánægju af ferða-
lögum innan lands sem utan. Henni
auðnaðist að fara allmargar ferðir
með Fríðu systur sinni og dóttur-
inni Fríðu og hennar fjölskyldu.
Barnabörnin, Þóra og Helgi, voru
Dóru lífsfylling og gleðigjafar frá
því að þau fæddust. Fylgdist hún
vel með þeim og tók þátt í upp-
vexti þeirra og þroska.
Dóra hafði starfað í apóteki í
meira en fímm áratugi, fyrst í apó-
tekinu í Vestmannaeyjum og síðan
í Holts apóteki í Reykjavík sl. 25
ár. Hún bjó því yfir mikilli þekkingu
og reynslu sem við samstarfsfólkið
nutum góðs af.
Apótekarastörfín hafa breyst
mikið á starfsævi Dóru. Fyrr á árum
fór nær öll lyfjaframleiðsla fram í
apótekunum sjálfum og má augljóst
vera að það krefðist ýtrustu ná-
kvæmni og samviskusemi að inna
þau störf af hendi. Dóra leysti þau
af stakri prýði og var búin að leið-
beina æði mörgum nemum um dag-
ana, jafnt í lyfjafræði sem lyfja-
tækni og gerði hún það af ljúf-
mennsku og kostgæfni.
Við þökkum Dóru vinkonu okkar
samveruna og allt sem hún var
okkur og biðjum henni blessunar
guðs á nýjum leiðum. Fríðu systur
hennar, Fríðu Sigrúnu dóttur henn-
ar, tengdasyni og barnabörnunum
sendum við innilegar samúðar-
kveðjur.
Starfsfólk Holts apóteks.
Hvorki fyrir hefð né valdi
hopar dauðinn eitt strik,
fæst sízt með fögru gjaldi
frestur um augnablik,
allt hann að einu gildir,
þótt illa líki eða vel,
bón ei né bræðir mildir
hans beiska heiftarþel.
(Hallgrimur Pétursson.)
Þegar elskuleg frænka, svo sjálf-
—sögð í tilveru fjölskyldunnar, er tek-
in nær fyrirvaralaust frá okkur, er
styrkur okkar fallegar minningar
t
Maðurinn minn,
GUÐMANN ÓLAFSSON
bóndi,
Skálabrekku,
Þingvallasveit,
lést 12. maí á Ljósheimum, Selfossi.
Regína Sveinbjörnsdóttir.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÓSKAR KETILSSON,
Miðbælisbökkum,
Austur-Eyjafjöllum,
andaðist í Borgarspítalanum 11. maí.
Björg Jóhanna Jónsdóttir,
Guðrún Maria Óskarsdóttir,
Jón Ingvar Óskarsson,
Steinar Kristján Óskarsson,
tengdabörn og barnabörn.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og
langalangafi,
VILHJÁLMUR MAGNÚSSON,
Brautarhóli,
Höfnum,
verður jarðsunginn frá Kirkjuvogskirkju
í Höfnum föstudaginn 14. maíkl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakk-
aðir, en þeim, sem vildu minnast hins
látna, er bent á Minningarsjóð Slysa-
varnafélags íslands og björgunarsveitarinnar Eldeyjar í Höfnum.
Ketill Vilhjálmsson, Valgerður Sigurgísladóttir,
Hildur Vilhjálmsdóttir,
Jón Björn Vilhjálmsson, Margrét Elimarsdóttir,
Vilhjálmur Nikulásson, Jóhanna Símonardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR HALLDÓRSSON,
Magnússkógum,
Dalasýslu,
verður jarðsungirfn frá Hvammskirkju í Dölum laugardaginn
15. maí kl. 14.00.
Ferð verður frá Umferðarrniðstöðinni í Reykjavík kl. 9.30 árdegis
sama dag.
Ólöf Jónasdóttir,
Ingibjörg Guðmundsdóttir, Magnús Pálsson,
Jónas Guðmundsson,
Halldór Guðmundsson,
Arndís Guðmundsdóttir,
Guðbjörn Guðmundsson,
Jensfna Guðmundsdóttir,
Sigurbjörg Jónsdóttir,
Guðrún Guðmundsdóttir,
Helgi Þorvaldsson,
Jóhanna Jóhannsdóttir,
Andrés Jónsson,
og barnabörn.
t
Sambýliskona mín og móðir okkar,
ALICE FOSSÁDAL,
Víðihlíð,
Grindavík,
verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju
laugardaginn 15. maí kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim,
sem vilja minnast hennar, er bent á
sjúkradeild Víðihlíðar í Grindavík.
RagnarMagnússon,
Ragna, Rannvá, Atli, Helgi og Ásla Fossádal.
t HALLA JÓNSDÓTTIR
frá Bollakoti, Fljótshlið,
áður Njálsgötu 32b,
verður jarðsungin frá Breiðabólstaðarkirkju, Fljótshlíð, laugardag-
inn 15. maí kl. 14.00. Systkinin.
t
Kæru vinir. Hugheilar þakkir og bestu kveðjur til ykkar allra er
vottuðu samúð við andlát
AÐALHEIÐAR J.S. HALLDÓRSDÓTTUR,
áður Ægisgötu 18.
Guð blessi ykkur öll.
Ottó Gottfreðsson.
t
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við
andlát útför
GUÐRÚNAR ÖLDU SIGMUNDSDÓTTUR
og ARNGRÍMS SIGURJÓNSSONAR,
Hjallavegi 42,
Reykjavik.
Sigmundur Örn Arngrímsson, Vilborg Þórarinsdóttir,
Baldur Már Arngrimsson, Hrafnhildur Sigurðardóttir,
Haraldur Arngrímsson, Dóra Halldórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
um elskulega og góða konu. Þar
ber engan skugga á.
Flestar mínar bernskuminningar
tengjast á einhvern hátt Haildóru
og fjölskyldu hennar. Ég veit ekki
hvort skýringin á því að við eldri
systkinin kölluðum móður Halldóru
ömmu er sú að við áttum ekki
ömmu á lífi, eða við hreinlega héld-
um að hún væri amma okkar. Oft
er erfitt að útskýra það að eiga
mömmu Sólvangssystranna sem
ömmu, sem eru þó ekki systur hans
pabba! En þessi óvenjusterku fjöl-
skyldubönd hafa haldist og eru mér
og mínum mikils virði. Halldóra var
okkur systkinunum eitthvað sem
við vorum stolt af og bárum traust
til. Allt sem henni viðkom er í hug-
anum þægilegt og hreint. Það var
einhver ævintýraljómi yfir þessari
fallegu hæglátu frænku. Ófáar voru
ferðinar niður á Sólvang og alltaf
tilhlökkunarefni að fá Halldóru í
heimsókn. Reyndist hún mömmu ‘
traust og góð vinkona.
Halldóra var dóttir hjónanna
Helga B. Jónssonar og Jósefínu
Sigurðardóttur sem bæði eru látin.
Var Halldóra næstyngst fimm
systra. Eftir lifa Guðrún, Kristín,
Hólmftíður og Þrúður. .Halldóra
fæddist í Reykjavík 16. ágúst 1922, (
en foreldrar hennar fluttust ,
skömmu síðar til Vestmannaeyja. '
Helgi lést árið 1943 og eftir það :
bjó Halldóra með móður sinni; í
Vestmannaeyjum til ársins 1968,
en síðan í Reykjavík. Eftir að amma
dó árið 1971 hélt Halldóra heimili
með Fríðu systur sinni.
Halldóra átti farsælan starfsfer-
il; fyrst í aldarfjórðung í Apóteki ,
Vestmannaeyja, en síðan í Holts
apóteki eftir að þær mæðgur flutt-
ust til Reylqavíkur. Dóru í apótek-
inu þekktu allir Vestmanneyingar,
enda vel liðin og góður starfskraft-
ur.
Halldóra átti eina dóttur, Fríðu
Sigrúnu Haraldsdóttur, sem er gift
Sigurbirni Helgasyni, og eiga þau
tvö börn, Þóru og Helgu. Eiga þau
alla okkar samúð, sem og systurnar.
Það sem einkenndi Halldóru var
hversu þægileg og ljúf hún var í
allri framkomu. Fjölskylda míri
minnist hennar með þakklæti og
söknuði í huga.
Theodóra Kristins.
MI-ingar
hittast
GAMLIR nemendur og kennarar
úr Menntaskólanum á Isafirði
ætla að hittast laugardagskvöld-
ið 15. maí nk. frá klukkan 21 á
veitingastaðnum Rauða ljóninu
við Eiðistorg.
Þetta er í fyrsta skipti sem efnt
er til samfagnaðar allra gamalla
nemenda MÍ á einum stað. Þarna
verður kjörið tækifæri til að rifja
upp gamla tíma, endumýja kynni
við gömul skólasystkini og kynnast '
öðrum.
Ef vel tekst til, er hugmyndin að
í framhaldi af þessum samfagnaði
verði stofnað nemendasamband
Menntaskólans á ísafirði, sem sjái
um að viðhalda tengslum MÍ-inga
1 framtlðinni. (Fréttatilkynning)
Blóm Skreytingar Gjafavara
Kransar Krossar Kistuskreytingar
Opið alla daga frá kl. 9-22
Fákafeni 11
s. 68 91 20
Ódýrir
iúkar
HARÐVIÐARVAL HF.
KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010