Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1993 ---— 7— --------------------S 1; 4 ... >i. fc.j— ----------— TTLBOÐ VIKUNNAR HAGKAUP - alít í einni ferd VIKUNNAR Laxveiðileyfin standa í stað eða lækka allt að 43% Laxveiðileyfin í sumar kosta allt frá tvö þúsund og upp í 90 þús. kr. og dagurinn á silungssvæði í ám og vötnum kostar allt frá 600 kr. og upp í 4.400 kr, skv. skyndiverðkönnun, sem Daglegt líf gerði í vikunni hjá landeig- endum og öðrum þeim, sem sjá um sölu veiðileyfa. Mun meiri eftirspurn er eftir veiðileyfum í ár en í fyrra, enda hefur verð á þeim ýmist staðið í stað frá fyrra sumri eða lækkað, allt að 43%. Að gefnu tilefni skal tekið fram að hér er aðeins um verðkönnun að ræða. Aðstaða, veiðivon, fjöldi stanga hveiju sinni o.þ.u.l. er ekki tekið inn í. Einnig skal bent á að veiðistaðir voru valdir af handa- hófi. Flestir laxveiðistaða bjóða upp á gistingu og fæði í veiðiheim- ilum í námunda við árnar, og er algengt verð fyrir fæði og gistingu 5.900 til 7.000 kr. á sólarhirng. Sá kostnaður er ekki innifalinn í þeim verðum, sem birtast í með- fylgjandi töflu og greiðist auka- lega. Skv. könnuninni er Laxá á Asum dýrasta veiðiáin, en þar eru aðeins Dagurí silungsveiði Norðurá Hítarvatn Sogið í Ásgarðslandi Meðalfellsvatn Hópið Hofsá Þórisvatn Haukadalsvatn Laugarbólsvatn Kleifarvatn Seltjörn Vötn á Fjallabaksleið 2.200-4.400,- 1.600,- 1.900-3.200,- 1.000/1.700,- 600/1.000,- 1.000-1.700,- 1.500,- 300/600,- 1.000-2.500,- 700,- 1.500,- 1.500,- I Meðalfellsvatni, Hópinu og Haukadals- vatni er boöið upp á hálfan eða heilan dag. I Haukadalsvatni er ennfremur frítt fyrir börn. Hægt er að kaupa sumarkort (2.500,-) I Kleifarvatn sem gildir frá mai til sept., veiði ótakmörkuð. ( Seltjörn við Grindavíkurafleggjara þarf að borga 350, aukalega fyrir hvern fisk umfram fjóra. leyfðar 2 stangir á dag. Ekki er eiginlegt veiðifélag um ána, heldur fá landeigendur úthlutað dögum, sem þeir síðan selja hver fyrir sig. Að sögn Jóns ísbergs, sýslumanns og landeigenda, hefur eftirspurn verið mikil í veiði í sumar. Aðeins eru eftir óseldir sárafáir dagar. „Leyfin eru vissulega dýr ennþá enda er þetta eins konar snobb-á og þar er tvöfalt meiri veiði á stöng en í nokkurri annarri á í landinu. Dagar eru misdýrir, frá 10-15 þús.kr. í júníbyrjun og í lok ágúst og allt upp í 90 þús. kr. stöngin á dag yfir besta tímann í júlí.“ „Aðsóknin í fyrra var mjög dræm, en þá fækkaði bæði innlend- um og erlendum veiðimönnum. Nú höfum við tekið kæti okkar á ný þar sem við erum nú komnir með um 25% meiri bókanir en á sama tíma í fyrra,“ segir Jón Gunnar Borgþórsson, frkvstj. Stangaveiði- félags Reykjavíkur, sem er stærsti einstaki seljandi veiðileyfa og býð- ur leyfasamninga fyrir rúmar 80 milljónir kr. á ári. „Besti tíminn er yfirleitt frá júlí og fram í ág- úst. Þó getur sá tími teygst í báða enda. Sumar ár eru bestar í ágúst Veislumatur með heimilislegu yfirbragði L.A. KAFFI er einn þeirra fáu veitingastaða í höfuðborginni sem er í senn matsölustaður og skemmtistaður. Þeir sem borða kvöldverð þar um helgar silja á miðjum dansleik skömmu eftir að máltíð lýkur. mm Það var á fimmtudags- m kvöldi fyrir skömmu sem ég I™ snæddi þar kvöldverð og þeg- 55 ar komið var að kaffi og kon- íaki var komin hin hressileg- 5fí asta hljómsveit sem flutti prýðis tónlist þar til komið 6L var fram yfir miðnætti. Mat- ÉHa urinn var nægilega ljúffengur 13 til að matreiðslumennirnir yrðu rukkaðir um uppskriftir fyrir lesen'dur okkar. Forrétturinn er sérlega góður og pínulítið sætubragð kom á óvart. Eftirrétturinn er sannkall- aður nammi-ís, gómsætur og full- ur af hitaeiningum. Þeir Ámi Stefán Gylfáson og Jón Þór Kvaran matreiðslumenn segja að auðvelt sé að útbúa rétt- ina. Þeir virðast vera sérfræðingar í að gera veislumat með heimilis- legu yfirbragði. Og það á auga- bragði. 1 dl rjómi 2 msk olífuolía Kjúklingur og humar skorið í lita bita. Grænmetið fínsaxað. 01- ían hituð á pönnu. Kjúklingabitar steiktir í 2 mín. Grænmeti bætt á pönnuna og steikt með. Allt kryddað og síðan sojasósu, hunangi og ijóma bætt út í. Að lokum er humri bætt út í og hann látinn krauma með í 1-2 mínútur. Borið strax fram. Konfektís _______IQegg_______ 1 lítri rjómi 50 g Toblerone 50 g Snicker’s 50 g Mars 50 g marsípan 100 g sykur 1 tsk vanilludropar 0,2 cl Baileys líkjör 0,2 cl Tia Maria líkjör Morgunblaðið/Ámi Sæberg Konfektís má til dæmis skreyta með ferskum ávöxtum. Rjómi þeyttur og settur í kæli. Egg og sykur þeytt vel saman. Súkkulaði og marsípan saxað smátt. Vanilludropum, líkjör, fínsöx- uðu súkkulaði og marsípani bland- að saman við eggjahræruna. Þeytta ijómanum hrært varlega saman við. Fryst í 1-2 sólarhringa og borið fram með ferskum ávöxt- um efvill. ■ BT Humarog kjúklingaragú uppskriftin er fyrir fjóra 200 g kjúklingabringur 200 g humar 50 g laukur 50 g svepir 50 g rauð paprika 1 hvítlauksrif 1 tsk karrí 1 tsk aromat */2tsk allra handa 1 tsk hvítlauksduft 2 msk sojasósa 1 msk hunang , Humar með kjúklingaragú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.