Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 43
-MOR-GUNBtAÐÍÐ F1MMTIH)AGUR- 1 3,- MAÍ-4993 -:-----------------------:------------------43^ Barátta yfirvalda á Neskaupstað við verslunina Karma Fjölmenn leiksýning í Þorlákshöfn Beðið er eftir niður- stöðu ríkissaksóknara Pólitískar ofsóknir og valdníðsla, segir talsmaður Karma BÆJARYFIRVÖLD á Neskaupstað hafa ítrekað reynt að loka versluninni Karma að Miðgarði 4 frá því síðla árs 1991. Þær tilraunir hafa engan árangur borið og nú í vetur sendi sýslu- maður, að beiðni byggingafulltrúans, málið til rannsóknar hjá ríkissaksóknara. Gestur Janus Ragnarsson talsmaður Karma segir að hér séu á ferðinni pólitískar ofsóknir af hálfu bæjaryfirvalda og valdníðsla af hálfu sýslumanns. Guðmund- ur Bjarnason bæjarsljóri vísar þessu á bug og segir að allar aðgerðir bygginganefndar hafi verið eftir löglegum leiðum. Bjarni Stefánsson sýslumaður vísar einnig á bug að um vald- níðslu hafi verið að ræða. Forsaga þessa máls er sú að fyr- ir tæplega tveimur árum sótti Gest- ur Janus Ragnarsson um leyfi til heilbrigðisfulltrúa um verslunar- rekstur að Miðgarði 4 og fékk það. Daginn eftir komu fulltrúar bygg- inganefndar að máli við hann og tjáðu honum að verslunarrekstur á þessum stað bryti í bága við reglu- gerðir. Síðan hafnaði bygginga- nefnd umsókn um leyfi fyrir versl- unarrekstrinum. Gestur Janus Ragnarsson opnaði samt sem áður verslun sína um haustið 1991 og segir að hann hafi gert það á grund- velli þess að úrskurður bygginga- nefndar var ekki á lögum reistur og því liti hann svo á að umsókn- inni hefði ekki verið hafnað. Leitað til sýslumanns í desember 1991 hófu bæjaryfir- völd tilraunir sínar til að loka Karma og var samþykkt í bygg- inganefnd að leita til sýslumanns. Fyrsta tilraun til lokunar með lög- regluvaldi var gerð í 20. janúar 1992 en þá hafði Gestur skotið máli sínu til umhverfisráðuneytisins og var ákveðið að bíða umsagnar þess í málinu. Sú umsögn lá fyrir í lok ágúst á síðasta ári og í henni er fallist á öll meginsjónarmið bæj- Fjármálaráðuneyti Fundað um ríkis- rekstur FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur boðað til fundar kl. 8.30- 10.30 í Borgartúni 6 föstudag- inn 14. maí næstkomandi. Fundurinn er halinn í fram- haldi af ráðstefnu fjármála- ráðuneytisins 19. marz síðast- liðinn um umbætur og nýjung- ar í opinberum rekstri. Á fundinum á föstudag á að ræða þá meginhugsun, sem liggur að baki breytingum á rekstri hins opinbera og hugmyndir og tillögur um næstu skref. Á milli funda hafa sjö vinnuhópar forstöðumanna, starfsmanna ríkisstofnana og ann- arra aðila, tekið þátt í að móta hugmyndir sem Friðrik Sophusson fjármálaráðherra mun lýsa á fund- inum. aryfirvalda í málinu. Þeirri umsögn skaut Gestur til umboðsmanns Al- þingis. Eftir umsögn ráðuneytisins sam- þykkti bygginganefnd að gefa for- ráðamönnum Karma ákveðinn frest til að loka versluninni en þegar sá frestur leið án þess að slíkt væri gert var aftur leitað til sýslumanns. Reynt var að loka versluninni þann 4. janúar í ár en aftur án árangurs og í framhaldi af því fór bygginga- nefnd fram á að sýslumaður vísaði málinu til ríkissaksóknara. Fulltrúi bæjarstjóra og bygg- ingafulltrúi mættu á fund sýslu- manns í mars og þar kom fram að sýslumaður teldi mál þetta nægi- lega rannsakað til að leggja það fyrir ríkissaksóknara. í bókun frá þessum fundi segir svo: „Mættu samþykkja að málið verði sent ríkis- saksóknara en kveða málatilbúnað bæjaryfirvalda beinast eingöngu að brottnámi hins ólögmæta ástands að Miðgarði 4 en krefjast eigi að fyrirsvarsmönnum Karma hf. verði refsað fyrir athæfi sitt né er krafist neinna bóta.“ Sýndarmennska Gestur Janus Ragnarsson segir að vísun á málinu til ríkissaksókn- SKÓLAHLJÓMSVEIT Grafar- vogs hélt vorhátíð sunnudag- inn 2. maí í Félagsmiðstöðinni Fjörgyn í Grafarvogi. Hljóm- sveitin hóf starfsemi í vetur og kom hún fram á vorhátíð- ara sé að hans mati sýndarmennska og hann er að undirbúa stefnu á hendur fulltrúunum tveimur sem fóru á fund sýslumanns fyrir að hafa með þessum hætti fært ein- falt lokunarmál inn á refsivettvang. „Það er ömurleg upplifun og hvetur ekki til frekari búsetu á viðkomandi stað þegar yfirvöld ráðast með lög- brotum og valdníðslu á lögverndað- an rétt manna til atvinnutækifæra og eignaafnota,“ segir Gestur. „Það sem sárast tekur er að hjá bæjaryf- irvöldum sameinast í lögbrotum og vandníðslu þau öfl sem á pólitísku sviði telja sig vera helstu vörn lítil- magnans gegn hverskonar áníðslu í þjóðfélaginu." Guðmundur Bjarnason bæjar- stjóri segir að allar aðgerðir bygg- inganefndar í þessu máli hafi verið samþykktar samhljóða í bæjar- stjórn þar sem sitja fulltrúar Al- þýðubandalags, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. „Af þeim sök- um vísa ég algerlega á bug að um pólitískar ofsóknir hafi verið að ræða í þessu máli,“ segir Guðmund- ur. Bjarni Stefánsson sýslumaður segir að embættinu hafí upphaflega borist kæra á hendur Karma þar sem þar færi fram starfsemi í óleyfi bæjaryfírvalda og hafí hún verið meðhöndluð sem slík. „Við rannsök- uðum þetta mál og byggðum okkar aðgerðir á þeirri rannsókn,“ segir Bjami. „Nú hefur málinu verið vís- að til ríkissaksóknara og þar með er það úr mínum höndum. Ég vísa því alfarið á bug að embættið hafí staðið að málinu með óeðlilegum hætti og raunar hefðum við getað farið í harðari aðgerðir en gert var en gerðum ekki þar sem ekki var hættubrot á ferðinni." Dagskráin hófst á söng kórs Foldaskóla. Síðan tók við.tríó úr hljómsveitinni og einleikarar, þá litla stórsveitin og öll sveitin sam- an. Sveitin telur nú um 30 manns á aldrinum frá 8 til 15 ára. Flestir krakkarnir byrjuðu að æfa á sín hljóðfæri upp úr áramótum og hafa tekið ótrúlega skjótum framförum undir handleiðslu stjórnandans, Jóns E. Hjaltasonar. Tónleikarnir enduðu síðan á tveimur lögum, þar sem hljómsveitin lék og kórinn söng við fögnuð áheyrenda. Næsti stór- viðburður sveitarinnar verður mót skólahljómsveita í Hafnarfirði um hvítasunnuna. Dælustöð kostar 74,3 millj. BORGARRÁÐ hefur samþykkt, að taka rúmlega 74,3 milljón króna tilboði lægstbjóðanda, Byggðaverks hf. í skólpdælustöð við Skeljanes. Tilboðið er 105,96% af kostnaðaráætlun sem er rúmar 93,9 milljónir. Óskað var eftir tilboðum í tvær dælu- stöðvar en þar sem ekkert tilboð- anna í dælustöð við Seilugranda var undir 150,06% af kostnaðar- áætlun var ákveðið að fresta byggingu hennar. Fimm tilboð bárust í lokuðu út- boði og átti Sveinbjörn Sigurðsson hf.-, næst lægsta boð í dælustöðina við Skeljanes eða 107,80% af kostn- aðaráætlun. Þá bauð Istak hf., 117,42% af kostnaðaráætlun, Ár- mannsfell hf., bauð 139,98% af kostnaðaráætlun og Álftárós hf., bauð 150,27% af kostnaðaráætlun. Ungt tónlistarfólk KÓR Foldaskóla syngur við undirleik skólahljómsveitar Grafarvogs. Jón E. Hjaltason stjórnar. Sungið og spilað á vorhátíð í Fjörgyn inni ásamt kór Foldaskóla. Yfir 200 manns sóttu hátíðina. Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Lófatak í leikslok LEIKARAR og leiksljóri hylltir í lok sýningarinnar. Betri er þjófur í húsi en snurða á þræði Þorlákshöfn HÚSFYLLIR var síðstliðið föstudagskvöld þegar Leikfélag Þorlákshafnar frumsýndi leikritið „Betri er þjófur í húsi en snurða á þræði“ eftir Dario Fo. Sýningunni var mjög vel tek- ið og voru leikstjóra og leikendum færð blóm. Leikstjóri var Benedikt Þ. Axelsson leikari og formaður leikfélags Selfoss. Leikarar voru Stefán Pétursson sem lék þjófínn, Grímur V. Þórar- insson, Lilja D. Dagbjartsdóttir, Katrín M. Magnúsdóttir, Valdís H. Fransdóttir og Sævar H. Geirsson. Allt eru þetta ungir og lítið reyndir leikarar utan þeirrar reynslu sem þau hafa hlotið í grunnskóla. Gam- an var að sjá hve leikstjóranum hefur tekist að kenna þeim á ann- ars stuttum tíma. Fyrirhugað er að sýna aftur í Þorlákshöfn og einnig að fara með sýninguna til Vest- mannaeyja og jafnvel víða. Leikfélag Þorlákshafnar var stofnað 5. janúar 1993 og voru stofnfélag 43 en nú eru skráðir 50 í félaginu. Áður var starfandi kröft- ugt leikfélag hér undir sama nafni og minnast menn gjarnan Vern- harðar Linnets sem var driffjöður þess. Síðast var sett upp leikrit á þess vegum 1979 eða fyrir 4 árum. Núverandi stjórn Leikfélags Þor- lákshafnar skipa Katrín Magnús- dóttir formaður, Grímur Þórarins- son varaformaður, Sigrún Theo- dórsdóttir gjaldkeri, Ingibjörg Sæ- mundsdóttir ritari og Þórdís Ósk Brynjólfsdóttir meðstjórnandi. J.H.S Fundur haldinn um sýklalyfjanotkun FUNDUR ætlaður læknum og öðru áhugafólki um sýkinga- varnir verður haldinn á vegum Samtaka um sýkingavarnir á sjúkrahúsum og landlæknisembættisins á Hótel Holiday Inn, föstudaginn 14. maí 1993, kl. 14.10-18.30 að því er fram kem- ur í fréttatilkynningu. Fundinn setur Ólafur Ólafsson landlæknir og kynnir er Karl G. Kristinsson, formaður Samtaka um sýkingavarnir á sjúkrahúsum. Fund- arstjóri er Jóhann Ág. Sigurðsson prófessor. Eftirtalin erindi verða flutt: Fjölónæmir pneumókokkar - vax- andi vandamál á íslandi, Karl G. Kristinsson sýklafræðingur. Er varasamt að vera í leikskóla? Al- gengi pensilín ónæmra pneumó- kokka á leikskólum í Reykjavík og tengsl við sýklalyfjanotkun, Þórólfur Guðnason bamalæknir. Dagvistun barna á íslandi. Er núverandi fyrirkomulag komið til að vera? Bergur Felixson framkvæmda- stjóri dagvistunar barna í Reykjavík. Er hætta á því að meðhöndla þurfi efri loftvegasýkingar og húðsýkingar með stungulyfjum í framtíðinni? Karl G. Kristinsson, sýklafræðingur. Tengsl sýklalyfjanotkunar og ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- p H R L A N sími 620200 sýklalyfjaofnæmis. Vilhjálmur Ara- son heimilislæknir. Ofnotkun sýklalyfja á íslandi, Sig- urður B. Þorsteinsson smitsjúkdóma- læknir. Að erindunum loknum verður gert kaffihlé, að því búnu heijast umræður um leiðir til að minnka sýklalyfjanotkun. Erfidrykkjur Glæsileg kalli- hlaðborð lallegir salir og nijög g(H> þjónusUL Upplýsingar í sínia 2 23 22 FLUCLEIDIR HÍTtl LIFTLEIIIt LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 681960 s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.