Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRmmwMGUR 13. MAI 1993 HANDKNATTLEIKUR tr Morgunblaðið/RAX Islandsmeistarar Vals 1993 yalur varð íslandsmeistari karla í handknattleik 1993 er liðið vann FH í fjórða úrslitaleik liðanna, 23:21, í fyrrakvöld. Á myndinni eru (fremri röð frá vinstri): Óskar Óskarsson, Gústaf ísaksen, Valgarð Thorodsen, Axel Stefánsson, Valdimar Grímsson, Jakob Sigurðsson, Geir Sveinsson, fyrirliði, Guðmundur Hrafnkelsson og Valur Amarson. Efri röð frá vinstri: Theódór Hjalti Valsson, Jóji Zoega, formaður Vals, Björn Zoega, læknir liðsins, Júlíus Gunnarsson, Dagur Sigurðsson, Ólafur Stefánsson, Sigfús Sigurðsson, Ingi Rafn Jónsson, Davíð Ólafsson, Þorbjörn Jensson, þjálfari, Jóhann Birgisson, liðsstjóri, Jón Kristjánsson, Brynjar Harðarson, aðstoðarmaður og Lúðvíg Sveinsson, formaður handknattleiksdeildar Vals. Mm FOLK ■ OSKAR Þorvaldsson, varnar- maðurinn sprettharði úr KR, verður ekki með knattspyrnulandsliði 21 árs og yngri \ Lúxemborg síðar í mánuðinum. Óskar Hrafn gaf ekki kost á sér vegna anna við stúdents- próf. ■ FRANK Rijkaard, hollenski landsliðsmaðurinn sem leikur með AC Milan, hefur lýst því yfir að hann leiki aðeins eitt keppnistíma- bil í viðbót með ítalska liðinu. Rijka- ard verður 31 árs í september og segist vilja fara frá félaginu, sem hafi gefið honum svo margar gleði- stundir, áður en hann fari að dala sem knattspyrnumaður. ■ RIJKAARD hefur verið orðað- ur við lið Mónakó, sem leikur í frönsku deildinni, og Ajax í Hol- landi, sem hann lék með áður en hann færði sig um set og fór til Ítalíu. ■ ANDREZEJ Rudy, miðvallar- leikmaður hjá Köln, hefur verið valinn í pólska landsliðshópinn sem mætir San Marínó í undankeppni HM í næstu viku. Rudy hefur ekki leikið með landsliðinu síðan 1988 er hann flúði frá Póllandi og var í framhaldi meinað að leika með landsliðinu þar til nú. Lokahóf hand- boltamanna Lokahóf 1. deildar félaga karla og kvenna í handknattleik verður haldið á Hótel íslandi annað kvöld, föstudagskvöld, og verður húsið opnað kl. 19. Á hófinu verð- ur kynnt val á handknattleiks- mönnum ársins í 1. deild. Miðaverð er kr. 3.200 í mat og eru miðar seldir á skrifstofu HSÍ í Laugardal í dag kl. 8-16. Að boðrhaldi og verðlaunaaf- hendingu leikur hljómsveitin Ný Dönsk fyrir dansi til kl. 3. KNATTSPYRNA / MEISTARAKEPPNI KSI íslandsmeistarar ÍA og bikarmeistarar-Vals leika á Skaganum: „Eins og þegar beijum er hleypt út á vorin“ MEISTARAKEPPIMI KSÍ verður í dag á Akranesi þegar íslands- meistarar Skagamanna taka á móti bikarmeisturum Vals. Leikið verður á grasvelli Skaga- manna og hefst leikurinn kl. 19. Þjálfarar liðanna, Guðjón Þórðarson og Kristinn Björns- son, eiga von á skemmtilegum leik enda fyrsti „alvöru" leikur- inn i' sumar. Margir telja að með meistara- keppninni hefjist hið eigin- lega keppnistímabil hér á landi þó svo félögin hafi tekið þátt í stað- bundnum mótum og undirbúningur þeirra sé löngu hafinn. Meistarakeppni KSÍ fór fyrst fram árið 1969 og frá árinu 1980 hefur verið keppt um Sigurðarbikarinn sem KR-ingar gáfu til minningar um Sig- urð Halldórsson sem var forystumað- ur í knattspyrnumálum hjá félaginu. Framarar hafa oftast orðið meist- arar meistaranna, sex sinnum, og Valur og IBK hafa bæði sigrað fímm sinnum. Með sigri í kvöld geta Vals- menn því jafnað met Fram. Skaga- menn hafa tvívegis sigrað. Eins og beljur á vorin „Það er eftirvænting í okkur enda boltinn loksins að fara að rúlla eft- ir langan og strangan undirbúning. Þetta er fyrsti leikur okkar á grasi og ef veðrið verður eins og það er í dag [í gær] þá verður þetta gam- an. Þetta er eins og þegar beljunum er hleypt út á vorin. Við verðum hlaupandi út um allan völl og það verða örugglega einhverjir byrj- unarörðugleikar, en það hafa allir gaman af því sem þeir eru að gera — það er alveg öruggt,“ sagði Krist- inn Björnsson þjálfari Valsmanna við Morgunblaðið í gær. Kristinn sagðist hafa séð brot Þórður Guðjónsson gerði fernu í úrslitum Litlu bikarkeppninnar. úr leik FH og ÍA og það væri ljóst að Skagamenn yrðu sterkir í sum- ar. „Þeir verða sjálfsagt ekki með eins léttleikandi iið en það verður samt ekkert auðveldara að leggja þá en í fyrra. Okkur gekk ágætlega í Reykjavíkurmótinu en þetta var samt dálítð þungt og við skoruðum ekki mikið. Eg held að vörnin verði í lagi og við verðum að sjá til hvern- ig okkur gengur að skora,“ sagði Kristinn. Reynum alltaf að vinna „Við förum í alla leiki til að vinna og stefnan er sett á sígur gegn Valsmönnum. Maður hefði sjálfsagt ekkert að gera í þessu ef markmið- ið væri ekki að vinna. Nú eru „kara- mellumótin" búin, en þau notar maður til að átta sig á hlutunum," sagði Guðjón Þórðarson þjálfari Skagamanna í gær. Ágúst Gylfason hefur leikið mjög vel með Valsiðinu í vor. Guðjón sagði að Skagamenn hefðu leikið einn leik á grasi í vor, 22. apríl gegn Grindvíkingum. „Síð- an hefur veðráttan ekki verið þann- ig að hægt væri að leika á grasi. Veturinn hefur verið erfiður og það á ef til vill eftir að koma eitthvað niður á knattspyrnunni í byijun. Ég hef ekki séð Valsmenn í vor og við rennum því nokkuð blint í sjóinn hvað það varðar. Það skýrist á morgun [í dag] hvað Valsmenn geta og vonandi verður það ekki of seint fyrir okkur. Við höfum spilað þokkalega á köflum í vor og ég á von á skemmtilegum leik. Við ætlum alla vega að gera okkar til að skemmta áhorfendum um leið og við vinnum Valsmenn," sagði Guðjón. Serbinn Mihajlo Bibercic leikur ekki með IA í kvöld því einn dag vantar til hann verði löglegur. FOLK ■ CHELSEA hefur rekið David Webb en hann var ráðinn stjóri hjá liðinu í febrúar. ■ NOKKUR nöfn hafa verið ggggggggg nefnd sem eftir- FráBob menn hans °S er Hennessy Ray Harford efstur i Englandi á lista, en hann hef- ur verið aðstoar- maður hjá Kenny Dalglish hjá Blackburn. Glenn Hoddle er einnig nefndur og einnig Ray Wilkins. ■ MARTIN O’Neal hefur til- kynnt að hann hafi ekki áhuga á sæti stjóra hjá Nottingham For- est, en hann var talinn líklegasti eftirmaður Brians Clough. Nú er rætt um að Alan Buckley eða Frank Clark taki við starfinu. ■ LIDIN sem leika til úrslita í bikarkeppninni á laugardag, Arse- nal og Sheffield Wednesday töp- uðu bæði 3:1 á þriðjudagskvöldið. ■ MIKLAR beytingar voru gerðar á liðunum fyrir leikina, sérstaklega hjá Arsenal, þar sem ellefu breyt- ingar voru gerðar frá prentaðri leik- skrá! ■ DAVID O’Leary var fyrirliði Arsenal, en hann lék 720. leik sinn fyrir félagið enda hefur hann verið þar í 20 ár. Arsenal og Manchest- er United mætast á mánudaginn og rennur ágóðinn til O’Leary. ■ LIVERPOOL lék við Wrex- ham á þriðjudagOinn og rann ágóð- inn af leiknum til Joey Jones sem leikur með Wrexham, en lék áður með Liverpool. ■ LAZIO hefur neitað Paul Gasgoine um að fara með enska landsliðinu í keppnisferð til Banda- ríkjanna í júní. Hann á að fara með félaginu til Kanada á sama tíma. ■ GRAEME Souness, sem verður áfram stjóri hjá Liverpool, segist ætla að vera í jakkafötum í stúk- unni á leikjum, frá og með 1. ág- úst, ekki í æfingagalla í varamanna- skýlinu. ■ ROY Evans mun taka stöðu Souness í skýlinu og er vonast til að með þessu verði agavandamál úr sögunni hjá félaginu. ■ STJÓRN félagsins hefur sagt að Souness fái tæplega hálfan milljarð króna (um 5 milljónir punda) til að kaupa þijá nýja leik- menn fyrir næsta tímabil. Ofarlega á óskalistanum er David Batty hjá Leeds. H SOUNESS segist ætla að ræða við John Barnes og Ronnie Whel- an í þessari viku um áframhaldandi samning. ■ GARY Lineker er sagður tekjuhæstur þeirra 48 erlendu leik- manna sem leika í Japan en deildin hefst þar á laugardaginn. Lineker fékk rúmar 250 milljónir króna í eigin vasa fyrir tveggja ára samn- ing en Tottenham fékk ekki nema tæpar 70 milljónir króna fyrir kapp- ann. H LEIKMENN Norwich eru glaðir þessa dagana því þeir fengu um helgina 2 milljónir hver fyrir árangurinn í vetur en liðið varð í þriðja sæti og hefur aldrei verið eins ofarlega. ■ ÞAÐ voru 30.000 áhorfendur á Old Trafford á mánudagskvöldið að fylgjast með unglingaliðum Manchester United og Leeds. Gestirnir unnu 2:0 en þetta var fyrri úrslitaleikur unglingaliðanna í ensku bikarkeppninni. ■ LEIKMENN Newcastle óku í opnum vögnum um götur bæjarins á mánudaginn og talið er að um 250 þúsund manns hafi fagnað þeim þrátt fyrir ausandi rigningu. ■ RON Atkinson stjóri hjá Aston Villa mun kaupa miðvallarleik- manninn Carlton Palmer frá Sheffield Wednesday og ætlar að greiða 200 milljónir króna fyrir hann. Palmer , sem er enskur landsliðmaður, lék undir stjórn Atk- insons hjá WBA og Wednesday.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.