Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1993 Allra síðasta sýning á Stund Gaupunnar verður á morgun föstudag á Litla sviði Þjóðleikhússins. Sýningxim að ljúka á Stund Gaupunnar ALLRA síðasta sýning á Stund Gaupunnar eftir Per Olov Enqu- ist sem sýnt hefur verið á Litla sviði Þjóðleikhússins í vetur í leiksljórn Bríetar Héðinsdóttur, verður á morgun föstudaginn 14. maí. Leikritið gerist á geðsjúkrahúsi og fjallar um ungan pilt sem búið er að loka inni fyrir lífstíð, en hann hefur myrt miðaldra hjón að því er virtist að tilefnislausu og síðan margoft reynt að fyrirfara sér. Ungi pilturinn er leikinn af Ingvari E. Sigurðssyni, en auk hans koma við sögu prestur sem leikinn er af Guðrúnu Þ. Stephensen og ung kona sem haft hefur mál piltsins til meðferðar og leikin er af Lilju Þórisdóttur. Leikmynd og búninga gerði Elín Edda Ámadóttir. Horft er á atburð- ina frá sjónarhóli prestsins og hafa þeir svo mikil áhrif á hana að hún lætur af prestskap. ■ ÍSLENSKJ kiljuklúbburinn hefur sent frá sér fjórar kiljur: Of- vitann, Islenska drauminn, Mak- beð og Föðurland. ■ OFVITINN eftir Þórberg Þórðarson kom fyrst út 1940-41. Þórbergur hóf nám við Kennara- skólann 1909 og í þessari bók lýsir hann „námi sínu, félögum í Bergs- húsi, skáldagrillum, stúlkustandi, fyrstu ástinni og þorpslífinu í Reykjavík þessara ára“, eins og segir m.a. í kynningu útgefanda. Kiljan er 354 blaðsíður og kostar 790 krónur. ■ ÍSLENSKI draumurinn, skáldsaga Guðmundar Andra Thorssonar, kom fyrst út 1991. Kiljan er 182 blaðsíður og kostar 790 krónur. ■ MAKBEÐ, leikrit Williams Shakespeare er í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Þessi þýðing birt- ist fyrst í III. bindi Shakespeare- leikrita, sem kom út 1984. Kiljan er 93 blaðsíður og kostar 690 krón- ur ■ FÖÐURLAND er spennusaga eftir Robert Harris í þýðingu Guð- brands Gíslasonar. Sögusvið er Berlín 1964, þegar nálgast hátíðar- höld á 75 ára afmæli Hitlers ríkis- kanslara. Kiljan er 368 blaðsíður og kostar 690 krónur. Myndlist Eiríkur Þorláksson í fremri sýningarsal Portsins í Hafnarfirði sýna saman tvær lis- takonur sem vinna á ólíkum svið- um, þær Katrín Þorvaldsdóttir og Marisa N. Arason. Það er ekki listin sem tengir þær stöllur til að halda þessa sýningu saman, heldur persónulegur vinskapur. Katrín sýnir hér rúmlega tutt- ugu brúður af ýmsum gerðum, en Marisa, sem er spænsk en hefur búið á íslandi um nokkurra ára skeið, sýnir svart/hvítar ljós- myndir. Vegna þess hve verk þeirra eru ólík, ekki aðeins að listmiðlum heldur einnig að inn- taki, skipta þær salnum í raun á milli sín, og skapa þannig ágæt jafnvægi milli tveggja heima. Marisa N. Arason lærði ljós- myndum í heimaborg sinni, Barc- elona, en hefur hér á landi bæði unnið sem ljósmyndari og verið starfsmaður Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Verk hennar á sýn- ingunni tengjast fyrst og fremst áhuga á formum og línum; við- fangsefnin minna hins vegar ætíð á nálægð tímans, veðrun, hrörn- un, jafnt í náttúrunni sem hjá mannanna verkum. Það samspil ljóss, skugga og brotinna lína sem hér sést er hluti hinnar almennu sjónrænu reynslu, en það þarf samt að leggja sig nokkuð fram við að taka eftir því og festa það á filmu. Sterkar lin- ur í brotnu og veðruðu sjávar- gijótinu (t.d. í myndum nr. 8 og 11) magnast þannig upp í ram- manum; skurður myndanna á drjúgan þátt í að skerpa þessa ímynd. Hins vegar má spyija hvort þessar andstæður hefðu ekki notið sín enn betur í grófari vinnslu myndanna. Marisa virðist hafa gott auga fyrir sjónarhornum og „Frumform hússins“ (nr. 4) og „Skipulag í rúst“ (nr. 6) eru góð dæmi um það. í þessum verkum kemur vel Katrín Þorvaldsdóttir fram hveiju hin eyðandi öfl geta komið til leiðar, þrátt fyrir upp- byggingu mannsins; allt strit mannsins er til einskis og eftir- sókn eftir vindi, eins og predikar- inn sagði. Katrín Þorvaldsdóttir lauk námi í dönsku og bókmenntum frá Háskóla íslands, áður en hún sneri sér að leiklistinni og síðar brúðugerð á Spáni, en síðan átti hún eftir að vinna með brúðuleik- húsum og götuleikhópi víða um Evrópu, áður en hún sneri aftur til íslands. Hér hefur hún starfað að brúðugerð og starfrækir Embluleikhúsið. Stássbúin „María“ tekur á móti gestum við innganginn, og minnir strax á nokkuð helstu einkenni brúðugerðarinnar; að draga sterk- ar línur í persónugerð, sem áhorf- endur geta bæði haft gaman af og fundið til með. Þar með er ís- inn brotinn, og áhorfendur geta velt fyrir sér hinum fjöbreytilegu persónuleikum, sem einstakar brúður á sýningunni geta skapað. ».... i.. ...'wmmmitM. Marisa N. Arason Katrín sýnir bæði sínar útgáfur af hefðbundnum brúðum leikbók- menntanna, brúður sem virðast tengjast ákveðnum ævintýrum og loks eigin hugverk. Allar eru þær gerðar af mikilli kunnáttu og virð- ingu fyrir hefðinni, en einnig eru þama nokkrar úr fáfengilegum efnum, sem vekja forvitni, t.d. „Sædísin" (nr. 17) og „Draumur hænunnar um að vera svanur“ (nr. 11). Þó brúðumar séu þannig vissu- lega fyrir augað, þá vita áhorfend- ur að þær em aðeins hálfar; það þarf kunnáttumanneskju til að kveikja með þeim líf. Því er erfitt að meta þær að verðleikum út frá myndrænum mælikvarða ein- göngu, þar sem þær em helgaðar leikhúsinu; á sýningu sem þess- ari, eins og raunar á öllum sýning- um, verður hugur áhorfandans að veita verkunum (brúðunum) það líf, sem kann að skorta. Sýningu þeirra Katrínar og Marisu lýkur einnig sunnudaginn 16. maí. Katrín Þorvaldsdóttir og Marisa N. Arason „Hvað hef ég gert mínu lífi?“ Bókmenntir Skafti Þ. Halldórsson Jónas Friðgeir: Flaskað á lífinu. Úrvalsljóð til minningar um skáldið. Fjölvaútgáfan 1992. Utangarðsskáldið Jónas Friðrik kvaddi þennan táradai í janúar 1992. í lok ársins kom síðan út úrval ljóða hans á vegum Fjölva og nefnist bók- in Flaskað á lífinu. Úrvalsljóð til minningar um skáldið. Jónas Frið- geir var víst enginn hamingjumaður eins og ljóð hans bera vitni um. Þótt hans verði sjálfsagt sjaldan getið í ritum bókmenntafræðinga er nokkuð spunnið í skáldskap hans. Jónas var að vísu hvorki fmmlegt né stórbrotið skáld. Kvæði hans em raunar fremur brothætt og einföld, allt að því, nævísk og minna mörg hver á textagerð alþýðutónskálda nútímans. Þar að auki iðkaði Jónas það gjarnan að stæla stíl góðskálda í ljóðum og sönghæfum texta. Ekki em það þó skopstælingar en heldur ekki ómerkilegar eftirlíkingar. Miklu fremur er engu líkara en Jónas Frið- geir hafi vitandi vits unnið með þetta form til þess að setja vemleika sinn í óvænt samhengi. -Þannig má jafnt finna stælingar á kærleiksboðun Páls postula og á kvæðaheimi Meg- asar í bókum hans. Þar em einnig nokkur tilbrigði við kvæði Tómasar Guðmundssonar. Kvæðið Félagi Bakkus er eitt þeirra. Þar birtist Jónasi Friðgeiri í draumi annars konar ævintýri en Tómasi á sínum tíma. Víða má í ljóðabókum Jónasar Friðgeirs finna ádeiluskáldskap. Hann er þó hvorki kaldhæðinn né beittur og skeytin sjaldan markviss. Sömu sögu er að segja um Ijóðræn kvæði skáldsins. Oft eru þau án skáldlegrar dýptar eða sterkrar myndbyggingar. Bestu Ijóð Jónasar Friðgeirs ijalla um vemleika utangarðsmannsins. Þetta er í eðli sínu játningarskáld- skapur sem opnar okkur sýn inn í kviku særðrar sálar; utangarðs- mannsins, fangans, drykkjumanns- ins og dópistans. í kvæðum sumra skálda á mannkynið bágt. Kveðskap- ur Jónasar Friðgeirs er vitnisburður um langa baráttu við djöfla alkóhóls og eiturlyfja, röð ósigra. í seinni kvæðum hans fer að bera á beiskju, efahyggju, vonleysi og þunglyndi þótt við og við rofi til af litlu tilefni. í kvæðinu Eiturlyf gerir hann upp við líf sitt: Hvað hef ég gert í raínu lífí? Og ég taldi mig svo töff og til í hvað sem er en endasentist upp á eyðisker en nú er líf mitt svo eyðilegt og grátt ég heyri varla lífsins hjartaslátt. Hvað hef ég gert mínu lífí? Hvað hefur gerst? Jónas Friðgeir var harmkvæla- maður sem að eigin sögn grét og harmaði sitt „hlutskipti í leynum“. Hann leitaði eins og margir alkar náðar í faðm trúarinnar enda þótt hún veitti honum tæpast þann styrk sem þurfti í lokin. Mörg ljóða hans em þannig trúarleg ljóð eins og þessi litla morgunbæn: Láttu Drottinn ljósið þitt lýsa oss á ferðum og ávallt vaki auglit þitt yfír vorum gerðum. Þeir Fjölvamenn hafa staðið allvel að útgáfu úrvalsljóða Jónasar Frið- Jónas Friðgeir Elíasson geirs. Henni fylgir formáli um skáld- ið og skáldskapinn eftir Pjetur Haf- stein Lámsson og eftirmáli útgáf- unnar eftir Þorstein Thorarensen. í persónulegum formála Pjeturs er bæði íjallað um skáldið sjálft og einnig þá skáldakynslóð sem Jónas Friðgeir var hluti af, ’68-kynsIóðina. Tvennt fannst mér athyglisvert í skrifum Pjeturs, hversu opinskár hann er um skáldskap, líf og bresti Jónasar Friðgeirs en ekki þótti mér síður umhugsunarverð tilraun Pjet- urs til að skilgreina skáldskap kyn- slóðarinnar og flokka. Þannig telur hann að á árunum á milli 1970- 1980 hafi verið starfandi þrír skálda- hópar hér á landi; sósíalrealistar sem fylktu sér í kringum tímaritið Lyst- ræningjann, „Fyndnu skáldin" eða „listaskáldin vondu“ sem vom flest skólafélagar úr Menntaskólanum í Reykjavík og utangarðsskáldin en Jónas Friðgeir var eitt þeirra. Nú er því ekki að neita að flokkun Pjet- urs er umdeilanleg. Mér er líka nær að halda að hún veki fleiri spurning- ar en hún svari. Raunar færir hann ekki mikil rök fyrir máli sínu svo að erfitt er að andmæla fullyrðingum háns. Samt sem áður hafa þær gildi og best gæti ég trúað að þeim sé fremur ætlað að vera innlegg í um- ræðu en fræðilegar skilgreiningar. Það er vissulega tímabært fyrir fræðimenn að skoða einkenni og eðli skáldskapar þessarar kynslóðar í heild. Ritgerð Pjeturs og ljóð Jónasar Friðgeirs minna okkur einnig á það eðli hinnar svonefndu bókmennta- stofnunar að þegja um ýmsan þann skáldskap sem nýtur lítillar velþókn- unar hennar. Utangarðsskáld eiga þar sjaldan hljómgmnn. Tæknival -g x > f* . • • X 1983 -1993 10 ari fremstu roo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.