Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 25
MORQU-NBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ1993 25 „Ekki annað að gera en að ausa bátinn“ - segir Reynir Ragnarsson um björgxm af vélarvaria báti Vestmannaeyj um. VARÐSKIPSMENN af Óðni komu með Elínborgu, 4 tonna trillu sem varð vélar- vana austur af Eyjum á þriðjudagskvöld, til Eyja aðfaranótt miðvikudags. Reynir Ragnarsson, sem var eini bátsveijinn á Elínborgu, sagði í samtali við Morgunblað- ið eftir komuna til Eyja að hann hafi ekki verið í bráðri lífshættu og verið ró- legur meðan hann rak um vélarvana og rafmagnslaus í hriplekum bátnum því hann hafi verið viss um að fljótlega yrði farið að svipast um eftir honum. „En auð- vitað var það léttir þegar ég sá varðskip- ið koma því ég hefði eflaust orðið þreytt- ur að ausa alla nóttina,“ sagði Reynir. Reynir lagði af stað frá Vík um hádegi á þriðjudag áleiðis til Eyja þar sem báturinn átti að fara í skip sem flytja átti hann vestur á firði. Báturinn lak strax mikið enda búinn að standa á þurru í langan tíma. Lensidælan í bátnum hafði fyrst undan en bilaði um klukkan þrjú og þá varð Reynir að ausa bátinn þar sem handdælan hafði ekki undan lekanum. Hann hafði að gera við dæluna en þá var orðinn það mikill sjór í trillunni að vélin var farin að ausa yfir sig og það endaði með því að hún hætti að framleiða og drap síðan á sér. I basli allan daginn „Ég var búinn að tilkynna að ég yrði í Eyjum um klukkan fimm þannig að ég vissi að það yrði svipast um eftir mér fljótt," sagði Reynir. „Ég var í basli allan daginn og sóttist ferðin seint þar sem ég var alltaf að stoppa til að ausa. Ég hafði síðan að lag- færa lensidæluna um klukkan átta og gat þá þurrkað bátinn en þá var vélin búin að ausa miklum sjó yfír sig og það varð til þess að hún hætti að framleiða rafmagn og drap á sér um klukkan hálf tíu. Þá var ekki annað að gera en að ausa bátinn. Ég var raf- Morgunblaðið/Grímur Gíslason Björgunin VARÐSKIPSMENN koma með Elínborgu til hafnar í Eyjum. Á innfeldu myndinni er Reynir Ragnarsson, skipverji á Elín- borgu. magnslaus og gat ekki kallað í land og varð því bara að bíða eftir hjálpinni." Varðskip til leitar Varðskipið Óðinn var statt í Eyjum og hélt út um klukkan ellefu til leitar að Elínborgu. Varðskipsmenn fundu bátinn fljótlega eftir miðnættið og komu Reyni til hjálpar. „Ég kveikti á neyðarblysi um miðnættið því ég gerði ráð fyrir að leit væri hafín. Varðskips- mennirnir sáu blysið og voru fljótir að koma til hjálp- ar. Mér var funheitt enda varð ég að ausa viðstöðu- laust. Ég held ég hafi ekki verið í bráðri lífshættu en auðvitað var það léttir þegar ég sá varðskipið koma því ég hefði eflaust orðið þreyttur að ausa alla nótt- ina. Varðskipsmenn voru fljótir að kippa mér um borð og vil ég koma á framfæri þakklæti til þeirra fyrir aðstoðina," sagði Reynir. Varðskipsmenn drógu Elínborgu til hafnar í Eyjum með léttabát af varðskipinu þar sem hún var strax tekin á land vegna lekans. Grímur Óskar eftir fundi í utanríkismálanefnd Vill ræða skila- boð Bandaríkja um hvalveiðar HJORLEIFUR Guttormsson alþingismaður hefur óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis um orðsendingu þá sem bandarísk sljórnvöld hafa sent íslensku ríkisstjórn- inni um hvalamál. Ekki er ljóst hvenær af fundinum getur orðið vegna fjarveru formanns nefndarinnar. „Ég óska eftir fundi til að ræða þá stöðu sem komin er upp og fá upplýsingar um málið og hitta við- komandi ráðherra til að heyra þeirra sjónarmið," sagði Hjörleifur við Morgunblaðið. í orðsendingu Banda- ríkastjórnar eru íslendingar varaðir sterklega við að hefja hvalveiðar á ný í atvinnuskyni því það gæti kall- að á refsiaðgerðir samkvæmt banda- rískum lögum og einangrun íslands á alþjóðavettvangi. Hjörleifur gagnrýndi að upplýs- ingar um orðsendingu Bandaríkja- stjórnar hefðu ekki borist utanríkis- málanefnd og sjávarútvegsnefnd Alþingis áður en þingi var slitið um síðustu helgi. Sjávarútvegsnefnd hafði í undirbúningi ályktun um hvalveiðar sem kom þó ekki á dag- skrá þingins, og sagðist Hjörleifur viss um að hefðu upplýsingar um skilaboð Bandaríkjanna legið fyrir þá, hefði það haft áhrif á afgreiðslu tillögunnar. Fréttum ekki veitt athygli Orðsending Bandaríkjastjórnar barst sjávarútegsráðherra í síðustu viku og Morgunblaðið flutti þá ítar- legar fréttir af innihaldi hennar, nokkrum dögum áður en þinginu var slitið. Þegar Hjörleifur var spurður hvers vegna hann hefði ekki brugð- ist við þá, meðan þinghald stóð enn yfir, svaraði hann að þingmenn hefðu hreinlega ekki veitt þessum fréttum næga athygli í því annríki sem var síðustu daga þinghaldsins, ef til vill vegna þess að þeir hefðu tengt þær almennum fréttum af árs- fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins. Auk þess hefðu þessar fréttir ekki getað komið í staðinn fyrir það að leggja málsgögnin fram í viðkomandi nefndum. -------» »■■■♦--- Rafstöð fyrir 129,7 millj. BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka rúmlega 129,7 milijóna króna tilboði lægstbjóðanda Sveinbjörns Sigurðssonar hf., í byggingu aðveitustöðvar fyrir Rafmagnsveitu Reylqavíkur við Elliðaár. Fimm tilboð bárust í lokuðu út- boði og er lægsta boð 83,46% -f kostnaðaráætlun en hún er 145.071.772 krónur. ístak hf., átt næst lægsta boð, 91,36% af kostn- aðaráætlun. Þá bauð Álftárós hf., 93,90% af kostnaðaráætlun, Byggðaverk hf., bauð 95,01% af kostnaðaráætlun og Ármannsfell hf., bauð 108,13% af kostnaðar- áætlun. Innbrot í Barna- skóla Eyrarbakka Eyrarbakki. I gærmorgun, þegar skólastjóri mætti til vinnu í Barnaskó- lanum á Eyrarbakka, kom í ljós að brotist hafði verið inn um nóttina. Gluggar höfðu verið spenntir upp og þjófarn- ir þannig komist inn í bókasafn skólans, en þar eru einnig tölvur skólans. —ZZZZZZZZZZ^ZZZZZZZZT-! úr þeirri stofu er ekki hægt að Röng mynd- birting í Dagbók Morgunblaðsins í gær var tilkynning um að Jón Krist- mannsson verkstjóri, Seljalands- vegi 36, ísafírði hafi í gær orðið 60 ára og hélt hann upp á af- mælisdaginn í kaffisal íshúsfé- lags fsfírðinga hf. Þau mistök urðu að með tilkynningunni birt- ist mynd af Theodór Ólafssyni. Hér birtist myndin af Jóni og biður Morgunblaðið þá báða af- sökunar á mistökunum. komast, nema brjóta hurðina, en reynt hafði verið að skrúfa læsinguna sundur og opna þannig, en síðan var farið inn um annan glugga á gangi og hurð fyrir kennslueldhúsi hafði verið tekin af lömum og spennt þann- ig upp. Opin fög í gluggum skólans eru ekki það stór, að tölvunum yrði smeygt þar í gegn og hurðir í útidyr- um eru læstar með lykli á báða vegu, þannig að þar varð ekki komist í gegn nema með því að bijóta hurðir. Þjófarnir létu sér því nægja að hafa með sér tengisnúrur við tölvurnar og prentara, því öðru varð ekki kom- ið út um þá glugga sem opnaðir voru. Nokkrar skemmdir urðu á tölv- unum og hurðinni sem brotin var upp. Lögreglan á Selfossi rannsakar málið. -Óskar ----» ♦ ♦--- Gripnir glóðvolgir BENSÍNI var stolið af bifreið í Garðabæ aðfaranótt þriðjudags. Tveir menn voru gripnir á hlaup- um skammt frá. Mennirnir tveir þrættu í fyrstu ákaft fyrir að eiga nokkurn hlut að máli. Þeim vafðist hins vegar tunga um tönn þegar þeir voru inntir eftir því hvers vegna þeir væru á hlaupum með slöngu og bensínbrúsa. Age Management Á 60 dögum byrja fínu línurnar og hrukkurnar að hverfa. Skaðinn sem þú hélst að væri varanlegur er á bak og burt. Age Management Serum - á nóttu. Age Management Cream - að degi. Age Management Balancer - kvölds og morgna. 24 tima virkni. Skyndilega hægir mjög á öldrun húðar þinnar. Age Management Series. Útsölustaöir: Hygea Kringlunni, Hygea Austurstræti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.