Morgunblaðið - 13.05.1993, Side 38

Morgunblaðið - 13.05.1993, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1993 Allt mjakast áfram með ótrúlegum sveigj- anleika og þolinmæði Einstaklingsframtakið leynir víða á sér. Þarna er fjölskyldan á fullri ferð með veitingastaðinn um hádegisbil. hótelinu í Hong Kong og biðja um Perrier-vatn með matnum, en fá það svar að hið heimsfræga franska vatn væri ekki á boðstól- um. Hins vegar bauð þjónninn upp á íslenskt eðalvatn, sem reyndist vera frá Sól hf. og á flöskunni stóð að vatnið væri frá Bishop Gvendur á íslandi. Jörðin er að verða eitt samofið markaðssvæði. Fólk, fólk og aftur fólk Við ferðuðumst saman nokkrir íslendingar til Kínaveldis í tilefni opnunar íslensk-kínverskrar lakkrísverksmiðju. Fyrsti áfanginn inn í gamla Kína var með lest frá Hong Kong um nýleg iðnhéruð (New Territories) að landamærum Rauðu-Kína, en ferðinni var heitið til héraðsins Guangdong, þar sem áður var Kantoon. Þótt Kína sé snarlega að opnast umheiminum, og að þar sé einhver augljósasta umbyltingin sem á sér stað í mannlegu samfélagi á jörð- inni, þá er kerfíð oft samt við sig. Til þess að komast inn í stórveldið þurftum við þrisvar að fara í gegn- um vegabréfaskoðun og vopnaleit. Allt mjakaðist þetta þó og það áttu eftir að verða orð að sönnu næstu daga á eftir. Til þess að fá færi á að kynnast landi og þjóð Hefðbundin umferð á þjóðvegum Suður-Kína; þar er mjakast fetið. nokkuð á leiðinni til höfuðborgar héraðsins, Guangzhou, ókum við með 10 farþega bíl frá landamær- unum og til höfuðborgarinnar. Það var 8 stunda eftirminnilegur akst- ur. Þjóðvegurinn alla leið var aðeins ein akrein í hvora átt. Umferðin var slík, að annað eins hef ég aldr- ei séð. Bfll var við bíi alla leið, alls konar bflar. Umferðin hafði sérstæðan takt. Hún var mjög hæg og ef einhveijum bflstjóra, hvort sem hann var á minnstu fólksbif- reið eða stærsta trukk með tengi- vagni, datt í hug að snúa við þá gerði hann það einfaldlega, a.m.k. svo langt sem það náði. Um leið og bfllinn var þversum á veginum sat öll heila hersingin föst. Þá lögðu menn sig bara og tóku öllu með stóískri ró, sem einkennir Kínverja. Meðfram öllum þjóðveg- inum voru smáþorp og alls staðar var fólk, fólk og aftur fólk. Fólk að vinna, fólk að spjalla, fólk að dóla sér í tilverunni, eins og efni og ástæður gáfu tilefni til. Það kom skjótt í ljós, að í sameignum var ekki lagt mikið upp úr hrein- læti eða snyrtimennsku, en í íbúð- um fólks var allt á hreinu. Undan- tekning var að sjá svalir í fjölbýlis- húsnum án þess að þar væru snúr- ur fullar af þvotti. Fjórðungur mannkyns og framtíðardraumamir Öllu ægir saman, matstöðum, bflaverkstæðum og jámvörubúð- um. Ótrúlegustu viðskipti eru sam- ofín. Maður fann svo greinilega þróttinn í samfélaginu og vilja til þess að byggja upp. Fjölbýlishús spretta upp eins og gorkúlur. Rík- ið á nánast allt húsnæði í Kína en nú eru einkaaðilar og íjárfestar frá öðrum löndum famir að byggja húsnæði til splu, jafnt íbúðir sem atvinnuhúsnæði. Lykillinn að þeirri þróun er í Hong Kong, sem innan fárra ára verður aftur form- legur hluti af Kína. Liðlega milljarður manna, fjórð- ungur alls mannkyns, býr í Kína. Landið skiptist í 31 fylki og við ferðuðumst um Suður-Kínafylkið Guangdong. íbúar era 65 milljón- ir, en í höfuðborginni, Guangzhou, eru íbúar 6 milljónir. Allt fæst þama, bæði dýrt og ódýrt. Fólkið hefur ekki há laun miðað við það sem við þekkjum. Kaupið hjá verkamanni er um 2.000 krónur á mánuði, mest 4.000 kr., hjá skrif- stofufólki 4-6 þúsund kr. á mán- Greinar og myndir: Arni Johnsen „Það kvað vera fallegt í Kína./ Keisarans hallir skína/ hvítar við safírsænum,“ kvað Tómas í ljóða- bók sinni Fögra veröld, en síðan brá hann sér aftur heim á Frón í vesturbæ Reykjavíkur. Þótt flest hafí löngum verið afstætt varðandi fjarlægðir milli manna og landa þá hefur það líklega aldrei fyrr verið eins umbreytanlegt og nú á hraðfleygum stundum tækniþekk- ingar. Það var að minnsta kosti sérkennilegt að sitja á besta veit- ingastaðnum í 40 hæða Victoríu- 2500 tonna ársframleiðsla af lakkrís fyrir Evrópu Greinar og myndir: Árni Johnsen íslensk lakkrísverksmiðja í Kína, hvað kemur til? Hvernig stendur á því, að íslenskir aðilar eru komnir út í iðnrekstur þar, í þessu fjarlæga og áður lokaða landi? Þar búa um eitt þúsund milljónir manna, eða ijórðungur mannkyns. En tæknin færir menn og þjóðir saman og tölvan auðveldar dagleg samskipti á milli landa. Scandinavian Guangzhou Candy Company heitir lakkrís- verksmiðjan sem tók til starfa í Guangzhou í mars mánuði. Verksmiðjan er sameign ís- lendinga og kínverskra stjórn- valda, hvor aðili á helming. Kín- versk stjórnvöld hafa að undan- förnu eflt atvinnuuppbyggingu í Kína með því að laða þangað erlenda fjárfesta og athafna- menn. Danskir, þýskir, breskir, bandarískir og íslenskir athafna- menn hafa stefnt inn á kínversk- an atvinnumarkað á undanföm- um misseram. Uppbygging lakkrísverk- smiðjunnar í Guangzhou tók um tvö ár. Framkvöðlarnir vora bræðurnir Stefán Jóhannsson og Halldór Jóhannsson, landslags- arkitekt, en í upphafí var einnig Guðmundur Viðar Friðriksson með í fyrirtækinu. Flestir ís- lensku eignaraðilanna tengjast Akureyri á einn eða annan hátt, en hlutafé er um 100 milljónir króna. Tækjakostur, endurbygg- ing gamalla verksmiðjuhúsa, og annað er lýtur að tæknilegri uppbyggingu var í höndum verk- fræðiskrifstofu Sigurðar Thor- oddsen. Kröfur um hreinlæti og al- mennan aðbúnað hafa verið allt aðrar í Kína en í Vestur-Evrópu. Lakkrísverksmiðjan er endur- byggð úr gömlu húsnæði, sam- kvæmt ströngustu kröfum, og var það tekið í gegn bæði að utan og innan. Það sker sig nú mjög frá verksmiðjubyggingum í nágrenninu, þar sem viðhaldi hefur verið mjög ábótavant. Ráðgert er að framleiða 2500 tonn af lakkrís á ári, en starfs- menn era um 150 talsins. Upp- skriftin að lakkrísnum er íslensk, en blöndunarmeistari er Hlynur Magnússon. Miðað er við að öll framleiðsl- an fari á Evrópumarkað og er þegar búið að selja stærstan hluta af framleiðslu fyrsta árs, sem verður um 1000 tonn. Fjór- ir íslendingar vinna við stjórnun í verksmiðjunni. í sameiginlegri stjórn með kínverskum embætt- ismönnum sitja Gísli Baldur Garðarsson, lögfræðingur, og Björgólfur Jóhannsson, endur- skoðandi. Formaður íslenska sameignarfélagsins Unimax er Pétur Bjamason, en fyrirtækið er skrásett á Akureyri. Hlynur blandar fyrsta lakkrís- inn, Rögnvaldur og Ragnar eru á vaktinni. í tengslum við opnun lakkrís- verksmiðjunnar vora 11 íslend- ingar í Guangzhou, þar á meðal fulltrúar frá Vegagerð ríkisins, sem ræddu mögulega tækni- og uppbyggingarvinnu fyrir ís- lenska aðila í vegagerð í Kína á næstu áratugum. Þá ræddu einn- ig íslenskir aðilar mögulega framleiðslu og hönnun hús- gagna, sölu á físki, þátttöku í skipulagningu og uppsetningu frystihúsa og sitthvað fleira. Merkilegt var að heyra í sam- tölum hve mikið kapp Kínveijar leggja- á hraða. uppbyggingu og Talsmenn og forustumenn íslensku aðilanna sem eiga lakkrís- verksmiðjuna í Kína, f.v.: Rögnvaldur Sigurðsson, Ragnar Sverrisson, Kristján Vilhelmsson, Gísli Baldur Garðarsson, Pét- ur Bjarnason, HaUdór Jóhannsson og Stefán Jóhannsson. Mynd- in er tekin I portinu milli verksmiðjuhúsa Scandy-Candy, aUt hvítkalkað í hólf og gólf. L v A jjjglgifri^v | Ætf'; \ W«, A í[i| í Ragnar Sverrisson ræðir við kínverska starfsmenn í matsal lakkrísverksmiðjunnar. hve möguleikarnir eru miklir. Þörfín er brýn og mikill skortur á reynslu og þekkingu. Það má með sanni segja að margar dyr standi opnar til markaðssetning- ar í Kína.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.