Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1993 53 KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN Sá besti fór á kostum Reuter Michael Jordan, sem almennt er talinn besti körfuknattleiksmaður heims — og hefur reyndar verið nokkur síðustu ár — sækir hér að Craig Ehle leikmanni Cleveland í fyrrinótt. Jordan fór á kostum í leiknum eins og svo oft áður; tók af skarið þegar lið Chicago þurfti á að halda og gerði alls 43 stig. Kraftur í Phoe- nix og Chicago Jordan gerði 43 stig gegn Cleveland Frá Gunnari Valgeirssyni í Bandaríkjunum PHOENIX Suns sigraði San An- tonio Spurs, 98:89, í fyrsta leik annarrar umferðar úrslitakeppni vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfuknattleik í fyrrinótt. í aust- urdeild sigruðu meistarar Chicago Bulls lið Cleveland, 91:84. Viðureign þeirra var einn- ig sú fyrsta í 2. umferð. Sigur Phoenix gegn Spurs var mjög sanngjam og nokkuð ör- uggur, þó gestimir hafi neitað að gefast upp og alltaf tekið sig á aftur er vonin virtist úti. En ólíkt leikjunum gegn Los Angeles Lakers í fyrstu umferð unnu leikmenn Pho- enix fyrstu viðureignina að þessu sinni. Liðið hafði sjö stiga forystu í leikhléi, 45:38, og lét hana aldrei af hendi. Hún jókst um miðjan seinni hálfleik, en er þrjár mín. voru eftir höfðu gestirnir minnkað muninn í fimm stig. En Phoenix reyndist sterkara á endasprettinum og gaf hvergi eftir. Kevin Johnson bakvörður Phoenix skoraði 25 stig og Richard Dumas gerði 22. Charles Barkley var ekki í stuði, skoraði bara úr fimm af 21 skoti, en gerði alls 18 stig. Hjá San Antiono var David Robinson langb- estur - gerði 32 stig. „Við vorum svo ánægðir að geta byijað upp á nýtt eftir erfiðleikana gegn LA [Lakers, þar sem Phoenix tapaði tveimur fyrstu leikjunum heima] að við kom- um mjög afslappaðir til leiks núna,“ sagði Kevin Johnson. Meistarar Chicago gefa ekkert eftir í Austurdeild. Olíkt flestum öðr- um liðum rúlla þeir yfír móthetjann í hveijum leiknum á fætur öðrum þessa dagana og lið Cleveland var fórnarlambið í fyrrinótt. Þessi leikur var reyndar jafn mest allan tímann, staðan t.d. 64:63 í upphafi fjórða leikhluta, en þá tók Michael Jordan sig til og skoraði tíu stig í röð án þess að mótherjarnir næðu að svara, og eftir það var sigurinn aldrei í hættu. Jordan var sem fyrr lang stiga- hæstur hjá Chicago með 43 stig. Gerald Wilkins var stigahæstur með 19 fyrir Cleveland. Vamariið ársins Þjálfarar NBA-liðanna hafa valið varnarlið ársins, og var það til kynnt í fyrrinótt. Michaei Jordan er í liðinu sjötta árið í röð, og hinn bakvörður- inn er Joe Dumas hjá Detroit. Denis Rodman, einnig frá Detroit, og Scottie Pippen, Chicago, eru fram- verðir og Hakeem Olajuwoon, leik- maður Houston, er miðheiji. KNATTSPYRNA HANDKNATTLEIKUR Ekki hljómgrunnur fyrir breytingum - segirJón Ásgeirsson, formaður HSI, sem ætlarað hætta Skagamenn sigruðu í Litlu bikarkeppninni ÍSLANDSMEISTARAR ÍA í knattspyrnu hófu tímabilið í ár á sama hátt og þeir luku því síðasta — með titli. Þeir unnu Grindvíkinga 5:0 í úrslitaleik Litlu bikarkeppninnar á sunnudag með /jórum mörkum frá Þórði Guðjónssyni og einu frá Haraldi Ingólfssyni. Á myndinni er fyrir- liðinn Luca Kostic, sem öðlaðist íslenskan ríkisborgararétt fyrir helgi, með sigurlaunin. Eric Cantona lék brot- inn síðasta mánuðinn Franski landsliðsmaðurinn hjá Manchester United, Eric Cantona, lék síðasta mánuð keppnistímabilsins með brotinn úlnlið og verð- ur að taka sér tveggja mánaða hvíld til að ná sér. „Við tókum áhættuna enda er Eric harður af sér,“ sagði Alex Ferguson framkvæmdastjóri United. „Hann vildi ekki heyra það nefnt að hvíla og notaði bara léttar umbúðir til að geta leikið. Þetta lýsir honum vel. Hann lék stórt hlutverk hjá okkur og stóð sig frá- bærlega,“ sagði Ferguson. JÓN Ásgeirsson, formaður HSÍ, gefur ekki kost á sértii endurkjörs á ársþinginu um aðra helgi eins og kom fram í Morgunblaðinu ígær. Hann sagði ástæðuna fyrst og fremst vera þá að ekki væri stuðning- ur innan hreyfingarinnar við hugmyndir hans og annarra um skipulagsbreytingar og þvf hefði hann ekki áhuga á að halda áfram. Jón sagðist telja að uppbygging hreyfingarinnar væri ekki rétt og hann hefði lagt til ýmsar breyt- ingar, sem hefðu fallið í grýttan jarðveg. „Mér finnst að áherslurnar séu ekki réttar og þess vegna séum við ekki á rétti leið. Mínar hugmyndir ganga út á að leggja af sambands- stjórnina, sem samanstendur af 21 manni, og fækka síðan í fram- kvæmdastjórninni. í stað þess að hafa níu í stjórn verði fimm, en ég sætti mig við sjö. Formenn nefnda eiga ekki að vera í framkvæmda- stjórn eins og nú er, því það er ekki rétt fyrirkomulag. Síðan vil ég auka vægi nefnda, þannig að til dæmis bæði fræðslu- og útbreiðslu- nefnd virkuðu betur en þær hafa gert. Ég vil auka sjálfstæði nefnda þannig að ákvarðanataka verði í ríkara mæli innan þeirra, svo öll mál, sem varða hagsmuni einstakra aðildarfélaga þurfi ekki alltaf að lenda inni á borði hjá framkvæmda- stjórninni. Öll mál 'eru mikilvæg sem slík, en þau eiga ekki endilega heima hjá framkvæmdastjórninni, sem með þessu móti gæti í ríkara mæli sinnt heildarhreyfingunni, stefnumörkun og því, sem setið hefur á hakanum. Við höfum átt mjög mikil alþjóðleg samskipti síð- Jón Ásgelrsson an á IHF-þinginu í Barcelona í fyrra og haldið þeim áfram allt starfs- tímabilið, þannig að við höfum breytt ímynd sambandsins talsvert og treyst þessi samskipti mjög veru- lega. Þennan byr eigum við að nota, sérstaklega með tilliti til HM ’95, til að koma okkar mönnum að í hinum ýmsu ráðum og nefndum innan IHF og Evrópusambandsins. Það sem vakir fyrir mér er að stjórn heildarsamtakanna sinni þessum málum, en önnur mál komi til af- greiðslu annars staðar í kerfinu. Þetta fær ekki hljómgrunn, menn eru hræddir við að „slátra“ sam- bandsstjórninni, því allt byggist þetta á því að koma sínum mönnum að. Ef sambandsstjórninni verður „slátrað" fínnst fulltrúum félaga utan Reykjavíkur að verið sé að ganga á þeirra hlut. Rótttækar breytingar felast í þessu, en ég finn að þetta hefur ekki þann hljóm- grunn, sem ég hefði vonast eftir, svo mér sýnist á öllu að fyrirkomu- lagið verði áfram svipað og verið hefur. Á þvi hef ég ekki áhuga.“ Jón, sem var kjörinn formaður fyrir ári, sagðist hafa sætt gagn- rýni frá félögunum, hagsmunaaðil- unum, sem formaður og því teldi hann rétt að víkja og gefa öðrum tækifæri, þó hann hefði ekki áhuga á að hætta öllum afskiptum. „Ég hef alltaf haft sterkar taug- ar til handboltans og þetta hefur vissulega verið lærdómsríkur tími en erfiður. Ég hef einnig eytt mjög miklum tíma í þetta og hef ekki efni á því áfram, en það ræður líka miklu um þessa ákvörðun mína.“ Þannig vörðu þeir Markvarslan í síðasta úrslitaleik FH og Vals um íslandsmeistaratitil- inn í handknattleik karla f fyrrakvöld var með eftirfarandi hætti (skot aftur til mótheija innan sviga): Bergsveinn Bergsveinsson, FH, - 16 (5); 7 (2) langskot, 3 (1) hraðaupphlaup, 2 víti, 2 (1) af línu, 1 eftir gegnumbrot, 1 (1) úr homi. Sverrir Kristinsson, FH, - 0; kom ekkert inná. Guðmundur Hrafnkelsson, Val, - 17 (6); 10 (2) langskot, 3 (1) af línu, 2 (1) víti, 1 (1) úr horni, 1 (1) eftir hraðaupphlaup.. Axel Stefánsson, Val, - 0; kom ekkert inná. ■Vegna mistaka birtust þessar upplýsingar í blaðinu í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.