Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1993 51 Islendingnr endurnýjaði trú mína á mannkynið Frá Kathy Mackel: SEM Ameríkani sem býr á landinu ykkar langar mig að þakka íslend- ingnum sem endurnýjaði traust mitt og trú á mannkynið. Laugardaginn 1. maí fór ég með fjölskyldu minni á skíði í Bláfjöll. Við ókum upp að efra bílastæðinu, en eins og svo margir aðrir festum við Isuzu-bifreið okkar þar. Maður- inn minn skóflaði í fljótheitum frá dekkjunum en ég opnaði bíldyrnar mín megin til að fylgjast með. Nokkrir Islendingar komu og hjálp- uðu okkur við að ýta á bílinn þar til hann losnaði og við gátum hald- ið áfram. Um tíu mínútum síðar uppgötvaði ég að handtaskan mín var horfin. Hún hlaut að hafa faljið út þegar ég opnaði mín megin. Eg og sonur minn gengum niður að svæðinu þar sem við höfðum fest bílinn, en þar var enga tösku að sjá. Ég var mjög miður mín vegna þess að öll mín greiðslukort, pening- ar, ávísanahefti og skilríki voru í veskinu. Sú skelfilega hugsun að þurfa að afturkalla og loka öllum kreditkortum er martröð innkaup- andans. Vörðurinn í Bláfjöllum ráðlagði okkur að athuga annað slagið hjá þeim um daginn hvort einhver hefði fundið töskuna, en það var án árangurs. Við máttum snúa við svo búið aftur á herstöðina og þar til- kynnti ég herlögreglunni að ég hefði tapað öllum mínum persónu- skilríkjum. Skömmu síðar fékk ég upphring- ingu frá lögreglunni á Keflavíkur- flugvelli þess efnis að einhver ís- lendingur hefði komið með veskið og skilið það eftir hjá verðinum í hliðinu við flugvöllinn. Ég varð agndofa, eftir að hafa búið m.a. í Austurlöndum og á Ítalíu hafði ég aldrei látið mér detta í hug að fá töskuna aftur. Og þegar ég fékk töskuna í hendur sá ég að við engu hafði verið hróflað. Mér fínnst þetta ótrúlegt og ég mun aldrei gleyma þessu. Héðan í frá mun ég alltaf minnast íslend- inga sem heiðarlegs fólks. Þakka ykkur fyrir — enn og aftur — að hafa „endurnýjað trú mína á mann- kynið". KATHY MACKEL Herstöðinni, Keflavlk. Opið bréf til Kristínar Á. Olafsdóttur borgarfulltrúa Frá Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni: KÆRÁ Kristín! Fyrir skömmu barst þú fram fyrirspurn í borgar- stjóm um það, hversu mikið mér hefði verið greitt úr sjóðum borg- arinnar í ritlaun fyrir ævisögu Jóns Þorlákssonar. Þegar það svar barst, að mér hefðu verið greidd tveggja ára lektorslaun, samtals 2,4 milljónir króna, var því slegið upp í fjölmiðlum og þú hneykslað- ist á því í viðtölum. Af þessu tilefni langar mig til að spyija þig þriggja spurninga opinberlega. Fyrsta spurningin er: Vissir þú ekki, áður en þú barst fram fyrir- spurnina, að samþykkt hafði verið samhljóða í stjóm veitustofnana haustið 1990 að greiða mér tveggja ára lektorslaun lyrir að skrifa ævisögu Jóns Þorlákssonar? Þá var frá því greint opinberlega, bæði í Morgunblaðinu, Tímanum og Sjónvarpinu. Meðal annars birt- ist þá ljósmynd af mér í Tímanum að taka á móti umslagi með þess- ari samþykkt. Ef svarið er neitandi, — að þú hafír ekki vitað af þessu, — þá hefur þú greinilega ekki fylgst eins vel með borgarmálefnum og þú átt að gera sem borgarfulltrúi. Ef svarið er hins vegar játandi, þá var auðvitað hreinn óþarfí fyrir þig að spyija þessarar spurningar; þá var þetta greinilega ekkert annað en ómerkilegt áróðursbragð þitt. Önnur spurningin er: Upplýst hefur verið, að Guðjón Friðriksson hefur fengið 9,1 milljón króna greidda fyrir að semja tvö bindi af sögu Reykjavíkur. Þessi tvö bindi eru samtals um 296 þúsund orð (annað þeirra er óútkomið). Bók mín um Jón Þorláksson, sem gefin var út í einu bindi til að halda verði hennar niðri, var hins vegar á að giska 252 þúsund orð. Ekki þarf mikinn reikningsmann til að sjá, að ég hef fengið um það bil þrisvar sinnum lægri greiðslu fyrir mitt verk en Guðjón fyrir sitt. Hvort telur þú mig hafa fengið of lág laun fyrir mitt verk eða Guðjón of há laun fyrir sitt verk? Þriðja spurningin er: Upplýst hefur verið, að þau borgarfyrir- tæki, sem Jón Þorláksson hrinti af stað, svo sem Rafmagnsveitan, Hitaveitan og Vatnsveitan, keyptu nokkur eintök hvert af bók minni, mest 150 eintök. Jafnframt keyptu skrifstofur borgarinnar nokkur eintök, en Jón var einn athafna- mesti borgarstjóri, sem Reykvík- ingar hafa átt. Fengu þessi borg- arfyrirtæki bókina á sérstöku af- sláttarverði. Telur þú ekki eðlilegra, að slík fyrirtæki gefi ævisögu frumkvöð- uls síns við hátíðleg tækifæri en konfektkassa eða koníaksflöskur? Ég vona, að þú sjáir sóma þinn í að svara þessum þremur spurn- ingum afdráttarlaust, þar sem þú hefur látið þér svo títt um mína hagi síðustu vikur. Ég veit ekki til þess, að ég hafi gert neitt ámæl- isvert í sambandi við ritun ævisögu VELVAKANDI GÆLUDYR Kettlingar FALLEGA 10 vikna gamla kettl- inga vantar gott heimili. Upplýs- ingar í síma 32757. TAPAÐ/FUNDIÐ Týnt hálsmen LITIL gullkúla með marglitum steinum tapaðist sunnudaginn 2. maí. Finnandi vinsamlega hafi samband í síma 13938. íþróttatösku stolið í fyrrinótt var brotist inn í bif- reið við Lyngmóa í Garðabæ og stolið úr honum stórri svartri íþróttatösku og seðlaveski. I töskunni var brún snyrtitaska með ýmsum snyrtivörum. Finnandi vinsamlegast hafi sam- band við Reyni í síma 656828. Kisu vantar heimili Frést hefur af heimili þar sem 4 mánaða gömul læða telst nú vera stóra systir hóps nýfæddra kettl- inga. Samkomulagið er ekki til fyrirmyndar og því vantar læð- una litlu gott heimili. Hún er svört og hvít og „ljúf og góð“ að sögn eiganda hennar. Kisa hefur heimasímann 11543. Jóns Þorlákssonar og ætla síður en svo að taka því þegjandi, ef þú eða einhveijir aðrir reynið að koma einhveiju spillingarorði á mig fyrir það eitt að vinna þau verk, sem mér eru falin, eftir bestu samvisku. HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON, Hringbraut 24, Reykjavík. Pennavinir Frá Ghana skrifar 23 ára stúlka með áhuga á matargerð, ferðalög- um, ljósmyndun o.fl.: Lizbeth Branson, P. O. Box 117, Kumasl, Ghana. Á1ján ára finnsk stúlka með áhuga á bókalestri, tónlist, badmin- ton. Leikur á orgel og safnar póst- kortum: Anu Nurmi, Varsankellonkatu 8, 48800 Karhula 7, Finland. Hollensk hjón, hún 39 ára og hann 42, vilja eignast íslenska pennavini. Áhugamálin eru íþróttir, ferðalög og bókalestur: Marga og Wieger Brouwer, Pr. Mauritslaan 19, 7437 VC Bathmen, Holland. Frá Ghana skrifar 24 ára stúlka með áhuga á bréfaskriftum, tónlist, veiðum, ljósmyndun, kvikmyndum, ferðalögum: Sheila Blankson, P.O. Box 512, Cape Coast, Ghana. LEIÐRÉTTING Toppur á toppnum I hestaþætti á þriðjudag var sagt að árangur Svarts frá Unalæk á sýningu Stóðhestastöðvarinnar á laugardaginn væri sá besti sem náðst hefði til þessa. Þetta mun ekki allskostar rétt því 1990 stóð Toppur frá Eyjólfsstöðum efstur fimm vetra hesta með 8,46 en Svartur var með 8,44 og munar því 0,02 stigum. Eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar. Hrafnista í Hafnarfirði Á miðsíðu Morgunblaðsins í gær var sagt frá líkamsrækt aldraðra á Hrafnistu. Niður féll í frásögninni, að um er að ræða Hrafnistu í Hafn- arfirði. Þessu er hér með komið á framfæri. Barnastígvél Stærðir: 21-34. Litir: Blár m/rauðu og gænu. Verð kr. Ath.: Stígvél á alla fjölskylduna. Ýmsar tegundir - hagstætt verð! 1— Póstsendum samdægurs oppskórinn VELTUSUNDI • SÍMI: VELTUSUNDI • SIMI: 21212 Þegar við segjiim að Honda sé óvenju- sparneytinn bill, erum við ekki bara að segja að hann sé spar á eldsneyti, heidur einnig á umhverfið. VTEC vélin sem nú prýðir helstu gerðir Honda, er byltingarkennd nýjung sem tryggir hámarksnýtingu á eldsneyti án þess að það komi niður á krafti bílsins. Verndun umhverfisins er ábyrgð allra. Honda er leiðandi í hópi þeirra bílaframleiðenda sem sinna þeirri ábyrgð. BJ HONDA VATNAGÖRÐUM - SÍMl 689900 ...spameytni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.