Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 44
MORGÚNBLÁÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1993 fclk í fréttum ENDURFUNDIR Fann hundinn eftir næturlanga göngu Wérner Christie heilbrigðisráðherra Noregs nýtur þess að fara í fjallgöngur á skíðum með eiginkonunni, Idun, og bömunum Johan Kristian og Ingerid. Fyrir skömmu eyddu þau helginni í að ganga á milli fjallakofa í Tafjord- fjöllunum og skyldi þetta verða síðasta skíða- ferðin þetta árið. Með í ferðinni var írski sett- erinn Freyja. Meðan fjölskyldan hvíldist á miðri heiðinni stakk Freyja af. Werner hafði ekki miklar áhyggjur, reiknaði með að hundurinn væri að elta héra, eins og oft áður. Þegar þau lögðu af stað aftur var Freyja ekki komin, en Werner var viss um að hún fyndi skíðasporin, svo að fjölskyldan hélt áfram göngunni. Þegar áfangastað var náð hafði ekkert sést til hundsins og þegar fjölskyldan fór að spyija annað skíðagöngufólk kom í ljós, að Freyja hafði líklega hlaupið í öfuga átt. Þrátt fyrir að komið væri kvöld og marga klukkustunda ganga væri að baki — og ennþá fleiri klukkustunda ganga fram- undan — skellti Werner sér á skíðin ásamt öðrum manni til að leita að hundinum. Eftir að hafa geng- ið lengi vel fundu þeir örþreyttan hundinn í næsta fjallakofa og segja viðstaddir, sem urðu mjög snortn- ir, að vart sé hægt að lýsa gleði Freyju og Werners. Fagnaðarfundir urðu hjá Werner Christie, heilbrigð- isráherra Noregs, og hundsins Freyju eftir tæplega sólarhrings aðskilnað. Gunnar Sigurðsson formaður Knattspyrnufélagsins ÍA afhendir Helga Daníelssyni heiðursskjalið. KNATTSPYRNA Helgi Dan heiðraður Hinn kunni knattspyrnumaður, yfírlögregluþjónn og félags- málafrömuður, Helgi Daníelsson, var útnefndur heiðursfélagi Knatt- spyrnufélags ÍA í eigin afmælis- hófi fyrir skömu, en þá varð hann 60 ára. Það var það formaður fé- lagsins, Gunnar Sigurðsson, sem afhenti Helga heiðursskjalið. Helgi lék sem kunnugt er í marki gullaldarliðs Skagamanna um árabil og þótti ákaflega litríkur markvörður. Þá hefur Helgi þjálf- að lið Skagamanna, verið í stjóm- um knattspyrnufélaga og er nú formaður stuðningsmannafélags ÍA á höfuðborgarsvæðinu. Helgi er 4. heiðursfélagi Knattspyrnufé- lags ÍA, hinir eru Ríkharður Jóns- son, Þórður Þórðarson og Brasilíu- maðurinn Pele. Allt eru þetta þekktir knattspyrnukappar! í kvöld k I . 22:00 syngur Egill B. Hreinsson fiygm Gunnar Hrafnsson bassi Tilvalið er að fá sér eittfivað létt í Skrúði fyrir hljómleikana. OPIfl FRÁ KLUKKAN 19:00 - 01:00 -lofar góðu! ÓHEPPNI Brítt keyrði á sofandi elg Leikkonan Britt Ekland er farin að eyða sífellt meiri tíma í fæðingarlandi sínu Svíþjóð. Hún var stödd þar í fríi fyrir nokkru þegar hún varð fyrir því undarlega óhappi að keyra á sofandi elg. Óhappið gerðist rétt fyrir utan Stokkhólm í rigningu og slæmu skyggni. Elgurinn lá sofandi á miðri götu og varð Íeikkonan ekki vör við hann fyrr en hún lenti á honum. Bíllinn skemmdist þó nokkuð, Britt varð að fara á slysa- varðstofuna, en elgurinn stóð upp Fylgisveinar Juliu Roberts eru eins og ekkert væri og hvarf inn orðnir allmargir. í skóginn. STJÖRNUR Ástfang- ineinu sinm enn Það gengur nóg á í lífi kvik- myndaleikkonunnar Julie Ro- berts. Ekki höfðu fyrr borist frétt- ir af því að hún hefði snúið aftur til síns fyrrverandi; Kiefer Suther- land, en sagt var að nýr maður væri kominn í spilið. Hann heitir Barry Tubb og er knapi í ródeó- keppnum. Á undan þessum tveim- ur myndarpiltum sagði sagan að Julia hefði lagt lag sitt við Jason Patric og á undan honum leikarinn Daniel Day Lewis. COSPER Vertu róleg, engin viti borin manneskja trvði því að ég flytti heim til þín!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.