Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1993 BMF. Örugg festing með ábyrgð. u Skútuvogí 16, Reykjavik Hefluhrauni 16, Hafnarfirð Söguskoðun og sjálfsímynd Hugleiðingar í tilefni af fyrsta versi Baldurs Hermannssonar eftirLoft Guttormsson Hafí það vakað fyrir Baldri Her- mannssyni með gerð sjónvarpsþátt- anna Þjóð í hlekkjum hugarfarsins að vekja hneykslun og umtal, þá er óhætt að fullyrða að hann hæfði í mark með fyrsta versi sínu sunnu- daginn 2. maí sl. Ekki skal fjölyrt hér um þau brögð sem höfundur beitti til þess að kalla fram snörp tilfinningaleg viðbrögð hjá áhorf- endum - því hafa ýmsir starfsbræð- ur mínir þegar lýst skilmerkilega á öldum ljósvakans. Aftur á móti skal hér vísað til þeirrar skoðunar sem bryddað hefur á í umræðu um þessa dýrkeyptu uppákomu að gróf meðul kunni hér að helgast af góðu mark- miði. Þetta gefur tilefni til þess að hugleiða hvort réttlætanlegt sé að beita grófum einföldunum og al- hæfingum - út frá einstökum heim- ildadæmum og jafnvel, þar sem þeim sleppir, út frá „heimildaþögn" - til þess að andæfa ákveðinni sögu- skoðun sem til skamms tíma hefur verið útbreidd á íslandi og á sér líklega enn ýmsa formælendur. Er svo að skilja að tilgangurinn helgi hér meðulin? I Þegar ræðir um söguskoðun í daglegu tali, er átt við útbreiddar hugmyndir og viðhorf manna til þjóðfélagshátta og mannlífs á um- liðnum öldum. Ekki þarf neina æsi- fréttablaðamennsku til þess að benda á þau almennu sannindi að söguskoðun manna er háð breyting- um í tímans rás. Þetta stafar ein- faldlega af því að þau viðmið, sem menn nota á hvetjum tíma til þess að meta einkenni fortíðar, mótast óhjákvæmilega mjög af þjóðfélags- aðstæðum og hugmyndaheimi sam- tímans. í samanburði á nú og þá verður m.ö.o. ekki gripið til neinna algildra, sögulega óháðra viðmiða. Þannig á sú söguskoðun sem eldri kynslóð núlifandi íslendinga hefur tekið í arf rætur í aðstæðum og reynslu „aldamótakynslóðarinnar" þar sem þjóðemishyggja og sjálf- stæðisbarátta voru í hávegum hafð- ar. Oddvitar þessarar baráttu voru flestir gildir bændur og nýslegnir borgarar af bænda- og embættis- mannaættum. Aldamótakynslóðin festi í sessi það sem kallað hefur verið þjóðemisrómantísk söguskoð- un þar sem þjóðlegum gildum var haldið hátt á loft gegn útlendum (dönskum) og höfðingjum veraldar- valds og kirkju hampað en kjör al- múgans til sjávar og sveita látin liggja að mestu í þagnargildi. Sagn- fræðingar og sögugrúskarar sam- tímans áttu eflaust mikinn þátt í að móta þessa söguskoðun sem segja má aftur að hafí fest rætur hjá almenningi fyrir tilstilli skóla- kerfisins. Áhrifaríkastur reyndist í þessu sambandi boðskapur Jónasar Jónssonar frá Hriflu í kennslubók í íslandssögu fyrir bamaskóla sem var áratugum saman veganesti uppvaxandi íslendinga á vegferð þeirra um fortíðina. n Samfara umbyltingu íslensks sveitaþjóðfélags til borgvædds og sjálfstæðs nútíðarsamféiags hefur hin þjóðemisrómantíska söguskoð- un látið mjög undan síga síðasta aldarfjórðung eða svo. Að þessu hefur ekki einasta stuðlað gjör- breytt umgjörð daglegs lífs heldur og öldungis ný vitund manna fyrir umheiminum - fyrir stöðu íslands í honum og samskiptum við hann. Sem vonlegt er hefur þessi þjóðfé- lagslega nýmyndun haft í för með sér allróttæka endurskoðun á við- teknum viðhorfum til fortíðarinnar. Að slíkri endurskoðun hafa sagn- fræðingar líka stuðlað að sínu leyti, einkum með tvennum hætti: í fyrsta lagi hafa þeir varpað nýju ljósi_ á pólitíska og efnahagslega stöðu Ís- lands sem hjálendu í norska og síð- an danska ríkinu; í öðru lagi hafa þeir tekið til athugunar ný viðfangs- efni, ekki síst viðvíkjandi félags- legri stöðu og kjömm almennings - kvenna, bama, vinnuhjúa, sveita- rómaga og fleiri þjóðféiagshópa. Þessar rannsóknir hafa veitt nýja innsýn í sveitasamfélag fyrri alda og sýnt fram á hve þessi þjóðfélags- gerð kreppti á margan hátt fast að kjömm hinna lægra settu. Sitthvað af niðurstöðum þessara rannsókna hefur þegar skilað sér inn í kennslu- bækur í sögu sem nú em mest not- aðar í almennri skólafræðslu. III Það liggur í hlutarins eðli að söguskoðun manna í tilteknu sam- félagi breytist hægt og sígandi í tímans rás. Þótt málið hafí ekki verið rannsakað skipulega, má þannig gera ráð fyrir því að tals- verður mismunur sé á söguskoðun íslendinga eftir aldurshópum. Eflaust hefur söguskoðun hinna yngri aldurshópa samfélagsins orð- ið fyrir mun meiri áhrifum af öllum aðstæðum nútímalegra samskipta og af nýlegri sögulegri vitneskju en viðhorf hinna eldri. Á öld hrað- stígra breytinga má því búast við að söguskoðun hverrar þjóðar verði á hveiju tímaskeiði æði blendin og sundurleit. Við það er raunar ekk- ert að athuga og engin ástæða til að fárast yfir. Með hliðsjón af fram- ansögðu er það umhugsunarefni hvað knúði Baldur Hermannsson til þess að ráðast með bellibrögðum í áhrifaríkasta íjölmiðli þjóðarinnar á söguskoðun sem tilheyrir hvort sem er að miklu leyti liðinni tíð. IV Hugum nánar að ástæðum Bald- urs Hermannsssonar. í umræddum fyrsta þætti hans var þrástefið að íslenskir bændur fyrr á tíð hafi yfir- leitt verið hrottar og íslensk „sveita- menning“ ekki til nema þá sem andstæða siðmenningar, þ.e. villi- mennska. í lok þáttarins, eftir allt dæmasafnið sem borið var fram til þess að sýna hrottaskap húsbænda í garð barna, vinnukvenna og föru- fólks, birtist andhverfan, ljósið í myrkri sögunnar, Evrópska borgin, gróðrarstöð Frelsisins og vermireit- ur Hinna fögru lista. Hvað á að kalla svona sýningu? Mér dettur helst í hug að hún mætti heita Svart og hvítt. Alla vega felur hún í sér afskræmingu á sögulegum veruleika og sagnfræðilegri þekk- ingu. Loftur Guttormsson „Hvað á að kalla svona sýningu? Mér dettur helst í hug að hún mætti heita Svart og hvítt. Alla vega felur hún í sér afskræmingu á sögulegum veruleika og sagnfræðilegri þekkingu.“ Þetta leiðir mig til að rifja upp atvik sem mér er minnisstætt frá námsárum mínum í Frakklandi kringum 1960. Einhverju sinni hafði ég orð á því við kunningja minn innfæddan, stúdent í við- skiptafræði, son heiðvirðs borgara á Bretagníuskaga, að gaman hefði ég af því að koma einhvern tíma á franskan bóndabæ. Félagi minn rak upp stór augu og sagði með hneykslunarsvip: „Hvað segirðu? Bændur, það eru villimenn"! V í íslensku þjóðfélagi - þjóðfélagi sem ég Ieyfi mér, þrátt fyrir afneit- un Baldurs, að kenna við sveita- menningu - ríkti fram á þessa öld l < Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída Hvaladýrkunin í Ameríku Nú hefir aftur hafist umræða um það, hvort íslendingar eigi að hefja hvalveiðar að nýju. í því sam- bandi velta menn fyrir sér, hvaða áhrif það muni geta haft á skipti landsmanna við hinn vestræna heim. Síðustu ár hvalveiðanna, sem lauk 1989, voru íslendingar beittir ýmiss konar viðskiptahótunum og þvingunum, sem Grænfriðungar stóðu fyrir að mestu. Hérna í henni Ameríku, þar sem hvalavinir og Grænfriðungar eru sterkastir, náðu -þeir nokkrum árangri í að trufla viðskipti íslensku fiskstöðvanna við veitingahúsak- eðjur, sem eru stærstu fiskkaup- endumir hér. Má nefna Red Lobst- ers Inns, en stjómendur þess fyrir- tækis fengu þvag fyrir hjartað þeg- ar Grænfriðungar hótuðu og hættu því að kaupa íslenskan fisk um sinn. Reynt var að trufla viðskipti við Long John Silver og Burger King en án mikils árangurs. A fjórum ámm síðan 1989 hafa íslendingar misst mikið af viðskipt- um sínum í Ameríku, og er sá markaður ekki eins mikilvægur og hann var. Red Lobster kaupir enn, af íslendingum og má vel við því búast, að fyrirtækið renni á rassinn eins og áður, ef Grænfriðungar anda á það. Burger King kaupir ekki lengur íslenskan fisk, svo ekki er hægt að nota það sem Grýlu á okkur. Sama er að segja um Long John Silver, sem kaupir nú mest- megnis fiskmeti frá Alaska og Suð- ur-Ameríku. Að þessu sinni myndi þannig verða erfiðara fyrir Grænfriðunga að setja á okkur pressuna með því að reyna að trufla viðskipti okkar hér vestra. En þá er eftir þrautin þyngri og á ég þar við sjálft yfir- valdið, þ.e. þingið og stjórnvöldin. Þingið hefir samþykkt og nýlega staðfest, að beita beri viðskipta- þvingunum eða banni öll þau lönd, sem veiða hvali. 0g stjórn Clintons er talin hliðhollari umhverfissinn- um en fyrri stjórnir. Varaforsetinn, Albert Gore, er umhverfissinni af fyrstu gráðu, og er honum trúandi til alls í slíkum málum. En myndi stórveldi eins og Bandaríkin vega að smáríki eins og íslandi með Viðskiptahöftum og bönnum? Fyrir tveimur árum voru norskir innflytjendur á nýjum laxi kærðir fyrir það, að laxaræktun í Noregi væri niðurgreidd af hinu opinbera. Mál var höfðað en þeir, sem kærðu voru seljendur á nýjum laxi frá öðrum svæðum, svo sem Kanada og Chile. Norðmenn töpuðu málinu og voru með einu penna- striki útilokaðir frá Bandaríkja- markaði. Enginn hélt, að slíkt gæti gerst, en það gerðist nú samt. Lög- fróðir segja sumir, að málshöfðunin á hendur frændum okkar hafi verið mjög vafasöm, en benda líka á, að norsku innflytjendurnir hafi ekki tekið málið nógu alvarlega. En svo fór sem fór. Altalað er, að Grænfriðungum hafí fipast sundið á undanförnum árum og að áhrif þeirra fari dvín- andi. Fjárframlög hafa dregist stór- lega saman, því þeir eru lítið í fjöl- miðlum vegna þess, að þeir hafa enga vonda kalla til að kljást við. Þá vantar illilega sel- og hvaldráp- ara til að beijast við. Það er meira spennandi en að beijást gegn mengun. Aðdáunin á hvölunum í Ameríku er skrítið fyrirbæri en ekki svo ill- skiljanlegt, þegar málið er athugað dálítið. Þegar heimsóttir eru bama- skólar hér, er að fínna myndir af hvölum og úrklippur um þá úr blöð- um prýðandi margan vegginn. Blöð, sem gefin eru út fyrir skóla- krakka, fjalla oft um hvalina og er þá stundum minnst á þær vondu þjóðir, sem vilja gera góðu hvölun- um mein. Sjónvarpsþættir úr dýra- ríkinu sýna oft hvalina og hefír Jacques Cousteau komið var mikið við sögu. Bömunum er kennt að virða og elska hvalina. Fyrir nokkm kom ég á sýningu í Berkeley-háskóla í Kaliforníu, sem helguð var hvölunum. Hún var ætluð fyrir börn og fullorðna og var hún feikilega vönduð og vel unnin. Krakkarnir vom frá sér numdir af hrifningu og ást á þess- um risum hafdjúpanna. Það er hægt að skilja, hvers vegna hvalim- ir eru tilvaldir til þess að gera að átrúnaðargoðum bama og ungl- inga. Stærð þerira og sú leynd, sem yfir þeim hvílir, gerir þá guðum líka. Þeir búa yfir afli til að bijóta skip og jafnvel gleypa fólk, ef trúa má ævintýmm og biblíunni. Samt em þessi fögm spendýr meinlaus og góð og gera engum neitt. Ovinir hvalanna em oft afhjúp- aðir í ijölmiðlunum. Nýjasta tillegg- ið var þáttur á NBC-sjónvarpinu um grindadráp Færeyinga. Var boðið upp á hroðalegt blóðbað og vissi ég til, að fólk átti ekki orð til að lýsa undmn sinni og andúð á þessum villimönnum, sem virtust skemmta sér konunglega við að stinga og skera vesalings hvalina. í viðtali við einn Færeyinginn í þættinum, varði hann þessa alda- gömlu hefð og benti réttilega á, að ekkert ætilegt af grindinni færi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.