Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1993 21 anlegs eignarhalds: Hvenær verð- ur aflakvóti, hlutdeild í ársafla, að varanlegri einkaeign? Einka- eignarfyrirkomulag hefur tíðkast í fískveiðum í fjarlægum heims- hlutum (m.a. í Japan) allt frá mið- öldum, ef til vill einnig á stundum á norrænum slóðum. I Egils_ sögu segir að um það leyti sem ísland „fannst" hafi Haraldur konungur eignast „í hverju fylki óðul öll og allt land, byggt og óbyggt, og jafn- vel sjóinn og vötnin og skyldu all- ir búendur vera leiglendingar, ... allir veiðimenn bæði á sjó og landi ... voru honum lýðskyldir“. Hér eru það fískimiðin sem eru til umræðu, ekki fískistofnamir sem þar eiga heima. Eignarhald á óveiddum físki á sér skemmri sögu. I lögum segir að nytjastofnar á íslandsmiðum séu sameign ís- lensku þjóðarinnar. Ýmislegt bendir hins vegar til þess að físki- stofnarnir séu smátt og smátt að verða varanleg einkaeign hand- hafa aflakvóta. Þótt aflahlutdeild sé opinbert leyfí, fullnægir hún sennilega mörgum lagalegum kröfum sem gerðar era til eignar- réttinda, m.a. hvað snertir veð- setningu og réttindi erfíngja. Leiða má rök að því, að með kvótakerf- inu hafí íslendingar stigið stórt skref í átt til einkavæðingar á fiskistofnum,- Reynslan af þessu kerfi, af meðferð aflaheimilda, mun skera endanlega úr um það hvort handhafar aflakvóta hafí eignast fiskinn á íslandsmiðum, en full ástæða er til að gefa þegar gaum að hugsanlegu misræmi gildandi laga í þessum efnum. Lausleg athugun okkar á dreif- ingu aflakvóta í botnfískveiðum hefur sýnt að aflaheimildir hafa safnast á færri fyrirtæki á þeim tíma sem liðið hefur frá upphafí kvótakerfísins. Kvótaeigendum hefur ekki aðeins fækkað, munur- inn á „dvergum“ og „risum“ er meiri en áður. Hér er kannski ekki um mjög örar og róttækar breytingar að ræða, en með sama áframhaldi verður allur kvótinn í eigu örfárra fyrirtækja eftir nokkra áratugi. Rétt .er að slá þann vamagla, að eignarhald á útgerðarfyrirtækjum, ekki síst „risunum", hefur verið að breytast og það er ekki sjálfgefið að hand- höfum aflakvóta (hluthöfum í sjáv- arútvegsfyrirtækjum með varan- lega aflahlutdeild) hafi fækkað þótt fyrirtækin séu færri. Mikil- vægt er að kanna þetta nánar. Landsmenn deila nú ákaft um sjávarútvegsmál - m.a. hvort sú þróun, sem lýst hefur verið að framan, sé óhjákvæmileg eða ónauðsynleg, æskileg eða óæski- leg. Hér skal aðeins minnt á að vitneskjan um hvert stefnir er mikilvæg fyrir þau skoðanaskipti um stjórn fiskveiða sem nú eiga sér stað. Menn kunna að segja sem miTSUSHIBR 0GOLF Fisléttar og sterkar Verð kr. 6.800,- ÚTILÍFP OLÆSIBÆ ■ SÍMI 812922 svo að spurningin um eignarhald á fískistofnum og skiptingu árlegs aflakvóta milli ólíkra útgerðaraðila komi umræðu um arðsemi í sjávar- útvegi, burðarþol fiskistofna og byggðavanda - meginviðfangsefni íslenskra þjóðmála um þessar mundir - harla lítið við. Ef siðferð- isleg rök hafa „vegið þungt“ í al- mennri umræðu undanfarin ár, eins og tvíhöfðanefndin bendir á, hlýtur það hins vegar að teljast siðferðisleg skylda stjómvalda að takast á við þau og kanna rétt- mæti þeirra, nú þegar endurskoð- un fiskveiðistefnunnar stendur fyrir dyram. Þegar upp er staðið snýst fískveiðistefnan ekki síður um fólk en físk. Gísli Pálsson er prófessor í mannfræði við Háskóla íslands. Agnar Helgason stundarnám og rannsóknir við sama skóla. 00®®®®® VONDUÐVNNUBROGÐ ERU OKKAR AÐALSMERKI ÁLFABAKKA12, SÍMI72400 0®®®®®® HÁALBR. 58-60, SÍMI31380 Nýr Favorít Ekki bara betrí, heldur 548 sinnum betri! Verð á Favorit LXi er aðeins kr. 598.000.- á götuna. Nú er hann kominn til landsins, hinn nýi Favorit. Eftir að Skoda verksmiðjurnar sameinuðust Volkswagen samsteypunni hafa þýskir tækni- og hugvitsmenn lagt nótt við dag. Útkoman er glæsilegur fimm dyra hlaðbakur, sem státar af 548 endurbótum, stórum sem smáum. Favorit er nú settur saman samkvæmt kröfum og stöðlum Volkswagen, sem þýðir: Meiri gæði, aukið öryggi og betri ending. Vélin er með hvarfakút og tölvustýrðri Bosch Motronic innspýtingu og kveikju, sem er viðhaldsfrí og dregur úr bensíneyðslu. ( hurðum eru styrktarbitar, og innréttingar eru nýjar. Það sama gildir um bremsukerfið, rafkerfið og margt, margt fleira. Hinir fjölmörgu aðdáendur Favorit hafa því fengið 548 nýjar ástæður til þess að velja þennan vinsæla bíl. Og er þá ein ótalin: Nefnilega verðið! Nýr framhjóladrifinn Favorit LXi, 5 dyra og 5 gíra kostar kr. 598.000.- á götuna, og fæst í 9 spennandi og frískum litum. Komdu og reynsluaktu nýjum Favorit. Við höfum opið virka daga frá 9-18 og laugardaga frá 12-16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.