Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAI 1993 Hverjir eiga kvótann? eftir Gísla Pálsson og Agnar Helgason í opinberri umræðu um stjórn fiskveiða hefur yfírleitt verið ein- blínt á vistfræðilega og hagræna þætti. Leitað hefur verið að því fyrirkomulagi sem í senn tryggir skynsamlega sókn í fiskistofna og hámarkar arð af fiskveiðum og fiskvinnslu. Slík leit er augljóslega afar mikilvæg í landi þar sem fólk byggir afkomu sína að stórum hluta á lifandi auðlindum sjávar. Minna hefur hins vegar farið fyrir umræðu um skiptingu gæðanna, sem einnig er vert að gefa gaum að. Slík umræða snýst ekki „að- eins“ um siðferði, eins og stundum er gefíð í skyn, áhrif þeirrar físk- veiðistefnu sem mótuð er hveiju sinni verða ekki sem skyldi ef ákaft er deilt um réttmæti hennar. Tvíhöfðanefndin Skýrsla svokallaðrar „tvíhöfða- nefndar" (Skýrslatil sjávarútvegs- ráðherra, 2. apríl 1993), sem mjög hefur verið til umræðu að undan- förnu, er óumdeilanlega mikilvægt framlag til umræðu um íslenskan sjávarútveg. Sennilega er ekki völ á jafnaðgengilegri og rækilegri umfjöllun um þessa atvinnugrein og þau ólíku sjónarmið sem nú eru efst á baugi. Það ber einnig að lofa að formenn tvíhöfðanefndar hafa gert sér far um að kynna niðurstöður sínar og tillögur vítt og breytt um landið og efna til skoðanaskipta við almenning um þau álitamál sem skýrsla þeirra óhjákvæmilega fjallar um. Hér skal ekki lagt mat á tillögur tví- höfðanefndar, aðeins bent á að skýrslan veitir litlar upplýsingar um eignarhald á kvótum og hugs- anlegar breytingar á því. Höfund- ar skýrslunnar benda réttilega á (bls. 23) að „siðferðisleg rök [hafi] frá upphafi vegið þungt í umræðu um eignarhald á auðlindinni“ og sumir hafi talið það „óásættanlegt að heimild til að veiða á íslandsm- iðum færist til fárra ’útvalinna’ í gegnum kvótakerfið." Skýrslan veitir hins vegar litla sem enga vitneskju um það hvert stefnir í þessum efnum. Þar segir að vísu að nefndin hafí reynt „að meta hvort og í hvaða mæli ókeypis úthlutun á kvóta hefur fært aukin verðmæti í hendur útgerðar- manna“ - tekið er fram að slíkir útreikningar hafi reynst „miklum örðugleikum háðir“ - og sömuleið- is er þar fjallað um breytingar á kvótaeign einstakra bæjarfélaga og landshluta (um áunninn og tap- aðan kvóta). Spurningunni um fækkun hinna „útvöldu" og skipt- ingu kvótans að öðru leyti er hins vegar látið ósvarað. Hér skal reynt að leggja drög að slíku svari. Sala skipa og fjöldi kvótaeigenda Þeir útreikni.ngar sem hér er greint frá, styðjast við tölvutækt gagnasafn er höfundar þessarar greinar hafa verið að setja saman undanfarið ár. Þetta safn geymir ítarlegar upplýsingar um botnfisk- veiðar allt frá upphafi kvótakerfis- ins - m.a. rúmlestaQ'ölda skipa, eigendur, kvótaúthlutun (þorsk- ígildi) og heimahöfn. I eftirfarandi útreikningum er sleppt þeim út- gerðarflokkum sem voru teknir inn í kvótakerfið með lagabreytingum 1990 (6-10 tonna bátum). Þetta er gert svo að samanburður milli ára verði raunhæfur, enda er afla- „Ýmislegt bendir hins vegar til þess að fiski- stofnarnir séu smátt og smátt að verða varan- leg einkaeign handhafa aflakvóta.“ hlutdeild þessara útgerðarflokka lítil. Rétt er einnig að hafa þann fyrirvara að hér er einungis um fyrstu niðurstöður að ræða. Brýnt er að afla frekari gagna og stutt blaðagrein sem þessi setur fram- setningu á jafnflóknu og við- kvæmu viðfangsefni óþægilega þröngar skorður. Fyrst skal hugað að sölu skipa frá upphafi kvótakerfisins fram til 1990, en á þeim tíma var því að- eins hægt að kaupa kvóta að skip fylgdi með. Eins og fram kemur á mynd 1 gengu u.þ.b. helmingi fleiri skip kaupum og sölum árið 1990 (17,8% flotans) en 1984 (9,6%). Línan, sem sýnir rúmlesta- fjölda seldra skipa, segir svipaða sögu og sömuleiðis línan sem sýn- ir þann kvóta sem fylgdi seldum skipum. Með öðrum orðum: lands- menn voru í auknum mæli að versla með aflaheimildir sem bundnar voru við skip. Að baki því mynstri sem myndin sýnir kunna þó að liggja margar og flóknar skýringar (uppsveiflan árið 1986 í rúmlestafjölda skipa og þorskígildum skýrist m.a. í ljósi breytinga á eignarhaldi á skipum sem tilheyrðu Bæjarútgerð Reykjavíkur). Þessi verslun með skip og kvóta vekur spumingar um hvort afla- heimildir hafi verið að safnast á færri hendur. Mynd 2 sýnir breyt- ingar á fjölda kvótaeigenda frá 1984 til 1992. Þar kemur fram að kvótaeigendum hefur ekki að- eins fækkað, þeim sem eiga minnstan kvóta hefur fækkað mest. Eigendum er hér til einföld- unar skipt í fjóra flokka: „dverg- ar“ eru þeir sem eiga 0 til 0,1% af botnfiskkvóta viðkomandi árs, „litlir" eiga 0,1 til 0,3%, „stórir“ eiga 0,3 til 1% og „risar“ eiga meira en 1%. Það þarf kannski ekki að koma á óvart að fækkunin er mest. í hópi „dverga“. Ef til vill endurspeglar slík þróun þá hag- ræðingu sem stefnt var að með kvótakerfinu. Risar og dvergar Skipasölur og kvótaviðskipti -Skip% -Tonn % P. fgildí %) Aflahlutdeild 'dverga' og 'risa' |B Overgaf B Risar | i € Gísli Pálsson Agnar Helgason Ein leið til að kanna hvernig heildarkvóti hvers 'árs skiptist á milli ólíkra hópa kvótaeigenda og hvort sú skipting breytist frá ári til árs er að bera saman hlutfalls- lega kvótaeign dverga og risa. Mynd 3 sýnir aflahlutdeild þessara hópa með fjögurra ára millibili: á árunum 1984,1988 og 1992. Afla- hlutdeild risanna hefur aukist úr 27,8% í 37,0%. Hlutdeild dverg- anna hefur hins vegar minnkað úr 12,5% í 9,3%. Þau útgerðarfyr- irtæki sem teljast risar fiskveið- iársins 1992, miðað við áður- nefnda skilgreiningu, eru 21 að tölu. Samanlagt höfðu þau til umráða rúmlega 40% af botnfiskk- vóta ársins 1992. Á árinu 1992 eignuðust þessi sömu fyrirtæki 8.466 þorskígildistonn til viðbótar úthlutaðri kvótaeign sinni. Eflaust eru eignahlutföll breyti- leg frá einni verstöð til annarrar. Hér er aðeins litið á eitt dæmi, Vestmannaeyjar, eina af stærstu verstöðvum landsins. Ekki hafa orðið miklar sveiflur í árlegri afla- hlutdeild Vestmanneyinga frá upphafi kvótakerfísins (hún er um 9% árin 1984, 1988 og 1992), en skipting Eyjakvótans virðist hins vegar hafa breyst töluvert. Mynd 4 sýnir hlutfallslega skiptingu aflakvóta Vestmannaeyjaflota á umræddu tímabili. Risamir í Eyj- um hafa tvöfaldað hlutdeild sína, úr 26,9% í 53,2%. Árið 1992 voru risarnir aðeins tveir, Vinnslustöðin og ísfélagið (í báðum tilvikum var raunar um samruna eldri fyrir- tækja að ræða: Hraðfrystistöðin var sameinuð ísfélaginu og Fisk- iðjan Vinnslustöðinni). Samanlagt hafa þessir risar um helming alls Eyjakvótans til umráða og hinum helmingnum skiptir 31 útgerð- arfyrirtæki á milli sín. Eignarréttur í fiskveiðum Hér hefur einungis verið hugað að fjölda eignaraðila og skiptingu árlegs aflakvóta. Slík umræða vekur hins vegar óhjákvæmilega almennari spurningu um mörk tímabundinna veiðiréttinda og var- « Fjöldi kvótaeigenda 600 [BDvergar autlir BStórir ERsar | 90 91 92 <2 Skipting Vestmannaeyjakvóta 9 Dvergar OUtlir astórir ORisar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.