Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAI 1993 37 Kænumarkaðurinn við smá- bátahöfnina í Hafnarfirði KÆNUMARKAÐURINN í Hafn- arfirði byrjar á sunnudaginn kemur 16. maí klukkan 11, (formleg opnunarathöfn hefst klukkan 14). Þetta er fisk- og grænmetis- markaður við smábátahöfnina í Hafnarfirði framan við Veitinga- húsið Kænuna. Markaðurinn verð- ur starfræktur alla sunnudaga í sumar frá kl. 11-16. Einnig verður Kænumarkaðurinn opinn 20.-23. maí í tengslum við sýninguna „Vor ’93“, athafnasýningu í íþróttahús- inu í Kaplakrika. Hana nú gangan flytur í Gjábakka LAUGARDAGINN 29. maí mun laugardagsganga Hana nú í Kópa- vogi flytja sig í Fannborg 8. Þetta er næsta hús við Fannborg 4 þar sem gangan hefur haft aðsetur undanfarin ár. Hin nýju húsakynni göngunnar eru i hinu nýja félagsheimili, Gjábakka. Þar verður mjög góð aðstaða fyrir göngufólkið til að drekka molakaffið og spjalla saman í upphafi göngu. Laugardagsganga Hana nú í Kópavogi er fyrir alla Kópavogsbúa og gesti þeirra. Fólk kemur saman upp úr hálf- tíu á laugardagsmorgnum og drekkur molakaffi en klukkan 10 er lagt af stað í bæjarrölt í einn klukkutíma á gönguhraða sem allir ráða við. Þannig hefur þetta verið undan- tekningarlaust alla laugardaga frá 1984. Á laugardagsmorgnum skartar náttúran oft sínu fegursta og nú er sá tími þegar náttúran er að lifna og ekki spillir hin margfræga Hana nú stemmning sem ríkir í Göngu- klúbbnum eins og í öðrum klúbbum Hana nú. (Fréttatilkynning) Þetta gerir hópurinn til að kynna sér hluta þeirra leiða sem Norður- landpóstamir fóru í sumar og vetur í næstum hvaða veðri sem var. Staðfróðir heimamenn verða fylgd- armenn. ou mgar I.O.O.F. 5 = 1755137V2 = Lf. I.O.O.F. 11 = 1750513772=LF. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Almenn samkoma kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Góðtemplarahúsið, Hafnarfirði Félagsvist í kvöld, fimmtudaginn 13. maí. Byrjum að spila kl. 20.30 stundvíslega. Allir velkomnir. ' VEGURINN Kristið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Lækningasamkoma í kvöld kl. 20.00. Gestur okkar frá Arken í Svíþjóð, Linda Bergling, þjónar. Beðið verður fyrir sjúkum. Allir hjartanlega velkomnir. „Yfir sjúka munu þeir leggja hendur, og þeir verða heilir." Hjálpræðis- herinn Kirkjustrcti 2 Hjálpræðisherinn I kvöld kl. 20.30: Almenn sam- koma. Kapteinn Thúr Narve Kvist stjórnar. Kommandörarnir Lydie og John Ord tala. Allir velkomnir. fomhjálp í kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma í Þribúðum. Mikill almenn- ur söngur. Vitnisburðir. Ræðumaður: Gunnbjörg Óla- dóttir. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Samhjálp. Orð lífsins, Grensásvegi8 Raðsamkomur byrja í kvöld kl. 20.30 með Bengt Sundberg frá Livets Ord í Svíþjóð. Mikill söng- ur, prédikun og beðio fyrir sjúk- um. Allir hjartanlega velkomnir! FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 14.-16. maí (helgarferð) Eyjafjallajökull - Þórsmörk. Brottför kl. 20.00 föstudag. Gist í Skagfjörðsskála/Langadal. Á laugardaginn verður gengið yfir Eyjafjallajökul frá Þórsmörk að Seljavallalaug. Fararstjóri: Páll Sveinsson. í Þórsmörk verða skipulagaðar gönguferðir. Fararstjóri: Lára Flálfdánardóttir. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofunni, Mörkinni 6. Laugardaginn 15. maí verður hin árlega fuglaskoðunarferð F.í. í samvinnu við Náttúru- fræðifélag íslands. Brottför kl. 9.00 fró Umferð- armiðstöðinni, austanmegin, og Mörkinni 6. Verð kr. 1.600. Ferðafélag fslands. Markaðurinn fer fram undir stóru tjaldi í eigu skátafélagsins Hraunbúa í Hafnarfirði og sjá þeir jafnframt um rekstur markaðarins og taka við pöntunum í bása kl. 16-18 virka daga. Á Kænumark- aðnum munu ýmsir aðilar kynna varning sinn og aðrir bjóða hann til sölu. Má þar nefna eftirfarandi: Trillukarlar selja glænýjan fisk milliliðalaust, fisksalar selja fjöl- breyttar afurðir sínar á góðu verði, íslensk matvæli í Hafnarfirði kynna afurðir sínar, saltfisk- og skreiðarverkendur selja og kynna sína vöru, fólki gefst kostur á að smakka á ýmsu sjávarkonfekti og selt verður íslenskt grænmeti og nýjar kartöflur þegar þær líta dagsins ljós. Ymis dægradvöl og tilboð verða í boði fyrir alla aldurshópa. Keppni í bryggjudorgi verður kl. 13.00-15.30 á sunnudaginn. Úrslit liggja fýrir kl. 16.00. Sigur- vegarar fá vegleg verðlaun. Er ætlunin að keppni í bryggjudorgi verði fastur liður á Kænumarkaðn- um. (Fréttatilkynning) Á sunnudaginn kemur byrjar Kænumarkaðurinn í Hafnarfirði Póstganga á slóðum Norðurlandspóstamia í DAG, 13. maí, standa nokkrir göngufélagar úr póstgöngu Utivistar 1991 fyrir gönguferð eftir leið Norðurlandspóstsins Gunnars Rafns- sonar sem hann fór fyrir tæpum 210 árum norður í Hrútafirði og um Holtavörðuheiði. Heimir Þorleifsson sagnfræðing- ur hefur góðfúslega tekið saman eftirfarandi punkta um upphaf og framhald póstferða á leiðinni Möðruvellir - Bessastaðir - Möðru- vellir. Stórútsölu- markaöunnn BtUúöféa 10 - Sá gamli góði Stöustu daga r! fimmtudag, Opið kl. 13 - 18 fóstudag, laugardag opið kl. 13 - 19 opið 10 - 16 VerÖiÖ er vœgt, varan er vönduö, flippuÖ og flott föt, skemmtilegar skífur, sbautlegt skart, sjúklegir skór, glaölegar gardínur og brosandi blóm Skífan, Saumalist, Partý, Hans Petersen, Glæsiskórinn, Herrahúsið, í takt, Sonja, Blómalist, Studio, Liljan, Posidon, versl. Ntna, Taxí, Skóverslun Reykjavíkur, verslunin Eitt og annað, Antikverslunin, Snyrtivöru- og skartgripaskrínin o.fl. Og svo má enginn missa af þessum meiriháttar markaði!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.