Morgunblaðið - 13.05.1993, Side 37

Morgunblaðið - 13.05.1993, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAI 1993 37 Kænumarkaðurinn við smá- bátahöfnina í Hafnarfirði KÆNUMARKAÐURINN í Hafn- arfirði byrjar á sunnudaginn kemur 16. maí klukkan 11, (formleg opnunarathöfn hefst klukkan 14). Þetta er fisk- og grænmetis- markaður við smábátahöfnina í Hafnarfirði framan við Veitinga- húsið Kænuna. Markaðurinn verð- ur starfræktur alla sunnudaga í sumar frá kl. 11-16. Einnig verður Kænumarkaðurinn opinn 20.-23. maí í tengslum við sýninguna „Vor ’93“, athafnasýningu í íþróttahús- inu í Kaplakrika. Hana nú gangan flytur í Gjábakka LAUGARDAGINN 29. maí mun laugardagsganga Hana nú í Kópa- vogi flytja sig í Fannborg 8. Þetta er næsta hús við Fannborg 4 þar sem gangan hefur haft aðsetur undanfarin ár. Hin nýju húsakynni göngunnar eru i hinu nýja félagsheimili, Gjábakka. Þar verður mjög góð aðstaða fyrir göngufólkið til að drekka molakaffið og spjalla saman í upphafi göngu. Laugardagsganga Hana nú í Kópavogi er fyrir alla Kópavogsbúa og gesti þeirra. Fólk kemur saman upp úr hálf- tíu á laugardagsmorgnum og drekkur molakaffi en klukkan 10 er lagt af stað í bæjarrölt í einn klukkutíma á gönguhraða sem allir ráða við. Þannig hefur þetta verið undan- tekningarlaust alla laugardaga frá 1984. Á laugardagsmorgnum skartar náttúran oft sínu fegursta og nú er sá tími þegar náttúran er að lifna og ekki spillir hin margfræga Hana nú stemmning sem ríkir í Göngu- klúbbnum eins og í öðrum klúbbum Hana nú. (Fréttatilkynning) Þetta gerir hópurinn til að kynna sér hluta þeirra leiða sem Norður- landpóstamir fóru í sumar og vetur í næstum hvaða veðri sem var. Staðfróðir heimamenn verða fylgd- armenn. ou mgar I.O.O.F. 5 = 1755137V2 = Lf. I.O.O.F. 11 = 1750513772=LF. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Almenn samkoma kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Góðtemplarahúsið, Hafnarfirði Félagsvist í kvöld, fimmtudaginn 13. maí. Byrjum að spila kl. 20.30 stundvíslega. Allir velkomnir. ' VEGURINN Kristið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Lækningasamkoma í kvöld kl. 20.00. Gestur okkar frá Arken í Svíþjóð, Linda Bergling, þjónar. Beðið verður fyrir sjúkum. Allir hjartanlega velkomnir. „Yfir sjúka munu þeir leggja hendur, og þeir verða heilir." Hjálpræðis- herinn Kirkjustrcti 2 Hjálpræðisherinn I kvöld kl. 20.30: Almenn sam- koma. Kapteinn Thúr Narve Kvist stjórnar. Kommandörarnir Lydie og John Ord tala. Allir velkomnir. fomhjálp í kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma í Þribúðum. Mikill almenn- ur söngur. Vitnisburðir. Ræðumaður: Gunnbjörg Óla- dóttir. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Samhjálp. Orð lífsins, Grensásvegi8 Raðsamkomur byrja í kvöld kl. 20.30 með Bengt Sundberg frá Livets Ord í Svíþjóð. Mikill söng- ur, prédikun og beðio fyrir sjúk- um. Allir hjartanlega velkomnir! FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 14.-16. maí (helgarferð) Eyjafjallajökull - Þórsmörk. Brottför kl. 20.00 föstudag. Gist í Skagfjörðsskála/Langadal. Á laugardaginn verður gengið yfir Eyjafjallajökul frá Þórsmörk að Seljavallalaug. Fararstjóri: Páll Sveinsson. í Þórsmörk verða skipulagaðar gönguferðir. Fararstjóri: Lára Flálfdánardóttir. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofunni, Mörkinni 6. Laugardaginn 15. maí verður hin árlega fuglaskoðunarferð F.í. í samvinnu við Náttúru- fræðifélag íslands. Brottför kl. 9.00 fró Umferð- armiðstöðinni, austanmegin, og Mörkinni 6. Verð kr. 1.600. Ferðafélag fslands. Markaðurinn fer fram undir stóru tjaldi í eigu skátafélagsins Hraunbúa í Hafnarfirði og sjá þeir jafnframt um rekstur markaðarins og taka við pöntunum í bása kl. 16-18 virka daga. Á Kænumark- aðnum munu ýmsir aðilar kynna varning sinn og aðrir bjóða hann til sölu. Má þar nefna eftirfarandi: Trillukarlar selja glænýjan fisk milliliðalaust, fisksalar selja fjöl- breyttar afurðir sínar á góðu verði, íslensk matvæli í Hafnarfirði kynna afurðir sínar, saltfisk- og skreiðarverkendur selja og kynna sína vöru, fólki gefst kostur á að smakka á ýmsu sjávarkonfekti og selt verður íslenskt grænmeti og nýjar kartöflur þegar þær líta dagsins ljós. Ymis dægradvöl og tilboð verða í boði fyrir alla aldurshópa. Keppni í bryggjudorgi verður kl. 13.00-15.30 á sunnudaginn. Úrslit liggja fýrir kl. 16.00. Sigur- vegarar fá vegleg verðlaun. Er ætlunin að keppni í bryggjudorgi verði fastur liður á Kænumarkaðn- um. (Fréttatilkynning) Á sunnudaginn kemur byrjar Kænumarkaðurinn í Hafnarfirði Póstganga á slóðum Norðurlandspóstamia í DAG, 13. maí, standa nokkrir göngufélagar úr póstgöngu Utivistar 1991 fyrir gönguferð eftir leið Norðurlandspóstsins Gunnars Rafns- sonar sem hann fór fyrir tæpum 210 árum norður í Hrútafirði og um Holtavörðuheiði. Heimir Þorleifsson sagnfræðing- ur hefur góðfúslega tekið saman eftirfarandi punkta um upphaf og framhald póstferða á leiðinni Möðruvellir - Bessastaðir - Möðru- vellir. Stórútsölu- markaöunnn BtUúöféa 10 - Sá gamli góði Stöustu daga r! fimmtudag, Opið kl. 13 - 18 fóstudag, laugardag opið kl. 13 - 19 opið 10 - 16 VerÖiÖ er vœgt, varan er vönduö, flippuÖ og flott föt, skemmtilegar skífur, sbautlegt skart, sjúklegir skór, glaölegar gardínur og brosandi blóm Skífan, Saumalist, Partý, Hans Petersen, Glæsiskórinn, Herrahúsið, í takt, Sonja, Blómalist, Studio, Liljan, Posidon, versl. Ntna, Taxí, Skóverslun Reykjavíkur, verslunin Eitt og annað, Antikverslunin, Snyrtivöru- og skartgripaskrínin o.fl. Og svo má enginn missa af þessum meiriháttar markaði!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.