Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1993 100 ára Vilborg Krisljáns- dóttir, Ölkeldu Ein af fyrstu konum í sveit á Snæfellsnesi sem ég kynntist veru- lega var Vilborg Kristjánsdóttir hús- freyja á Ölkeldu í Staðarsveit. Atvik- in höguðu því svo að ég varð að vera á heimili hennar nokkra daga, ég vil segja ógleymanlega daga. Það verð ég að segja að viðmótið og hlýj- an geymast enn í þakklátum huga mínum. Skuggi hefur ekki fallið á okkar fyrstu kynni. Ég má heldur ekki gleyma hús- bóndanum, eiginmanni hennar, Gísla Þórðarsyni, né þeim sem tóku síðar við húsráðum á Ölkeldu. Það var eins með kynnin, þau hafa haldist. Nú þegar þessi vinkona mín á í dag hundrað ára afmæli og hefur staðið sig vel í straumi lífsins, má ekki minna vera en að hún fái þakk- arkveðjur og hamingjuóskir frá mér og mínum. Þökk sé þér fyrir góða samfylgd. Guð blessi þig. Árni Helgason. Kvæðið Sveitasæla eftir Stein- grím Thorsteinsson var ort í Dan- mörku, er hann var við nám í Hafn- arskóla og eitt erindið hljóðar þann- ig: Léttfætt lömbin þekku leika mæðrum hjá, 3M Lím sæll úr sólskins brekku smalin horfir á. Kveður lóu kliður, kyrrlát unir hjörð; indæll er þinn friður, ó, mín fóstuijörð. Sveitasæla Steingríms er ákaflega fallegt kvæði og kom í huga minn þegar ég fór að hugsa til ömmu minnar Vilborgar Kristjánsdóttur frá Ölkeldu, sem verður hundrað ára í dag, 13. maí. Steingrímur hefur eflaust haft fólk og landslag á Snæfellsnesi í huga þegar hann orti þetta kvæði. Á sama hátt beinast hugsanir mínar til þín á Ölkeldu, þegar ég les þetta kvæði. Ég átti því láni að fagna að vera í sveit á hveiju sumri á Ölkeldu, alveg fram að sextán ára aldri, og til viðbótar heilan vetur sem ég dvaldi hjá þér og Badda. Ölkelda var og er fyrir mér paradís þessa heims og þú varst miðpunkturinn. Alltaf varst þú glöð og skilningsrík bæði gagnvart mér og öðrum börnum og unglingum sem á Ölkeldu voru. Vinnudagur þinn var langur og erfiður. Þó þú hafir verið á sjötugs aldri á þeim tíma, þá voru afköst þín óvenju mikil. Á kvöldin lá ég í rúminu og hlustaði á umræður ykk- ar afa, því að hljótt var og samræð- ur ykkar heyrðust greinilega milli herbergja. Þið rædduð um viðburði dagsins og þið rædduð um það mál sem þurfti að taka á. Mér er minnis- stæð sú umhyggja, ást og virðing sem þið sýnduð hvort öðru. Á kvöldin last þú upphátt greinar og fréttir úr Tímanum fyrir afa, ekki af því að afi væri ólæs, heldur vegna þess að greinar og fréttir í blöðunum voru ykkar umræðu- grundvöllur. Víðsýni ykkar í lands- og heimsmálum var einstakt. Þrátt fyrir langan vinnudag gafstu þér tíma til að lesa bækur eftir innlenda og erlenda höfunda. Oft sátum við niðri í eidhúsi og þú sagðir frá því sem þú hafðir les- ið, en best var þegar þú sagðir frá viðburðum sem höfðu átt sér stað í gamla daga. Þú hafðir mjög gott minni og þær sögur og ævintýri sem þú sagðir mér eru óteljandi. Prjónavélin sem var inni í borð- stofu er heill kapítuli út af fyrir sig. Þú pijónaðir mikið á þessa vél og marga flíkina hefur þú pijónað á mig. Ég minnist margra yndislega stunda inni í borðstofu, þar sem þú söngst eða sagðir okkur krökkunum á Ölkeldu sögur og taktfasta pijóna- vélarhljóðið og fjarlægar drunur ljósavélarinnar hljómuðu í bak- grunni. Þessar stundir eru mér ógleymanlegar. Einn daginn kom ég grátandi inn í borðstofu þar sem þú sast við pijónavélina. Ég hafði verið að klifra yfir gaddavírsgirðingu, dottið og rif- ið buxumar og það blæddi úr hnénu. Þú huggaðir mig og skildir fljótt að ég grét mest yfir nýju buxunum mínum sem nú yrðu bættar og ekki lengur nýjar. Þú klappaðir mér á kinnina og sagðir: „Það er allt í lagi að ganga í bættum buxum, en aðal- atriðið er að það slær gott hjarta í bijósti þess sem gengur í þeim.“ Örið eftir sárið er nú horfið, en orð- um þínum hef ég ekki gleymt. Þú varst ákaflega skilningsrík gagnvart okkur börnunum og ungl- ingunum sem voru Ölkeldu í sumar- dvöl eða í skóla, en barnaskóli var í mörg ár á Ölkeldu og kennslan' fór fram í gamla húsinu ykkar afa. Þú hafðir þá einstöku eiginleika að skynja samhengi hlutanna og setja þig inn í líðan bama og unglinga án þess að hlutimir eða tilfinning- WM . ,Réttu dælurnar SJAVARUTVEGUR FISKIMJÖLSIÐNAÐUR slógdælur - þvottadælur - þrýstiaukadælur FRAVEITUR ✓ I hverju dœluverkefni er mikilvœgast að nota réttu dæluna. Við bjóðum jjölbreytt úrval afdœlum, faglega ráðgjöf og varahlutaþjónustu. Leggðu óskir þínar og þarfir fyrir sölumenn okkar og þeir leysa dælumál þín á hagkvœman hátt. EFNAIÐNAÐUR málningardælur - olíudælur o.fl. BYGGINGARIÐNAÐUR brunndælur - jarðvatnsdælur = HÉÐINN = V E R S L U N SELJAVEGI 2 SÍMI 624260 arnar hafði verið orðaðar. Ég heyrði þig aldrei hallmæla nokkrum manni og þú varst alltaf jákvæð í samskipt- um þínum við fólkið í sveitinni og gagnvart gestum sem á bæinn komu. Það veganesti sem þú gafst mér amma, hefur reynst mér ómetanlegt og ég er örugglega ekki sá eini af afkomendum þínum sem hefur notið góðs af kærleika þínum og um- hyggju. Lokaerindið í kvæði Steingríms fjallar um sveitina, sem þér þykir svo vænt um og sem aldrei verður eins án þín. 0, þú sveitasæla, sorgar lækning bezt, værðar-vist indæla, veikum hressing mest. Lát mig lúðan stríðum, loks, er ævin dvín, felast friðarblíðum faðmi Guðs og þín. Gísli Þórmar Þórðarsson, Árósum í dag, 13. maí, á Vilborg Krist- jánsdóttir fyrrverandi húsfreyja á Ölkeldu í Staðarsveit 100 ára af- mæli. Hún er fædd á Hjarðarfelli í Miklaholtshreppi og ólst þar upp í stórum hópi systkina, bæði alsyst- kina og hálfsystkina. Er sá þáttur í lífi hennar allsérstæður, en verður ekki ekki rakinn hér í þessum fáu línum. Hún fluttist að Ölkeldu árið 1915 og hóf búskap með eiginmanni sín- um, Gísla Þórðarsyni, sem raunar hefði búið þar um nokkurra ára skeið með móður sinni. Þau Vilborg og Gísli eignuðust sjö börn en þau eru: Þórður, bóndi og kennari á Ölkeldu II, Elín, húsfrú í Reykjavík, Alexander, látinn, dvald- ist með foreldrum sínum á Ölkeldu, Hjörtur, bóndi á Fossi, nú búsettur í Borgarnesi, Ólöf Fríða, húsfrú í Hrosshaga í Biskupstungum, Guð- bjartur, bóndi á Ölkeldu, nú látinn, og Lilja, húsfrú í Reykjavík. Þegar Vilborg kom að Ölkeldu hafði hún með sér ungan bróðurson sinn, Kristján Guðbjartsson, sem upp frá því ólst upp hjá þeim Ölkeldu- hjónum. Hann bjó um árabil á Búð- um og síðan á Hólkoti. Hann var hreppstjóri í Staðarsveit og er nú búsettur á Akranesi. Það var ekki auður í búi hjá þeim hjónum frekar en öðrum fyrstu bú- skaparárin. Til þess að tryggja af- komu heimilisins stundaði Gísli sjó- mennsku um árabil. Hann var dug- andi sjómaður og var meðal annars skipstjóri á fiskiskútum á þessum árum. Af þessu leiddi að Vilborg varð að hafa á hendi alla stjórn heim- ilisins bæði úti og inni. Eftir að Gísli hætti sjómennsku og sneri sér alveg að búskapnum hlóðust á hann ýmis störf fyrir sveit- arfélagið. Hann var um árabil odd- viti og sýslunefndarmaður auk fleiri starfa fyrir sveitina. Um langa hríð var skólahald á heimili þeirra hjóna og tóku þau þá börn til dvalar á heimili sitt. Mér er vel kunnugt um að frá þessum árum eiga nemendur margar góðar minningar frá dvölinni á heimili þeirra Ölkelduhjóna. Allt þetta leiddi til þess að störf húsfreyjunnar urðu fjölbreytt og er- ilsöm á svo fjölmennu og gestkvæmu heimili, en jafnan var tekið þar á móti gestum af mikilli alúð og gest- risni. Vilborg missti eiginmann sinn árið 1962, en dvaldist eftir það með Guðbjarti syni sínum á Ölkeldu. Eft- ir lát hans var hún í skjóli Þórðar sonar síns og fjölskyldu hans meðan heilsa leyfði. Síðustu árin hefir hún dvalist á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi og notið þar umhyggju og góðrar aðhlynning- ar. Á þessum merka degi senda sveit- ungar Vilborgar henni góðar óskir og þakklæti fyrir samfylgdina á langri ævi. Kristjana og Þráinn. F.v. Gerður Þórarinsdóttir, frá „Inner Wheel“, Helga Ingólfsdóttir, frá Umsjónarfélagi einhverfra, Unnur Oskarsdóttir, forseti „Inner Wheel“, Jarþrúður Þórhallsdóttir, formaður Umsjónarfélags ein- hverfra, og Olafur Siguijónsson frá Umsjónarfélagi einhverfra. Einhverfum berst framlag FORSETI „Inner Wheel“, félags eiginkvenna Rotary manna, á ís- landi, Unnur Óskarsdóttir, hefur fært Félagi einhverfra 100.000 kr. að gjöf, eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu. Gjöfinni veitti viðtöku Jarþrúður Þórhallsdóttir, formaður Umsjónar- félags einhverfra. Margir úr þeirra hópi eiga erfitt með að nema hljóð úr umhverfínu á réttan hátt og geta hljóð sem aðrir tæpast greina valdið einhverfum nánast óbærilegum sárs- auka. Hægt er að koma til móts við slíkt ofurnæmi með sérstakri heyrn- arþjálfun og verður gjöfínni varið til þess að greiða götu hennar hér á landi. CAP Fjallahjólabúðin G. Á. Pétursson hf. Faxafeni 14, Sími 685580 LEIÐANDIILAGU VERÐIA FJALLAHJOLUM USA - Japan - Hátækni - Gæði - Gott verð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.