Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 33
33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1993 Morgunblaðið/Rúnar Þór Veiddu 113 síli og tvo fiska á hrífu „VIÐ erum að veiða síli og erum búin að fá sex,“ sögðu vinkonurnar Dröfn, Hjördís og Aníta sem voru við sílaveiðar í Leirutjöm ásamt Þorsteini Mána í af- bragðs vorveðri. Stúlkumar voru fegnar að vera bún- ar í skólanum og geta farið út að leika sér í góða veðrinu. Á góðviðrisdögum fara þær gjarnan niður. að tjöm og una sér við veiðiskap. Sílin sem þær vom að veiða á tjamarbakkanum ætluðu þær að eiga. „Svo sleppum við þeim bara aftur í tjömina þegar þau verða svöng,“ sögðu þær og áætluðu að hungrið færi að sverfa að sílunum að nokkmm dögum liðnum. Eitt sinn veiddu vinkonumar 113 síli í fötuna sína og tvo fiska, urriða og bleikju. „Við veiddum fiskana á hrífu," sögðu þær stoltar. „Við notum hrífuna til að raka þangið upp á bakkann og svo ef maður leitar vel í þanginu þá em kannski fískar þar,“ sögðu veiði- félagamir sem lítið dálæti höfðu á marflóm og létu þær alveg eiga sig. Golfskóli fyrir böm í sumar GOLFSKÓLI Davids og Golfklúbbur Akureyrar bjóða upp á golfnámskeið fyrir börn sem eru fædd 1980 til 1985 í sumar og verður hvert námskeið í einn mánuð í senn. Námskeiðin verða þijú og byrjar það fyrsta 1. júní, en þau standa yfir í fjóra tíma á dag, frá kl. 10 til 14. SSSól í 1929 FYRSTU tónleikar hljóm- sveitarinnar SSSól af 38 í sumar verða á skemmtistaðn- um 1929 annað kvöld. Leikin verða vinsælustu lög hljómsveitarinnar, og einnig lög af tveimur hljómplötum sem væntanlegar eru frá henni. Nýr hljómborðsleikari SSSól, Akureyringurinn Atli Örvarsson kemur fram með hljómsveitinni í fyrsta skipti annað kvöld. í kvöld, fimmtudagskvöld, verð- ur unglingadansleikur í 1929, fyr- ir 16 ára og eldri og þar verða nýjustu tónlistarmyndböndin spil- uð. Aðalmarkmið námskeiðanna verð- ur að kenna börnunum öll helstu grundvallaratriði golfsins, svo sem golfgripið, golfsveifluna, golfstöð- una, púttin, golfreglumar og um- gengni um golfsettið og golfvöllinn. Aðalkennari verður David Bamw- ell sem er hámenntaður golfkennari frá Englandi, en hann talar góða ís- lensku og honum til aðstoðar em tveir af okkar efnilegustu golfleikur- um, þeir Sigurpáll Geir Sveinsson og Örn Arnarson. Grillveisla Innifalið í námskeiðsgjaldi, sem er 5.000 krónur, em öll golfáhöld til æfinga og golfboltar, þá verður boð- ið upp á léttan kaffitíma þannig að börnin þurfa ekki að koma með nesti og í lok hvers námskeiðs verður hald- in grillveisla þar sem öllum þátttak- endum verður veitt viðurkenning frá golfskólanum. Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga á Akureyri Þorrijafnréttisnefnda sveitarfélaga óvirkur ÖRFÁUM jafnréttisnefndum á landinu hafa verið sköpuð þokkaleg starfsskilyrði, en á fyrsta landsfundi jafnréttisnefnda sveitarfélaga sem haldinn var á Akureyri nýlega var vakin athygli á því að lögum samkvæmt eiga að vera starfandi jafnréttisnefndir í 52 sveitarfélögum. I reynd hafa aðeins 37 sveitarfélög skipað slíka nefnd og er meginþorri þeirra óvirkur, aðrar starfa við lítinn skOning sveitarstjórna, en örfáum hafa verið sköpuð þokkaleg starfsskilyrði. Hátíðarhöld við höfnina á Húsavík 25 ára útflutnings á kísilgúr minnst í TILEFNI af þvi að liðin eru 25 ár frá því útflutningur á kísilgúr hófst verður efnt til hátiðahalda við Húsavíkurhöfn á morgun, föstu- daginn 14. mai, í boði Kísiliðjunnar, Celite Island og Eimskips, en Pétur Torfason stjómarformaður Kísiliðjunnar flytur ræðu og mun hann m.a. rekja sögu útflutnings á kísilgúr frá Húsavík. Aðrir ræðu- menn em þeir Jón Sigurðsson, iðnað- arráðherra, Halldór Blöndal, sam- gönguráðherra, Einar Njálsson bæj- arstjóri á Húsavík, Sigurður Rúnar Ragnarsson, sveitarstjóri Skútu- staðahrepps og Hörður Sigurgests- son forstjóri Eimskips. Reykjafoss mun lesta kísilgúr fán- um skreytt meðan á athöfninni stendur og gestum gefst einnig tæki- færi til að skoða vöruskemmu Kísil- iðjunnar við Norðurgarð. í ályktun frá landsfundi jafnréttis- nefnda sveitarfélaga kemur fram að brýnt sé að öllum jafnréttisnefndum sveitarfélaga verið sköpuð viðunandi starfsskilyrði sem fyrst og að sveit- arstjórnir kalli nú þegar á þær nefndir sem em óvirkar til starfa. Jafnframt telur fundurinn brýnt að eftir sveitarstjórnarkosningar 1994 komi sveitarstjórnir að þessum mála- flokki með sama hugarfari og einurð og áð öðrum lögbundnum verkefn- um. Virktafl Þá skorar landsfundurinn á alla stjómmálaflokka, félagsmálaráð- herra, Skrifstofu jafnréttismála og stjóm Sambands íslenskra sveitarfé- lag að vinna markvisst að því að jafnréttisnefndir sveitarfélaga verði virkt afl í sérhveiju sveitarfélagi. Á meðan á landsfundinum stóð var afgreidd á Alþingi þingsályktun- artillaga ríkisstjórnarinnar um fram- kvæmdaáætlun á sviði jafnréttis- mála og fagnar landsfundurinn þeirri afgreiðslu Alþingis og skorar á félagsmálaráðherra að láta ákvæði áætlunarinnar um jafnréttisráðgjafa koma til framkvæmda sem fyrst. Morgunblaðið/Rúnar Þór Hjálmurinn bjargaði Brynju Völu FÉLAGAR í Kiwanisklúbbnum Kaldbak á Akureyri hafa síðustu ár gefið öllum sjö ára börnum í bænum reiðhjólahjálma og nýlega af- hentu þeir börnunum hjálmana á í þriðja sinn. Brynja Vala Guðmunds- dóttir sem á heima í Munkaþverárstræti var ein þeirra fyrstu sem fékk reiðhjólahjálm frá Kiwanismönnum Júlíus Fossdal Arasyni, Áma Harðarsyni og Oddgeiri Siguijónssyni. Þegar Brynja Vaia hún var úti að hjóla fyrir nokkru datt hún fram fyrir hjólið og lenti á höfðinu. Hún var með hjálm sem klofnaði nánast í tvennt og er talið að það hafi bjargað því að ekki fór verr. Fleiri aðilar hafa tekið upp sið Kaldbaksmanna. Kiwanismenn á Dalvík hafa gefið sjö ára börn- um þar hjálma og kvenfélögin í Eyjafjarðarsveit hyggjast vera með á næsta ári. Kosið í FYRSTU mál á dagskrá síðasta fundar Alþingis síðastliðinn laug- ardag voru kosningar fulltrúa í ýmis ráð og stofnanir, s.s. At- vinnuleysistryggingarsjóðs, Hús- næðistofnunar ríkisins, Áburðar- verksmiðju ríkisins. Kosið var í alls sjö stofnanir og ríkisfyrirtæki. Kosið var eftir listum en ekki voru fleiri tilnefndir heldur en velja þurfti. 1) Aðalmaður í stjóm Avinnuleys- istryggingarsjóðs í stað Jóns Agn- ars Eggertssonar var valinn Þórður Ólafsson Þorlákshöfn. Varamaður var kjörinn Guðmundur Gylfi Guð- mundsson hagfræðingur. 2) Varamaður í bankaráð Lands- sUórnir ríkisstofnana bankans í stað Ragnheiðar Svein- bjömsdóttur var valin Sigrún Magn- úsdóttir borgarfulltrúi. 3) Aðalmenn í stjóm Þróunarsam- vinnustofnunar íslands til næstu fjögurra ára voru valdir: Guðmundur Ámason skrifstofustjóri, Ingvar Gíslason fyrrverandi alþingismaður, Kristján Ingvarsson verkfræðingur, Ingunn Jónasdóttir kennari, Magnús Á. Magnússon háskólanemi, Hólm- fríður Garðarsdóttir kennari. Varamenn vom valdir: Ásgeir Guðlaugsson forstöðumaður, Ólafur Þ. Þórðarson alþingismaður, Margrét Sigurgeirsdóttir kennari, Maríanna Traustadóttir, Valgerður Guðmunds- dóttir bæjarfulltrúi, Nína Helgadóttir mannfræðingur. 4) Aðalmenn í stjórn Húsnæðis- stofnunar ríkisins voru kjörin: Þór- hallur Jósepsson deildarstjóri, Hákon Hákonarson vélvirki, Gunnar S. Bjömsson byggingarmeistari, Krist- inn H. Gunnarsson alþingismaður, Magnús Nordal héraðsdómslögmað- ur, Jónína Óskarsdóttir bæjarfull- trúi, Kristín Jónsdóttir skrifstofu- stjóri. Varamenn í stjóm stofnunarinnar vom kjörin: Gunnlaugur Sævar Gunniaugsson framkvæmdastjóri, Kristín Guðmundsdóttir deildarstjóri, Steingrímur J. Sigfússon alþingis- maður, Helga E. Jónsdóttir bæjar- fulltrúi, Petrína Baldursdóttir for- stöðumaður, Danfríður Skarphéðins- dóttir kennari. 5) I stjórn Menningarsjóðs vom valin sem aðalmenn: Bessí Jóhanns- dóttir sagnfræðingur, Áslaug Brynj- ólfsdóttir fræðslustjóri og Hlín Daní- elsdóttir fulltrúi. Varamenn í stjóm Menningarejóðs vom kjörin: Sigurður Bjömsson óperusöngvari, Unnur Stefánsdóttir fóstra og Hildur Kjartansdóttir versl- unarmaður. 6) Sjö menn voru valdir í stjóm Áburðarverksmiðju ríkisins: Egil Jónsson alþingismaður, Gunnar Sig- urðsson kaupfélagsstjóri, Bjami Helgason jarðvegsfræðingur, Bjami Guðráðsson bóndi, Jóhann Már Jó- hannsson bóndi, Kjartan Sigfússon fulltrúi. Stuttar þingfréttir íslenski fjárfestingarbankinn hf. í síðustu viku laust fyrir þing- lok var útbýtt, til kynningar, stjómarfmmvarpi um íslenska fjárfestingarbankann hf.. Fmmvarpið gerir ráð fyrir sam- einingu þeirra lánastofnanna sem ætlað er séretaklega að þjóna iðn- aðinum, þ.e. Iðnlánasjóðs og Iðn- þróunarejóðs. í fmmvarpi þessu er lagt til að sjóðimir verði sam- einaðir um leið og Iðnþróunarejóð- ur verður að öllu leyti eign rfkis- sjóðs en rekstur þeirra verður samhæfður undir einni stjóm. Sjóðirnir myndi stofn í nýjum fjár- festingarbanka sem verði í upp- hafi í sameign samtaka iðnfyrir- tækja og ríkissjóðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.