Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1993 H- Endurkoma Krists Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Alice A. Bailey: Endurkoma Krists. Þýðing: Leifur Sörens- en. Prentverk: Prentsmiðjan Oddi hf. Útgefandi: Bókaútgáf- an Geislar. Ég man undrun mína, er ég sem stráklingur heyrði séra Friðrik Rafnar halda því fram í jólahug- vekju á Sal MA: Að hafi verið þörf á sendingu Krists til jarðar á sinni tíð, þá væri mun meiri þörf á komu hans nú. Hvernig hann rökstuddi þessa fullyrðingu, man ég ekki lengur, en ég skynjaði orðin sem bænakall skelfdrar sálar sem brann í eldi vitfirringar brjál- semi stríðsins. Sama kennd greip mig við lest- ur þessarar bókar: Skelfing sálar sem ráfar um í rústum vítis á jörðu, þar sem ekki aðeins hold rotnar af beinum í skófari systk- ina, heldur er þessi för um brot- haug fallinna verðmæta er mann- kyn hefir talið til gilda: Staðnaðrar guðfræði; heimspeki og hagkerfa. Og sálin skelfd hrópar uppí hnattahylinn, finnur í „Ákallinu mikla“ von um betri, réttlátari tíð. Kall þessarar sálar ekki eitt, og því langt í frá tíst í stormi ísnála- vetrar, heldur rísandi voralda brennandi hjartna sem upplýst eru af sonum Guðs, einkum Búddha og Kristi; launhelgum og þeim bjarma er dýrahring stjörnuspek- innar fylgir. Enginn „skildi til fulls Áformið, markmið þess, tækni og lögmál, orku þess (þ.e. kærleik- ann) og náið og vaxandi samband milli andlegu helgistjórnarinnar og mannkynsins" sem Kristur, og því notaði hann (með fullu tungli í júní 1945) „Ákallið mikla“, skráð niður af aganemum hans, til þess að flýta fyrir þroska mannkynsins, svo það skynji og skilji hann, er hann kemur til uppfyllingar Áformsins. Að sú stund nálgist óðfluga efast höfundur ekki um, les það ekki aðeins úr kreppu- ástandi heimsins, heldur líka með auga á störfum helgistjómarinnar sjálfrar. Það gerir Bailey undir handarkrika tíbetsks munks. Síð- an rökstyður hún mál sitt, túlkar Alice A. Bailey gamla speki á nýjan hátt. Það ljómar vissulega af henni í and- dyri nýrrar aldar, fögnuður orða hennar slíkur, að þýdd hafa þau verið á yfir tug tungna svo eyru mættu heyra. Væri ég að skrifa um verkið í bókmenntatímarit myndu spurnir mínar og andsvör fylla margar síður, en í blaðagrein á slíkt ekk- ert erindi, sýnir hins vegar einn af kostum þessa verks, að það vekur spurnir sem knýja á um svör. Því á bókin erindi til fólks, er auðgandi lestur. Að verkið sé innblásin speki er þó órafjarri mín- um skilningi. Mestan hljómgrunn í bijósti mér fann ég með þeirri fullyrðingu, að trúarbrögðin öll þurfa að láta af hrokanum „ég á sannleikann allan“, takist í hendur og leiðist í átt til skaparans, hlýða á hjartslög hans, svo mannkyn og jörð megi enn lifa. Bókin er mikið verk, yfir 200 síður, skipt í sjö kafla, auk niður- lags, atriðaorðaskrár og orðskýr- ingar. Já, í engu til sparað að búa vel úr garði. Þýðingin er mjög góð, lipur og tær, aðdáunarvel unnið vanda- verk. Próförk vel lesin, þijár villur varla mikið, enda augljósar. Prent- verk frábært. Vekjandi bók. MENNING/LISTIR Myndlist Hjördís Frímann sýnir í Galleríi Sævars Karls Hjördís Frímann sýnir málverk í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti 9, 14. maí til 9. júní. Hún er fædd 1954 og stundaði nám við Myndlist- arskóla Reykjavíkur 1978-1981 en fór síðan til náms við School of the Museum of Fine Arts í Boston. Það- an útskrifaðist hún vorið 1986. Einkasýningar: Nýlistasafnið 1987, Gallerí List 1988, Ásmundar- sal 1990. Samsýningar IBM 1987. Sýningin er opin á verslunartíma á virkum dögum frá klukkan 10-18 og á laugardögum frá klukkan 10-14. Gallerí Hlaðvarpinn 12. maí opna Margrét Valgerðar- dóttir, Dóra Halldórsdóttir og Ág- ústa P. Snæland sýningu á hugverk- um sínum úr margvíslegum efniviði í Galleríi Hlaðvarpans, Vesturgötu 3, 2. hæð. Sýninguna nefna þær „Hugarflug og hvunndagsgleði" til að benda á að meginmarkmiðið við gerð hlut- anna er leikur hugar og handa við gleði og sköpun. Sýningin stendur til 23. maí og er opin alla daga milli klukkan 14-18. Tónlist Syrpa úr söngleikjum Á Hótel íslandi standa yfir æfing- ar á syrpum úr söngleikjunum Cats, West Side Story og fleirum. Söng- smiðjan stendur fyrir þessari stór- skemmtun sem verður frumsýnd 19. maí, þar sem fram koma nemendur og kennarar smiðjunnar, Kór ís- landsbanka og fleiri gestir. Þessi sýning er afrakstur vetrarstarfs Söngsmiðjunnar. U.þ.b. eitt hundrað manns taka þátt í sýningunni. Kynn- ir kvöldsins verður Þorgeir Ástvalds- son og hljómsveitin Júpíters spilar. Forsala aðgöngumiða er hjá Söng- smiðjunni Engjateigi 19, Listhúsi í Laugardal, sími 682455. Borða- pantanir verða á Hótel íslandi alla daga milli klukkan 13 og 17 í síma 687111. Leiklist Arnarstapi, Snæfells- nesi Dagana 30. maí til 12. júní nk. verður haldin í sjöunda skipti alþjóð- leg leiksmiðja að Arnarstapa á Snæ- fellsnesi. Leiðbeinandi verður leik- stjórinn Kevin Kuhlke, en hann starfar sem kennari við tilraunaleik- listardeildina í „New York Univers- ity“, þar sem fjöldi íslenskra leikara hefur stundað nám. Þessa 12 daga verður unnið markvisst jafnt úti undir berum himni sem innan dyra að því að styrkja kraft, þol og sköp- un leikarans. Leiksmiðjan er öllum opin en fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Þátt- tökugjald er krónur 30.000 (ferðir, uppihald, gisting). Bókaútgáfa Orators „Mistök í þinglýsing- réttarreglur“ BÓKAÚTGÁFA Orators hefur gefið út bókina Þinglýsingar eft- ir Þorgeir Örlygsson, prófessor við lagadeild Háskóla Islands. Bókin sem ber undirtitilinn „Mis- tök í þinglýsingum - réttarreglur", skiptist í sjö kafla. í fyrsta kafla bókarinnar er fjallað um hugtakið þinglýsingu og meginþýðingu henn- ar. I öðrum kafla er fjallað um eðli þinglýsingar og málskotsreglur þinglýsingarlaga. Þriðji kafli fjallar um heimildir þinglýsingarstjóra til þess að endurskoða úrlausnir sínar í þinglýsingarmálum. Fjórði kaflinn, sem er lengsti kafli bókarinnar, fjallar um leiðréttingu á röngum færslum og öðrum mistökum, sem verða við þinglýsingar. Er það meg- inviðfangsefnið að skýra, hvað telj- ist til þinglýsingarmistaka, hvernig úr þeim verði bætt og hver skuli bera halla af mistökunum. í fimmta kafla er fjallað um bráðabirgðavemd réttinda og í þeim sjötta um það tilvik, þegar eldri réttindi víkja fyrir yngri réttindum vegna mistaka við þinglýsingar. Sjöundi kafli bókarinnar fjallar um bótaskyldu ríkissjóðs vegna þing- lýsingarmistaka. Bókin er ætluð til kennslu við lagadeild Háskóla íslands og sem handbók fyrir starfandi lögfræð- inga og aðra þá, sem láta sig réttar- vernd eignarréttinda varða. ítarlegar laga-, dóma og atriðis- í dag, klukkan 12.45, leikur Auður Hafsteinsdóttir, fíðluleik- ari, Ballet IV, eftir Jónas Tómas- son og Echoes of the Past, eftir Sunleif Rasmussen. Næstu tónleikar verða svo laug- orðaskrár auðvelda notkun bókar- innar, en einnig eru lög og reglu- gerð um þinglýsingar birt í bókarlok ásamt sýnishornum ýmissa skjala, sem mjög eru til skýringarauka við lestur bókarinnar. Bókin er 275 blaðsíður að lengd. Höfundur bókarinnar er prófess- or við Lagadeild Háskóla íslands og eru kennslugreinar hans m.a. á sviði kröfu-, eignar- og veðréttar. ardaginn 15. maí, klukkan 16.00, þegar Bryndís Halla Gylfadóttir leikur á selló og á sunnudaginn, 16. maí, klukkan 12.45, en þá leik- ur Einar Jóhannesson á klarinett. Tónlist á Borealis í SAMVINNU við íslenska tónverkamiðstöð, munu tónlistarmenn úr Kammerhópnum Ými koma fram á tónleikum í Listasafni ís- lands meðan á sýningunni Borealis 6 stendur. Tónleikarnir verða þrisvar sinnum í viku og taka 15 til 20 mínútur í senn. i I I Mannfræði og persónusaga Bókmenntir Erlendur Jónsson SAMTÍÐARMENN. Upplýs- ingar um ævi og störf tvö þúsund íslendinga. 749 bls. Ritstj. Vil- helm G. Kristinsson. Vaka- Helgafell. 1993. Samtíðarmenn er mikið rit og veglegt. Þetta er í fjórða skiptið, telst mér, sem æviskrár af þessu tagi eru saman dregnar og út gefn- ar (stéttatöl og skólatöl ekki með- talin). Brynleifur Tobíasson var höfundur hins fyrsta. Rit hans kom út fyrir hálfri öld. Brynleifur gerði sér far um að safna saman ævi- skrám »merkra manna« sem svo er kallað, einkum þeirra sem starf- að höfðu í opinbera þágu. Samtíðar- menn fylgja svipaðri línu. En tímar eru breyttir og ber ritið að sjálf- sögðu svipmót þess. Jafnvel hug- myndin um hvað sé merkur maður hefur breyst eins og annað. Ritstjór- inn upplýsir að valið hafi verið í bókina með hliðsjón af »að viðkom- andi væri áberandi í íslensku þjóð- lífi um þessar mundir«. Þarna er mat fjölmiðlaþjóðfélagsins sem sé komið til sögunnar. í ritinu eru ekki aðeins landstólpar stjórnkerfis- ins og afreksmenn á sviði bók- mennta og lista heldur líka íþrótta- stjörnur og frægðarpersónur úr skemmtanalífinu, að ógleymdum fréttamönnum sem við sjáum dag- lega á skjánum eða hlustum á í útvarpi. Sakni maður heiðursmanna sem að sumra dómi ættu þarna að vera en eru þar ekki er ástæðunnar meðal annars að leita í ofangreindu vali. Stöku maður, sem leitað var til, mun þó hafa kosið að sín væri að engu getið. Þó má vera að slíkir séu færri hér en í fyrri ritum af svipuðu tagi. Vegna daglegs fréttaflaums og hraðans í nútímalífinu getur maður orðið landskunnur í einu vetfangi, en er svo líka gleymdur um leið og hann hverfur af skjánum eða af síðum dagblaðanna. Þetta hefur rit- stjórn Samtíðarmanna haft í huga. Þá sem frægir voru á gömlu góðu árunum en hafa síðan staðið til hlés í sviptivindum dægurmálanna er ekki að finna í bók þessari. Ritið hefur verið unnið hratt en örugg- lega og er því bæði tímabært og í fullu gildi við útkomu. Þrátt fyrir afdráttarlausa vinnu- reglu hvað valið snertir hefur rit- stjórn verið vandi á höndum að velja og hafna. Frammámenn í at- vinnu- og félagslífi skipta hundruð- um. Og listamönnum fer ört fjölg- andi. Sér í lagi vekur athygli hve myndlistarmenn eru orðnir margir á landi hér. Einhveijir hljóta að hafa staðið á mörkum þess að fá þarna inni. Til að leysa þann vand- ann og dreifa ábyrgðinni kvaddi ritstjómin til liðs við sig hóp manna sem kunnugir eru hver á sínu sviði þjóðlífsins. Raunar er ritið unnið af fjölmennu starfsliði þó ritstjórinn sé aðeins einn. Að öðrum kosti hefði ekki verið unnt að vinna verkið á svo skömmum tíma sem raun ber vitni og nauðsyn krafði. Rit sem þetta verður ekki framar unnið af einum manni. Fróðlegt er að bera þarna saman æviskrár elstu og yngstu kynslóðar- innar. Unga fólkið hefur að jafnaði lengri, en þó fyrst og fremst fjöl- breyttari skóiagöngu að baki. Þeir sem luku prófum frá háskóla eða sérskólum á ámm áður létu flestir þar við sitja og hófu störf strax að námi loknu. Viðbótarnám erlendis er mun algengara nú og hvergi óalgengt að fólk fari landa á milli og setji fótinn inn fyrir þröskuld menntastofnana í mörgum löndum áður en það hverfur heim og tekur stefnu í lífinu. Sýnist þetta gilda jafnt um einstaklinga í viðskipta- og listalífi. Hvort þyngra vegur menntaþrá eða hagstæð námslán? Það verður ekki ráðið af æviskrám þessum. Ætla verður að fólk þetta hafi aflað sér menntunar samsvar- andi skólagöngu og sjónhringur þjóðarinnar sé þá víðari eftir en áður. Ekki eru liðnir margir áratug- ir síðan frönskumælandi Islendinga mátti telja á fingrum sér svo dæmi sé tekið. Flestöllum þýddum bókum, sem hér komu út, var þá snúið úr ensku eða dönsku! Nú er fólk, sem talar spænsku og ítölsku, og jafn- vel rússnesku, ekki lengur torfundið á Fróni hér. Nokkrir hafa numið í Japan og Kína eða viðlíka framandi löndum. Þá er það ættfræðin! Mun meiri áhersla er lögð á hana í þessum Vilhelm G. Kristinsson Samtíðarmönnum en í eldri sam- bærilegum ritum. Einnig að því leytinu kemur ritstjórnin til móts við þarfír tímans því ættfræðiáhugi er nú almennari en nokkru sinni fyrr; og mega raunar undur heita. Skýringarnar kunna þó að vera nærtækari en ætla mætti í fljótu bragði. Ein þeirra kann að tengjast þjóðlífsbyltingunni og þar með við- leitni borgarbúans að slitna ekki með öllu úr tengslum við uppruna sinn úti um byggðir landsins. Hitt vegur líka þungt að með ættfræðina að leiðarljósi er auðveldara að rekja sig eftir valdaþráðunum í þjóðfélag- inu; reyndar illmögulegt án hennar. Hvers vegna var þessi kosinn hér og hinn skipaður þar? Þannig er gjarnan spurt. Oftar en ekki er skýringanna að leita í venslum og skyldleika. Og fleira gagn má hafa af ættfræðinni. Sérhver ætt hefur sín einkenni. Þannig má fyrirfram geta sér til hvers sé að vænta af einstaklingi með hliðsjón af reynslu g þeirri sem þegar er fengin af skyld- * mennum. Ér ekki ósennilegt að ein- hver eigi eftir að fletta bók þessari f til að fá svar við þvílíkum spurning- um. Auðvitað notar margur svona rit ■ til að svala forvitni sinni, komast * að því hvað drifið hafí á dagana hjá þessum eða hinum. En æviskrár þessar geta líka haft hagnýtt gildi af ýmsu tagi. Og fræðigildi þeirra er alveg ótvírætt, bæði með sam- tímanum og ef til vill ekki síður í framtíðinni. Eða hvort mundi ekki vera fróðlegt að geta nú flett bók sem sýndi hverjir voru mest áber- andi fyrir hundrað árum? Það er nýtt að mynd fylgir hér með sérhverri æviskrá. Og mynd- birting bregður einatt léttari svip yfír rit sem fjallar svona beint um persónusögu. Því sjón er sögu rík- ari, eða er ekki svo? Kannski má , lesa út úr svipmótinu það sem ósagt I er látið í æviskránni! Ekki skal heldur látið hjá líða að benda á það sem kalla má kenni- í mark bóka sem Vaka-Helgafell sendir frá sér: Meiriháttar hönnun og stórglæsilegt útlit þar sem sam- I an fara góður smekkur og nýjasta tækniþekking. Sýnt er að útgef- andi, ritstjóri og starfslið allt hefur lagt metnað sinn í að gera þetta mikla rit sem best úr garði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.