Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1993 Skipstjór- innlengrí en skipið Minnsta skútan sem hefur siglt yfir Atlantshaf Liverpool. The Daily Telegraph. BRESKI siglingamaðurinn Tom McNally setti nýtt heimsmet á mánudag þegar hann lauk við að sigla einn þvert yfir Atlantshafið á skútu sinni, Veru Hugh. Felst metið í því, að skútan er sú minnsta, sem lagt hef- ur þessa leið að baki, aðeins 1,65 m á Iengd, fjórum sm styttri en kappinn sjálfur. McNally, sem er fimmtugur að aldri, lagði upp frá Portúgal í febr- úar og kom til Puerto Rico 130 dögum síðar en á leiðinni, á miðju Atlantshafi, lenti hann í árekstri við feiju og í 18 daga var svo mikið logn, að honum miðaði ekk- ert áfram. Þá var hann að mestu orðinn matarlaus fyrir mánuði. McNally segir, að hugsunin um unnustu sína, Ednu, hafi haldið sér við efnið en auk þess stytti hann sér stundir við lestur þegar því varð við komið. Hrá hrísgrjón og fiskur „Mesta áfallið var áreksturinn við feijuna en þá eyðilagðist rafall- inn. Ég hafði því ekkert rafmagn eftir það. Maturinn skemmdist líka og það sem eftir var ferðarinnar varð ég að éta hrá hrísgijón og fisk, sem stökk stundum beint upp í bátinn." Frá því Vera Hugh lagði upp frá Sagres í Portúgal sigldi hún um 50 mílur á dag til jafnaðar. McNally ætlar að hvíla sig á Pu- erto Rico um stund en síðan hyggst hann halda siglingunni áfram til Bandaríkjanna. Hann ætlaði raunar að vinna þetta sigi- ingaafrek fyrir 10 árum en þá gafst hann upp þegar báturinn hans, sem var örlitlu stærri en Vera Hugh, skemmdist í árekstri við rússneskan togara þegar hann átti skammt eftir ófarið. Heim í flugvél McNally segist helst vilja sigla sömu leið til baka en hann hefur lofað unnustu sinni að koma heim með flugvéi. „Ég elska hafið,“ segir McNally, „en ég ann Ednu ennþá meira.“ Upptökur af rifrildi Díönu og Karls vegna sonanna „Hefurðu velt fyr- ir þér afleiðingnm forræðisbaráttu?“ — spurði prinsessan en Karl gekk snúðugur á braut London. Reuter. BRESKA æsifréttablaðið Sun fullyrðir að leyniþjónustan, MI5, hafi hlerað og tekið upp á segulband samtöl Karls ríkisarfa og Díönu prinsessu í nóvember sl., mán- uði áður en þau skýrðu frá skilnaði að borði og sæng. í nýrri bók blaðamanns Daily Mirrors, James Whitakers, er tekið undir þetta og sagt að MI5 hafi árum saman hlerað alla konungsfjölskylduna. Whitaker gefur í skyn að Karl hafi sæng- að hjá vinkonu sinni, Camillu Parker- Bowles, aðeins tveim dögum áður en hann kvæntist Díönu. Þingmaður Verkamanna- flokksins krefst nú opinberrar rannsókn- ar á meintum hlerunum MI5. Kenneth Clarke, innanríkisráðherra er fer með málefni leyniþjónustunnar, sagði í gær að engar sannanir væru fyrir staðhæfing- unum, þær væru „firra“. Áður hafa komið fram ásakanir um að leyniþjónust- an hafi hlerað einkasímtöl Karls og Díönu við meinta ástkonu og elskhuga en MI5 hefur vísað þessum ásök- unum á bug. Clive Soley, þingmaður Verkamanna- flokksins, sagðist í gær telja ótrúlegt að leyniþjónust- an hefði verið að verki en hvað sem því liði væri nauðsynlegt að láta kanna málið. Vinarbragð Whitaker fjallar um málefni hirðarinnar í Daily Mirror sem er blað af svipuðum toga og Sun. Hann segir að tii séu snældur með mörg hundruð stunda upptökum, meira að segja einkasamræður Elísabetar drottningar hafi verið teknar upp. Whitaker sendi frá sér nýja bók, „Díana gegn Karli“, í gær og er hún sögð geta valdið miklu íraf- ári enda birtir í henni langir kaflar af snældunum. Hann segir að starfsmenn í Buckingham-höll hafí tekið þátt í hlerunum, einnig átt hlut að því að sverta Díönu í augum almennings. Jafnt Sun sem Whitaker segjast hafa undir höndum upptökur með samtölum Díönu og ónafngreinds manns og er talið að þar með sé búið að leggja drög að næsta þætti í fjölmiðlafár- inu vegna hjónabands ríkisarfans. Talsmaður Sun segir að vinur Díönu, starfsmaður hjá leyniþjónustunni, hafi á sínum tíma útvegað henni snældu með meintu samtali Karls og Parker-Bowles er birt var og olli svonefndu „Camillagate“-máli. „Hvernig vogarðu þér... ?“ Sun segir að hjónin hafi verið stödd á sveitaheim- ili sínu, Highgate, og hafi rifist hástöfum um syni sína tvo, Vilhjálm og Hinrik. „Hefurðu nokkurn tíma Reuter Hljóðnemi í blómvendinum? DÍANA prinsessa á leið á samkomu í stofnun fyrir alnæmissjúklinga í gær. Bresk æsifrétta- blöð fullyrða að leyniþjónustan, MI5, hafi hlerað einkasamtöl konungsfjölskyldunnar árum saman og tekið þau upp á segulband. velt fyrir þér afleiðingum forræðisbaráttu?" spyr Díana. Bæði vildu fá að vera meira með drengjunum og vildu að verkefnum sem fela átti þeim samkvæmt dagskrá yrði hagað í samræmi við þær óskir. „Vertu nú einu sinni sanngjarn við mig,“ segir Díana. „Hvemig vogarðu þér að vera svona ósvíf- inn?“ Karl svarar: „Þú skalt ekki dirfast að heimta að ég taki tillit til þín. Hvernig í fjandanum hefurðu eiginlega þor til að segja þetta?“ Hún segir honum að vera ekki barnalegur en hann geldur í sömu mynt, segir henni að haga sér éins og fullorðin manneskja. „Eg tala við þig á morgun,“ segir hann. „Ég held nú ekki,“ svarar hún. Karl heyrist segja „Góða nótt“ en Díana: „Ætlarðu að gera svo vel að koma hingað?“ Sérfræðingur í öryggismálum, James Rusbridge, er starfaði hjá MI6, sem annast njósnir erlendis, tel- ur líklegra að annaðhvort Karl eða Díana hafí sjálf látið taka samtölin upp á laun en að MI5 hafí verið á ferðinni. Frá Kabúl. Arásir á Kabúl SVEITIR harðlínu-múslima skutu í gær meira en 300 sprengjum og eldflaugum á höfuðborg Afganist- ans, Kabúl, og féllu 15 manns auk þess em hundruð særðust. Sveitirn- ar eru hliðhollar Gulbuddin Hekm- atyar, shítaleiðtoga er nýtur stuðn- ings Irana. Honum var nýlega faiið embætti forsætisráðherra til að reyna að kveða niður deilur stríð- andi skæruliðahópa en ekki hefur náðst samstaða um stjórnarmyndun milli hans og forsetans er nýtur stuðnings flestra skæruliðahóp- anna. Cezanne á 1.800 millj. KYRRALÍFSMÝND eftir franska málarann Paul Cezanne seldist á uppboði hjá Sotheby’s í New York í gær fyrir 28,3 milljónir Banda- ríkjadollara eða nær 1.800 milljónir króna. Fjárhæðin kom mjög á óvart, búist hafði verið- við að myndin færi á 10 milljónir dollara og er þetta í fyrsta sinn í þijú ár að málverk selst á meira en 20 milljón- ir dollara. Dýrar sígarettur GRÆNLENSKA landstjómin hefur hækkað fyrirvaralaust álögur á síg- arettur og bjór vegna þess að skyndilega kom í ljós að um 20 milljónir danskra króna, tæpar 200 milljónir ísl. kr., skorti í ríkissjóð landsins. Hækkunin var 8,25%. Pakki með 20 sígarettum kostar nú sem svarar um 400 krónum ísl. og venjulegur bjór af millistyrkleika tæpar 160 kr. Samtök launþega saka stjórnvöld um svik, segja að þau hafi heitið því við síðustu samn- inga að ekki kæmi til slíkra hækk- ana. Reuter Pappaskýli í Rotterdam BÆJARSTJÓRN borgarinnar Rotterdam í Hollandi hefur að undan- fömu rætt hvemig gera megi lífið bærilegra fyrir þá þijú þúsund íbúa borgarinnar, sem eru heimilislausir. Hefur meðal annars verið gripið til þess ráðs að úthluta þessu fólki sérstökum pappaskýlum til að veijast veðri og vindum að nóttu til og virðist að minnsta kosti Arie, sem verið hefur útigangsmaður frá því að hann missti vinnuna fyrir þremur áratugum, una hinum nýju vistarverum ágætlega. Átök í Kristilega sósíalsambandinu í Bæjaralandi Waigel á leið úr fjár- málaráðuneytinu? Miinchen. Reuter. MIKLAR umræður eiga sér nú stað innan Kristilega sósíalsam- bandsins (CSU) í Bæjaralandi í Þýskalandi um hver eigi að leiða flokkinn í kosningum þar á næsta ári. Max Streibl, núverandi forsætisráðherra Bæjaralands, liggur undir ásök- unum um að hafa þegið ókeypis utanlandsferðir af viðskipt- jöfri og sagðist í vikunni vera reiðubúinn að draga sig í hlé. Um helgina ætla þeir Theo Waigel, formaður flokksins og fjármálaráðherra Þýskalands, og Edmund Stoiber, innanríkis- ráðherra Bæjaralands, að eiga fund saman um þessi mál. CSU, sem er systurflokkur Kristi- lega demókrataflokksins (CDU) býð- ur einungis fram í Bæjaralandi og hefur ávallt haft þar öruggan meiri- hluta. Nú er meirihluti flokksins hins vegar talinn vera í hættu í fyrsta skipti, ekki síst vegna uppgangs hægriöfgaflokka í Bæjaralandi. Waigel hefur til þessa ekki verið reiðubúinn að lýsa því yfir að hann vilji vera i forystu fyrir flokkinn í kosningunum en heimildarmenn inn- an flokksins segja yfirgnæfandi líkur á að sú verði raunin, komist forysta flokksins að þeirri niðurstöðu að hann sé heppilegasti frambjóðand- inn. Þeir Waigel og Stoiber eru taldir njóta álíkra vinsælda innan flokksins en það væri hins vegar að flestra mati mjög slæmt fyrir flokkinn ef til baráttu kæmi milli þeirra um hver ætti að leiða kosningabaráttuna og verður því reynt að ná sátt um málið. Ef svo færi að Waigel héldi til Múnchen myndi Helmut Kohl kansl- ari missa einn öflugasta ráðherrann úr ríkisstjóm sinni. Á móti kemur að ef Kohl og hægrimenn ætla að halda meirihluta sínum í næstu þing- kosningum þá verður CSU að við- halda styrkri stöðu sinni í Bæjara- landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.