Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1993 + iMtrgmtnlíMtií Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. I lausasölu 110 kr. eintakið. Horfzt í augn við vandann Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, gerði efnahagssam- dráttinn í þjóðarbúskapnum að umræðuefni á aðalfundi Vinnu- veitendasambandsins í fyrradag. Hann skilgreindi vandann tæpi- tungulaust og vísaði á bug öllum gervilausnum, sem magna erfíð- leikana til framtíðar. Stundar- lausnir til að breiða yfir erfíðleika hafa verið freistandi fyrir stjórn- málamenn og forustumenn laun- þegasamtaka og atvinnulífs eins og sagan sýnir. Forsætisráðherra sagði litlar líkur til þess að efnahagsþróunin í heiminum verði okkur til hjálpar á næstunni, þótt vonandi hefjist langþráð hagvaxtarskeið á næstu misserum. Aðstæður hér á landi séu erfíðar og nægi að nefna óhagstætt afurðaverð og aflann. Grunnvandi sjávarútvegsins sé að aflinn hafí fallið úr 390 þúsund tonnum árið 1987 í 225 þúsund tonn í ár og raddir séu uppi um, að nauðsyn sé á enn meiri minnk- un á næsta ári. Heildarafli lands- manna á föstu verðlagi hafi minnkað um 16% frá 1987 og verð á botnfískafurðum sé nú lægra en sést hafí síðustu 5-6 árin. Síðan sagði forsætisráð- herra: „Erfiðleikar í sjávarútvegi eru fyrst og fremst vegna aflasam- dráttar í mörg ár og lækkunar afurðaverðs að undanfömu. Þessir erfíðleikar stafa ekki af hækkandi raungengi, eins og var á árunum 1987 og 1988. Þvert á móti hefur raungengi lækkað umtalsvert að undanförnu. Verðlags- og launa- þróun hér á landi gefur alls ekki til kynna að gengi krónunnar sé rangt skráð. Viðskiptahallinn fer heldur minnkandi, sem styrkir stöðu gengisins. Til viðbótar þessu verður ekki fram hjá því horft að sjávarútveg- urinn hefur farið óvarlega við fjár- festingar á undanförnum árum. Hann er gríðarlega skuldugur og illa búinn til þess að takast á við vandamál af því tagi sem hann hefur lent í upp á síðkastið. Ekki fer milli mála að sjávarútvegurinn þarf stöðugleika til að fást við sín vandamál og hvort sem manni lík- ar betur eða verr, þá er stöðugt gengi lykilatriði í þeim efnum. Gengislækkun til bjargar jafn skuldugri grein og sjávarútvegur- inn íslenski er í dag, er hrein hrossalækning, ef hún er þá nokk- ur lækning, þegar raungengið er jafn lágt og það er um þessar mundir.“ Davíð Oddsson brýtur hér til mergjar ástæðurnar fyrir hrika- legri stöðu sjávarútvegsins og leggur þær fram umbúðalaust. Hann vísar algerlega á bug öllu tali um þá gervilausn á vanda sjávarútvegsins, sem felst í geng- isfellingu, enda ekki hægt að fella gengi krónunnar í hvert sinn sem afli dregst saman. Eina raunveru- lega lausnin felst í aukinni hag- ræðingu og skilvirkni, fækkun fiskiskipa og fíksvinnslustöðva til samræmis við afrakstur fískimið- anna. Það er athyglisvert, að for- maður Vinnuveitendasambands- ins mælti með kostnaðarlækkun í stað gengisfellingar í sinni ræðu og er það fagnaðarefni eftir um- mæli forustumanna Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna á dög- unum. Forsætisráðherra vék að vaxta- málum og ástæðum hárra raun- vaxta og sagði m.a.: „ ... bankam- ir em eins og aðrir að gera upp við fortíðina. Það eru ekki aðeins sjóðir hins opinbera, eins og At- vinnuleysistryggingarsjóður, Framkvæmdasjóður og Ríkis- ábyrgðasjóður, sem hafa verið að opinbera þúsund milljóna skuldir, sem engin greiðsla kemur fyrir, heldur hafa bankamir með svipuð- um hætti verið að gera upp fortíð sína. Fortíðarsóun sjóðanna borg- um við með sköttum en fortíð bankanna með miklum vaxtamun. Og því miður er augljóst að sá mikli vaxtamunur muni verða við- varandi á næstu misserum. Það er hart að þurfa að borga þennan brúsa og það er erfitt, en það er óhjákvæmilegt að bregðast við vandanum. Bankamir eru á fullri ferð að laga til hjá sér og vitneskj- an um það gerir okkur öllum létt- ara að una þessum tímabundna vaxtamun.“ Það er rétt hjá Davíð Oddssyni að komið er að skuldadögum og íslendingar komast ekki hjá því að greiða reikninga fortíðar. í þessum efnum er ekki frestur á illu beztur, því hann þyngir aðeins skuldabyrðamar. Óhjákvæmilegt er að horfast í augu við vandamál- in og leita lausnar á þeim. Frestun er engin lausn, þótt sumum þyki hún kannski freistandi. Ríkis- stjórnin og fjölmörg atvinnufyrir- tæki hafa aftur á móti verið að kljást við fortíðarvandann og mætt honum með niðurskurði út- gjalda og hagræðingu. Þessi leið á sér andmælendur, sem virðast telja að aukin þensla í efnahagslífinu, gengisfelling, lántökur og stóraukin ríkisútgjöld, geti leyst erfiðleika sjávarútvegs- ins og atvinnuleysið. Talsmenn þessa er helzt að finna innan sjáv- arútvegs og launþegahreyfingar, einkum í fomstu opinberra starfs- manna. Forsætisráðherra vísaði öllum slíkum hugmyndum á bug. Hann benti á að engar skyndiað- gerðir gætu leyst atvinnuástandið varanlega, þótt við hefðum leitast við að stöðva vöxt atvinnuleysisins og fleyta okkur nokkuð yfír erfíða tíma. Hann sagði orðrétt í ræðu sinni: „Þeir sem segja að sjóðir ríkis- ins geti keypt vandann frá okkur eru annaðhvort loddarar eða fá- ráðir, sumir kannski hvort tveggja. Við hljótum að horfa á efnahagsforsendur okkar til fram- búðar, en ekki til skamms tíma.“ MAGNÚS Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur sækir snjó í pott á Grímsfjalli til að bræða til neyslu. Hreyfingar lands kannnaðar undir Skeiðarárj ökli 19 DAGA leiðangri Raunvísindastofnunar Háskóla íslands, Landsvirkjunar og Vegagerðar ríkisins á Vatnajökul lauk í gær, og hafði hann þá unnið að rannsóknum á afkomu og hreyfingum jökulsins og auk þess kannað land undir Skeiðar- árjökli með íssjá. Helgi Björnsson jarðeðlisfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla íslands segir að íssjáin hafi leitt í ljós að ofarlega á Skeiðarárjökli séu tveir firnadjúpir dalir, en yfir þeim liggur allt að 800-900 metra þykkur ís. Frá Raunvísindastofnun tóku þátt í leiðangrinum Helgi Björnsson, Magnús Tumi Guðmundsson og Finnur Pálsson. Auk þess tóku þátt í leiðangrinum Halldór Gíslason og Ástvaldur Guðmundsson frá Jökla- rannsóknarfélags íslands. Á vegum Landsvirkjunar voru Hannes Har- aldsson og Eyjólfur Óskarsson. Tilgangur leiðangursins var að sögn Helga tvíþættur. Annars vegar mældu leiðangursmenn afkomu Brúáijökuls, Dyngjujökuls, Síðujök- uls og Tungnárjökuls, þ.e. hve mik- ill snjór hafi fallið á jökulinn sl. vet- ur. Leiðangurinn fer aftur á jöklana næsta haust og mælir hve mikið hafi horfíð af þeim snjó. Einnig var unnið að mælingum á hreyfingu jöklanna. Það er gert með því að reka niður stikur og er staðsetning þeirra mæld með GPS-staðsetning- artækjum. í haustleiðangrinum verður staðsetning þeirra mæld á ný og með samanburði á mælingun- um tveimur fæst vitneskja um hreyf- ingu jöklanna. Mælingarnar eru unnar í samvinnu við Landsvirkjun. Einnig er mælt það vatnsmagn sem rennur frá jöklinum til fallvatna og tengjast mælingarnar meðal annars Vika eldri borgara Dagskráin í dag Café París Eftirmiðdagskaffi kl. 15 með lifandi Café París Morgunkaffi frá kl. 9.30. Hótel Borg Morgunkaffi frá kl. 9.30. Ekið um miðborgina og gönguferð um Öskjuhlíð. Farið verður frá Borgarhúsi kl. 10.30. Fararstjóri, Davíð Ólafsson, fýrrverandi seðlabankastjóri. Dómkirkjan Helgistund kl. 14. Séra María Ág- ústsdóttir. Hótel Borg Eftirmiðdagskaffi kl. 15 með lifandi tónlist. tónlist. Listasafn íslands Leiðsögn um safnið kl. 15. Ráðhúsið Dagskrá frá kl. 16. Söngvinir, kór félagsstarfs aldraðra í Kópavogi, stjórnandi Kristín Pjetursdóttir, undirleikari, Hafliði Jónsson. Rúrik Haraldsson, leikari. Elsa Waage, kontraalt, undirleikari David Knowles. Strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík, yngri deild, stjórnandi Rut Ingólfsdóttir. Morgunblaðið/Kristinn Sjónleikur JÓNÍNA Jónsdóttir og Jón Gunn- arsson fluttu leikþátt í ráðhúsinu í gær. MORGUNBLAÐIÐ 'FIMMTUDAGUR 13. MAI 1993 29 Snjónám HALLDÓR Gíslason frá Jöklarannsóknarfélaginu og Hannes Haralds- son hjá Landsvirkjun í stórtæku snjónámi í glampandi sól og blíðu á Grímsfjalli. rannsóknum á virkjunum og eru í samvinnu við Landsvirkjun. íssjármælingar Meginverkefnið var hins vegar að kanna með íssjá hvernig land er und- ir Skeiðaráijökli. Jökullinn var allur mældur fyrir ofan 1.100 metra hæð, eða um helmingur jökulsvæðisins. Næsta vor er ráðgert að ljúka við að mæla landið undir öllum Skeiðarár- jökli. „Tilgangurinn er að kanna landið undir Skeiðaráijökli, en um þá leið fara hlaupin úr Grímsvötnum. Þetta tengist þannig rannsóknum á Skeið- arárhlaupum og er unnið í samvinnu við Vegagerðina," sagði Helgi. Leiðangurinn hafði búðir á Skeið- aráijökli meðan unnið var að íssjár- mælingunum, en fór á hina jöklana á snjóbílum og jeppum. Leiðangurinn gisti einnig í skála Jöklarannsóknar- félagsins á Grímsfjalli. „Það var hérna manndrápsveður nokkra daga í upp- hafí leiðangursins og ekkert hægt að vinna meðan á því stóð, en samt náð- ist að ljúka verkinu," sagði Helgi. Borgin vekur upp gamlar minningar DAGSKRÁIN á Viku eldri borgara í miðborginni var fjölsótt í blíðskaparveðri í gær. Kaffi ‘var drukkið á Hótel Borg og Café París, Alþingi heimsótt, haldin helgistund í Dómkirkj- unni og fleira. Starfsmaður í Borgarhúsinu hafði orð á því í samtali við Morg- unblaðið að aðsókn að Hótel Borg hefði verið með mesta móti. Sagði hún að eldra fólkið kynni greini- lega að meta Borgina í breyttri mynd, vekti hún upp gamlar minn- ingar og væri hin nýja Hótel Borg peirri gomiu ui soma. aosokíi var einnig góð á Café París. Fjöldi manns sótti Alþingishús- ið heim og naut góðra veitinga. Um eftirmiðdaginn voru skemmti- atriði í ráðhúsinu og lauk dag- skránni síðan með gönguferð við Tjörnina í geislum kvöldsólarinnar. Betty Mahmoody komin til íslands til aðstoðar Sophiu Hansen Forræðismálið höfðar sérstaklega til mín „Forræðismálið höfðar sérstaklega til mín vegna þess að ég hef upplifað svipaðar aðstæður og dætur Sophiu. Eg hef neyðst til að aðlagst breyttum aðstæðum og hylma yfir raunverulega líðan mína,“ segir Betty Mahmoody, höfundur bókarinnar Aldrei án dóttur minnar, þegar rætt var við hana um forræðismál Sophiu Hansen í Tyrklandi. Betty er stödd hér á landi í því skyni að aðstoða Sophiu í málarekstri hennar. Hún er stofnandi og forsvarsmaður samtakanna Einn heimur fyrir börn. Samtökin vinna að mannréttindamálum barna og hafa á sinni könnu u. þ.b. 500 af því tagi um þessar mundir. Eins og fram hefur komið dvaldist Betty ásamt Mahtob, dóttur sinni, nauðug í íran um tveggja ára skeið, frá 1984-1986. Hún segir þessa ánauð enn ljóslifandi í hugskotsjón- um sínum. „Eg upplifði t.a.m. mjög sterkt kvikmyndina sem gerð var eftir sögu minni. Mér fannst Sally Field ekki vera hún sjálf heldur ég og hennar reynsla raunverulega eitt- hvað sem ég var að ganga í gegnum. Þegar ég lít til baka er ég mjög feg- in að hafa ekki gefíst upp og sam- þykkt að setjast þar að. En það var ekki sist vegna dóttur minnar. Hún spurði stöðugt: „Hvenær förum við heim, mamma ? Við studdum hvor aðra og mynduðum góða liðsheild. Annars er ég enn þeirrar skoðunar að við höfum sloppið frá íran fyrir kraftaverk og ég er afar ánægð með að geta snúið þeirra neikvæðu reynslu sem ég átti þar í eitthvað jákvætt og öðrum til hjálpar," sagði Betty og lét þess getið að auðvitað hefði þurft að sleppa ýmsu í kvik- myndinni sem hún hefði haft tæki- færi til að segja í bókinni og breyta hefðu þurft aðstæðum t.d. gera að heitu loftslagi kuldann á flóttanum. Einn heiniur fyrir börn Betty rekur upphaf samtakanna Einn heimur fyrir börn til heimkomu mæðgnanna árið 1986. „Eftir að ég var komin heim og hafði sagt sögu mína ætlaði ekki að linna símhring- ingum frá foreldrum sem sögðu mér frá börnum, sem hafði verið rænt, fyrir 1, 3, 4, eða 7 árum, og hélt að ég gæti hjálpað. Þannig leiddist ég sjálfkrafa út í hjálparstarfið árið 1987 en samtökin Einn heimur fyrir böm voru ekki formlega stofnuð fyrr en árið 1990. Þau vora upphaflega fremur smá í sniðum en óx smám saman fiskur um hrygg og alveg sérstaklega undanfarið með nýrri bók sem ég hef skrifað um starfsemi þeirra. Þannig eru nú innan þeirra 6 stöðugildi og 25 sjálfboðaliðar með fjölþættan bakgrunn og menntun, má þar nefna sjálfræðinga, kennara, lögfræðinga o.fl. en við leitum líka til sérstakra ráðgjafa," sagði Betty. Samtökin hafa fengist við um 900 mál og vinna nú í um 500 málum um allan heim. „Nú er svo komið að við höfum alls ekki undan,“ sagði Betty. Hún fer yfir öll mál sem til samtakanna koma og tekur sérstak- lega að sér mál af erfiðari toga. Reyni að hjálpa „Eg ætla að reyna eins og ég get að hjálpa," sagði Betty þegar hún var spurð hvort hún héldi að hún gæti hjálpað Sophiu í málarekstri hennar. Hún sagði að málið höfðaði sérstaklega til sín þar sem hún hefði lifað við svipaðar aðstæður og dætur Sophiu. „Líf þeirra hlýtur að vera hroðalegt. En ég hef miklar áhuggj- ur af því hversu langur tími er nú liðinn frá því þær fóra til Tyrklands. Þegar svoleiðis gerist er svo mikil hætta á því að hægt sé að bijóta fólk gersamlega niður,“ sagði hún og lagði áherslu á að hún vonaði svo sannarlega að hægt væri að gera eitthvað í málinu. Betty sagðist hafa rætt ýmsa möguleika við Sophiu m.a. að hún fiytti til Tyrklands og yrði þar með stelpurnar en henni hafi vérið sagt að ekki væri hægt að ábyrgjast ör- yggi mæðgnanna þar. Svo hefði hún líka sagt að í sumum málum hefði verið valinn sá kostur að láta kyrrt liggja barnanna vegna en það væri auðvitað eftir aðstæðum hveiju stað. í tilfelli dætra Sophiu væri um stað- festar barsmíðar að ræða og því mætti undir engum kringumstæðum sitja með hendur í skauti. Frelsi Betty og Mathob, dóttir hennar, sem nú er orðin 13 ára gömul, búa í Michigan í Bandaríkjunum og er fyllsta öryggis gætt við heimili þeirra. „Ég hef farið að ráðum örygg- isþjónustu og er með kvikmynd- tökuavélar við heimili mitt. Sjálf ber ég byssu í Bandaríkjunum og dóttir mín er í einkaskóla," segir Betty en Matob, dóttir hennar, er nú orðin 13 ára gömul. Hvoragar hafa þær haft samband við föður Matob en hann hefur hins vegar komið fram í við- tölum við erlendar sjónvarpsstöðvar. Betty sagði að dóttur hennar hefði heldur engan áhuga á að fara aftur til Theheran. „Ég man að þegar hún var spurð að því af blaðamanni skömmu eftir heimkomuna hvað væri það besta við að koma aftur til Bandaríkjanna. Þá sagði hún „frels- ið“ en ég efast um að margir krakk- ar hafi á hennar aldri (6 ára) haft skilning á því hvað orðið merkti.“ Aðspurð sagðist Betty kannast við forræðismál Emu Eyjólfsdóttur og fyrrverandi eiginmanna hennar enda hefði það fengið þónokkra umfjöllun í bandariskum fjölmiðlum. Hún sagð- ist þó ekki hafa kynnt sér það nægi- lega vel til þess að móta afstöðu sína en sagðist þekkja til fyrirtækis Dön- alds Feeneys og væri algjörlega á móti þeim starfsaðferðum sem þar tíðkuðust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.