Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 41
41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1993 og systur, þeirra missir er mikill. En við skulum öll þakka Guði fyrir þær miklu og dýrmætu minningar sem við eigum um Ernu Jakobsdótt- ur. Guð blessi minningu hennar. Pétur Ó. Helgason, HranastSðum. Asklok er ekki himinn Og ég trú því ekki að kistulok taki við af himni og heiðum stjömum. (Matthías Johannessen) I dag er vinkona mín, Ema Jak- obsdóttir lyfjafræðingur, borin til grafar. Fyrir fjórum árum greindist hún með krabbamein og þó að hún í bili virtist yfirstíga sjúkdóminn þá blossaði hann upp á ný fýrir tveim árum. Þessi síðustu ár urðu erfið, þó að Erna bæri sjúkleika sinn af fádæma reisn og æðruleysi allt til enda. Ég kynntist Ernu þegar við urð- um sessunautar á fýrsta ári í Menntaskólanum á Akureyri og minnist hjálpsemi hennar við mig sem var heldur slök í raungreinum. Þau fög voru henni hins vegar leik- ur einn, enda fór það svo að hún var eina stúlkan úr okkar árgangi sem fór í stærðfræðideild. Sýnir það vel afburða námshæfileika Emu og góðar gáfur. Síðan höfum við haldið vinskap sem varð meiri eftir því sem árin liðu, bömin okkar uxu úr grasi og tómstundum fjölgaði. Við fórum sanan í ferðalög bæði utan lands og innan og betri ferðafélaga en Emu er vart hægt að hugsa sér. Síðast ferðuðumst við saman til Irlands fyrir einu og hálfu ári og voru þá kraftar hennar famir að minnka, en eljan ótrúleg að skoða sem mest. Mér er sérstaklega minn- isstætt þegar við báðumst fyrir við risastóran kross á stómm grasvelli í almenningsgarði í Dublin. Hann hafði verið reistur þegar páfinn hélt þar útiguðsþjónustu - einfalt en magnað trúartákn sem manni fannst auka mátt bænarinnar. Erna hafði yndi af ferðalögum og hvers konar útiveru og meðan kraftar entust fór hún í gönguferðir í Kjarnaskógi sem voru henni mikils virði. Ema var einstaklega áreiðanleg og samviskusöm í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Og þó að hún væri dul og bæri ekki tilfinningar sínar á torg, þá fundu þeir sem þekktu hana hlýjuna sem frá henni streymdi, enda var hún mjög næm á tilfinningar annarra. Hún var mikill vinur vina sinna, hélt tryggð við skólasystkini og var einstaklega gestrisin og góð heim að sækja. I meira en tuttugu ár vomm við í saumaklúbb með skólasystrum úr MA og öðmm vinkonum. Hennar verður nú sárt saknað úr hópnum og eins úr bridsklúbbnum sem við vorum í ásamt þremur vinkonum, en Erna hafði mjög gaman af að spila brids. Nú er Erna okkar lögð af stað í ferðina miklu sem fýrir okkur öllum liggur. Ef til vill er það ævintýra- ferð svipuð þeim sem við í sauma- klúbbnum skemmtum okkur við að fara í huganum - en fömm aldrei í veraleika. Við vinkonur hennar óskum henni góðrar ferðar og vitum að hvar sem hún kann að koma verður henni vel tekið, slíka mann- kosti hafði hún til að bera. Kæra Olla, Margrét, Hrefna og fjölskylda, við vinkonur Ema send- um ykkur innilegar samúðarkveðjur og biðjum ykkur blessunar. Valgerður Jónsdóttir. Kveðja frá Zontaklúbbi Akureyrar Allt er í heiminum hverfult. Rós- in, sem ilmaði yndislega í gær er fölnuð í dag. Erna Jakobsdóttir er horfín sjónum okkar, en minningin um hana lifír. Þessi minning er okkur ómetanleg og við viljum ekki án hennar vera, þótt við verðum að sætta okkur við það, að allt líf þessa heims tekur enda. Erna var fædd 26. október 1941 á Akureyri. Foreldrar hennar vom Jakob Ólafur Pétursson, ritstjóri og skrifstofumaður, sem nú er látinn og Margrét Agústa Jónsdóttir, hús- freyja á Akureyri. Erna var sú yngri af tveim dætmm þeirra hjóna. Eldri systir hennar heitir Hrefna, gift Yngva Loftssyni, kaupmanni á Ak- ureyri og eiga þau hjónin tvær dætur. Erna var góðum námsgáfum gædd og lauk stúdentsprófí úr stærðfræðideild frá Menntaskólan- um á Akureyri vorið 1961. Hún hóf síðan nám í lyfjafræði lyfsala við Háskóla íslands og lauk prófi, sem aðstoðarlyfjafræðingur í júní 1964. Hún starfaði fyrst í Vesturbæjar Apóteki í Reykjavík , en fluttist til Akureyrar haustið 1967 og hóf störf í Stjörnu Apóteki. Þar starfaði hún óslitið meðan starfsþrek hennar var óskert. Erna_ eignaðist eina dóttur, sem heitir Ólöf Jakobína Þráinsdóttir. Ólöf lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri vorið 1989. Erna bjó fyrst með foreldrum sínum á bemskuheimili sínu í Fjólugötu, en síðan byggðu þau saman hús í Kotárgerði. Eftir að faðir Ernu dó bjuggu þær mæðgurnar þrjár sam- an. Heimilið er mikið menningar- heimili og þar hefur alltaf verið gott að koma. Gestrisni og góður andi ríkir og gestir fara endumærð- ir eftir notalegar stundir með heimafólki. Leiðir okkar lágu saman í Zonta- klúbbi Akureyrar og okkur fínnst það mikil gæfa að hafa fengið að kynnast Emu og starfa með henni. Erna var prúð, traust og jafnlynd, sannur vinur og félagi. Hún var dul um eigin hagi og flíkaði ekki tilfínn- ingum sínum. Þótt hún væri alvömgefin var hún gædd ríkri kímnigáfu og var glöð á góðum stundum. Zontasystur treystu henni fyrir miklu, og það sýndi sig, að öllum málum var vel borgið í hennar höndum. Samt var hún hlédræg og flíkaði ekki hæfí- leikum sínum og sóttist ekki eftir metorðum. Ema var vel að sér um flesta hluti, prýðilega ritfær og átti það til að kasta fram stöku. Erna gekk í Zontaklúbb Akur- eyrar haustið 1972. Hún varð fljót- lega gjaldkeri í stjórn klúbbsins og síðan var hún tvívegis formaður frá 1978-1979 og 1986-1987. Ema var formaður, þegar við héldum flóa- markað á flötinni fyrir framan Nonnahús vorið 1979. Þetta var eftirminnilegur dagur, einn af örfáum sólardögum þessa sumars. Klúbburinn styrkti augn- þjálfa til náms í Þýskalandi og safn- aði fé til augnþjálfunartækja og segja má, að Ema hafi stjórnað því verki. Þegar klúbburinn réðist í þær miklu framkvæmdir að innrétta fundarsal og íbúð í Zontahúsi var Ema í húsnefndinni, sem sá um þau mál. Hennar ráð voru holl og góð og miðuðu vel að settu marki. Hún gætti þess, að við fæmm ekki of geyst og minnti á, að kapp er best með forsjá. Henni gekk alltaf vel að rata þennan gullna meðalveg og gat starfað með öllum, þannig að þeim þótti vænt um hana og kunnu að meta hana. Mesta starf Ernu er þó tvímæla- laust starf hennar í Nonnanefnd, sem sér um rekstur og viðhald Nonnahúss. Þar var hún formaður nokkur ár. Hún hafði einlægan áhuga á safninu og framgangi þess. Hún vann mikið starf, þegar við reistum stein til minningar um Nonna á Möðruvöllum í Hörgárdal. Hún samdi fróðlegt erindi um Nonna og flutti það við athöfn í Möðruvallakirkju, þegar steinninn var afhjúpaður. Vorið 1989 greindist hjá Emu sá sjúkdómur, sem að lokum varð henni að aldurtila. Þegar hún varð fimmtug áttum við eftirminnilegan dag á heimili hennar, og við vorum allar vongóðar um, að henni tækist að yfírvinna sjúkleikann. Sjálf var hún lengst af vongóð og lífsviljinn sterkur og baráttuþrekið mikið. En enginn má sköpum renna og snemma á þessu ári fór að halla verulega undan fæti með heilsu hennar. Erna lést í sjúkrahúsinu á Akur- eyri 6. maí síðastliðinn. Við vottum einkadóttur hennar, aldraðri móður og systur hennar innilega samúð okkar sem og öðmm vandamönn- um. Við munum sakna hennar mikið, en minningin um Ernu mun þó allt- af hlýja okkur um hjartarætumar eins og indæll ilmur rósanna. Blessuð sé minning Emu Jakobs- dóttur. Zontasystur. Á skilnaðarstundu koma margar minningar fram í hugann. Allt em það góðar minningar og kærar. Atvikin höguðu því svo til að fjöl- skyldur okkar urðu næstu nágrann- ar í Fjólugötu á Akureyri. Því varð samgangur milli heimilanna allmik- ill. Við litum alltaf upp til Emu frænku. Hún var okkur næstum eins og stóra systir, fyrirmynd sem áminnir yngri bræður án orða. Ekki með yfírlæti, heldur gekk hún fram með hlýju, glaðlegu viðmóti og ör- uggu fasi og lét sér annt um okk- ur. Hún hafði áhuga á fólki og fólki leið vel í návist hennar. Ema var líka ættrækin og hin síðari ár hafði hún safnað í ættar- skrá nöfnum og upplýsingum um frændfólk sitt — á fímmta þúsund manns. Hún hafði líka frumkvæði að því að allstór hópur ættingja hittist sl. sumar, þegar tekið var á móti frænda frá Ameríku. Vorið er sá árstími, sem flestir þrá. Þá er að baki kuldi og myrkur vetrarins og náttúran lifnar við. Nú á þessum vordögum höfum við verið minnt á fallvaltleika lífsins og það hefur haustað í huga okkar. En minningin um elskulega frænku okkar lifír. Þórir og Magni. 3M Mottur TZutancb Hcílsuvörur nútímafólks Kripalujóga Orka sem endist Kynning í kvöld kl. 20.30. Teygjur, öndun, slökun. Allir velkomnir. Jógastöðin Heimsljós, Skeifunni I9,2.hæð, s.679181 (kl. 17-19). lstrub hú TUSCANY 3ja sæta sófi kx. 83.235,- stgr. 2ja sæta sófi kr. 73.935,- stgr. □ NÆG BÍLASTÆÐI í NÝJA BÍLAGEYMSLUHÚSINU TRAÐARKOTIVIÐ HLIÐINA Á HABITAT-HÚSINU IVITAMl Kr. 125.550,- stgr. v: Charbury habitat C Charbury-kommoba m/3 skufrum Verö ábur kr. 35.245,- v Sumartilboö á abeins / kr. 25.970,- stgr. LAUGAVEGI 13 - SIMI 91) 625870
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.