Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1993
15
íslensku keppendurnir á Saint Martin. Frá vinstri Karl, Margeir, Helgi og Jón L.
endatafl er jafnteflislegt. Til að
bijóta varnarmúr svarts á bak
aftur þarf hvítur að virkja biskup-
inn á e3.
21. - Hac8 22. Kd3 - Hc4 23.
H6a4 - Hdc8 24. Hla3 - f5 25.
Bd2! - Hc2
Shabalov reynir að skapa sér
gagnfæri, en hann átti mun betri
tíma en Helgi sem var að komast
í tímaþröng eftir mikla útreiknina
á átjánda leik sínum. Hér gat
svartur ekki leikið 25. — Bxd4?
vegna 26. Hxc4 — Hxc4 27. b3
- Bc5 28. bxc4 — dxc4+ 29.
Kxc4 — Bxa3 30. Be3 og bisk-
upaendataflið er auðunnið.
26. Hb4 - Kf7 27. Hc3 -
H8xc3+ 28. bxc3 - Ha2 29. Hbl
- Kf6 30. h4! - h6 31. h5 -
Bc7 32. g3 - Ba5 33. f3 - Bc7
34. Bf4! - Ba5 35. Hel - Hb2
36. He8! - Hxb5 37. Hf8+ -
Ke6 38. Be5 - Hb3 39. Hc8 -
Ha3 40. Bxg7 - Kd7 41. Hc5 -
Bb4 42. Hxd5+ - Ke6 43. Kc4
- Ba5 44. He5+ - Kf7 45. Bxh6
- Hxc3+ 46. Kb5 - Bb6 47.
Hxf5+ - Ke6 48. He5+ - Kf7
49. Be3 - Bc7 50. Hc5
og svartur gafst upp.
Hannes sjöundi stórmeistarinn
Það virðist nú fátt geta komið
í veg fyrir það að Hannes Hlífar
Stefánsson verði sjöundi stór-
meistari Islendinga í skák eftir
góða frammistöðu hans á móti i
Gausdal í Noregi í lok apríl. Hann-
es hafði náð öllum þremur áföng-
um sínum að stórmeistaratitli og
átti aðeins eftir að uppfylla það
skilyrði að ná 2.500 Elo-skákstig-
um. Með því að ná sex vinningum
af níu gegn öflugum andstæðing-
um á mótinu í Gausdal hækkaði
Hannes, sem var með 2.495 stig
á lista FIDE 1. janúar sl., nægi-
lega mikið til að telja megi víst
að hann verði nægilega hár þegar
stigalistinn 1. júlí birtist. Einungis
ófyrirsjáanleg handvömm við út-
reikninginn gæti valdið því að
Hannes fái ekki titilinn í sumar.
Sjö ár eru liðin síðan íslendingar
eignuðust siðast stórmeistara.
í Gausdal gerði það gæfumun-
inn fyrir Hannes að hann lagði
stigahæsta keppandann á mótinu,
Rússann Sergei Tivjakov að velli
í sjöttu umferð. Þá var björninn
unninn og Hannes fór með löndum
í þremur síðustu umferðunum og
lét sér nægja jafntefli. Úrslitin á
mótinu urðu þessi: 1.—2. Tivj-
akov, Rússlandi og Skembris,
Grikklandi 6V2 v. af 9 möguleg-
um
Málþing um gildi íþrótta
Iþróttanefnd ríkisins og menntamálaráðuneytið
efna til málþings um gildi íþrótta laugardaginn
15. maí nk. í Holiday Inn, Reykjavík, kl. 13.00.
Dagskrá
Þingsetning:
Ingi Björn Albertsson,
formaður Iþrótta-
nefndar ríkisins.
Ávörp flytja:
• Olafur G. Einarssori
menntamálaráó- Mltagfc A.tiilB
• Ellert B. Schram, -
ur'stjórnar
Sambands íslenskra 4 ;Ú^---
Gildi íþrótta fyrir ungt fólk:
Prófessor Þórólfur Þórlindsson fjallar um
niðurstöóur úr könnun á viðhorfum og
þátttöku ungs fólks í íþróttum.
Umræóur - Kaffihlé
Erindi:
Endurskoðun íþróttalaga:
Reynir G. Karlsson, íþróttafulltrúi ríkisins.
Umrœáur - önnur mál.
Ráðstefnustjórar: Hafsteinn Þorvaldsson, Selfossi,
og Lovísa Sigurðardóttir, Reykjavík.
Gert er ráð fyrir að málþinginu Ijúki um kl. 16.30.
Öllum er heimil þátttaka.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku ykkar í síma 609530.
Iþróttanefnd ríkisins.
3. Hannes H. Stefánsson 6 v.
4. —11. Gausel, Tisdall og Fyll-
ingen, Noregi, Grivas, Grikk-
landi, Lyrberg og Degerman,
Svíþjóð, Riemersma, Hollandi
og Ward, Englandi 5V2 v. o.s.frv.
Jóhann á stórmót í Miinchen
Jóhann Hjartarson er nú förum
til Þýskalands þar sem hann teflir
á stórmóti í Munchen sem hefst
á laugardaginn. Mótið verður í
16. styrkleikaflokki FIDE,
meðalstigin verða 2.629 stig og
er mótið með þeim allra sterkustu
á árinu. Keppendur eru þessir,
taldir upp í stigaröð:
1. Gelfand, Hvíta—Rússlandi 2.690
2. Barejev, Rússlandi 2.670
3. Shirov, Lettlandi 2.670
4. Júsupov,Þýskalandi 2.645
5. Lautier, Frukklandi 2.645
6. Adams,Englandi 2.630
7. JóhaimHjartarson 2.625
8. Hiibner, Þýskalandi 2.620
9. Lobron, Þýskalandi 2.620
10. Gurevich, Belgíu 2.615
11. Hertneck, Þýskalandi 2.575
12. Lutz, Þýskalandi 2.550
Að því er látið liggja að deilan
um breytingartillögu landbúnað-
arnefndar Alþingis við frumvarp
til laga um breytingu á lögum
um framleiðslu, verðlagningu og
sölu á búvöru, snúist fyrst og
fremst um forræði yfir málum er
snerta álagningu jöfnunargjalda
á innfluttan iðnvarning með hrá-
efnum úr landbúnaði og innfluttar
unnar búvörur. Málið snýst hins
vegar ekki um forræði heldur
ásetning.
Ég hef litið svo á að um það
væri samkomulag innan ríkis-
stjórnar og stjórnarflokka að
landbúnaðarráðherra geti sett
það skilyrði fyrir innflutningi
þessara vara að jöfnunargjöldum
verði beitt. Deilan um svokölluð
forræðismál hefur skapað óvissu
um þetta atriði. Þeirri óvissu er
nauðsynlegt að eyða.
Um það ríkir víðtækt sam-
komulag að laga íslenskan land-
búnað að þörfum markaðarins.
Út á það gekk búvörusamningur-
inn, sem undirritaður var í tíð
síðustu ríkisstjórnar. Landbún-
aðarráðherra, Halldór Blöndal,
hefur margítrekað að staðið verði
við búvörusamninginn, enda er
það stefna ríkisstjórnarinnar. Það
hefur jafnframt verið stefna nú-
verandi ríkisstjómar að rýmka
um innflutning á landbúnaðarvör-
um í tengslum við alþjóðlega
samninga. Eg hef hins vegar litið
svo á að það yrði gert með þeim
hætti að landbúnaðarráðherra
hefði full tök á málinu. Hann
gæti tryggt að jöfnunargjöldum
yrði beitt í samræmi við alþjóð-
lega samninga.
Víðtæk samstaða hefur vorið
um það að tryggja landbúnaðin-
um aðlögunartíma og koma í veg
fyrir að íslenskur landbúnaður
verði fyrir tjóni vegna niður-
greiddra innfluttra búvara. Al-
Tómas Ingi Olrich
þjóðleg verslun með búvörur fer
fram við mjög sérstakar aðstæð-
ur. Markaðsverð á búvörum er
skekkt með opinberam styrkjum
af ýmsu tagi. Aðlögun að mark-
aðsaðstæðum er því flókið verk
og mikið í húfl að varlega sé á
málum haldið. Tryggja þarf að
landbúnaðurinn aðlagist þessum
aðstæðum án þess að famar verði
kostnaðarsamar kollsteypur.
Jöfnunargjöldin era hluti af þeirri
tryggingu. Að því máli hlýtur
landbúnaðarráðherra að koma
með formlegum hætti. Um það
mál snýst breytingartillaga land-
búnaðarnefndar.
Það ofurkapp, sem ráðherrar
iðnaðar, viðskipta, utanríkismála
og fjármála hafa lagt á að stöðva
það mál, vekur ekki spurningar
um forræði heldur ásetning
þeirra.
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins í
Norðurlandskjördæmi eystra.
Vor-ogsumarfatnaður
Výdk O'C WÁMV&lk
gardeur
dömufatnaður
Stakir jakkar, terlene-buxur,
bómullarbuxur, gallabuxur,
Bermuda-buxur og gallabermudas,
stuttbuxur, pils og bómullarbolir
DIVIN A-tískufatnaður
GEISSLER
dragtir og stakir jakkar
GEISSLER-PLUS
yfirstærðir
EmDee
silkiblússur, viscoseblússur og bolir
SEIDENSTICKER
tískublússur
FULWILNE
úlpur úr mikró-efni.
Qhrntv.
fataverslun
v/Nesveg, Seltjarnarnesi.
Opið daglega frá kl. 9-18, laugardaga frá kl. 10-14.
Deila um for-
ræði eða ásetning
eftir Tómas I. Olrich