Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAL 1993 40 Minning Erna Jakobsdótt- ir lyfjafræðingur Fædd 26. október 1941 Dáin 6. maí 1993 Kveðja frá samstúdentum Senn eru liðin þijátíu og tvö ár frá því að sextíu og níu ungmenni um tvítugsaldur sem um skeið höfðu átt samleið i Menntaskólan- um á Akureyri tóku við stúdents- prófsskírteinum sínum og settu upp hvítu kollana. Einn sem stundað hafði nám sitt í áföngum bættist við um haustið svo að samtals urð- um við sjötíu sem töldumst til ár- gangsins 1961. Það ætla ég næsta sjaldgæft að svo fjölmennur hópur jafnaldra fái notið þeirrar gæfu að komast allur á miðjan aldur. Fyrir það megum við sem hann fyllum vera höfundi lífsins þakklát og það því fremur sem við höfum nú verið minnt á að æviþráður okkar sem annarra hlýtur eigi að síður að slitna fyrr eða síðar. Fyrsta skarðið var höggv- ið í ráðir okkar 6. þ.m. þegar Ema Jakobsdóttir lyfjafræðingur andað- ist á Akureyri eftir harða glímu við sjúkdóm sem allt of marga leggur að velli fyrir aldur fram. Fregnin um andlát hennar barst mér til Færeyja þar sem þessi orð em skrifuð. Liðinn var þá nokkuð langur tími frá því að fundum okk- ar Ernu bar síðast saman, en af samtölum við bekkjarsystkini okkar frá því á útmánuðum vissi ég að hveiju dró. Þegar í mig var hringt og mér sagt lát hennar varð mér samstundis hugsað heim og þá einkum til þeirrar Akureyrar æsku minnar sem ég þekkti á sjötta tug aldarinnar. Þótt ég væri aldrei ná- kunnugur fólki Ernu eða heimilis- högum varð mér ungum ljóst hvern mann hún hafði að geyma og þótt .fundir okkar væru ekki heldur tíðir á seinni ámm er svo langt síðan ieiðir okkar lágu fyrst saman að mér ætti ekki síður að vera það ljúf skylda en öðmm bekkjarsystkinum okkar að minnast hennar með nokkmm orðum að leiðarlokum, bæði persónulega og í nafni þeirra, úr því að hún hefur nú verið kvödd á brott og bekknum er ekki lengur unnað þeirra lífsgriða sem fyrr var getið. Ég man Emu Jakobsdóttur fyrst þegar við vorum að stíga fyrstu skrefin í Barrtaskóla Akureyrar, bæði átta ára gömul. 011 bæjarþörn- in sóttu þá einn og sama skólann og við Ema sátum þar í sömu bekkj- ardeild. Hún var aldrei neinn flysj- ungur og mér er enn í minni hve hún var kurteis og prúð og hve mikil heilindi og skapstyrkur spegl- uðust í greindarlegum alvömsvip þessarar rauðbirknu stúlku með dökkrauða hárið sem samviskusam- lega fetaði sína leið upp á Syðri- Brekku eftir gangstéttum miðbæj- arins - eða upp Oddeyrargötu - neðan úr Fjólugötu og heim aftur að loknum skóladegi með töskuna á bakinu. Og sú ganga hélt áfram enn lengra suður á Brekkuna eftir bamapróf. Þá skildu leiðir okkar um þriggja vetra skeið, því að Akur- Bamaskórfrá Bopy Góðir fyrstu skór í st. 18—24. Margir litir. Ath.: Smáskór er fluttur inní DÓ-RE-MÍ •vid Fákafen í eitt afbláu húsunum. smáskór Suðurlandsbraut 52, sími 683919. ______________/ eyrarnemendur sem hugðu á lands- próf stunduðu sumir nám í gagn- fræðaskólanum, en aðrir, þeirra á meðal Erna, í miðskóladeild sem þavar enn við lýði í menntaskólan- um. Þar lágu leiðir okkar saman á ný eftir landspróf - og annarra sem bæst höfðu í hópinn víðs vegar að af landinu og hristust nú saman og deildu súru og sætu, sumir j heimavist, næstu fjögur árin til stúdentsprófs, á þeim aldri sem fólk er hvorki börn né fullorðið. í öllum þeim unglingaskara hélt Erna Jakobsdóttir sitt strik, söm við sig í prúðmennsku og vöndug- leik til orðs og æðis, samviskusemi og dugnaði, enda var hún hörku- greind og stóð sig jafnan með ágæt- um í námi. Þegar sum okkar brast áhuga, þrek og andans afl til fang- bragða við þá námsgreinina sem Þórarinn skólameistari kallaði ein- hvern tíma „skessuna miklu, stærð- fræðina" vílaði Erna ekki fyrir sér að setjast í stærðfræðideild með eintómum strákum og þreyja þar með þeim þorrann síðustu þijú árin fyrir stúdentspróf eins og önnur karaktermikil Akureyrarstúlka, Sigríður J. Hannesdóttir, hafði raunar einnig gerst næst á undan henni. En þótt Ema væri stærð- fræðideildarstúdent og kysi sér síð- an raunvísindi að viðfangsefni í háskólanámi og starfi hygg ég að hún hafði verið jafnvíg á flestar eða allar greinar og kunnað að meta þær og njóta þeirra heima sem þær geta opnað andanum. Til dæmis þóttist ég verða þess var að hún hefði yndi af góðum bókmenntuim, enda átti hún ekki langt að sækja það. En slíku flíkaði hún að vísu ekki, því að ég held að óhætt sé að segja að hún hafi ekki borið einkalíf sitt og innstu tilfinningar á torg nema í hófi. Erna Jakobsdóttir mátti heita sannkallaður Akureyringur. Hún fæddist á Akureyri og átti alla tíð heimili í fæðingarbæ sínum nema á námsárunum í Reykjavík og þijú ár sem hún starfaði þar að loknu námi. En hjá henni, eins og mörgum þéttbýlisbúum fram á síðari ár, var rótanna skammt að leita í sveitum landsins. Móðir Ernu er Margrét Ágústa Jónsdóttir, ættuð úr Vopna- firði, en faðir hennar var Jakob Ó. Pétursson, stundum kenndur við Hranastaði í Hrafnagilshreppi, lengi ritstjóri „íslendings“ á Akur- eyri, ágætur hagyrðingur og'hnytt- inn í kveðskap sínum. Að loknu stúdentsprófi lagði Erna stund á nám í lyfjafræði lyf- sala í Háskóla íslands og lauk prófi í júní 1964. Verknámið á námstím- anum hafði hún stundað í Stjörnu- apóteki á Akureyri, en frá 1964 var hún um þriggja ára skeið aðstoðar- lyfjafræðingur í Vesturbæjarapó- teki í Reykjavík. Einmitt á þeim árum átti ég heima á Melhaganum svo að ekki voru nema örfá hús milli heimilis míns og vinnustaðar hennar. Það kom af sjálfu sér að þangað átti maður stundum versl- unarerindi og stundum leit ég þar inn þess utan og við bekkjarsystkin- in tókum tal saman um það sem efst var á baugi og hvað þessi eða hinn var að gera. Þá var létt yfír Ernu, starfíð hafið og lífíð framund- an. Meðan hún bjó á Gamla Garði á námsárum sínum veit ég líka að herbergið hennar var vinsæll sam- komustaður fleiri Garðbúa þegar svo bar undir og líklega ekki síst félaga hennar í lyfjafraiðináminu og þeirra bekkjarsystkina hennar sem skammt voru undan. Þetta fólk vissi sem var að gott var að eiga Ernu að og henni mátti treysta auk þess sem hún gat verið bráð- skemmtileg á góðri stund. Einu sinni eða tvisvar minnist ég þess að hafa verið boðið í kaffi til henn- ar ásamt fleirum á þessum árum og þótti þá flest til fyrirmyndar um veitingar, hlýju og heimilisbrag í hvívetna í þessu litla herbergi lyfja- fræðinemans við Hringbrautina. Eftir rösklega þriggja ára starf í Reykjavík fluttist Erna norður og hóf störf í Stjömuapóteki haustið 1967. Það varð vinnustaður hennar löngum síðan, en frá 1975-1981 hafði hún umsjón með lyfjabúri Fjórðungssjúkrahúsins á Akureyri. Erna jjiftist aldrei, en eignaðist dóttur, Olöf Jakobínu Þráinsdóttur, uppkomna myndar- og efnisstúlku sem fyrir fjórum árum lauk stúd- entsprófi frá MA eins og móðir hennár forðum. Ekki er mér kunnugt um að Erna tæki mikinn þátt í félagsstarfi, en í stjórnmálum fylgdi hún Sjálfstæð- isflokknum. Hún var í framboði og gegndi trúnaðarstörfum fyrir hann um skeið og sat þá m.a. í bæjar- stjórn Akureyrar. Ekki efast ég um að hún hafi á þeim vettvangi lagt góðum málum lið eftir því sem hún mátti og eignast jafn traust sam- heija sinna og andstæðinga, eins og hún var gerð. Það er eðli minningarorða að vera skuggsjá hins liðna, enda er nú ævi Ernu Jakobsdóttur liðin tíð. Við sem með henni áttum samleið í skóla geymum í huga mynd góðr- ar stúlku frá æskuárum. Við mun- um líka, bekkjarsystkinin, hve hún var alltaf tillögugóð og glöð, en þó stillt, þegar við vorum saman á fullorðinsárum, t.d. í bekkjarhófum eða á svipuðum samkomum. Henni fylgdi góður andi og hún var ein af þeim fágætu manneskjum sem öllum var hlýtt til og allir gátu treyst af því að hún hlaut í vöggu- gjöf mikla hæfíleika og dýrmæt skapgerðareinkenni og hvort tveggja ávaxtaði hún af samvisku- semi og innri kurteisi sem gerðu framkomu hennar í orði og verki að fögru fordæmi. Við, samstúdentar Ernu Jakobs- dóttur nær og fjær, kveðjum hana öll með söknuði og þakklæti fyrir samfylgdina og vottum ástvinum hennar öllum og þá ekki síst dóttur hennar, systur og móður, sem nú á krossmessunni fyllir áttunda tug- inn í skugga dótturmissisins, samúð okkar á kveðjustund. Hjörtur Pálsson. Aldan er hnigin. Strangri baráttu við grimman sjúkdóm er lokið. Sláttumaðurinn hafði sigur. Ema bróðurdóttir mín lézt 6. maí. oft verður orða vant við slíka atburði. Ég kynntist Ernu lítið fyrr en síðustu árin, er ég heimsótti Eyja- fjörðinn, og þá kom ég oftast í Kotárgerði 10 á Akureyri, en þar bjuggu þær mæðgur, Margrét Jóns- dóttir og Ema og dóttir Ernu, Ólöf Jakobína, áfram eftir lát Jakobs bróður míns. Erna var hógvær, alvörugefin, mjög vökul á umhverfi, vakti traust með stilltri alúð. Starf hennar sem lyfjafræðings var alla tíð hjá Stjörnuapóteki og stundað af mik- illi trúmennsku. En á þeim síðustu árum, sem ég var þarna á ferð, var hún farin að safna upplýsingum um ætt okkar systkinanna frá Hrana- stöðum og átti orðið safn þeirra upplýsinga. í það lagði hún eðlis- læga alúð. Og ég fékk síðustu árin löngun að skyggnast á þessar slóð- ir. Ætíð sækja að erfiðar stundir á þá er missa þann sem nákominn er. Ekki síður er dregur frá atburð- inum. Ég hefí stöðvast við sálm er gripið hefír mig sem sérstök hugg- un á sorgarstund og er eftir Einar Benediktsson: Hvað bindur vorn hug við heimsins glaum, sem himnaarf skulum taka? Oss dreymir í leiðslu lífsins draum, en látumst þó allir vaka, og hryliir við dauðans dökkum straum, þó dauðinn oss megi’ei saka. Til moldar oss vígði hið mikla vald, hvert mannslíf, sem jörðin elur. Sem hafsjór, er rís með fald við fald, þau falla, en Guð þau telur, Því heiðloftið sjálft er huliðstjald, sem hæðanna dýrð oss felur. En ástin er björt sem barnsins trú, hún blikar í ljóssins geimi, og fjarlægð og nálægð, fyrr og nú, oss finnst þar í eining streymi. Frá heli til lífs hún byggir brú og bindur oss öðrum heimi. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þunp greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri’en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. Það er birta og fró í þessum sálmi, einkum lokaerindinu sem megnar að breyta döprum hug. Sálmurinn á að skila hluttekningu minni til þeirra er daprar stundir sækja mest á. Jónas Pétursson. Erna Jakobsdóttir lyfjafræðingur lést á Akureyri 6. maí sl. eftir lang- varandi veikindi. Hún var dóttir Margrétar Jónsdóttur, húsfreyju á Akureyri, sem enn lifir, og Jakobs Ó. Péturssonar, fyrrverandi rit- stjóra íslendings, sem er látinn. Þegar ég minnist vinkonu minnar, sé ég fyrir mér sólsetur við Eyjafjörð, rósir í garði og veislu- borð í eldhúskróknum. Ég fínn fyr- ir þéttu handtaki. Ernu kynntist ég 1957, þegar ég kom í þriðja bekk Menntaskólans á Akureyri og hélst vinátta með okk- ur fram á það síðasta. Erna var sú eina af okkur bekkjarsystrum, sem fór í stærðfræðideild. Hún var frjölg- áfuð og gat verið skáld þegar á þurfti að halda. Að loknu stúdents- prófí 1961 lagði Erna stund á lyfja- fræði við Háskóla íslands, og lauk prófí í þeirri grein 1964. Þar sem ég hef búið mest erlendis síðan á skólaárunum höfum við haldið bré- fasambandi í 30 ár. Ég á Ernu margt að þakka, en vænst hefur mér þótt um bréfin frá henni. Þau voru ætíð fróðleg og skemmtileg og full af fréttum af félögunum. Síðasta bréfíð var skrif- að um afmælið mitt í febrúar, þar sem hún segist vera „kerlingin með kútinn“ því að hún gat lítið hreyft sig án súrefnis. Erna er fyrst okkar bekkjar- systkina sem fellur frá. Ég mun sakna hennar úr hópnum, sem hún átti svo mikil ítök í að mynda og halda saman. Móður hennar, dóttur, systur og fjölskyldu sendi ég innilegar samúð- arkveðjur. Laufey Vilhjálmsdóttir. Bopar aldrei, brotnar í bylnum stóra seinast. Þessar ljóðlínur skáldsins Steph- ans G. Stephanssonar komu mér í hug þegar mér um hádegisbilið fimmtudaginn 6. maí barst andláts- fregn frænku minnar Ernu Jakobs- dóttur. Þessi fregn kom að vísu ekki á óvart því að svo lengi hafði vofað yfir að hún bærist og í raun vakti það undrun, hversu mikið lík- amsþrek og styrk Erna hafði í harðri baráttu við hinn válega sjúk- dóm sem að lokum lagði hana að velli og hve langan tíma það tók helgreipar dauðans að vinna ætlun- arverk sitt. Erna Jakobsdóttir var fædd á Akureyri 26. október 1941, hún var dóttir hjónanna Margrétar Jóns- dóttur húsmóður og Jakobs Ó. Pét- urssonar ritstjóra, en hann dó 7. febrúar 1977. Margrét er fædd á Fremri-Hlíð í Vopnafirði, dóttir hjónanna Sigurveigar Siguijóns- dóttur og Jóns Sveinssonar bónda. Jakob var sonur hjónanna Þóreyjar Helgadóttur og Péturs Ólafssonar er lengi bjuggu á Hranastöðum í Eyjafjarðarsveit. Auk Ernu eignuð- ust Jakob og Margrét aðra dóttur, Hrefnu, kaupmann á Akureyri, en hún er gift Yngva R. Loftssyni kaupmanni og eiga þau tvær dæt- ur. Erna eignaðist eina dóttur bama, Ólöfu Jakobínu, sem fædd er 4. maí 1969. Að loknu stúdentsprófi 1961 hóf Ema nám við Háskóla íslands og lauk námi í lyfjafræði í júní 1964. Hún starfaði síðan um skeið við Vesturbæjarapótek í Reykjavík, en fluttist síðan aftur til Akureyrar og hóf störf hjá Stjömu apóteki, sem aðstoðarlyfjafræðingur, og starfaði þar á meðan heilsa leyfði. Á kveðjustundu leita minningar á hugann. Það var fastur liður á hverju sumri hjá mér og konu minni að taka einn góðviðrisdag í það að fara í gönguferð með Ernu frænku. Þessar ferðir voru víða farnar. í eitt skiptið var gengið yfír Bíldsár- skarð, í annað sinn að Baugaseli í Barkárdal og fleira mætti nefna. Þessar ferðir vom ógleymanlegar. Erna var mikill náttúruunnandi og naut þess að vera út í náttúrunni og í þessum ferðum var um margt spjallað og meðal annars var oft mikið talað um ættfræði, því að á henni hafði Erna mikinn áhuga. Hún var óþreytandi að rekja ættir sínar og var búin að viða að sér miklum upplýsingum um þær. Ema var mjög frændrækin og hafði unun af því að hitta sem mest af skyldmennum sínum. Hún var aðal driffjöðrin í því að efna til niðjamóta afkomenda Þóreyjar og Péturs frá Hranastöðum. Þau vom haldin tvö, það fyrra 1989 og hið síðara 1991. Þá söfnuðust afkom- endur þeirra hjóna, sem tök höfðu á, saman hér á Hranastöðum. Á þessum stundum var Erna hrókur alls fagnaðar og óþreytandi í að fínna upp á hinu og þessu sem fólk gerði sér til skemmtunar. Á ættarmótinu sem haldið var 1991 voru gróðursettar tijáplöntur í lítinn reit sem helgaður er minn- ingu Þóreyjar og Péturs á Hrana- stöðum. Það er bjart yfír minning- unni um síðustu heimsókn Ernu hingað í Hranastaði á síðastliðnu hausti. Þá hafði hún meðferðis reyniviðarplöntu sem hún gróður- setti í litla reitinn; hún gróðursetti hana og hlúði að henni af þeirri nærfærni og hlýju sem henni einni var lagið og ég er viss um að fái þessi litla jurt að vaxa og dafna þá mun hún skipa sérstakan sess í hugum okkar sem munum Ernu. Eg vil hér einnig nefna sem dæmi um áhuga Ernu á því að leita uppi ættmenni sín að hún leitaði uppi afkomendur afasystkina okkar er fluttust til Ameríku á árum Ameríkuferða íslendinga á síðustu öld. Er einn þessara manna, Magn- ús Ólafsson, boðaði komu sína hing- að til lands á síðastliðnu sumri, sá Erna um að skipuleggja dvöl hans hér norðanlands. Hún sá til þess að reynt var að hafa samband við öll skyldmenni hans hér um slóðir, svo að Magnúsi gæfist kostur á að hitta sem flest þeirra. Efnt var til kaffísamsætis í Hrafnagilsskóla og þar komu um níutíu manns og eins og Magnús sagði sjálfur, þá urðu þetta honum ógleymanlegar stund- ir. Hann hafði aldrei órað fyrir því að honum yrði sýnd jafnmikil frændrækni og hlýja og birtist í því sem fýrir hann var gert. Fyrir þessu öllu stóð Erna, þrátt fyrir að um þessar mundir væri líkamsþrek hennar mjög farið að þverra. Ég er ekki viss um að þeir, sem ekki var kunnugt um heilsufar Ernu, hafi gert sér grein fyrir því hversu hart hún þurfti að leggja að sér. En Ema naut þessara stunda, þarna var hún í hópi ættingja og það gaf henni svo mikið. Við fráfall Ernu frænku er höggvið stórt skarð í hóp afkom- enda Þóreyjar og Péturs frá Hrana- stöðum og þar ríkir mikill söknuð- ur. En dýpstur og þyngstur er sökn- uðurinn hjá dóttur, aldraðri móður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.