Morgunblaðið - 20.05.1993, Side 1

Morgunblaðið - 20.05.1993, Side 1
96 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 112. tbl. 81.árg. FIMMTUDAGUR 20. MAI 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Nyrup Rasmussen ver skotárás dönsku lögreglunnar á óeirðaseggi í Kaupmannahöfn Reuter Götuvíg’i á Norðurbrú DANSKIR lögreglumenn á Norðurbrú í Kaupmannahöfn aðfaranótt miðvikudags. Fjær sést log- andi götuvígi óeirðaseggja er mótmæltu aðild Danmerkur að Maastricht-samningnum. Þegar mót- mælendur gerðu sig líklega til að drepa lögreglumann, sem lá særður á götunni, skaut lögreglan á þá. Átta urðu fyrir skotum, þar af þrír i magann. Danska iögreglan ber að jafnaði ekki skotvopn. Einn lögreglumannanna sem særðust er í lífshættu eftir að hafa fengið stein í höfuðið. í gær- kvöldi kom aftur til óeirða og beitti lögregla táragasi gegn mótmælendum. „Var um líf eða dauða lögreglu- þjóna að tefla“ Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. DANSKIR stjórnmálamenn vörðu í gær þá ákvörðun lögreglunn- ar í Kaupmannahöfn að nota skotvopn gegn ungmennum sem söfnuðust saman á Norðurbrú í fyrrakvöld til að mótmæla úrslit- um þjóðaratkvæðisins um Maastricht-sáttmálann. Ungmennin höfðu reist götuvígi til að afmarka svæði er ekki lyti EB og þeg- ar lögreglumenn ruddu þeim í burtu réðust um 400-500 ung- menni gegn þeim með gangstéttarsteinum og járnstöngum. Lögreglan reyndi að dreifa mann- fjöldanum með táragasi en þar sem það dugði ekki skaut hún um 100 viðvörunarskotum upp í loftið. Síðar var skotið á fólkið. Poul Nyrup Rasmussen forsætis- ráðherra sagði að aðgerðir lögregl- unnar væru réttlætanlegar. „Sam- kvæmt þeim upplýsingum sem ég hef lágu nokkrir lögreglumenn á götunni og voru í mikilli hættu. Það var um líf eða dauða að tefla." Velferðarkerfið eflt Nyrup Rasmussen kvaðst vera mjög ánægður með niðurstöðu þjóð- aratkvæðisins. Henni yrði fylgt eftir með efnahagsaðgerðum, þ. á m. verulegum skattalækkunum sem kynntar voru í gær, til að styrkja velferðarkerfið danska, „sem við elskum öll svo innilega,“ eins og hann komst að orði. Sjá einnig frétt á bls. 28. Rússar leita eftir stuðníngí Evrópuríkja við Bosníu-áætlunina EB fremur en Banda- lákin hafí frumkvæðið Róm, Washington, Genf. Reuter, The Daily Telegraph. ANDREJ Kozyrev, utanríkisráðherra Rúss- lands, vill að hafist verði handa við að hrinda af stokkunum í Bosníu friðaráætlun þeirra Vance og Owens enda þótt Bosníu-Serbar hafi hafnað henni með þorra atkvæða um síðustu helgi. Talsmaður Borísar Jeltsíns for- seta, Vjatsjeslav Kostíkov, sagði í gær að Evrópumenn ættu að taka frumkvæðið. „Ég tel að Evrópubandalagið ætti að taka meiri þátt í þessu starfi þar sem Bandaríkin leggja fram sinn skerf en hverfa síðan á braut en Evrópa verður áfram á sínum stað,“ sagði Kostíkov. Bandaríkin hafa hafnað tillögu Rússa um að haldinn verði ráðherrafundur öryggisráðs SÞ á morgun, föstudag. Telja sumir fréttaskýrendur að ástæðan hafi verið ótti við að Bandaríkjamenn myndu í fyrsta sinn í sögu ráðsins standa einir gegn Rússum og V-Evrópumönnum er taka und- ir þá skoðun Kozyrevs að enn megi notast við áætlun Vance og Owens. Leiðtogasæti Warren Christopher, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hefur þegar lýst furðu sinni vegna hugmynda Kozyrevs; ljóst sé að vegna andstöðu Bosníu-Serba verði aldrei hægt að framkvæma friðaráætlunina án þess að beita Serba valdi. Er Kostíkov var spurður álits á þessum viðbrögð- Reuter Barist í bakgarðinum VOPNAÐIR Bosníu-Serbar á hlaupum milli skaddaðra húsa í borginni Brcko. Múslimar og Króatar börðust af hörku í borginni Vitez í gær og var talið að fimm manns hefðu fall- ið. Bosníu-Serbar hótuðu í gær að lýsa form- lega yfir sjálfstæðu ríki ef ekki tækist sam- komulag milli stríðandi aðila. um svaraði hann: „Ég tel að Rússland muni á ný skipa leiðtogasæti á vettvangi heimsmálanna." Vestur-Evrópusambandið, VES, vamarsamtök 10 Evrópuríkja sem einnig eru í Atlantshafs- bandalaginu, lýsti í gær yfir fullum stuðningi við friðaráætlun Vance og Owens, þrátt fyrir and- stöðu Bosníu-Serba. Lið til landamæravörslu Kozyrev hefur undanfarna daga hitt að máli ráðamenn í Króatíu, Bosníu og Serbíu/Svart- fjallalandi en einnig ráðgast við v-evrópska leið- toga. Sáttasemjarar Sameinuðu þjóðanna og Evrópubandalagsins, Thorvald Stoltenberg og Owen lávarður, sögðu Rússa hafa heitið því í gær að leggja fram sinn skerf til alþjóðaliðs er gæta á landamæra Bosníu og koma þannig í veg fyrir vopnasmygl. Fulltrúi Bandaríkjastjórnar, Richard Boucher, sagði í gærkvöldi að Banda- ríkjamenn myndu ekki Ieggja landamæravörsl- unni lið. Hann sagði að Slobodan Milosevic Serb- íuforseti ætti að sjá til þess að vopn væru ekki flutt tii Bosníu-Serba. Bandaríkjastjórn hefur verið meðmælt þvi að aflétt yrði vopnasölubanni á múslima og jafn- framt að gerðar yrðu loftárásir á mikilvægustu stöðvar Bosníu-Serba. Evrópuríkin, einkum Bret- land og Frakkland, sem hafa þúsundir manna í liði SÞ í landinu, eru andvíg þessum hugmyndum. Hvað er handan við Plútó? London. The Daily Telegraph. VÍSINDAMENN hafa lengi velt því fyrir sér hvort ókunn reikistjarna, sú tí- unda, sé í felum í sólkerfinu, einhvers staðar handan við Plútó. Nú hafa bandarískir stjarn- vísindamenn uppgötvað, að ekki er um að ræða eina, held- ur þúsundir smárra „stjarna" í útjaðri sólkerfisins. Með sjónauka, er greinir hluti, sem eru 100 milljón sinn- um daufari en svo, að augað fái séð þá, hafa stjarnfræðing- ar á Hawaii-eyjum og í Kali- forníu fundið tvo dularfulla hluti á braut bak við Plútó. Eru þeir um 150 mílur eða svo í þvermál og mega því kallast smáar stjörnur eða stórir loft- steinar. Loftsteinageymsla Telja vísindamennirnir, að hér sé um að ræða fyrstu vís- bendingu um risastóra „frysti- geymslu“ fyrir loftsteina, sem bíði þess ryðjast inn í sólkerfið. Flugslys í Kólumbíu 134 voru um borð Bogota. Reuter. BOEING 727-þota kólumbíska félagsins SAM með 125 farþega og níu manna áhöfn innanborðs hrapaði í fjalllendi um 60 km frá borginni Medellin í Kólumb- íu í gær. Ekki var vitað um manntjón er síðast fréttist. Vélin var á leið frá Panama til höfuðborgar Kólumbíu, Bogota, og skýrðu stjórnendur flugumsjónar- mönnum frá því að ætlunin væri að millilenda í Medellin en síðan slitnaði fjarskiptasambandið. Þyrlur voru þegar sendar á vett- vang til að leita að flakinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.