Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C/D ttr0nnliIaMfr STOFNAÐ 1913 112.tbl.81.arg. FIMMTUDAGUR 20. MAI 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Nyrup Rasmussen ver skotárás dönsku lögreglunnar á óeirðaseggi í Kaupmannahöfn Reuter Götuvígi á Norðurbrú DANSKIR lögreglumenn á Norðurbrú í Kaupmannahöfn aðfaranótt miðvikudags. Fjær sést log- andi götuvígi óeirðaseggja er mótmæltu aðild Danmerkur að Maastricht-samningnum. Þegar mót- mælendur gerðu sig líklega til að drepa lögreglumann, sem lá særður á götunni, skaut lögreglan á þá. Átta urðu fyrir skotum, þar af þrír í magann. Danska lögreglan ber að jafnaði ekki skotvopn. Einn lögreglumannanna sem særðust er í lífshættu eftir að hafa fengið stein í höfuðið. í gær- kvöldi kom aftur til óeirða og beitti lögregla táragasi gegn mótmælendum. „Var um líf eða dauða lögreglu- þjóna að tefla" Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. DANSKIR stjórnmálamenn vörðu í gær þá ákvörðun lögreglunn- ar i Kaupmannahöfn að nota skotvopn gegn ungmennum sem söfnuðust saman á Norðurbrú í fyrrakvöld til að mótmæla úrslit- um þjóðaratkvæðisins um Maastricht-sáttmálann. Ungmennin höfðu reist götuvígi til að afmarka svæði er ekki lyti EB og þeg- ar lögreglumenn ruddu þeim í burtu réðust um 400-500 ung- menni gegn þeim með gangstéttarsteinum og járnstöngum. Lögreglan reyndi að dreifa mann fjöldanum með táragasi en þar sem það dugði ekki skaut hún um 100 viðvörunarskotum upp í loftið. Síðar var skotið á fólkið. Poul Nyrup Rasmussen forsætis- ráðherra sagði að aðgerðir lögregl- unnar væru réttlætanlegar. „Sam- kvæmt þeim upplýsingum sem ég hef lágu nokkrir lögreglumenn á götunni og voru í mikilli hættu. Það var um líf eða dauða að tefla." Velferðarkerfið eflt Nyrup Rasmussen kvaðst vera mjög ánægður með niðurstöðu þjóð- aratkvæðisins. Henni yrði fylgt eftir með efnahagsaðgerðum, þ. á m. verulegum skattalækkunum sem kynntar voru í gær, til að styrkja velferðarkerfið danska, „sem við elskum öll svo innilega," eins og hann komst að orði. Sjá einnig frétt á bls. 28. Rússar leita eftir stuðningi Evrópuríkja við Bosníu-áætlunina EB fremur en Banda- ríkin hafi frumkvæðið Róm, Washinjjton, Genf. Reuter, The Daily Telegraph. ANDREJ Kozyrev, utanríkisráðherra Rúss- lands, vill að hafist verði handa við að hrinda af stokkunum í Bosniu friðaráætlun þeirra Vance og Owens enda þótt Bosníu-Serbar hafi hafnað henni með þorra atkvæða um síðustu helgi. Talsmaður Borísar Jeltsíns for- seta, Vjatsjeslav Kostíkov, sagði í gær að Evrópumenn ættu að taka frumkvæðið. „Ég tel að Evrópubandalagið ætti að taka meiri þátt í þessu starfi þar sem Bandaríkin leggja fram sinn skerf en bverfa síðan á braut en Evrópa verður áfram;á sínum stað," sagði Kostíkov. Bandaríkin hafa hafnað tillögu Rússa um að haldinn verði ráðherrafundur öryggisráðs SÞ á morgun, föstudag. Telja sumir fréttaskýrendur að ástæðan hafi verið ótti við að Bandaríkjamenn myndu í fyrsta sinn í sögu ráðsins standa einir gegn Rússum og V-Evrópumönnum er taka und- ir þá skoðun Kozyrevs að enn megi notast við áætlun Vance og Owens. Leiðtogasæti Warren Christopher, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hefur þegar lýst furðu sinni vegna hugmynda Kozyrevs; ljóst sé að vegna andstöðu Bosníu-Serba verði aldrei hægt að framkvæma friðaráætlunina án þess að beita Serba valdi. Er Kostíkov var spurður álits á þessum viðbrögð- Reuter Barist í bakgarðinum VOPNAÐIR Bosníu-Serbar á hlaupum milli skaddaðra húsa í borginni Brcko. Múslimar og Króatar börðust af hörku í borginni Vitez í gær og var talið að fimm manns hefðu fall- ið. Bosníu-Serbar hótuðu í gær að lýsa form- lega yfir sjálfstæðu ríki ef ekki tækist sam- komulag milli stríðandi aðila. um svaraði hann: „Ég tel að Rússland muni á ný skipa leiðtogasæti á vettvangi heimsmálanna." Vestur-Evrópusambandið, VES, varnarsamtök 10 Evrópuríkja sem einnig eru í Atlantshafs- bandalaginu, lýsti í gær yfir fullum stuðningi við friðaráætlun Vance og Owens, þrátt fyrir and- stöðu Bosníu-Serba. Lið til landamæravörslu Kozyrev hefur undanfarna daga hitt að máli ráðamenn í Króatíu, Bosníu og Serbíu/Svart- fjallalandi en einnig ráðgast við v-evrópska leið- toga. Sáttasemjarar Sameinuðu þjóðanna og Evrópubandalagsins, Thorvald Stoltenberg og Owen lávarður, sögðu Rússa hafa heitið þvl í gær að leggja fram sinn skerf til alþjóðaliðs er gæta á landamæra Bosníu og koma þannig í veg fyrir vopnasmygl. Fulltrúi Bandaríkjastjórnar, Richard Boucher, sagði í gærkvöldi að Banda- ríkjamenn myndu ekki leggja landamæravörsl- unni lið. Hann sagði að Slobodan Milosevic Serb- íuforseti ætti að sjá til þess að vopn væru ekki flutt til Bosníu-Serba. Bandaríkjastjórn hefur verið meðmælt því að aflétt yrði vopnasölubanni á múslima og jafn- framt að gerðar yrðu loftárásir á mikilvægustu stöðvar Bosníu-Serba. Evrópuríkin, einkum Bret- land og Frakkland, sem hafa þúsundir manna í liði SÞ í landinu, eru andvígþessum hugmyndum. Hvað er handan við Plútó? London. The Daily Telegraph. VÍSINDAMENN hafa lengi velt því fyrir sér hvort ókunn reikisljarna, sú ti- unda, sé í felum í sólkerfinu, einhvers staðar handan við Plútó. Nú hafa bandarískir stjarn- vísindamenn uppgötvað, að ekki er um að ræða eina, held- ur þúsundir smárra „stjarna" í útjaðri sólkerfisins. Með sjónauka, er greinir hluti, sem eru 100 milljón sinn- um daufari en svo, að augað fái séð þá, hafa stjarnfræðing- ar á Hawaii-eyjum og í Kali- forníu fundið tvo dularfulla hluti á braut bak við Plútó. Eru þeir um 150 mílur eða svo í þvermál og mega því kallast smáar stjörnur eða stórir loft- steinar. Loftsteinageymsla Telja vísindamennirnir, að hér sé um að ræða fyrstu vís- bendingu um risastóra „frysti- geymslu" fyrir loftsteina, sem bíði þess ryðjast inn í sólkerfið. Flugslys í Kólumbíu 134 voru um borð Bogota. Reuter. BOEING 727-þota kólumbíska félagsins SAM með 125 farþega og níu manna áhöfn innanborðs hrapaði í fjalllendi um 60 km frá borginni Medellin í Kólumb- íu í gær. Ekki var vitað um manntjón er síðast fréttist. Vélin var á leið frá Panama til höfuðborgar Kólumbíu, Bogota, og skýrðu stjórnendur flugumsjónar- mönnum frá því að ætlunin væri að millilenda í Medellin en síðan slitnaði fjarskiptasambandið. Þyrlur voru þegar sendar á vett- vang til að leita að flakinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.