Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1993
Ljósmynd/Jón Svavarsson
Fjölskylduskemmtun
OPNUÐ var í gær sýningin Vor ’93 í Hafnarfirði. Alls taka tæplega eitt-
hundrað fyrirtæki þátt í sýningunni, sem er samstillt átak bæjaryfirvalda,
atvinnufýrirtækja og verkalýðshreyfingar í því augnamiði að vekja athygli
á hafnfirskri vöru og þjónustu. Margt verður um að vera fyrir alla fjöl-
skylduna sýningardagana og gefur hér að líta einn sýningarbásanna.
Fimm umsækjendur
mn sjónvarpsrásimar
FIMM umsækjendur sendu inn umsóknir um sjónvarpsrekstur sem
myndi krefjast samtais 56 rása en aðeins eru 23 til ráðstöfunar. Út-
varpsréttarnefnd fjaliaði um umsóknirnar í gær. Þær voru frá íslenska
útvarpsfélaginu, Háskóla íslands, Frjálsri fjölmiðlun, Útvarpsfélagi
Seltjarnarness og Hans Kristjáni Arnasyni.
„Útvarpsréttarnefnd þarf að setja
sér nýjar matsreglur til þess að af-
greiða umsóknir sem lagðar hafa
verið fyrir nefndina og F'jarskiptaeft-
irlitið um afnot af rásum til dreifing-
ar sjónvarpsefnis hérlendis,“ sagði
formaður útvarpsréttarnefndar,
Ingvar Gíslason, í samtali við Morg-
unblaðið. „Starf útvarpsréttarnefnd-
ar byggist á gildandi útvarpslögum
en það mun taka sinn tíma að taka
ákvörðun í þessu tiltekna máli. Við
munum skapa okkur reglur til þess
að taka á þessum umsóknum. Eg á
ekki von á reglugerð frá ráðherra
þar að lútandi og það hefur ekki
verið rætt um útboð í þessu sam-
bandi,“ sagði Ingvar Gíslason.“
Ekki ákveðið um gjaldtöku
Halldór Blöndal samgönguráð-
herra sagði að engar ákvarðanir
hafí verið teknar varðandi gjaldtöku
fyrir afnot af örbylgjurásunum en
það væri hins vegar sjónarmið Fjar-
skiptaeftirlitsins og Pósts og síma
að eðlilegt væri að taka gjald fyrir.
Sagði hann þetta mál verða rætt á
fundi hans og póst- og símamála-
stjóra á morgun, föstudag.
Aðspurður um hvort til greina
kæmi að bjóða sjónvarpsrásimar út
sagði Halldór að það væri ekki á
valdi ráðuneytisins að úthluta rásun-
um heldur væri það útvarpsréttar-
nefnd sem veitti rekstrarleyfið.
„Við höfum ekki rætt þennan
möguleika og ég held að við getum
ekki tekið ákvörðun um þetta nema
eftir nákvæma athugun innan nefnd-
arinnar," sagði Ingvar Gíslason.
Sjá bls. 31: „Brýnt að ...“
Hækkun
lánskjara-
vísitölu um
0,06% 1 maí
Lánskjaravísitala hækkaði um
0,06% frá maí til júní eftir þvi
sem segir í fréttatilkynningu frá
Seðlabanka íslands.
Þegar breytingin hefur verið
umreiknuð til árshækkunar kemur
í ljós að hún hefur verið 0,7% síð-
asta mánuð, 0,9% síðustu 3 mán-
uði, 2,5% síðustu 6 mánuði og 2,2%
síðustu 12 mánuði.
Vísitala byggingarkostnaðar og
launavísitala maímánaðar er
óbreytt frá fyira mánuði.
Rætt um að Olíufélagið
gerist hluthafi í Borgey
FULLTRÚAR Borgeyjar hf. á Höfn i Homafirði hafa átt fundi með
helstu lánardrottnum fyrirtækisins í Reylqavík, þar sem fulltrúar
Landsbanka íslands og Atvinnutryggingadeildar Byggðastofnunar
hafa lagt að forsvarsmönnum fyrirtækisins að óska þegar í stað
eftir greiðslustöðvun, til þess að unnt verði að undirbúa nauðasamn-
inga. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er það nú til skoðun-
ar hjá Oliufélaginu hf. hvort fyrirtækið verði við þeim óskum Borg-
eyjar að breyta að ákveðnu marki vanskilaskuldum Borgeyjar í hluta-
fjáreign í Borgey.
Þriðjastigsvorpróf Stýrimannaskólans
Ástrali dúx í íslensku
ÁSRALSKUR nemandi hlaut hæstu einkunn á nýloknum þriðja-
stigsvorprófum hjá Stýrimannaskóla íslands. Martin Harris
Avery, sem búsettur er í Vestmannaeyjum, tók 16 próf á 12
dögum og dúxaði meðal annars í íslensku.
Martin, sem á ættir að rekja til
Muswellsbrook í Ástralíu, kom
hingað til lands sem ferðamaður
árið 1985. Honum var boðin vinna
hjá ísfélagi Vestmannaeyja og
ílentist því í Vestmannaeyjum.
Gaman á sjó
Aðspurður um ástæður þess að
hann gerðist nemandi í Stýri-
mannaskólanum sagði Martin að
sér þætti gaman á sjó, hann væri
hins vegar ekki laginn við vélstjóm
og því hefði legið beinast við að
gerast stýrimaður. Martin fékk
meðal annars níu í íslensku og
sagði í samtali við Morgunblaðið
að þettahefði verið bókmenntapróf
og því væri ekkert að marka þetta,
hann hefði ekki orðið svona hár í
málfræði.
Martin kvaðst að vonum ánægð-
ur en sagðist ekki hafa búist við
því að sér myndi ganga svo vel.
Þrátt fýrir árangurinn ætlaði hann
ekkert að gera sér dagamun enda
var hann á leið til sjós þegar Morg-
unblaðið náði tali af honum í gær-
kvöldi. „Það bitnar mjög á fjárhag
fjölskyldunnar þegar fyrirvinnan
er við nám. Mér var boðið að leysa
af í einum túr og ákvað að drífa
mig af stað. Kannski held ég upp
á þetta næsta sumar,“ sagði hann
að lokum.
Heimildir Morgunblaðsins herma
að forsvarsmenn ESSO hafi óskað
eftir því að fá svör og áætlanir við
ákveðnum grundvallarspurningum,
áður en tekin verður ákvörðun úm
það hvort orðið verður við óskum
Borgeyjar um niðurfellingu skulda
og framjagningu nýs hlutafjár.
Greiðslustöðvun þegar
á morgun?
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins er líklegt að forsvarsmenn
Borgeyjar óski eftir greiðslustöðvun
þegar á morgun, en Pálmi Guð-
mundsson stjórnarformaður Borg-
eyjar vildi í samtali við Morgunblað-
ið í gær ekki staðfesta að svo yrði.
„Það var engin niðurstaða á fundi
okkar með lánardrottnum," sagði
Pálmi, „og það er mjög margt sem
þarf að fara yfir, áður en ákvörðun
verður tekin um að óska eftir
greiðslustöðvun."
Olíufélagið mun sama sinnis og
aðrir stórir lánardrottnar, að fyrir-
tækið verði að óska eftir greiðslu-
stöðvun, til þess að hægt verði að
endurskipuleggja starfsemina og
endurfjármagna, áður en gengið
verður til nauðasamninga. Sú af-
staða Olíufélagsins mun hafa komið
fram á ofangreindum fundi lánar-
drottna með forsvarsmönnum Borg-
eyjar.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er það sameiginlegt mat
helstu lánardrottna, að Borgey takist
ekki að koma rekstrinum í viðunandi
horf, án þess að selja bæði fiskiskip
og kvóta.
Breska tónlistarblaðið Melody Maker
vikunnar
FYRSTA smáskífan af
væntanlegri breiðskifu Bjark-
ar Guðmundsdóttur var valin
smáskífa vikunnar í breska
tónlistarblaðinu Melody Ma-
ker. í síðasta blaði var Björk
í fjögurra síðna forsíðuviðtali.
í Melody Maker, sem dagsett
er 22. maí, fær smáskífan, sem
heitir Human Behaviour, mjög
lofsamlega dóma og það er með-
al annars talið plötunni til tekna
að tónlistin sé sérkennileg og
óvænt blanda, þó rödd Bjarkar
ríði baggamuninn. í næsta blaði
á undan var Björk í fjögurra
síðna forsíðuviðtali, en einnig
var við hana forsíðuviðtal í
tískublaðinu I-d fyrir stuttu.
Breiðskífa Bjarkar, Debut, kem-
ur út 7. júlí ytra, en viku fyrr
hér á landi.
Björk með
smáskífu
Ljósmynd/Paul Such
Aflabrögð mjög góð
á úthafskarfaveiðum
NÍU íslenskir togarar voru á úthafskarfaveiðum um 60 sjómílur
vest-suðvestur af Franshól í gær og voru aflabrögð mjög góð, að
sögn Guðmundar Kjalars Jónssonar, skipsljóra á Sjóla HF. Hátt í
tíu erlendir togarar voru á þessum slóðum fyrir um viku en þeir
fóru af veiðisvæðinu þegar veður tók að versna.
BJoronublnöiÍi
mmm
Heilsuvikan
erhafin
fltargitiiMflfrift
í dag
Garðar Cortes _________________
Ágreiningur um listrænt mat 22
Leikþættir um alnæmi___________
Hlín Agnarsdóttir hlaut fyrstu
‘ verðlaun í samkeppni Landsnefnd-
ar um alnæmisvarnir 26
Heilbrigðismál_________________
Hátt lyfjaverð meginorsök hárra
útgjalda á íslandi, segir OECD 23
Leiðari________________________
EB andar léttar 30
Dagskrd
► Kvikmyndir vikunnar - Stjöm-
ur í þáttum Roseanne - Ofbeldi í
kvikmyndum fordæmt - Allt látið
flakka í viðtalsþáttum - Þátttöku-
kvikmyndir
Viðskipti/Atvinnulif
Deilt um þátttöku Iðnlánasjóðs
í rekstri Óss - Taugagreining
hyggst auka hlutafé - Fátæku
ríkin ríkari en menn ætluðu -
Dregið úr völdum bankaráða
Heilsuvikan
► Seinkum ellinni - Göngudagur
- Heilsuvikan víða um land - Sund-
dagurinn - Hversdagsleikamir -
Hreyfing og mataræði - Hjóla-
dagur - Rétt álag við þjálfun
Guðmundur Kjalar sagði að ekki
væri lengur hægt að tala um mok-
veiði, en það væri engu að síður
góð veiði. í síðastu veiðiferð fyllti
Sjóli sig á 20 dögum og afrakstur-
inn var 700 tonn af karfa upp úr
sjó, og 350 tonn af afurðum.
Draga allan sólarhringinn
„í augnablikinu erum við að fá
nóg fýrir vinnsluna en við þurfum
að draga allan sólarhringinn. Með-
an mesta mokið var drógum við í
mesta lagi 2-3 klukkutíma á sólar-
hring,“ sagði Guðmundur Kjalar.
Sjóli hefur verið á miðunum í
tólf daga og er kominn með um 500
tonna afla upp úr sjó. Nokkur skip
eru á sömu slóðum og Sjóli, m.a.
Baldvin Þorsteinsson, Venus, Har-
aldur, Ýmir, Snæfugl, Júlíus Geir-
mundsson, Ottó Wathne og Snorri
Sturluson. Örfirisey hélt heim á leið
í fyrradag með góðan afla, að sögn
Guðmundar Kjalars.
1
§
»
I
I
I
k
i
i
\
\
\
\