Morgunblaðið - 20.05.1993, Síða 17
MOJKGUNBLAÐIÐ FIMMTUDACUR; 2Q. MAÍ 1993 •
1 ?!
Afangakerfi í skólum-
hrundar skýjaborgir?
eftirHrafn
Sveinbjarnarson
Áfangakerfi var tekið upp í til-
raunaskyni í Menntaskólanum við
Hamrahlíð fyrir tveimur áratugum
og nær nú til flestra framhaldsskóla
landsins. Um leið hafa orðið mjög
miklar breytingar á framhaldsskóla-
námi hér á landi og eru flestir sam-
mála um að ástandið sé slæmt.
„Helstu kostir
áfangakerfisins"
Ingvar Ásmundsson skólameistari
Iðnskólans, einn þeirra sem vann að
áfangakerfinu í upphafi, ritar grein
í DV 22. mars sl. þar sem hann tel-
ur upp helstu markmið þess: „1.
Námshraði sé við hæfi hvers nem-
anda. 2. Námsefni hvers nemanda
sé í sem bestu samræmi við kunn-
áttu hans í hverri námsgrein. 3.
Komist verði hjá ónauðsynlegri end-
urtekningu á fyrra námi.“ Skoðum
þetta nánar:
1. Nemandi ræður að vissu marki
námshraða, hve marga áfanga hann
sækir á hverri önn. Um kosti þess
eru ekki allir sammála, en kjami
málsins er að allir nemendur í sama
áfanga hafa þar sama námshraða
þótt þeir séu æði misjafnlega á vegi
staddir.
2. Námsefni á að vera við hæfí
hvers nemanda. í áfangakerfi hafa
allir nemendur í sama áfanga sama
námsefni og síst meira tillit er tekið
til mismunandi kunnáttu þeirra held-
ur en í bekkjakerfi. Þó verður að
taka tillit til nemandans sem er verst
undirbúinn og styst kominn í námi,
og þess gjalda hinir.
Hér virðist horft með. velþóknun á
kerfi sem kann að hafa litið vel út
á rúðustrikuðum pappír, en það
gleymist að námið í hveijum áfanga
fer reyndar fram í tímum þar sem
lent geta saman góðir nemendur á
4. ári sem eru að fara í háskóla og
lakir á 1. ári, nýkomnir úr grunn-
skóla.
3. Undirritaður hefur kynnst
ónauðsynlegri endurtekningu á fyrra
námi býsna vel í áfangakerfi MH.
Sumar eitt var hann skikkaður til
að læra dálítið í íslensku hjá móður
sinni sem blöskraði kunnáttuleysið.
Af rykföllnum skruddum úr gömlum
kassa nam undirritaður m.a. það sem
vita þurfti um núliðna tíð.
Um haustið tók við nám í MH.
Það hófst á skylduáfanga í málfræði
þar sem kennd var núliðin tíð (og
meira að segja munurinn á nafnorði
og sagnorði). I dönskuáfanga sama
haust var kennd núliðin tíð, í latínuá-
fanga næsta haust, í þýskuáfanga
þá um vorið og í grísku haustið eft-
ir. Það var í fimmta sinn í MH. Allt-
af fannst nemandi sem ekki kunni
núliðna tíð og kennari taldi sér skylt
að útskýra það. Svona dæmi verða
æði mörg í áfangakerfi vegna þess
hve kerfið er í eðli sínu ómarkvisst.
Ingvar Ásmundsson segjr í grein
sinni: „Helstu kostir kerfisins liggja
í þessum markmiðum þess.“ Ef það
er rétt hljóta kostir áfangakerfis að
vera fáir því að þar verður þessum
markmiðum ekki náð.
Dyggðir áfangakerfisins
Mönnum hefur orðið tíðrætt um
félagsleg áhrif áfangakerfis og
bekkjakerfis. Sumir hafa sagt að það
sé þroskandi að vera alltaf að um-
gangast nýtt fólk meðan aðrir telja
vænlegra að kynnast vel nokkrum
hópi félaga og hitta aðra í félagslíf-
inu. Þau skyndikynni sem takast í
tímum í áfangakerfi eru sjaldnast til
frambúðar. Klíkur myndast um
þröng áhugamál, en að öðru leyti eru
samskipti nemenda lítil og jafnan
hætta á að einhver sé týndur í fjöld-
anum. Eyður í stundatöflu, sem óhjá-
kvæmilegar eru í áfangakerfi, fara
í að kjafta og slæpast. Fæstir nota
eyðurnar til náms. §umir eru sagðir
mæta oftar í klíkuna sína en í tíma.
Nemandinn kemst að meðfæddum
hæfíleika sínum til að byggja upp
nám í menntaskóla og stýra, ekki
bara sínu námi heldur líka annarra
- þeirra sem eru að reyna að safna
lágmarksfjölda í áfanga til að hann
verði kenndur. Honum er talin trú
um að það sé frelsi og lýðræði. Þetta
elur á hroka og virðingarleysi fyrir
náminu í skólanum. Rótleysi, skortur
á sjálfsaga og agaleysi verður al-
mennt og afleiðinganna gætir mjög
í félagslífí nemenda. Innihald náms-
ins skiptir ekki mestu máli heldur
einingamar. I Morgunblaðinu var á
dögunum haft eftir latínuáhuga-
manni í MH: Studiosus sine studio
sus est (námsmaður án námsáhuga
er svín).
Efast um ágæti áfangakerfis
í Nýjum menntamálum 4. tbl.
1992 er greinin „Er bekkjaskóli betri
en áfangaskóli?“ eftir Atla Harðar-
son kennara við Fjölbrautaskóla
Vesturlands sem er áfangaskóli.
Hann hefur kannað hvernig dæmi-
gert stúdentspróf úr áfangakerfi er
samsett. Niðurstaðan er sú að um
5% prófsins sé leikfimi, um 60%
Hrafn Sveinbjarnarson
Er ekki orðið tímabært
að svipta hulunni af því
hvernig þessi tilraun
fór og leggja raunsætt
mat á áfangakerfið? Er
kannski hugsanlegt að
tilraunin hafi mistek-
ist?
fýrsta árs áfangar, um 30% annars
árs áfangar og bara um 5% þriðja
og fjórða árs áfangar. Atli bendir á
að hátt hlutfall byijunaráfanga úti-
loki eðlilega stígandi í námi. í bekkja-
kerfi sé námið betur skipulagt sem
heild, og þar sitji nemendur á fjórða
ári aldrei í fyrsta árs námi sem mið-
ast við nemendur nýkomna úr grunn-
skóla.
Hér má bæta við að í MH geta
nemendur fengið jafnmargar eining-
ar fyrir það eitt að mæta í skólann
á námstímanum og fyrir leikfimiá-
fangana, þ.e. um 5% af 140 eininga
stúdentsprófinu.
I bæklingi frá HÍ um undirbúning
háskólanáms er lögð áhersla á nauð-
syn þess að námið risti sæmilega
djúpt í einhveijum greinum og ekki
nægi að fást eingöngu við inngangs-
atriði. Staðreyndimar eru greinilega
aðrar í stúdentsprófi úr áfangakerfi.
Tilraun án niðurstöðu, nám án
markmiðs
I áfangaskýrslu Nefndar um mót-
un menntastefnu, sem kom út í jan-
úar sl. og er um margt mjög skyn-
samleg, er ýjað að stefnuleysi í fram-
haldsskólum. Lagt er til að komið
verði á „samræmdum stúdentspróf-
um í tilteknum greinum". í áfanga-
skólum er námsefni liðinna ára ekki
lesið upp til stúdentsprófs. Upprifjun
af því tagi er lærdómsrík og því
slæmt að áfangaskólar skuli ekki
treysta sér til þess að ieggja slík
próf fyrir stúdentsefni sín.
I fyrmefndri skýrslu er einnig lagt
til „að allt nám á framhaldsskólastigi
verði skipulagt þannig að það taki
mið af lokamarkmiðum námsins
fýrst og fremst, en það verði ekki
ráðandi um námsinnihald að einstak-
ir áfangar nýtist í alls óskyldu námi“.
Áfangakerfið í MH tekur ekki mið
af neinu lokamarkmiði, nema því að
safna 140 einingum í stúdentspróf
sem hefur vafasamt gildi, enda ekki
ráð fyrir því gert að nema lítill hluti
“stúdenta" fari í háskóla. Kerfið
tryggir ekki hámarksafköst skólanna
og er auk þess dýrara en bekkjakerfi.
Um niðurstöðu þessarar tveggja
áratuga löngu tilraunar með áfanga-
kerfi er hins vegar allt á huldu, þótt
markmið a.m.k. sumra áfangaskóla
hafi á þessum tíma týnst. Er ekki
orðið tímabært að svipta hulunni af
því hvernig þessi tilraun fór og leggja
raunsætt mat á áfangakerfið? Er
kannski hugsanlegt að tilraunin hafi
mistekist?
HSfundur hefur verið nenmndi á
fornmálnbraut MH í fjögur ár?
Matseðill
Heitur aspas með estragon-sinnepssósu 850
Bláskelsúpa með saffranþráðum 790
Salat með heitum humar og cous-cous 920
Ofnbökuð laxasneið með engjasúrusósu 940
Tagliatelli með reyktum laxi og graslauk 980
Steiktur skötuselur
með kremaðri steinselju 1590
Ferskasti flskur dagsins
Grilluð sinnepsmarineruð kjúklingabringa
með hrísgrjónum 1390
Steinseljusteiktur lambahryggur
með basilikumtertu 1690
Grilluð nautalund
með morella og svepparagout 2590
Pálmasalur — opinn oll kvöld
Risahumar frá Maine 3800
Heit eplaskifa með vanilluis 510
Súkkulaðimousse með kardimommusósu 470
Creme Brulé með ferskum berjum 490
Heitar fikjur
með hungagsrjóma og hnetum 510
Smjördeig með hunangsis og ávaxtasósu 430
Vínkjallari — fyrir einkasamkvæmi
Sími 11440
JBorcfLd cí BorgLnni — JBiiuf cí BorgLnnL
Njóticf líf<tin<t cí Borginni sAf^/
Velkomin á Hótel Borg 'a’ÍJytóí
Árni og Sæmundur
sjá um mat og þjónustu