Morgunblaðið - 20.05.1993, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1993
21
20. maí 1993
Siglufjarðarkaupstaður 7 5 ára
Siglufjörður fékk kaup-
staðarréttindi á 100 ára
verzlunarafmæli staðarins,
20. maí 1918, eftir langa og
stranga baráttu. Baráttuna
leiddi þáverandi sóknar-
prestur Siglfirðinga, sr.
Bjarni Þorsteinsson, prófess-
or og tónskáld, sem var and-
legur og veraldlegur leiðtogi
þeirra um áratugaskeið.
Siglfirðingar halda í dag, 20.
maí 1993, upp á 75 ára afmæli
kaupstaðarréttinda. Bæjarstjórn
gengst fyrir kaffísamsæti fyrir
bæjarbúa á Hótel Læk síðdegis
í dag. Og ef vel viðrar verður
harmonikuball á sérsmíðuðu
síldarplani um kvöldið. Þá verður
Siglfirðingafélagið í Reykjavík
og nágrenni með fjöldskyldukaffi
í dag.
Sjávarsveit, þorp, kaupstaður
Dönsku einokunarverzluninni
var aflétt árið 1788. Þá hófst
svokallað fríhöndlunarskeið.
Þetta ár var stofnuð fyrsta verzl-
unin í Siglufirði. Þrjátíu árum
síðar, 20. maí 1818, löggilti kon-
ungur Siglufjörð sem verzlunar-
stað.
Með þeirri löggildingu var
grundvöllurinn lagður að þétt-
býli í Siglufirði. I kjölfar siglf-
irzkrar verzlunar og vaxandi
síldveiða fylgdu þær hræringar
í atvinnu- og menningarlífi þessa
litla sveitarfélags, sem gerðu það
að miðstöð veiða og vinnslu síld-
ar þegar á öldina leið.
Hreppsnefnd, sparisjóður og
framfarir
Árið 1873 var stofnaður
Sparisjóður Siglufjarðar, sem
mun elzta enn starfandi lána-
stofnun í landinu. Hreppsnefnd
var fyrst kjörin í Siglufirði árið
1874. Þetta tvennt braut ís að
framförum og þróun byggðar í
Siglufirði.
Sveitarfélagið þróaðist skref
af skrefi til vaxandi þéttbýlis.
Héraðslæknir var skipaður árið
1879, skipuleg barnafræðsla
hófst 1883, vatnsveita var tekin
í notkun 1911, rafveita var
byggð 1913. Þannig mætti
áfram rekja öra þróun þessa sér-
stæða og skemmtilega sjávar-
pláss á fyrstu áratugum aldar-
innar.
Síldin yfirtekur
sveitarfélagið
Árið 1880 var stofnað félag
um síldveiðar með nót við land,
það er í svonefnda síldarlása.
Árið 1903 hefja Norðmenn síld-
veiðar í hringnót og reknet og
bráðlega rísa síldarplön, sfldar-
bræðslur, tunnuverksmiðja
o.s.frv.
Árið 1907 var sett hafnar-
reglugerð fyrir Siglufjörð og
hafnarsjóður stofnaður. Og fljót-
lega varð Siglufjörður, lífhöfn
sæfarenda frá landsnámstíð, ein
helzta fiskveiði- og útflutnings-
höfn landsins.
Framundan var vöxtur byggð-
arlags, sem fagnaði aðkomnum
hvaðanæva af landinu, sem þar
settust að. Staðurinn tengdist
og náið umheiminum í sam- og
viðskiptum við síldveiði- og
síldarneyzluþjóðir. Þar blómstr-
aði fjölbreytt, þjóðlegt og alþjóð-
legt félags- og menningarlíf.
Siglufjörður var í áratugi mið-
stöð síldariðnaðarins, sem telja
verður með drýgri tekjulindum
þjóðarinnar lungann úr öldinni.
75 ára kaupstaðarafmæli
Síðasta og stærsta málefnið,
sem hreppsnefnd Hvanneyrar-
hrepps (en svo hét sveitarfélagið
fram að kaupstaðarréttindum)
hafði afskipti af, var baráttan
fyrir löggjöf um bæjarstjórn og
kaupstaðarréttindi. Sú barátta
var um margt söguleg, en verður
ekki rakin að sinni. Það vóru
ekki sízt þingmennirnir Stefán
Stefánsson frá Fagraskógi og
Einar Árnason á Eyrarlandi sem
héldu fram málstað Siglfirðinga
á Alþingi. Kaupstaðarréttindin
unnust um síðir eins og hér að
framan er rakið. í bókinni Siglu-
fjörður eftir Ingólf Kristjánsson,
rithöfund, sem út kom á 50 ára
kaupstaðarafmæli Siglufjarðar
árið 1968, segir m.a.:
„Það var hámark hátíðarhalda
dagsins þegar séra Bjami Þor-
steinsson skýrði mannfjöldanum
frá því, að á þessu 100 ára af-
mælisdegi verzlunarstaðarins
(20. maí 1918) hefði Siglufjörður
öðlast kaupstaðarréttindi."
Á þeim 75 árum, sem síðan
eru liðin, hafa bæði skin og skúr-
ir leikið um Siglfirðinga. Þannig
er nú einu sinni lífsbaráttan á
mörkum hins byggilega heims.
En í dag er tilefni til að fagna
merkum áfanga í siglfirzkri
sögu.
-sf.
GENGURMENNTA VEG/NN
LEIKENDUR: Tinna Gunnlaugsdóttir og Arnar Jónsson.
Aukasýningar vegna fjölda áskorana
í kvöld 20. maí kl. 20.30, fáein sæti laus
Sunnudag 23. maíkl. 20.30, fáein sæti laus
Miðvikudag 26. maí kl. 20.30
Föstudag 28. maí kl. 20.30
Ath.: Aóeins þessar fjórar sýningar!
Miðasala:
sími 11200
ÞJOÐLEIKHUSIÐ
Góöa skemmtun!
ríta.
EFT/R WILLY RUSSELL