Morgunblaðið - 20.05.1993, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 1993
Innilegar þakkir sendi ég œttingjum og vinum,
sem minntust mín á 85 ára afmœli mínu
4. maí sl. með skeytum, blómum, gjöfum og
símtölum.
Sérstakar þakkir fœri ég börnum og tengda-
börnum mínum fyrir allt sem þau gerðu mér
til ánœgju í tilefni dagsins.
Guð blessi ykkur öll.
Kœr kveðja.
Magnús Ingvason
frá Minna-Hofi.
tfe
Fjárfestingar
#• 1 ferdaþjónustu
á íslandi
Ráðstefna á vegum samgönguráðuneytisins
í samvinnu við Byggðastofnun
24. maí 1993 kl. 09-17 á Hótel KEA, Akureyri.
Ráðstefnustjóri verður
Birgir Þorgilsson, ferðamálastjóri.
Dagskrá:
Kl.
09.00 Ráðstefnan sett: Birgir Þorgilsson.
09.09 Ávarp samgönguráðherra, Halldórs Blöndal.
09.15 Erindi: Sigurborg Kr. Hannesdóttir, ferðamála- fræðingur, Byggðastofnun: Fjárfesttingar í ferðaþjónustu á íslandi, afkoma greinarinnar, mismunur á stöðu ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu.
09.40 Gunnar Karlsson, hótelstjóri, Hótel KEA: Fjárfestingar í hótelrekstri, samspil framboðs og eftirspurnar, verðlags og afkomu.
10.05 Paul Richardsson, framkvæmdastjóri Ferðaþjón- ustu bænda: Er markaður fyrir FB? Á að vera heilsárs- eða sum- arþjónusta? Hvert er stefnt? Hve mikið hefur verið
fjárfest í FB, hvernig var fjármagnað? Er þessi fjár- festing arðbær? Er þörf fyrir nýja fjárfestingu?
10.20 Arngrímur Hermannsson, framkvæmdastjóri ADDÍS:
Dreifing fjárfestingar, ha^nýting fjárfestingar sem fyrir er. Markaðssetning: „Varan" sýnd á erlendum markaði, mat á árangri.
11.35 Magnús Oddsson, markaðsstjóri Ferðamálaráðs íslands: Vöruþróun íslenskrar ferðaþjónustu, hvað er átt við
þegar talað er um að fjárfesta í afþreyingu? Er markaðssetning hluti fjárfestingar.
11.50 Pétur J. Eirfksson, framkvæmdastjóri markaðs- sviðs Flugleiða hf.:
Hvar er þörf nýsköpunar og nýrra fjárfestinga í ís- lenskri ferðaþjónustu?
12.05 Kjartan Lárusson, framkvæmdastjóri Ferðaskrif- stofu íslands hf.:
Skipt nýting fjárfestingar, sumarnot/vetrarnot í Ijósi reynslu. Er æskilegt að leiða saman tvo eða fleiri sem starfa á ólíkum sviðum til sameiginlegrar fjár- festingar og skipta nýtingu eftir t.d. árstíðum?
12.20 Þórhallur Jósepsson, aðstoðarmaður samgönguráðherra: Staða íslands í samanburði við önnur lönd, nauð- syn nýsköpunar í íslenskri ferðaþjónustu, undirbún- ingur ákvarðanatöku um fjárfestingar.
12.35 Hádegisverður.
14.00 Pallborðsumræður og fyrirspurnir. Þátttakendur, auk frummælenda, Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar og Jóhann- es Torfason stjórnarformaður framleiðnisjóðs: Fjallað verður m.a. um bætta nýtingu fjárfestingar, mat á forsendum í lánsumsóknum, áætlanagerð og ákvarðanatöku um fjárfestingar, markaðssetn- ingu og hlut hennar í stofnkostnaði, leiðir til fjár- mögnunar, hlutverk ferðaþjónustu í byggðaþróun, framtíðarhorfur og nauðsynlegar breytingar á áherslum í uppbyggingu íslenskrar ferðaþjónustu.
15.30 Kaffihlé.
15.50 Pallborðsumræður, frh.
17.00 Ráðstefnuslit.
Ráðstefnugjald er 2.000 kr. og innifelur hádegis-
< <í o> , kaffi og meðlæti, auk ráðstefnugagna.
Þátttaka óskast tilkynnt í samgönguráðuneytinu
eða Hótel KEA.
Siglufjarð-
arkaupstað-
ur 7 5 ára
Siglufirði.
Siglufjarðarkaupstaður held-
ur upp á 75 ára afmæli sitt í
dag, fimnitudaginn 20. maí.
Af því tilefni býður bæjarstjórnin
til kaffisamsætis í Hótel Læk frá kl.
14-17. Óli J. Biöndal flytur hátíð-
arræðu og verður dansað frá kl. 17
við undirleik Sturlaugs' Kristjánsson-
ar á síldarplaninu við smábátahöfn-
ina, ef veður leyfir. Kvennakór Siglu-
fjarðar mun koma fram ásamt harm-
onikkusveit. Bæjarstjórn Siglufjarð-
ar hvetur alla bæjarbúa til þess að
gera sér dagamun og taka þátt í
V erðlaunahafar
Morgunblaðið/Kristinn
hátíðarhöldunum.
Matthías
■ RÁÐSTEFNA um neyðarsím-
svörun og samræmt neyðarnúmer
verður haldin laugardaginn 22. maí
í Borgartúni 6, í tilefni af því að í
maímánuði eru tuttugu ár liðin frá
stofnun samtaka slökkviliðsmanna.
Fyrir skömmu skipaði dómsmálaráð-
herra nefnd til að meta kosti og galla
samræmds neyðarnúmers. Til ráð-
stefnunnar hefur verið boðið öllum
þeim aðilum er tengjast þessu mikil-
væga máli á einhvern hátt og er hún
opin öllu áhugafólki um málefnið.
VERÐLAUNAHAFARNIR í leikþáttasamkeppni Landsnefndar um al-
næmisvarnir. F.v. Hreinn S. Hákonarsson, Hlín Agnarsdóttir og Val-
geir Skagfjörð.
Viðurkenningar fyrir leikþætti um alnæmi
Hlín Agnarsdóttir
hlaut fyrstu verðlaun
LEIKÞÁTTURINN Alheimsferðir eftir Hlín Agnarsdóttur hlaut fyrstu
verðlaun í samkeppni Landsnefndar um alnæmisvarnir og eru verðlaun-
in 150 þúsund krónur. Önnur verðlaun hlaut Valgeir Skagfjörð, fyrir
leikþáttinn Ut úr myrkrinu, og þriðju verðlaun Hreinn S. Hákonarsson
fyrir leikþáttinn Þú velur. Hlutu þeir hvor um sig 50 þúsund krónur
í verðlaun.
Umsagnir dómnefndar voru
kynntar á blaðamannafundi sem
Landsnefnd um alnæmisvamir efndi
FASTEIGNAMAT RIKISINS
BORGARTÚNI 21 - 105 REYKJAVÍK
Ný simanúmer
hjá Fasteignamati ríkisins
Frá og með 20. maí 1993, þegar ný
símaskrá tekur gildi, breytast símanúmerin
hjá Fasteignamati ríkisins:
Skiptiboró 614211
Fax614636
Upplýsingar um beint innval eftir lokun
skiptiborðs kl. 16.00 er að firma í nýju
símaskránni.
Geymið auglýsinguna
Fasteignamat ríkisins
til. Um Alheimsferðir Hlínar segir
m.a. að leikþátturinn sé prýðilega
vel skrifaður og boðskapur verksins
áleitinn. Persónusköpun sé skýr og
framvindan líkleg til að gera verkið
eftirminnilegt í hugum áhorfenda,
einkanlega þar sem höfundur bregði
á það snjallræði að gefa áhorfendum .
tækifæri til að yrkja svolítið sjálfum.
Fræðslustarf
Landsnefnd um alnæmi vinnur nú
að úrvinnslu á niðurstöðum könnunar
á kynhegðun og smitleiðum alnæmis.
Niðurstöður verða birtar í fylgiritum
við heilbrigðisskýrslur, í fimm ritum
alls og mun hið fyrsta koma út á
næstunni.
Af öðrum störfum Landsnefndar-
innar má nefna samstjirf og ráðgjöf
vegna frumkvæðis FRAMA, félags
leigubifreiðastjóra, að taka upp
vetjusölu í leigubílum. Þá gengst
nefndin fyrir fræðslufundum hjá
ýmsum félagssamtökum og skólum.
I undirbúningi er sérstakt samstarf
með vinnuhópi og fræðslufundir
vegna sameiginlegs átaks gegn al-
næmi sem íslenska Útvarpsfélagið,
Hard Rock Café, World Class og
Ingólfskaffi hafa í hyggju að hrinda
af stað.. Markhópurinn verður ungt
fólk á aldrinum 16 til 25 ára.
Sveitadagar í Kolaportinu um helgina
Stórsýning á annað hundrað aðila af landsbyggðinni
sem sýna og selja fjölbreytta, skemmtilega,
forvitnilega og nýstárlega hluti úr sveitinni.
Sjáumst á Sveitadögum í Kolaportinu!
BÆNDASAMTOKIN - KOLAPORTIÐ