Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJA VÍK SÍMI 091100, SÍMBRÉF 691131, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HA FNARSTRÆTl 85 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Reykjavík- urhöfn að- ili að mark- aðsátaki í Rússlandi HAFNARSTJÓRN Reykjavíkur hefur undirritað samstarfssamn- ing við Stálsmiðjuna hf., Fiskaf- urðir hf. og Formax hf., um mark- aðsátak i Rússlandi. Iðnlánasjóður hefur styrkt verkefnið með um þriggja milljón króna framlagi en áætlaður kostnaður er á bilinu 5 til 6 milljónir. „Við höfum Verið að vinna að ^narkaðssetningu fyrir Reykjavík- ' urhöfn sem þjónustumiðstöð fyrir sjávarútveg í Norður-Atlantshafí og laða að erlend sem innlend fiski- skip,“ sagði Hannes J. Valdimarsson hafnarstjóri. „Við tökum þátt í sam- starfi nokkurra fyrirtækja hér við höfnina um að fá hingað fleiri skip.“ Greitt fyrir með afla Þegar hefur tekist að fá þijá rússneska togara til breytinga hjá Stálsmiðjunni, þar sem sett hefur verið upp vinnsludekk. Fiskafurðir — hf. hafa keypt af þeim fisk og hefur hluti andvirðisins farið í greiðslu fyr- ir breytingarnar. í greinargerð með samningnum kemur fram að rússnesku togaramir séu flestir vanbúnir hvað varðar vinnslu- og veiðibúnað og að fyrir- tækin nýti hluta af gjaldeyri sínum til að endumýja flotann. Hugmyndin sé að selja íslenska tækniþekkingu til NV-Rússlands með áherslu á end- urbyggingu á vinnsludekki skipanna í þeim tilgangi að auka aflaverð- mæti og mæta heilbrigðiskröfum á vestrænum mörkuðum. Jafnframt að afla frekari viðhaldsverkefna. Hópur erlendra ferðamanna kom að Ófærufossi í Eldgjá í gær 0 Ofærufoss FLEIRI verða vart til að dást að steinboganum yfir Ófærufossi. Á myndinni til vinstri sést boginn eins og hann var áður en á myndinni til hægri er hann horfinn. Steinboginn brotinn TÍU erlendir ferðamenn urðu varir við að steinboginn yfir Ófærufoss hafði brotnað þegar þeir gengu um Eldgjá í Vestur-Skaftafellssýslu í gær. David Pelly, kanadískur blaðamaður, hefur eftir bónda á þessum slóðum að boginn hafi verið heill fyrir tveimur vikurm. Hann álítur að vatnsflaumurinn hafi sorfíð bog- ann í sundur vinstra megin og fellt hann. David kom hingað til lands til þess að skrifa grein um gönguleiðir á íslandi í kana- díska tímaritið Equinox. Hann hafði ásamt félögum sínum verið á ferðalagi í nokkra daga þegar komið var að fossinum og ljóst varð að ekki var allt með felldu. „Við gerð- um okkur grein fyrir því vegna þess að Paul Stevens, leiðsögumaðurinn okkar, sem ferðast hefur um landið að sumarlagi í fjöl- mörg ár, vissi auðvitað að svona ætti þetta ekki að'vera. Svo höfðum við auðvitað sjálf séð kynstrin öll af myndum af þessum fræga fossi á póstkortum, í bókum og bæklingum um ís- land,“ sagði David. Hann sagði að hópurinn hefði hitt bónda einn á leið sinni og hefði sá sagt að boginn hefði verið heill fyrir tveimur vikum. Hann vissi ekki til að aðrir hefðu komið að fossinum í millitíðinni. Erfitt að ná sambandi Bent er á að erfitt sé að ná sam- bandi við fyrirtækin í Rússlandi og að reynslan sýni að persónuleg sam- bönd skipti öllu máli. Því er gert ráð fyrir mánaðarlegum heimsóknum næstu sex mánuði til útgerðarfyrir- tækja á svæðinu. Tæknimenn verða sendir til Rússlands til að fylgja eft- ir verkefnum sem lengra eru komin auk þess sem Rússum verður boðið til Islands í sama tilgangi. Til að byrja með er talað um sex mánaða samstarf en með þeim ásetn- ingi að því verði haldið áfram næstu 18 mánuði. Fjárlagarammi næsta árs verður kynntur í ríkissljórn á þriðjudag Ná þarf halla ríkíssjóðs úr 18 milljörðum í 8 nulljarða Ekki er búið að reikna þorskaflabrest inn í ríkissjóðsdæmið STEFNT er að því að kynna drög að fjárlagaramma fyrir næsta ár á ríkisstjórnarfundi næstkomandi þriðjudag. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins lítur ramminn nú þannig út, að fjárlagahallinn hljóð- ar upp á rúma 18 milljarða króna, en markmið ríkisstjórnarinnar er að ná honum niður fyrir 10 milljarða króna, helst niður í 8 milljarða. Samkvæmt sömu heimildum á dæmið enn eftir að versna, þar sem áætlanir sem nú liggja fyrir og útreikningar taka ekki mið af þeim aflabrest sem fyrirsjáanlegur er. Morgunblaðið/Kristinn Sigurgangan stöðvuð Guðmundur G. Gíslason, Framari, fagnar fyrsta marki liðsins í 4:2 sigri gegn Islandsmeisturum IA í 1. deildinni í knattspyrnu. Sjá bls. 55. Til stóð að kynna fjárlagaramm- ann í ríkisstjórn á fundi í dag, en vegna þess að tveir ráðherrar ríkis- stjómarinnar hverfa úr stjórn næst- komandi mánudag, og tveir nýir koma inn í staðinn, var horfið frá þeirri fyrirætlan og ákveðið að bíða með kynninguna þar til á ríkisstjórn- arfundi næstkomandi þriðjudag. Ríkisstjórnin stendur því frammi fyrir því að skera niður ríkisútgjöld og auka tekjur ríkissjóðs um upp- hæð sem samtals nemur um 10 milljörðum króna. Enn liggur ekkert fyrir um það hvaða ákvörðun verður tekin um þorskveíðiheimildir fyrir næsta fiskveiðiár, en ljóst þykir að sjávarútvegsráðherra muni ekki gera tillögu um meira en 175 þús- und tonna þorskveiðar. I kjölfar ríkisstjómarfundar á þriðjudag, verða síðan gerðar tillög- ur fyrir hvert ráðuneyti um sig, og fjárlagavinna, eftir að samkomulag hefur náðst um útgjalda- og tekju- markmið ráðuneytanna, fer síðan fram í fagráðuneytunum, hveiju um sig á næstu vikum. Búist er við því að vinna við undirbúning fjárlaga standi fram á haust. Mikil vinna óunnin Fjárlagaramminn sem hér um ræðir, verður lagður fram til þess að ná samkomulagi um hann og þau markmið sem ríkisstjórnin setji sér áður en vinna við fjárlagafrumvarp- ið í sinni endanlegu mynd hefst. Ríkisstjórnin setur sér ákveðin markmið að því er varðar rekstrar- útgjöld og markar ákveðinn ramma í þeim efnum; annar rammi tekur til ákveðinna rekstrartilfærslna; og þriðji ramminn tekur til stofnkostn- aðar og viðhalds. Ljóst er að sá hluti fjárlagarammans á eftir að aukast að vöxtum, vegna nýgerðra kjara- samninga, sem setur ríkisstjórninni þar af leiðandi því þrengri skorður, að því er varðar tvo fyrmefndu ram- mana. Sólrík helgi framundan BÚAST má við sólríkri helgi víðast hvar á landinu og hita á bilinu 10-15 gráður. Að sögn Guðmundar Haf- steinssonar veðurfræðings verð- ur þó svalara við sjóinn og þá sérstaklega fyrir norðan. Spáð er austanstrekkingi og rigningu syðst á landinu í dag, en í kvöld og í nótt hægist um. „Mér sýnist að þetta verði ósköp meinlaus og þægileg helgi fyrir flesta landsmenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.