Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.06.1993, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 131. tbl. 81. árg. SUNNUDAGUR 13. JUNI1993 PRENTSMÐJA MORGUNBLAÐSINS Hálf milljón heimspekmga „ER raunveruleikinn alltaf raunveruleg- ur?" „Hver hefur rétt til að segja „bú átt"?" „Er ávallt unnt að greina á milli vinnu og skemmtunar?" 562.000 mennta- skólanemendur í Frakklandi sátu yfir þessum spurningum og öðrum álíka í fjórar klukkustundir á föstudag en þá hófust prófin hjá stúdentsefnunum. Fyrsta prófið er ávallt í heimspeki og hefur svo verið allt frá dögum Napó- leons. Það verða allir að þreyta til að komast í háskóla. Eru nemendur mis- hrifnir af prófinu eins og gengur en franskur abnenningur bíður hins vegar eftir því á hverju vori af mikilli eftir- væntingu. Eru spurningarnar og hugsan- leg svör við þeim mjög vinsælt umræðu- efni á kaffihúsum og krám og annars staðar þar sem fólk kemur saman. Ætti Moskva að heita Kútsja? „AÐEINS fáfróðir og þröngsýnir smá- borgarar geta unnið slík menningarleg skemmdarverk," segja menningarfröm- uðirnir í Moskvu, sem eru æfir út af þeirri ákvðrðun borgaryfirvalda að end- urskíra götur sem hingað til hafa verið kenndar við rússneska skáldið Alexander Sergejevítsj Púshkín og rithöfundinn Anton Tsjekhov. Bprgaryfirvöldin ákváðu í vikunni sem leið að breyta nöfn- um 76 gatna, sem flestar voru kenndar við „hetjur kommmúnismans". Áður hafði nöfnum 70 gatna verið breytt og margir Moskvubúar hafa fengið sig fullsadda á ruglingnum sem breytingarn- ar valda. Samt ekki allir því í lesenda- bréfi í Moskovskaja Pravda er spurt hvort ekki sé „pólitískt rétt" að endur- skíra Moskvu „Kútsja" eftir aðalsmanni sem sagður er hafa sest þar að áður en Júri príns hinn handalangi stofnaði borg- ina árið 1147. Hætta talin á kjamorkuslysi VÍSINDAMENN við eina af helstu kjarnavopnastöðvum Rússlands hafa sent stjórn landsins opið bréf þar sem þeir vöruðu við því að versnandi aðbún- aður þeirra gæti leitt til álika alvarlegs kjarnorkuslyss og í Tsjernobyl. Frétta- stofan Itar-Tass sagði vísindamennina hafa kvartað yfir því að þeir hefðu ekki enn fengið laun fyrir apríl og maí. Mat- væli væru af skornum skammti og að- búnaður smánarlegur. Skapaði það mikla hættu á þvi að kjarnorkuvísindatnenn flykktust til útlanda og Rússar gjötuðu þannig sérfræðiþekkingu þeirra. Órygg- ismálin í kjarnavopnastöðvunum yrðu þá í lamasessi. Knálega róið Morgunblaðið/Árni Sséberg Áhugi á kajakróðri hefur vaknað á ný hér á landi, eftir margra ára hlé. Félagar í Kajakklúbbnum stunda æfingar á straumvatns- bátum sínum í Ytri-Rangá. Sjá nánar greinina „Einn á báti" á bls. B16. Snörp refsiaðgerð hersveita Sameinuðu þjóðanna í Mogadishu Vopnabúr og útvarpsstöð eyðilögð í ákafri árás Mogadishu. Reuter. HERSVEITIR Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) eyðilögðu fern vopnabúr og útvarpsstöð helsta stríðsherrans í Sómalíu, Mohammeds Farah Aide- eds, í ákafri en tiltölulega stuttri árás á stöðvar hans í fyrrinótt. Gæsluliða hefnt Hernaðaraðgerðin var gerð til þess- að ref,sa Aideed fyrir árás á friðargæsluliða fyrir viku, sem kostaði 23 Pakistana lífið. Aideed vísaði í fyrradag á bug ásökunum Sameinuðu þjóðanna um að hann bæri ábyrgð á dauða Pakistananna. Hann var- aði við miklu blóðbaði ef SÞ reyndu að hefna þeirra. Liðsmenn Aideed veittu litla mótspyrnu Reuter Aflsmunur SKRIÐDREKAMAÐUR úr sveitum Aid- eeds í Sómalíu á flótta undan banda- rískri Cobra-árásarþyrlu í gærmorgun. og voru margir teknir til fanga en hersveit- ir SÞ beittu öflugum árásarþyrlum og öðr- um flugkosti í aðgerðinni, sem bandarískur embættismaður sagði að verið hefði áköf en skammvinn. Stóð árásin í innan við klukkustund. Fluttábrott Hundruð starfsmanna hjálparstofnana höfðu verið flutt á brott frá Mogadishu vegna hugsanlegra hernaðaraðgerða og aðeins þrettán eru þar enn. Obreyttir borgarar mótmæltu árásinni á stöðvar Aideed á götum úti í Mogadishu og héldu sjónarvottar því fram að pakist- anskir friðargæsluliðar hefðu skotið á fólk- ið með þeim afleiðingum að einn maður beið bana. Bb \ : fHkt Hl' ,"Vv-' 16 HVE GLðO ER VOR ELLI 18 EDVARD GRIEG 10 JÍRNMADONNANe^ FJÖLSKYLDUMAHIRINN PEN1N6AR i Ai Aii li A B

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.