Morgunblaðið - 13.06.1993, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JUNI 1993
17
næstbesta ef þau gætu ekki komist
í það besta, og vel gæti farið svo
að það næstbesta yrði á endanum
það besta. Ég spyr hvort hún hafi
talað af reynslu þar?
„Já, ég ráðlagði þeim að læra
það næstbesta ef þau lærðu ekki
það besta og vera svo ekki að fár-
ast yfír því. Mig langaði að verða
læknir, en ég held að pabbi hafi
nú haft áhrif á mig í þeim efnum.
Honum fannst líklega læknanám
vera alltof langt fyrir stúlkur. En
ég fékk það næstbesta og það sem
meira var, ég fékk besta manninn!
Það hafði nú líka heilmikið að
segja að fara til útlanda að læra,
það var svo spennandi. En pabbi
sagði alltaf að ég yrði að velja mér
starf þar sem ég væri minn eigin
herra.“
„Og nú er hún minn herra,“ seg-
ir Pétur hæglátlega, en fram að
þessu hefur hann lítið haft sig í
frammi.
- Nafn ykkar er nokkuð sér-
stakt, la Cour, hvaðan kemur það?
„Það er franskt," segir Anna.
„Forfeður Péturs voru húgenottar
sem flýðu og lentu í Danmörku."
„Eins og Anna,“ segir bóndinn
lágt.
Þegar Anna var lent í Danmörku
á nýjan leik byijaði hún á því að
leysa af ritara Sveins Björnssonar
fyrrum forseta, sem þá var sendi-
herra í Kaupmannahöfn. „Það var
gaman að vinna með Sveini. Arið
1940 ruddust fyóðverjar inn í Dan-
mörku og það var ákveðið að senda
íslendinga heim. Við söfnuðum
saman íslenskum ríkisborgurum frá
mörgum löndum og sendum þá af
stað til Stokkhólms, áleiðis til Pets-
amo við íshafíð í Finnlandi. Þjóð-
veijar tóku hins vegar Esjuna við
Noreg og það kom í minn hlut að
semja við þá til bráðabirgða. Jóni
Krabbe tókst það að lokum en þá
hafði fólkið verið hálfan mánuð í
Stokkhólmi með aðeins tíkall í vas-
anum.“
Hjólar í rúminu
Þetta sama ár lauk Anna prófi.
„Ég baslaðist áfram fyrstu árin.
Vann fjögur ár á skrifstofu og þýddi
á kvöldin. Mér gekk vel að fá verk-
efni, menn mæltu með mér hver
við annan og ég þýddi fyrir lækna,
dýralækna, tannlækna og lyfjaverk-
smiðju. Ég þýddi úr dönsku, öðrum
Norðurlandamálum og þýsku, yfír
á ensku. Ég þýddi líka kennslubók
sem pabbi hafði skrifað á dönsku
yfir á ensku, og alls hef ég nú þýtt
yfír 200 bækur, eða doktorsritgerð-
ir og 10 þúsund greinar.
Þegar eldri dóttir okkar Péturs
fæddist fór ég að vinna heima og
hef gert síðan.“
- Leiddist þér aldrei að sitja svona
ein heima yfír þýðingum?
„Jú líklega," segir hún ákveðið,
„og þess vegna sækist ég eftir að
vera með fólki núna. Ég sagði við
nýstúdentana um daginn að þeir
skyldu ætíð gæta þess að blanda
geði við fólk og að eignast nýja
vini fram eftir aldri, því aðrir fara.“
- Þú sagðir líka við unga fólkið
að ellin væri alls ekki hrörleg eins
og segir í stúdentasöngnum, en
menn þyrftu að undirbúa ellina vel
og þá væri gaman að vera gamall?
„Já, mér finnst ég ekkert gömul
og mér fínnst gaman að lifa. Ég
vil vera sem lengst hérna megin,
hef engan áhuga á að vera hinum
megin. Ég sagði að þau yrðu að
hugsa vel um skrokkinn á sér.
Hreyfa sig í minnst kortér til hálf-
tíma á dag, gera leikfimi eða fara
í sund.
Þegar ég var ung hérna heima
spilaði ég tennis. Þá voru tveir
tennisvellir þar sem nú er Þjóðar-
bókhlaðan. Við Ágústa Snæland
urðum meira að segja dobbelmeist-
arar fyrir hundrað árum.“ Hún
dregur aðeins úr tölunni og segir:,,
Já, eða árið ’32.
Núna byija ég hvern dag á leik-
fími. Hjóla fyrst í rúminu, fer svo
fram úr og tek axlaræfingar og
síðan fer ég niður og geri leikfimi
eftir útvarpinu. Þessa leikfimi hef
ég iðkað frá því ég var fímmtug
því mig langaði að lifa lengi.“
- Og gerirðu eitthvað meira? spyr
ég með íþróttaferilinn í huga.
„Vi drikker snaps,“ heyrist frá
Dananum.
Heppin að ná í Danann
Með þessa góðu heilsu í huga spyr
ég út í matarræðið og þau segjast
borða það sem þeim sýnist en forð-
ast feitmeti. „Við hættum að reykja
fyrir þijátíu árum,“ segir Anna.
„Svo má ekki gleyma því að húsið
heldur okkur í góðu formi, það er
á þremur hæðum og við erum á
hlaupum upp og niður stiga allan
daginn."
Þau hjónin hafa bú'ið í sama hús-
inu í Holte fyrir utan Kaupmanna-
höfn í 46 ár, eiga tvær uppkomnar
dætur og eitt barnabarn. Pétur er
að sjálfsögðu líka kominn á eftir-
laun en er fyrrverandi bankamaður.
- Þú varst nú heppin að ná þér
í Dana, þeir eru oft svo léttir og
skemmtilegir?
„Ég var svo heppin að ná í þenn-
an Dana!“ segir hún hlæjandi og
bendir á mann sinn. „Við áttum
gullbrúðkaup fyrir skömmu og
héldum vel upp á það með rúmlega
hundrað manns. Börnin okkar
höfðu meira að segja útbúið heið-
urshlið úr blómsveigum sem við
gengum síðan í gegnum.
Mér fínnst lífsstíll Dana og ís-
lendinga ólíkur að því leyti að Dan-
ir eru meira gefnir fyrir halda upp
á afmæli og þess háttar, það er
gamall og góður siður að nota hvert
tækifæri sem gefst til hátíðahalda.
Þá er mikið sungið og ort.“
- Þess vegna er líklega svona
létt yfír ykkur Dönum?
„Það varð léttara yfír lífi mínu
eftir að ég kynntist Önnu,“ segir
Pétur og gefur til kynna að íslenska
frúin sé ekki síður létt í lund.
„Já, ég var svo heppin að eiga
góðan pabba sem var léttur í skapi.
Hann sagði okkur systrunum svo
margt og var svo skemmtilegur,“
segir Anna.
„Hann var líka hálfdanskur,"
segir Daninn.
Halda höfðinu í lagi
Ráðleggingar Önnu til handa
unga fólkinu fjölluðu ekki eingöngu
um viðhald skrokksins, hún sagði
það ekki síður mikilvægt að halda
höfðinu í lagi. Sagði þeim að leika
skák, spila brids, grúska í ættfræði
lesa sagnfræði eða gera eitthvað
annað sem reyndi á heilann. Sjálf
kenna þau hjónin öldruðum brids.
í ein tiu ár hafa þau verið með
annan fótinn í Bakkehuset sem er
dagvist fyrir aldraða. Bakkehuset
er gömul og virðuleg villa frá 1765,
var timburhús en er nú veglegt
steinhús, og stendur við Eyrarsund.
Þar eru meðal annars saumastofur,
keramikverkstæði, smíðaverkstæði,
málmverkstæði, myrkraherbergi
fyrir ljósmyndara, leikfímisalur,
myndlistastúdíó og billjardstofa.
Auk þess er búið að byggja á svæð-
inu 41 þjónustuíbúð fyrir aldraða.
Á þessum glæsilega stað er Anna
ráðsformaður.
„Nemendur okkar í brids eru all-
ir á áttræðis- og níræðisaldri," seg-
ir Anna. Við Pétur höfum spilað
brids í mörg ár, hann byijaði nú á
því að koma með karla heim til að
spila og svo átti ég að gefa þeim
kaffí. En þeir komust nú ekki upp
með það, ég sagðist vilja vera með.“
„Svona eru íslenskar konur,“
skýtur eiginmaðurinn inn í.
„Við kennum núna brids á mánu-
dögum en spilum sjálf á þriðjudög-
um og miðvikudögum, heldur Anna
áfram. „Við höfum eignast marga
nýja vini í Bakkehuset og það hafa
fleiri gert en við. Ein 75 ára gömul
dama sem vann mikið við keramik
eignaðist vin ekki alls fyrir löngu
og fluttist með honum til Mónakó!
Annað heiðurshlið
Þrátt fyrir langa dvöl á erlendri
grundu er íslenska Önnu án hreims
og segir hún að það sé vegna þess
að hún hafí fengið mjög góða undir-
stöðu í málinu. „Pabbi gætti þess
að við systumar töluðum gott mál.
Honum fannst Reykjavíkurmálið
ekki nógu gott því það var fullt af
dönskuslettum. Sjálfur var hann frá
Sauðárkróki og þar var talað mál
að hans skapi.“
- Hvar em nú ræturnar, á Is-
landi 'eða í Danmörku?
„Ég á heima á báðum stöðum,
en ræturnar eru á íslandi. Ræturn-
ar eru ætíð þar sem maður er fædd-
ur og uppalinn.“
- Færðu þá aldrei heimþrá?
„Nei, segir hún ákveðin. „Ég leyfi
mér ekki að hafa heimþrá."
- Hvað fínnst þér nú helst vera
ólíkt með lífsháttum Dana og ís-
lendinga?
„Mér finnst fólk hér á íslandi
vera yfirleitt svo vel stætt. Það er
ekki óalgengt að menn eigi tvo bíla,
allir eiga myndbönd og geislaspilara
og svo eru húsin svo óskaplega fín,
eldhúsin alveg sérstaklega."
Þegar ég spyr hana hvað sé nú
framundan segist hún ætla að halda
áfram að þýða og svo stefni hún
að því að koma hingað aftur árið
’96 þegar Menntaskólinn í Reykja-
vík verður 150 ára.
„Við Pétur viljum líka upplifa
aldaskiptin og halda upp á annað
brúðkaupsafmæli eftir átta ár, nán-
ar tiltekið þann 10.10. klukkan
10.00. Það var Pétur sem ákvað
þessa dagsetningu á sínum tíma.“
„Ég hafði heyrt voðalegar sögur~
af mönnum sem gleymdu ætíð brúð-
kaupsdeginum sínurn," segir Pétur
og horfír á konu sína eins og menn
gera þegar þeir eru í tilhugalífinu.
„Því ákvað ég að við skyldum gifta
okkur á þessum degi og tíma til
að koma í veg fyrir slíkt.“
„Já, þá eigum við demantsbrúð-
kaup,“ segir frúin og endurgeldur
augnráðið. „ Og kannski verður
okkur gert annað heiðurshlið til að
ganga í gegnum."
Lágmarks
orkunotkun
- hámarks
þægindi.
= HÉÐINN =
VERSLUN
SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260
SJÁLFVIRKI
OFNHITASTILLIRINN
swRumnmhwiR
Faxafeni í O (hús framtíúarinnar)
Eftirtaldir aðilar selja vörur sínar:
Verslunin KÓKÓ
KJALLARINN
NÍNA, Akranesi
FLASH, Laugavegi
KÓDA, Keflavík
K-SPORT, Keflavík
í TAKT, Laugavegi 60
THEODÓRA
AKADEMÍA, Bankastræti 11
PÓSEDON, Keflavík
BLÓMALIST
HANS PETERSEN
OG ÝMSIR HEILDSALAR OG SMÁSALAR
Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 13 til 18
Laugardaga frá kl. 10-16