Morgunblaðið - 13.06.1993, Qupperneq 32
ATVINNURAD-
OG SMÁAUGLÝSINGAR
ATVl N N U A UGL ÝSINGAR
Rækja - rækja
Skipstjóri, vanur rækjuveiðum, óskar eftir
plássi strax á rækjuveiðiskipi, helst heilsárs-
skipi. Stýrimannastaða kemur einnig til
greina. Getur byrjað fljótlega.
Tilboð sendist til auglýsingadeildar Mbl.
merkt: „R - 10922“
Frá Tónlistarskóla ísafjarðar
T ónlistarkennarar
Tónlistarskóli ísafjarðar óskar að ráða kenn-
ara í eftirtöldum greinum fyrir næsta skólaár:
Gítar.
Þverflauta.
Píanó.
Tónfræði.
Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Sigríður
Ragnarsdóttir, í símum 94-3010 og 94-3926.
Ljósmyndavöru-
verslun
Fyrirtækið er umsvifamikil Ijósmyndavöru-
verslun á höfuðborgarsvæðinu.
Leitum eftir starfskrafti, 24 ára eða eldri, til
framtíðarstarfa. Bæði kemur til greina hálft
starf (vinnutími frá kl. 13.00-18.00) og fullt
starf.
Starfið felst í afgreiðslu á Ijósmyndavörum
og þjálfunar á framköllunarvél.
Þjónustulund og hæfni í mannlegum sam-
skiptum nauðsynleg.
Skrifleg umsókn, er greini frá menntun og
fyrri störfum, sendist auglýsingadeild Mbl.
fyrir 16. júní merkt: „Ljósmyndavöruverslun
- 3827".
Matvælarannsóknir
Deildarstjóri
Hjá rannsóknastofu Hollustuverndar ríkisins
er laus staða deildarstjóra til að hafa faglega
umsjón með efnarannsóknum á matvælum.
Umsækjendur þurfa að hafa menntun á sviði
efnafræði, lífefnafræði, lyfjafræði eða í sam-
bærilegum greinum.
Helstu verkefni eru mælingar á varnarefnum
í grænmeti og ávöxtum, greining litarefna
og rotvarnarefna og uppsetning rannsókna-
aðferða vegna nýrra þjónustuverkefna. Starf-
ið krefst góðra skipulagshæfileika og frum-
kvæðis í starfi.
Umsóknir, með upplýsingum um menntun
og fyrri störf, þurfa að berast Hollustuvernd
ríkisins, Ármúla 1a, pósthólf 8080, 108
Reykjavík fyrir 15. júlí 1993.
Frekari upplýsingar veitir Franklín Georgs-
son, forstöðumaður rannsóknastofunnar,
í síma 688848.
Hollustuvernd ríkisins.
Kennara vantar
í almenna kennslu að grunnskóla Mosvalla-
hrepps, Holtsskóla.
Holtsskóli er lítill sveitaskóli á hinum fagra og sögufræga stað, Holti
í Önundarfirði. Holt er staðsett stutt frá Flateyri og aðeins um 20
km til ísafjarðar. Skólinn er heimanakstursskóli og er samkennsla
ríkjandi kennsluform í skólanum. Látið ekki drauminn um sveitasæl-
una fram hjá ykkur fara og sækið um í Holtsskóla.
Upplýsingar gefa skólastjóri, Guðrún Stella
Gissurardóttir, í síma 94-7641/7284 eða for-
maður skólanefndar, Sigríður Magnúsdóttir,
í síma 94-7655/7660.
MIÐSTÖÐ
FÓLKS í ATVINNULEIT
Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 14.00 til 17.00
ÁDAGSKRÁ
vikuna 13. til 19. júní
Miðvikudaginn ló. júníkl. 15.00:
Gunnar Páll Jóakimsson,
íþróttaþjálfari,
ræðir um GILDI HREYFINGAR
og kynnir ÍÞRÓTTIR FYRIRALLA.
MIÐSTÖÐ
FÓLKS í ATVINNULEIT.LÆKJARGÖTU 14A
SÍMI 628180/FAX 628299
Rekstrarráðgjöf
Stuðull hf. óskar eftir að ráða duglegan
starfsmann til ráðgjafastarfa. Fyrirtækið hef-
ur starfað að rekstrarráðgjöf um 7 ára skeið
fyrir fjölda fyrirtækja og stofnana.
í boði er fjölbreytt en mjög krefjandi starf
með góða framtíðarmöguleika.
Æskilegir eiginleikar umsækjanda:
• Aldur um 30 ár.
• A.m.k. 2ja ára starfsreynsla.
• Staðgóð þekking ífjármálafræðum, mark-
aðsfræðum, stefnumótun og gæða-
stjórnun.
• Framhaldsnám í viðskiptafræði eða
rekstrarverkfræði (Masterspróf eða sam-
bærileg menntun).
• Þarf að geta unnið sjálfstætt.
Umsóknir skulu sendar til auglýsingadeildar
Mbl. fyrir 22. júní merktar: „X - 14419".
Nánari upplýsingar veita Gísli S. Arason og
Jóhann Magnússon í síma 622228.
Umsækjendum er heitið fullum trúnaði.
Stuðull hf.,
rekstrarráðgjöf,
Skólavörðustíg 16.
Teiknistofa
með næg verkefni óskar að ráða nú þegar
starfsmann t.d. tækniteiknara eða bygginga-
fræðing. í fyrstu er um tímabundið starf að
ræða en möguleiki er á framtíðarstarfi.
Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi reynslu
í tölvuteiknun. Með allar umsóknir verður
farið sem trúnaðarmál.
Umsóknum er greini nafn, aldur, menntun
og fyrri störf skal skila til auglýsingadeildar
Mbl. fyrir kl. 17.00 miðvikudaginn 16. júní
1993, merkt: „T - 14420".
Sjúlfsbjörg - landssamband fatlaðra
Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, auglýsir
eftirtalin störf:
Fjármála- og fjár-
öflunarfulltrúi
Hlutverk: Hann ber ábyrgð á öllum fjáröflun-
um Sjálfsbjargar og sinnir jafnframt gjald-
kerastörfum. Oskað er eftir starfsmanni sem
getur haft frumkvæði að nýjum fjáröflunar-
leiðum.
Kröfur: Menntun og reynsla af fjáröflunum
er mikilvæg. Tölvukunnátta og kunnátta í
ensku og einu Norðurlandamáli er nauðsyn-
leg. Æskilegt er að viðkomandi hafi einnig
nokkra reynslu og áhuga á sviði félagsmála
og geti hafið störf sem fyrst.
Skrifstofumaður
íhálft starf
Viðkomandi þarf að sinna öllum almennum
skrifstofustörfum s.s. frágangi á pósti, síma-
vörslu, viðhaldi nafnaskráa og skjalavörslu.
Hann sér um færslu bókhalds og aðstoðar
við sérstakar framkvæmdir á kynningarátaki
og fjáröflun. Tölvukunnátta og kunnátta í
ensku og einu Norðurlandamáli er nauðsyn-
leg. Æskilegt er að viðkomandi hafi einnig
nokkra reynslu og áhuga á sviði félagsmála
og geti hafið störf sem fyrst.
Kynning: Sjálfsbjörg, landssamband fatl-
aðra, er samtök hreyfihamlaðra á íslandi.
Aðildarfélögin eru 16 og félagsmenn um
2.400. Hlutverk Sjálfsbjargar er m.a. að vinna
að því að tryggja hreyfihömluðum jafnrétti
og sambærileg lífskjör á við aðra þjóðfélags-
þegna.
Skriflegum umsóknum, ásamt upplýsingum
um menntun og fyrri störf, ber að skila á
skrifstofu Sjálfsbjargar, Hátúni 12, 105
Reykjavík, ekki síðar er 21. júní.
Upplýsingar veita Tryggvi Friðjónsson og
Sigurður Einarsson í síma 91-29133 á skrif-
stofutíma.