Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1993 5 Nýjar reglur vegna rottugangs í skipum Úrskurðarvald verður hjá staðaryfirvöldum Árekstur á Reykjanes- braut BIFREIÐ var ekið aftan á aðra bifreið á Reykjanesbraut á móts við nýju Shellstöðina um miðjan dag á sunnudag. Flytja þurfti bifreiðina sem ók á burt með kranabíl og var ökumaður bifreiðarinnar flutt- ur á slysadeild. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er ekki talið að hann hafi verið mikið slasaður. Morgunblaðið/Ingvar Rættum að Kola- portíð fari í Tollhúsið FJARMALARAÐUNEYT- IÐ hefur tekið vel í hug- myndir Þróunarfélags Reykjavíkur um að fá neðstu hæð Tollhússins við Reykjavíkurhöfn undir þá markaðsstarfsemi sem nú fer fram undir nafninu Kolaportið í bílageymsl- unni undir Seðlabankahús- inu. Að sögn Magnúsar Péturs- sonar ráðuneytisstjóra fjár- málaráðuneytis hafa forsvars- menn Kolaportsins hf. og Þró- unarfélags Reykjavíkurborgar óskað eftir þv.í að fá Tollstöðv- arhúsið til afnota. Magnús sagði að ráðuneytið hefði lýst sig reiðubúið til viðræðna við Reykjavíkurborg um þetta mál og vel kæmi til álita að borgin leigði þetta húsnæði af ríkinu til tiltekinna nota. Magnús sagði að jafnframt þyrfti að finna annað húsnæði undir þá starfsemi sem fram fer í viðkomandi hluta Toll- hússins, en þar er meðal ann- ars lager Lyfjaverslunar ríkis- ins. Jens Ingólfsson fram- kvæmdastjóri Kolaportsins hf. sagði að Tollhúsið hentaði mjög vel undir þá starfsemi fyrirtækisins og uppfyllti öll skilyrði um eldvamir og neyð- arútganga. En núverandi eld- varnir og neyðarútgangar í bílageymslunni uppfylla ekki öryggiskröfur um þá starfsemi sem þar fer fram á markaðs- dögum Kolaportsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.