Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1993 17 Morgunblaðið og land- búnaðurinn — athuga- semd við leiðaraskrif eftir Gunnlaug Júlíusson Á undanförnum vikum hefur átt sér stað mikil og iðulega heit umræða um málefni landbúnaðar- ins. Það er reyndar svo að varla er hægt að tala um umræðu leng- ur, heldur markvissa niðurrifs- og ófrægingarherferð, þar sem beitt er öllum tiltækum meðölum, hálfs- annleik og beinum rangfærslum. Það er ljóst að svo skipuleg um- ræða fer ekki af stað nema vegna þess að með henni sé mjög ákveð- ið markmið og dettur manni helst í hug að Alþýðuflokkurinn með viðskiptaráðherra í broddi fylking- ar sé að beija flokkinn saman um málefni sem hann getur verið til- tölulega sameinaður um, þannig að hnípnir liðsmenn flokksins geti strikað óþægilegar minningar um afrek ráðherrans innan heilbrigði- skerfísins út og staðið réttir í baki á nýjan leik. Morgunblaðið helgar leiðara sinn málefnum landbúnaðarins þann 9. sept. sl. og er skrifum hagað í honum á þann veg að ekki er hægt að láta það liggja í þagnargildi. Viðbrögð talsmanna landbúnaðarins í upphafí Ieiðarans er það full- yrt að „talsmenn landbúnaðarins taki hvers kyns gagnrýni óstinnt upp og svara henni á þann veg að hleypir illu blóði í gagnrýnend- ur þeirra og raunar marga fleiri“. Hér er nokkuð ofsagt, svo ekki sé meira sagt. Það er því miður svo að það er sárasjaldan sem málefnaleg og uppbyggjandi gagnrýni kemur fram um málefni landbúnaðarins. Vanþekking og öfgar eru sá gunnfáni sem gagn- rýni á landbúnað siglir yfirleitt undir. Þegar slík umfjöllun kemur síðan frá mönnum í æðstu emb- ættum þjóðarinnar eða undir merkjum Háskóla íslands, sem gerir trúverðugleika fullyrðing- anna miklu meiri en komi hún frá almenningi, þá er ekki nema eðli- legt að viðbrögðin séu hörð. Hægt er að rekja nokkur dæmi um það úr umræðu liðinna vikna. Er óeðlilegt að það vekji hörð viðbrögð þegar dregin er stórpóli- tísk niðurstaða af niðurstöðu svo- kallaðra PSE útreikninga? Það er upplýst að reikniaðferðin er ekki burðugri en svo að skattapólitískar ákvarðanir eins og að niðurgreiða söluskatt á matvæli hafði á sínum tíma venileg áhrif á niðurstöðu útreikninganna. Opinber stuðning- ur við landbúnaðinn mun lækka verulega um næstkomandi áramót þegar tekin verða upp tvö þrep á VSK og þannig mun „kostnaður“ af landbúnaði lækka, samkvæmt PSE aðferðinni!! Er það veijanlegt að kalla svo- kallaðan reiknaðan markaðsstuðn- ing hreinan og óumdeilanlegan kostnað neytenda, þegar heims- markaðsverð á mjólk er fundið út með því að reikna út verð á upp- hrærðu undanrennudufti, smjöri og vatni. Verð á þessum hræri- graut er svo dregið frá mjólkur- verði hérlendis og fullyrt að neyt- endur geti sparað sér mismuninn ef innflutningur á mjólk væri gef- inn fijáls. Þessi vísindi koma frá Háskóla íslands! Er það eðlilegur málflutningur að ræða um heimsmarkað með búvörur eins og hvert annað Hag- kaup sem öllum eigi að standa til boða án aukakostnaðar? Er það veijanlegt að reikna út niðurstöður fyrir ísland með ann- arri reikniaðferð en gert er fyrir hin Norðurlöndin og nota annað og eldra viðmiðunarár, en bera niðurstöðurnar á borð sem alger- lega sambærilegar? Er það trúverðugt að fullyrða það að íslenskir neytendur gætu sparað sér 7% af heildarútgjöldum heimilanna ef allur stuðningur við landbúnaðinn felli niður og inn- flufningur búvara væri gefinn fijáls þegar kostnaður heimilanna við kaup á mjólkurvörum, kjötvör- um og eggjum er einungis 7,1% af heildarkostnaði heimilanna samkv. framfærsluvísitölu í júlí 1993? Er það eðlilegar málflutningur að storma á sviðið með 5 ára gaml- ar tölur og tala út frá þeim eins og ekkert hafi gerst í málefnum landbúnaðarins, enda þótt það sé staðreynd að á þessu tímabili hafi róttæk stefnubreyting átt sér stað í málefnum landbúnaðarins sem m.a. lækkar útgjöld ríkisins vegna hans verulega? Á að láta það eins og vind um eyrun þjóta þegar ráðherra í ríkis- stjóm Islands fullyrðir það að nið- urgreiðslur ríkisins vegna fram- leiðslu á búi þar sem unnin eru a.m.k. 4 ársverk auk sumarfólks gangi til eins einstaklings, og ber það síðan saman við laun forsætis- ráðhera? Framangreind dæmi gefa glöggt yfírlit um það hve ófagleg og öfgakennd umræða um málefni landbúnaðarins er hérlendis. Það er því alvarlegra þar sem þessi dæmi eru sótt í málflutning fag- manna frá Háskóla íslands og ráðherra í ríkisstjóminni. Á ekki að gera neinar kröfur um fag- mennsku og ábyrgan málflutning þegar rætt er um málefni landbún- aðarins? Hvað yrði sagt ef málefni verslunar, banka, lífeyrissjóða eða opinberrar þjónustu væru rædd á viðlíka nótum? Sérstaða bænda? í fyrrgreindum leiðara er farið um það mörgum orðum að bændur geti ekki gert kröfur til að sitja við annað borð en annað fólk. Síð- an er lögð á það áhersla að verði samdráttur í neyslu búvara, eigi bændur ekki að geta komið til rík- isvaldsins og krafíst óbreyttra tekna. Ég verð nú að segja að þennan málflutning skil ég ekki alveg. Veit leiðarahöfundur ekki að ríkisvaldið ber ekki lengur neina ábyrgð á sölu mjólkurafurða og kindakjöts, eins og það gerði áður? Dragist sala þessara afurða saman, þá minnka niðurgreiðslur ríkisins, svo einfalt er það. Um þetta var samið fyrir tveimur og hálfu ári milli bænda og ríkisvalds- ins. Það er ekki von að umræða um landbúnaðarmál sé burðug, ef þetta liggur ekki einu sinni ljóst fyrir hjá leiðarahöfundi stærsta blaðs þjóðarinnar. Þetta kemur aftur fram síðar í leiðaranum, en þar segir svo: „Þjóðin hefur ekki lengur efni á að greiða milljarða fyrir framleiðslu sem ekki er markaður fyrir og_ hefur í raun aldrei haft það.“ í búvörusamn- ingnum sem undirritaður var fyrir tveimur og hálfu ári, nánar tiltek- ið 11. mars 1991, var um það samið að útflutningsbætur á bú- vörur skyldu falla niður frá og með 1. sept. 1992. Á móti myndi koma stöðugt niðurgreiðslustig. Því þarf þjóðin ekki lengur að greiða neina milljarða fyrir fram- Nú er vmtanlegt á markað forritið Ritvöllur, sem er sérstaklega hannað til að auðvelda ritun íslensks máls. Forritið getur leiðrétt stafsetningarvillur, birt beygingu orða, sýnt samheiti og flokkað orð, auk margs fleira. Kitvöllur er uö öllu leyti Ýmsir möpMar eru Hxgt er aö láta Ritvöll birta hannaöur hér á landi. fyrir liendi peyar krnur beypiyar oröa, hér t.d. mfn- bess vepia ern allir aö pví aö yfirfara orös í eintölu og fleirtölu, meö valyluggar á íslensku texta, svo sem flokkun eöa án yráiis. Komi sama orö- auk pess sem vönduö og athugun á tíöní oröa myncl fyrir í 'öönim oröflokki er íslensk handbók fýlgir. oy oröflokka. beyging pess einnig sýnd. Ritvöllur mun aðeins kosta 9.900r kr. T.d. verður hœgt að greiða helminginn við kaup áforritinu og restina með greiðslukorti sem greiðist u.p.b. manuði síðar. ítarleg íslernk Bey£in$arsagiioröaeru HregteraölátaRihvll samheitaoröabék er t.d. bxöi sýndur í fram- yfirfara skjöl og sé orö iimbyggö í Rihvll, meö söguhoetti oy viötengingar■ ekki er rétt stafsett, leyfi frá Minningarsjóöi hxtti, í nútiö oy pátíö, keniur forritiö meö Þórbergs Póröarsonar og auk pess sem sjá má bxöi tillögur aö oröum Maiyrétar Jónsdóttur. gennynd og miömynd. sem koma til greina. Apple-umboðið Skipholti 21, Rvk. Sími 91-624800 Gunnlaugur Júlíusson „Eg verð nú að segja að þennan málflutning skil ég ekki alveg. Veit leiðarahöfundur ekki að ríkisvaldið ber ekki lengur neina ábyrgð á sölu mjólkurafurða og kindakjöts, eins ogþað gerði áður?“ Þróun síðustu ára Kaflaskil urðu í íslenskri land- búnaðarstefnu í þjóðarsáttar- samningunum frægu í febrúar 1990. Aðilar vinnumarkaðarins, ríkisvaldið og bændur hafa síðan lagt grunn að nýrri landbúnaðar- stefnu. Frá þeim tíma hafa íslensk- ar búvörur lækkað verulega í verði að raungildi. Þannig hefur þróun búvöruverðs haldið niðri verðbólgu í landinu, án þess að niðurgreiðsl- ur hafi aukist. Bændur eru sá aðili sem hafa staðið af heilindum við sinn hlut í fyrrgreindri samn- ingagerð og líklega engin stétt lagt meira af mörkum í þeim til- gangi að ná fram stöðugleika í efnahagslífi þjóðarinnar. Því er það eðlilegt að brugðist sé hart við þegar ýmsir spámenn, minni og stærri, halda uppi linnulausri ófrægingarherferð á stéttina og hið svokallaða landbúnaðarkerfi eins og engin breyting hafi átt sér stað. Það hefur enginn haldið því fram að stéttin eða landbúnaðar- stefnan sé hafin yfír gagnrýni. íslenskir bændur og forysta þeirra þekktu hins vegar sinn vitjunar- tíma og hafa unnið að því hörðum höndum. á undanförnum árum við erfiðar aðstæður að breyta þeirri stefnu sem lagður var grunnur að fyrir rúmum 30 árum á tímum Viðreisnarstjórnarinnar. leiðslu sem hún hefur ekki þörf fyrir. Þessi fróma ábending kemur því tveimur og hálfu ári of seint. Höfundur er hagfræðingur Stéttarsambands bænda. SÆTRE FYRIR SÆLKERANN Kaptein kexið gerir lífið léttara þegar allt annað bregst. Hæfir öllu áleggi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.