Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1993 39 LIST Lager himnasending Kristni Reyr Péturssyni er ýmislegt til lista lagl. Hann hefur meðal annars samið gamanleikrit, ljóð og sönglög auk þess sem hann hef- ur haldið nokkrar málverkasýningar. Kristinn Reyr Pétursson ljóð- skáld og lagahöfundur með meiru hefur víða komið við á ævi- ferli sínum en hann er fæddur 30. desember árið 1914. Hann ólst upp í Grindavík og Keflavík. Lauk prófi frá Verslunarskóla íslands árið 1935. Var bóksali í Keflavík á árun- um 1942-65. Hefur unnið að rit- störfum í Reykjavík síðan 1965. Kristinn Reyr hefur verið valinn til trúnaðarstarfa í fjölmörgum og margvíslegum félagasamtökum. M.a. var hann varaformaður Rithöf- undasambandsins 1966-70 og for- maður Rithöfundafélagsins 1970-71. Hann var formaður Fé- lags íslenskra dægurlagahöfunda 1967-69. Hann var formaður Tón- menntasjóðs kirkjunnar 1975-79. Þess má geta að hann var lengi í stjórn Félags íslenskra bókaversl- ana en einnig verður að greina frá því að hann var í stjórn Sósíalistafé- lags Keflavíkur. Fyrsta verk Kristins Reyrs sem kom fyrir almenningssjónir var „Ást og vörufölsun". Það var skop- leikur sem var frumsýndur í Iðnó árið 1935 en árið 1942 kom fyrsta ljóðabókin út, „Suður með sjó“. Síð- an hafa komið út um 12 ljóðabækur og 9 leikrit. Kristinn Reyr hefur og haldið nokkrar málverkasýning- ar bæði hérlendis og í Noregi. Hann hefur ennfremur gefið út sjö nótna- hefti með lögum við ljóð bæði eftir sjálfan sig og aðra. Nú í haust kom loks út geisladiskur með sjautján ljóðalögum. Öll lögin eru eftir Krist- in, sjö ljóðanna eru eftir lagahöfund en hin níu eru eftir ýmis helstu ljóð- skáld þjóðarinnar t.d. Davíð Stef- ánsson, Stein Steinarr og Örn Arn- arsson. Erfið flokkun Morgunblaðið tók hús á Kristni að heimili hans í Þingholtunum í Reykjavík. — Ertu frekar maður orða, tóna eða mynda? „Er þetta ekki allt náskylt hvað öðru. Mér er ekki mögulegt að skilgreina mig. Ef reynt er að vega og meta út frá einhveijum mælikvarða, t.d. magni, hvað er ég þá? Rithöfundasamband- ið tók sig einu sinni til og flokkaði alla þá sem það hafði innanborðs. Þá var ég fyrst nefndur leikskáld og síðan ljóðskáld." Viðmælandi Mprgunblaðins sagðist ekki vera neinn tónlistar- maður þótt hann hefði „föndrað við þetta öðru hverju." Það hefði verið orgel á bernskuheimili hans og hann hefði spilað á það eftir eyranu. Það hefði ekki orðið fyrr en seinna á ævinni að hann hefði byijað að skrifa nótur. Hann leitaði þá til Carls Billich sem tók að sér að út- setja nokkur hefti af nótum. Fyrsta nótnaheftið kom út árið 1967 og síðan hafa sex bæst við. Lagahöf- undur sagðist þar hafa notið Carls Billich og síðar Eyþórs Þorláksson- ar gítarleikara. Ýmsir þekktir flytj- endur nýttu sér nótnaheftin. „Þann- ig komust lögin inn á band eða plöt- ur. T.d. tók Guðrún Tómasdóttir upp lag við ljóð Halldórs Laxness, „Bráðum kemur betri tíð.“ og Haukur Morthens söng „Amo- rella“.“ Geisladiskar tímaima tákn Árið 1983 kom út hljóðsnælda með verkum Kristins Reyrs „Suður- nesjaljóð og lög“. Hann sagðist hafa fylgst með framgangi og út- breiðslu geisladiskanna en það var loks í fyrra að hann sannfærðist um að þeir væru ekki lengur mun- aðarvara heldur sá miðill sem flest- ir ættu að hafa efni á. Hann fékk því Björgvin Þ. Valdimarsson tón- listarkennara til aðstoðar við val laga og flytjenda. „Án hans hefði ég aldrei getað staðið í þessu.“ I hugum Islendinga er nafn Kristins Reyrs nánast óijúfanlega tengd ljóðum og leikritum. En jafn- vel þótt ýmis lög hans hljómi kunn- uglega í eyrum landsmanna, er það oft svo að menn leggja ekki hlustir eftir því hver er lagahöfundur. Nú hefur hann gert lög við eigin ljóð - eða kannski ljóð við eigið lag? Fulltrúi Morgunblaðsins vildi fá að vita hvort kæmi fyrr í huga höfund- ar lag eða ljóð, eða e.t.v. samtímis? „Það hefur ekki farið saman. Maður getur gengið lengi með ljóð í mag- anum. Það fer eftir gerð ljóðsins, hvort það er í knöppu formi eða hvort eitthvað er teygður lopinn. Lagið er meiri himnasending. Og stundum er hrynjandi þannig að ljóð kallar á lag: Mjöllin laufgar myrkfælinn skóg myrkfælinn skóg í hlíð. Blikar á mánans sigð og bráðum er vakað nóg en eitt varð það man man eg þig alla tíð Nóttin kyssir nýfallna mjöll nýfallna mjöll í blund. Bit er í mánans egg og bráðum er vakan öll en eitt var það man man eg þig hveija stund. Happdrætti Hjartaverndar DRÖGUM 8. OKT. Þú geturgreitt miðan þinn með greiðslukorti (D SÍMI 813947 BD VÁKORTALISTÍ Dags.28.9.1993.NR. I4l 5414 8300 0310 5102 5414 8300 0957 6157 5414 8300 2814 8103 5414 8300 3122 1111 5414 8300 3163 0113 5414 8301 0494 0100 5422 4129 7979 7650 5221 0010 9115 1423 Ofangreind kort eru vákort, sem taka ber úr umferð. VERÐLAUN kr. 5000.- fyrir þann, sem nær korti og sendir sundurklippt til Eurocards. KREDITKORT HF., Ármúla 28, 108 Reykjavík, sími 685499 KVIKMYNDIR Michelle Pfeiffer fékk loksins óskina uppfyllta Michelle Pfeiffer hafði lengi borið þá ósk í bijósti að fá að vinna með leikstjóranum Martin Scorsese. Hún hafði nokkrum sinn- um sóst eftir hlutverkum í kvik- myndum hans, en hann hafði ekki svo mikið sem samband við hana. Hún hafði því komist að þeirri nið- urstöðu að hann vildi ekki leyfa henni að leika undir sinni stjórn. Þar af leiðandi hafði hún eiginlega gefið hann upp á bátinn og taldi sjálfri sér trú um að fjöldi annarra leikstjóra vildu starfa með henni. Símhringingin sem skipti sköpum Michelle varð því heldur betur undrandi þegar rödd í símanum tjáði henni að Martin Scorsese vildí fá hana í hlutverk í næstu mynd sína. „Ég varð ekki bara undrandi, ég fékk áfall,“ sagði hún. Hér var um að ræða hlutverk greifynjunnar Ellen Olenska í myndinni „The Age of Innocence", sem nýlega var frumsýnd í Bandaríkjunum. Michelle fékk frábæra dóma í The New York Times fyrir túlkun á hlutverkinu. Samstarf þeirra Michelle og Scorsese varð líka mjög gott, því honum líkaði ekki bara við hana heldur dáðist hann mjög að Ieik hennar. Hlutverk hennar í myndinni er ólíkt því sem hún hefur áður leikið eins og í myndunum „Love Field“, „Dangerous Liaisons" og „The Fabulous Baker Boys“. „Rétta“ hlutverkið Ástæðan fyrir því að Scorsese hafði aldrei samband við hana þeg- ar hún leitaði eftir hlutverki mun vera sú að hann vildi bíða eftir Michelle Pfeiffer er sögð túlka hlutverk Ellen Olensku frábær- lega í myndinni „The Age og Innocence". „réttu“ hlutverki. Hann hafði hrifist mjög af leik hennar í myndinni „Married to the Mob“, en þar tókst henni vel að ná ítölskum-amerísk- um hreim. Að sögn þeirra sem til þekkja í kvikmyndaheiminum hefur myndin mikla möguleika á að verða tilnefnd til Óskarsverðlauna og Michelle einnig sem besta leikkonan í auka- hlutverki. „Auðvitað finnst mér mikill heiður að vera tilnefnd, en ég er alltaf dálítið fegin þegar kem- ur í ljós að ég hef ekki unnið, því ég óttast svo mjög að þurfa að halda ræðu,“ sagði Michelle sem þrívegis hefur verið útnefnd til Ósk- arsverðlauna en aldrei hlotið þau. ORÐIÐÁ BORGINNI JttóTIÐ LÍFSINS ÁBORGINNI Þuujvellir Vínkjallarinn Höfum einkar glæsilega aðstöðu fyrir hópa og einkasamkvæmi þar sem þjónusta og matur eru sniðin að ykkar þörfum. Vínkjallarinn, mjög eftirminnilegur salur f kjallara, 8-16 manns. Pingvellir, kyrrlátur og þægilegur salur á fyrstu hæð, 12-30 manns. Gyllti salurinn, tilkomumikill og frægur, 40-160 manns. Pálmasalurinn með Sushi-bar -Opið fyrir almenning. Nánari upplýsingar veita veitingarstjórar í stma 11247 eða 11440. Þ A Ð E R A Ð E I N S E I N H Ó T E L B O R G

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.