Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.09.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1993 Þorsteinn Pálsson um ummæli við- skiptaráðherra í Morgunblaðsviðtali Vona að Sighvatur hafi manndóm til að biðjast afsökunar ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra kveðst vonast til að Sighvatur Björgvinsson viðskiptaráðherra hafi manndóm til að bera til að biðjast afsökunar á ummælum sínum í frétt í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Þar sagði Sighvatur að aðal- ástæða fyrir erfiðleikum bankanna séu útlánatöp vegna lána til sjávarútvegsfyrirtækja og í mörgum tilfellum hafi þau lán verið veitt vegna þrýstings frá stjórnvöldum, meðal annars frá sjávarútvegsráðherra. Sighvatur sagði einnig í viðtalinu að Þorsteinn hefði skorið niður veiðikvóta til fyrirtækja sem hafi valdið því að þau hafi ekki getað staðið í skilum. „Ég ætla ekki að fara fram á það við Sighvat að hann biðjist afsökunar. Eg ætla að bíða og sjá hvort hann hefur manndóm til þess. Geri hann það ekki er hann minni maður á eftir,“ sagði Þor- steinn. Þungar ásakanir í allar áttir Hann kvaðst ekki hafa trú á því að ummæli af þessu tagi gætu leitt til stjórnarslita en „það hlýtur flestum að vera ljóst að ásakanir af þessu tagi eru gjörsamlega úr lausu lofti gripnar og ég skil ekki með nokkru móti hvað veldur því að viðskiptaráðherra ber ásakanir af þessu tagi á samstarfsráðherra sinn. Ég minnist þess ekki að slíkt hafi verið gert áður. Það er athyglisvert og viðskipta- ráðherra ætti að huga að því hvaða fyrirtæki það eru sem bankarnir eru helst að tapa á. Ég ráðlegg honum að skoða það áður en hann ræðst að sjávarútveginum með þessum hætti," sagði Þorsteinn en vildi ekki fara nánar út í þá sálma. „Auk þess er óhjákvæmilegt að hann geri nánari grein fyrir full- yrðingum sínum um að bankastjór- ar hafi brotið lög með því að láta stjórnmálamenn ákvarða útlán. Þetta eru þungar ásakanir í allar áttir og ekki síst eru þetta þungar ásakanir á bankastjórana. Hann heldur því fram að bankastjórar hafi brotið lög,“ sagði Þorsteinn. Morgunblaðið/MHM BIFREIÐIN fjarlægð af slysstaðnum skammt sunnan við Hólmavík. Ok á hross o g lést SAUTJÁN ára gamall piltur, Kjartan Friðgeir Þorsteins- son, lést í bílslysi skammt fyrir sunnan Hólmavík eftir að bifreið hans ók á hross sem þar var á veginum. Slys- ið varð um kvöldmatarleytið á laugardag. Tilkynning um slysið barst til lögreglunnar á Hólmavík um klukkan 20. Slysið var í Skelja- vík þar sem eru hesthús Hólm- víkinga. Eftir að bíllinn rakst á hestinn hentist hann út fyrir veg og er talið að pilturinn hafi látist samstundis. Kjartan Friðgeir Þorsteinsson var fæddur 30. júní 1976, til heimilis að Hafnarbraut 33, Hólmavík. Kjartan Friðgeir Þorsteinsson Húsnæðisstofnun lánar 1,2 milljarða til 200 félagslegra íbúða Lán til að byggja 72 íbúðir í Reykjavík HÚSNÆÐISMÁLASTJÓRN hefur samþykkt samtals 1,2 milljarða króna lán til 200 félagslegra íbúða og hafa þá verið veitt lán til 500 slíkra íbúða á árinu. Sérstök áhersla er lögð á byggðarlög á sunnanverðu landinu að þessu sinni og renna flest lán til Reykjavíkur eða til samtals 72 íbúða. Steinn und- irbýr lýð- veldishátíð STEINN Lárusson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Þjóð- hátíðamefndar 50 ára lýðveldis á íslandi, sem um þessar mundir er að hefja undirbúning að því að fagna afmæli islenska lýðveld- isins þann 17. júní næsta sumar. Steinn sagði í samtali við Morg- unblaðið að undir- búningur hátíðar- haldanna væri á frumstigi og ekk- ert lægi fyrir um hvemig þeim yrði háttað. Áðspurður hvort um yrði að ræða þjóðhátíð á Þingvöllum líkt og þegar 1100 ára afmælis íslandsbyggðar var minnst 1974 sagði Steinn að auðvitað hlytu menn að beina augum sínum að Þingvöllum fyrst og fremst. Hins vegar hefðu engar ákvarðanir verið teknar og ætti það við um flest sem að þessu sneri annað en það að hugmyndasamkeppni um merki lýð- veldishátíðarinnar verður auglýst fljótlega. Reykjavíkurborg fær lán til 72 íbúða, þar af er lánað til fímm leiguíbúða og átján kaupleigu- íbúða, almennra og félagslegra fyrir aldraða við Lindargötu og 49 til Húsnæðisnefndar Reykja- víkur, að sögn Þórhalls Jósepsson- ar, stjórnarmanns í Húsnæðis- málastjórn. Þá fær Húsnæðissam- vinnufélagið Búseti lán vegna fimm búsetafélaga á höfuðborgar- svæðinu og til tíu íbúða í Bessa- staðahreppi, Hafnarfirði, Kópa- vogi, Kjalarnesi og Reykjavík. Lánað er til 27 íbúða í Kópavogi og fimm íbúða í Garðabæ auk tveggja íbúða Búseta í Garðabæ. Mosfellsbær fær lán vegna fjög- urra íbúða og Búseti í Mosfellsbæ vegna tveggja íbúða. Keflavíkur- bær fær lán vegna fimm íbúða, Njarðvík vegna þriggja íbúða og Sandgerði vegna tveggja íbúða fyrir aldraða. Hreppsnefnd Eyrar- sveitar fær lán vegna þriggja íbúða og ísafjörður vegna sex íbúða. Lánað er til einnar íbúðar í Reykhólasveit og vegna tveggja á Sauðárkróki. Þá er lánað til tveggja íbúða í Seyluhreppi, til bæjarstjórnar Akureyrar vegna tíu íbúða og Félag aldraðra á Akur- eyri fær lán vegna fjögurra íbúða. Grýtubakkahreppur fær til einnar íbúðar, Fellahreppur til tveggja og Selfoss til tveggja íbúða. Námsmenn og fatlaðir Byggingafélag námsmanna í Reykjavík fær lán vegna þriggja íbúða, félagsíbúðir iðnnema fá lán til fimm íbúða og Félagsstofnun stúdenta í Reykjavík til átta íbúða. Til Öryrkjabandalagsins er lán- að vegna tíu íbúða og Þroskahjálp fær lán vegna fjögurra íbúða. Styrktarsjóður Sólheima í Gríms- nesi fær lán til þriggja íbúða og Skálatúnsheimilið í Mosfellsbæ til tveggja íbúða. Steinn Lárusson íþróttir ► ÍBV bjargaði sér frá falli annað árið í röð - Vemharð í dag Ellefu til Washington íslendingar eiga 11 fulltrúa, m.a. ráðherra og bankamenn, á ársfundi Alþjóðabankans 4 105 millj. til stjórnmálaflokka Listi yfir framlög ríkissjóðs til at- vinnuvega og ýmissa samtaka 19 Klúöur hjá FIDE Seinni hluta einvígis Karpovs og Timmans aflýst og soldáninn í Óman afturkallar verðlaunafé 23 Leiðari júdómaður æfir í Hollándi - Selfoss áfram í Evrópukeppn- Upplausnarástand í Georgíu 24 inni í handbolta. Féllafþaki og beið bana TVÍTUGUR maður, Pétur Ingi Þorgilsson, lést þegar hann féll af húsþaki og niður í húsagarð við húsið númer 14 við Brávalla- götu aðfaranótt sunnudagsins. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu var tilkynnt um slysið á fímmta tímanum um nóttina. Vitni sem voru að atburðinum segja að manninum hafi skrikað fótur á hálu þakinu, en rignt hafði um nóttina, og fallið niður í húsagarð að vestan- verðu við húsið, sem er þriggja hæða. Talið er að maðurinn hafi komist upp á þak hússins númer 20 um verkpalla sem þar eru. Ekki er vitað hvaða erindi hann átti upp á þakið. Pétur Ingi Þorgilsson var mynd- Pétur Ingi Þorgilsson listarnemi, til heimilis á Kapla- skjólsvegi 39. Hann var fæddur 13. janúar 1973. Áhöfn á Guðnýju sýkn- uð af bjarndýrsdrápi Vilja hræið heim SKIPVERJARNIR fimm á Guðnýju ÍS 266 sem ákærðir voru fyrir að hafa hengt bjarndýr sem þeir fundu á sundi norður af Horni 24. júní sl., voru sýknaðir I gær í héraðsdómi Vestfjarða. Þeir voru kærðir fyrir brot á fyrstu málsgrein 9. greinar dýra- verndunarlaga sem kveður á um að þegar dýr eru deydd ber að gæta þess að deyðing fari fram með jafn hröðum og sársaukalitl; um hætti og frekast er völ á. I dómsniðurstöðu segir að ósannað sé að dýrið hafi getað verið drep- ið hraðar miðað við aðstæður, eða að ákærðu hafi valdið því þjáningum að nauðsynjalausu. í vætti skipverja kom fram að upphaflega hafi staðið til að ná dýrinu lifandi um borð en þegar það tók að beijast um, sammæltust skipveijar um að óhjákvæmilegt væri að deyða það. Til þess notuðu þeir snöru sem þeir hertu að hálsi skepnunnar, en engin skotvopn voru um borð. Fáar skorður við veiðiaðferðum Samkvæmt vitnisburði var dýrið 1 til 2 mínútur að gefa upp öndina. Dómurinn féllst á þessa lýsingu á málavöxtum og í niðurstöðu hans segir: „Samkvæmt 7. grein tilskip- unar um veiði á íslandi frá 20. júní 1849, sem ennþá eru gildandi lög í landinu, má hver maður elta birni og veiða hvar sem hann finnur og á sá maður björn sem kemur fyrst- ur á hann banasári. Tilskipun þessi er fáorð um verndun dýra enda til- gangur hennar fyrst og fremst að vernda rétt manna til veiða og eign- arrétt þeirra á veiðibráð. Eru veið- iaðferðum þar fáar skorður settar.“ Jónas Jóhannsson, héraðsdómari, kvað upp dóminn og sagði hann í samtali við Morgunblaðið, að með tilvísun til tilskipunarinnar væri einnig staðfestur eignarréttur skip- veija á hræi dýrsins og kröfu ákæruvaldsins um upptöku þess væri þvi synjað. Jón Guðni Péturs- son, skipstjóri á Guðnýju ÍS, kvaðst eiga von á því að skipveijar myndu reyna að gera eitthvað í því að heimta björninn aftur, en taldi of snemmt að segja til hvaða aðgerða þeir myndu grípa. ----♦ ♦ ♦-- Loðnuveiði enn dræm DRÆM veiði hefur verið á loðnu- miðunum og hefur það tekið bát- ana 4 til 5 daga að ná fullfermi. Loðnan gengur til suðurs en dreifist jafn óðum og er aðeins veiðanleg langt norður í hafi. Loðnuverksmiðjurnar eru í gangi öðru hvoru þegar afli berst. Um 370 þúsund tonn hafa borist á land á vertíðinni. Jón Kjartansson SU landaði 1.050 tonnum á Eskifirði í gær. Hjálmar Ingvarsson stýrimaður sagði að loðn- an hefði fengist í 20 köstum langt norður í hafi. Loðnan dreifð Hann sagði að loðnan dreifði sér jafn óðum og hún gengi til suðurs og væri aðeins veiðanleg utan land- helginnar. Hjálmar var bjartsýnn á að veiðarnar kæmust á skrið þegar suðurgangan kæmi nær landinu og sagði langa reynslu fyrir því að lítið veiddist eftir miðjan september en veiðar færu vananlega að glæðast þegar loðnan kæmi upp að landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.